Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 13
Vísir. Þriðjudagur 29. febrúar 1972. 13 wbM^IsSsjí ■nnmMMMiiinRH! ÞAU EIGA MÖGULEIKA A OCARI Þann 10. apríl næst- komandi verða Oscars- verðlaunin afhent í Los Angeles. Hér á eftir fylgir listi yfir þá er taldir eru eiga mögu- leika á að næla sér i Oscarinn, sem veittur er fyrir beztan kvik- myndaleik á árinu: Julie Christie i McCabe & Mrs. Miller. Glenda Jackson i Sunnudag- ur Satans. Vanessa Redgrave i Maria Drottning Skotlands. Janet Suzman i Zar Nicholaj og Alexandra. Peter Finch i Sunnudagur Satans. Gene Hackman i The French Connection. Walter Matthau i Kotch. George C. Scott i Sjúkrahús- ið. Topol i Fiölaranum á þakinu. BENEDIKTA prinsessa og Richard prins hata, m.a. sökum fráfalls Frið- riks konungs, tilkynnt einka- heimsókn sina til Grænlands. Heimsóknin hefur verið ákveðin öðru hvoru megin við 1. ágúst. JANE BIRKIN söngkonan, sem varð fræg fyrir stunur sinar i laginu ,,Je t* aime”, hefur nú tekið til við að leika i sinni annari mynd. Myndatakan fer fram i Róm, en ameriskir standa að gerð myndarinnar, sem þeir hafa valið heitið,,Jane”. URSULAANDRESS væntir sin. Hún hefur afþakkað meiriháttar kvikmyndatilboð sökum þess, að hún er ófrisk. Faðirinn er Jean Paul Belmondo. Tiðindin bar franska útvarpið hlustendum sinum fyrir nokkrum dögum. JULIE EGE keypti nýverið hús á eyju I norskum firði og gaf það foreldr- um sinum. Julie Ege? — Jú, það er einmitt sú, er brezk blöð prýddu siður sinar oftast með á siðasta ári. ELÍSABET DROTTNING ber ekki á sér peninga nema einu sinni i viku: Það er á sunnudög- um, er hún fer i kirkju. Aö þvi er fyrrum hirðmey hennar hefur upplýst hefur drottningin þá með sér einn pundsseðil til að pota i samskotabauk kirkjunnar. PETER USTINOV kvikmyndaleikarinn sá, hefur tekið að sér gestgjafahlutverkið i nýrri sjónvarpsmyndaseriu, sem ber heitið „Evrópa á tutt ■ugustu öldinni”. Það eru sjónvarpsstöðvarnar BBC og Suddeutscher Rundfunk, sem i sameiningu standa að gerð þessa myndaflokks. Fannst myrt í baðkari Hið velþekkta, þýzka ljósmyndamódel, Monika- Edith, 20 ára gömul frá Döhring fannst myrt i baðkeri lúxusibúðar sinnar i Bonn fyrir fáeinum dögum. Það var unnusti hennar, sem kom þar að henni fyrstur manna. Monika var aðeins i gegnsærri blússu og bikini- buxum einum klæða. Hafði hún verið kyrkt með hvitri blússu. Monika hafði, að þvi bezt er vitað, einungis umgeng'izt heiðvirt fólk. Við leit i ibúð hennar fann lögreglan þrjár minnisbækur, sem höfðu inni að halda heimilisföng stjórnmála- manna og verzlunarmanna. Telur lögreglan fullvist, að Monika hafi þekkt morðingja sinn. Þessi 20 ára gamla ljósmyndafyrirsæta skildieftir sig 14 mánaða gamla dóttur að nafni Nicole. SVETLANA YFIRGEFUR 4. EIGINMANN SINN Frá Arizona berast þær fréttir, að ameriski arkitekt- | ■ liisi - Svetlana Stalin — hefur yfirgefið fjórða eiginmann sinn. inn William Wesley Peters hafi gert það heyrinkunnugt, að eiginkona hans, hún Svetlana — dóttir Jóseps heit- ins Stalins — hafi yfirgefið hann og haft á brott með sér 10 mánaða gamla dóttur þeirra hjóna. Hinn 59 ára gamli Pétur og Svetlana, sem náði 46 ára aldri i gærdag, voru gefin saman i hjónaband fyrir 22 mánuðum siðan. Þetta var annað hjónaband Péturs, en það fjórða i röðinni hjá Svetlönu. Tvö fyrstu hjónabönd Svetlönu enduðu með skilnuðum, en þriðji eiginmaður hennar, hinn ind- verski fursti Brijesh Singh lézt i nóvembermánuði ársins 1966. Pétur sem er barnabarn hins látna, ameriska arkitekt Lloyd Wright, tilkynnti skip- brot hjúskaparins á blaða- mannafundi i Paradise Valley i Arizona Fyrri eiginkona Péturs, sem einnig hét Svetlana, lézt i bilslysi ásamt tveggja ára gömlum syni sinum árið 1946. Rauða myndin af Einari Sjómaður hringdi: „Það var gott hjá hljóðvarpinu að leika svona á stjórnina, þegar tilkynnt var um uppsögn land- helgissamninganna. Ég sá þessa frétt i Timanum á föstudag ásamt litmynd af utanrikisráðherra, sem einn af ritstjórum blaðsins hafði tekið morguninn áður, þegar Einar ætlaði að fara að af- henda sendiherrum Breta og Þjóðverja tilkynningarnar. Engar myndir sá ég i Mogganum eða Þjóðviljanum af þessum at- burði. En i Visi á föstudag er upp- lýst, að hljóðvarpið hefði sagt frá uppsögninni i tiufréttunum á fimmtudagskvöld og þá sam- kvæmt fréttaskeyti frá Noregi. Stjórnin hefur þannig ætlað aö liggja á þessari frétt i heilan dag, svo hún gæti fyrst komið i dag blöðunum og Timinn þá slegiö önnur blöð út með litmyndinni rauðu af Einari. Þvi ég geri ráð fyrir að önnur blöð hefðu einnig birt mynd af athöfninni, ef þeim hefði verið tilkynnt um hana fyrirfram eins og Timanum. En að ætla sér að liggja á þessari stórfrétt i sólarhring er meira en minn smávaxni heili getur skiliö. Það á ekki að vera með neitt puk- ur i þessu máli. En svo vil ég þakka honum Lúðvik fyrir að styðja skuttogarakaupin svona vel. Kaup á nýjum togurum eru búin að dragast alltof lengi, og ég held að við ættum aö kaupa fleiri en nú er talað um. Allt upp i 50, eða einn fyrir hverja milu i nýju landhelginni.” Opna útvarpið meira Kennari skrifar: „Nú er nýtt útvarpsráð tekið til starfa og verður það vonandi til þess að útvarpið verður opnara fyrir umræðum um ýmis mál, sem hæst ber i þjóðfélaginu, ef marka má ummæli hins ný- kjörna formanns. Hin margum- talaða hlutleysisstefna útvarps- ins er gengin sér til húðar i núver- andi mynd. Það er þar, og á ég þá bæði við hljóðvarp og sjónvarp, sem almenningur á að fá betri yfirsýn yfir mál, sem varða þjóð- ina alla. Að sjálfsögðu koma sum mál illa við kaun stjórnmála- flokka og alls kyns klikna, sem vaða uppi i landinu, en að banna umræður um það vegna mis skildrar hlutleysistefnu, er óaf- sakanlegt. Rikisútvarpið hefur á að skipa góðum dagskrármönnum eins og Páli Heiðari, Jökli Jakobssyni, Arna Gunnarssyni, Eiði Guðna- syni og Magnúsi Bjarnfreðssyni. Þessir menn hafa allir sýnt, að hægt er að draga ýmislegt fram i dagsljósið, sem miður fer i þjóö- félaginu, án þess að brjóta nokkrar hlutleysisreglur. Nægir þar að nefna t.d. áfengismála- þætti Páls Heiðars,þátt Jökuls frá Kleppi, eiturlyfjaþátt Arna og marga góða sjónvarpsþætti, þar sem menn hafa setið fyrir svör- um. Það þarf að halda áfram á þessari braut, og treysti ég út- varpsráði! til að svo megi verða, þvi i ráðinu sitja hinir mætustu menn. Hitt er svo annað mál, að ég álit það ekki i verkahring útvarps- ráðsmanna sjálfra að annast þætti i Rikisútvarpinu eins og lengi hefur tiðkazt og gerir enn. Þeir eiga aö sjálfsögöu að hafa hönd i bagga með dagskránni, en að þessir æðstu menn stofnunar- innar fáist sjálfir við dagskrár- gerð finnst mér ekki viðeigandi, hvorki gagnvart starfsliði stofn- unarinnar eða þjóðinni i heild. Á þetta sjónarmið hljóta þessir á- gætu menn að geta fallizt án þess að ég ræði það frekar nú.” Hingað og ekki lengra Heimilisfaðir skrifar: „Ætla mætti að ekki væri allt með felldu varðandi innheimtu Rikisútvarpsins á afnotagjöldum. A siðasta ári fékk ég eins og aðrir senda rukkun um fyrrihluta- greiðslu á afnnotagjaldi útvarps og sjónvarps. Af einhverjum or- sökum, sennilega gleymsku, dróst að ég greiddi þetta gjald. í lok ágústmánaðar var svo komið- heim til min og gjaldið innheimt og var ekkert við þvi að segja. t nóvember ákvað ég svo að borga seinnihlutann. Þegar ég kom á pósthúsið tók ég eftir þvi, að ég var með spjaldið fyrir fyrrihlut ann með mér. Ég áleit að það kæmi i sama stað niður og fram visaði þvi um leið og ég greiddi. En svo stuttu seinna kom svo maður frá Rikisútvarpinu til þess að rukk/amig um seinnihlutann. Virtist þá sú greiðsla, sem ég sendi i gegnum póstinn ekki hafa fundizt. Þá sagði ég stopp. Að sjálfsögðu sýndi ég kvittanir fyrir greiðslunni, og málið var þar með úr sögunni. En ég veit að þetta er ekkert einsdæmi, að verið sé að margrukka fólk um afnotagjöld- in. Hlýtur það að vera ódýrara fyrir stofnunina að hafa bók- haldið f lagi, en að hafa fjölda rukkara við að innheimta gjöld, sem búið er að greiða.” Eins og Hannibal sagði K.K. skrifar: „Ég sé að einhver T.V. er aö reyna vekja upp gamla drauga i lesendabréfi Vfsis nýlega, þar sem hann ræðst á Keflavikur- sjónvarpiö. 1 þvi sambandi leyfi ég mér að vitna i orð Hannibals Valdimarssonar sem hann við- hafði við heimkomuna frá Banda- rikjunum fyrir stuttu, þar sem hann segir: „Heim kominn sé ég, að nokkrir strútar hafa leikið listir sinar á siðum Þjóðviljans, meðan ég var i burtu og komu þær kúnstir mér sizt á óvart”. Nú sé ég að einn strútur hefur villzt inn i Visi með skrif á móti ameriska sjónvarpinu. Veit ekki þessi maður, að kvikmyndir frá Bandarikjunum hafa verið sýndar um allt Island frá þvi að kvikmyndasýningar hófust hér? Allir vita að Bandarikin eru fremsta Þjóð veraldar á tækni- sviöum eins og svo margar upp- finningar þeirra sýna. Við erum i NATO vegna aösteðjandi og sivaxandi hættu frá óvinveittum þjóðum og veitir okkur af vernd Bandarikjanna, Um þá menn sem vilja ófrægja okkar beztu vinaþjóð segi ég eins og Hannibal: „Um þá fugla fer ég ekki fleiri orðum”." Svar er ókomið Amma hringdi: „Ég hef af miklum áhuga fylgzt með skrifum Visis um störf Barnaverndarnefndar Reyk- javikur og ég veit að þau hafa vakið mikla athygli. Ekki get ég dæmt um þessi skrif frá eigin reynslu, þvi ég hef ekki þurft að leita til þessarar nefndar. En ég þekki fólk sem hefur þurft þess og lætur þaö misvel af. Fyrir nokkrum dögum birtust nokkrar áleitnar spurningar til nefndarinnar og Félagsmála- fulltrúa i lesendadálkum Visis. Siðan hef ég alltaf veriö að leita að svari frá þessum mönnum, en þeir virðast ætla sér að þegja þunnu hljóði. Mér finnst sú af- staða benda til þess að þarna sé óhreint mjöl i pokahorninu og vil þvi skora á þessa aðila aö svara”. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.