Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Þribjudagur 29. febrúar 1972. visir Otgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjóm: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Valdimar H. Jóhannesson Skiili G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Hverfisgötu 32. Simi 11660 Siöumúla 14. Simi 11660 ( 5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Tímafrekt og árangurslaust Breytingarnar, sem rikisstjórnin hefur nú gert á skattafrumvörpum sinum, eru sáralitlar og skipta nær engu máli. Þetta kemur áreiðanlega mörgum á óvart, eftir alla þá þungvægu gagnrýni, sem þessi flaustursfrumvörp hafa sætt. Upphaflega átti að afgreiða frum- vörpin fyrir jól sem lög frá Alþingi. Þegar það reyndist ekki með nokkru móti kleift, ákvað rikis- stjórnin að alþingismenn kæmu miklu fyrr en venjulega úr jólaleyfi sinu, svo að hægt væri að gera frumvörpin að lögum, áður en menn skiluðu skatt- skýrslum sinum. Það fór þó svo, að málið reyndist alvarlegra og erfiðara en rikisstjórnina hafði grunað. Fjöldi manns sat með sveittan skallann yfir frumvörp- unum um jólin, út allan janúarmánuð og fram yfir miðjan febrúar, án þess að nokkur leið fyndist út úr ógöngunum. Allt frá 20. janúar hefur alþingi beðið lagfæringa rikisstjórnarinnar á frumvörpunum. Og það var ekki fyrr en i siðustu viku, að lagfæringarnar litu dagsins ljós i þingnefndum, — og ekki á alþingi sjálfu, fyrr en i þessari viku. Á meðan hafa ein- staklingar og fyrirtæki skilað framtölum sinum án þess að hafa neinar reglur við að styðjast. Þessi mikla töf hefur leitt til þess, að ýmsir aðilar undirbúa nú málaferli gegn rikisstjórninni fyrir þá sök, að frumvörpin verka aftur fyrir sig. Sam- kvæmt siðvenju og lagavenju ættu þau fyrst að taka gildi um næstu áramót og gilda um tekjur og eignir ársins 1972. Og allur sá timi, sem farið hefur i endurskoðun frumvarpanna, virðist ekki hafa leitt til efnismik- illa breytinga. Það má nánast lita á sumar breyt- ingarnar sem kaldrifjaða gamansemi, einkum að þvi er varðar rikisskattafrumvarpið. Annars vegar er skattprósentan lækkuð úr 45% i 44% og hins vegar er sett inn nýtt skattþrep 35% skatts á 50.000—75.000 króna tekjur. Eftir rothögg hækkunarinnar úr 27% i 45% er harla litil fróun i að skila einu prósenti til baka aftur. Og nýja skatt- þrepið skiptir engu máli i þjóðfélagi, þar sem með- altekjur eru um 450.000 krónur á ári. Það eykur aðeins flækjur og kostnað skattakerfisins. örlitlu meiri viðleitni felst i breytingunum á frumvarpinu um skatta til sveitarfélaga. Þar hefur nú verið opnuð frádráttarleið og ekki lengur miðað við algerar brúttótekjur fólks. Menn mega nú draga eigin húsaleigu frá tekjum sinum og fá þar að auki frádrátt á útsvar eftir fjölskyldustærð og nemur sá frádráttur 10.000 krónum á hjón með þrjú börn. En i staðinn er sveitarfélögum heimilað að hækka skatt- prósentuna úr 10% i 11%. í heild eru þessar breytingar litils virði, og draga ekkert úr þörfinni á þvi, að málinu sé frestað, svo timi vinnist til að draga úr verstu ókostum frum- varpanna. Andlitið er Maós, nema nefið. Nixon afneitar Chiang Kai-Shek Flatur fyrir Elli kerlingu Skelling hefur gripið um sig i herbúðum Chiang Kai-Sheks, öld- ungsins á Formósu. Nixon hefur brugðizt honum tvisvar á skömmum tima. Fyrst varð það reiðarslag fyrir Chiang, þegar Nixon tilkynnti, að hann ætlaði i Kinaför án þess svo mikið sem að segja Chiang, bandamanni sinuin, frá þvi áður. Annað reiðarslag og meira er loforð Nixons, að Bandarikjamenn muni smám saman kalla her sinn frá For- mósu. Það er óvist, hvenær til þess kcmur, að Bandaríkjamenn hætti að vernda Formósu fyrir árás frá meginlandinu. Hins vegar er það reiðarslag fyrir Chiang Kai-Chek, að Nixon skyldi fást til að lýsa yfir ráðagerð um slíkt. Enda sást afleiðingin strax á viðbrögðum forsætisráðherra Japans, Sato, sem sagði, að „Forinósa tilheyrði Kinverska alþýðulýðveldinu”. Enginn japanskur ráðamaður hefur áður látið scr slikt um niunn fara. Þegar Chiang Kai-Chek sá ósigur sinn i borgarastriöinu við kommúnista árið 1949, flýði hann með það lið, sem komst yfir til eyjarinnar Taiwan. Það sýnir, hversu risavaxin átökin voru, að hinn sigraði her hans taldi um milljón manna. Alls hafa milli tvær og þrjár milljónir Kinverja safnaztsaman á eyjunni, og þar drottna þeir yfir innfæddum meirihluta landsmanna. Iiálfniræður ætlar Chiang að draga sig i hlé. Ekkert frelsi, en meiri peningar. Innfæddir Formósumenn eða Taiwanmenn eru um 12 milljónir, en þeir ráða næstum engu um stjórn siðan Chiang gamli kom með lið sitt. Formósumenn eru frábrugðnir hinum nýju innflytj- endum, en þó rekja þeir ættir til Kinverja, sem komu frá megin- landinu og blönduðust innfæddum fyrir þrjú hundruð árum. Einnig eru til Formósumenn sem litið lllllllllfll MÐ WCM Umsjón: Haukur Helgason eða ekkert hafa blandazt Kin- verjum. Hinir, sem blönduðust, eru engu siður ólikir Kinverjum og vilja ekki af þeim vita. Formósumönnum liður illa undir stjórn Chiang KaiCheks- manna. Chiang leyfir enga stjórnarandstöðu og engan flokk nema flokk sinn, „„þjóðern issinna”. öryggislögreglan er hvarvetna og sér um, að menn æmti ekki eða skræmti. Hins vegar hafa orðið efnahagslegar framfarir. Með stuðningi Ban- darikjamanna og vegna ódýrs vinnuafls hefur iðnaður eflzt á Formósu, og menn bera meira úr býtum en áður. Þingmenn fyrir kjördæmi á meginlandinu! Chiang hefur á Formósu enn sem fyrr um milljón manna undir vopnum. Elliglöp sækja þó nokkuð á liðið eins og raunar ráðherra og þingmenn hershöfð- ingjans. Chiang hefur nefnilega i sérvizku sinni byggt þing svo, að aðeins um eitt prósent þing- manna eru fulltrúar fyrir kjör- dæmi á Formósu sjálfri. Hitt þingliðið allt eru fulltrúar fyrir „kjördæmi á meginlandi Kina”. Margir þessir menn voru kjörnir á þing á meginlandinu i valdatið Chiangs árið 1947. Raunar hefur helmingur þingliðs frá megin- landinu látizt, siðan þeir komu til Formósu. Þetta Formósuþing er þvi hið merkilegasta fyrirbæri og i þvi speglást draumórar Chiang Kai-Cheks um endurheimt meginlandsins og fornra valda. Chiang og lið hans lita á For- mósu sem stökkpall til innrásar á meginlandið. Þvi fer þó fjarri, að þeir séu liklegir til áhlaups. Þvert á móti er það bandariski flotinn, sem hefur komið i veg fyrir, að Mao æti þá upp til agna. Margir Kinverjanna hafa kvænzt innfæddum stúlkum. Draumurinn um að halda aftur yfir um 150 kilómetra Formósu- sund og setjast að i borgum meginlandsins hefur fölnað. Viöheldur kynþátta fordómum. Chiang kýs að viðhalda kynþáttafordómum milli innflytj- endanna og hinna innfæddu Formósumanna. Hann heldur, að með þvi geti hann hindrað, að fólkið festi of traustar rætur á Formósu, og með þvi megi varð- veita drauminn um afturhvarfið til meginlandsins. Af sömu ástæðum er barið niður allt það, sem hvetur innfædda til réttinda- baráttu. Chiang er 85 ára. Eins og hann er Elli kerling að buga kinversku útlagana. Og Bandarikjamenn eru einnig að þreytast á Chiang gamla. 1 fyrrahaust mæltu þeir með inntöku Alþýðulýðveldisins i Sameinuðu þjóðirnar, en vildu reyndar hafa Formósu þar lika, sem var fellt. En stefnubreyting Nixons gagnvart Kina á miðju seinasta ári birtist fyrst i breyttri afstöðu til inngöngu i S.Þ., sem gerði Chiang og hans mönnum mjög gramt i geði, sem von var. Siðan hefur Nixon bætt gráu ofan á svart, i augum Chiangs,. Chiang segist munu láta af embætti sinu, og væntanlega tekur sonur hans, Chiang Ching- Kuo við. Sonurinn er talinn lik- legri til að veita innfæddum ein hver áhrif en faðir hans, og jafn- velleita samninga við kommún- ista. Hvort það verður veit enginn. En annars er sennilegt, að kommúnistar gleypi Formósu, er timar liða. Þótt réttmaétt væri, að innfæddir Formósumenn hefðu eigið riki, mun það litlu skipta Mao formann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.