Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Þriöjudagur 29. febrúar 1972. KAUPMANNA- HAFNARBOAR hafa nú oröið varir feröa fyrsta puttaferöalangsins þar i borg á þessu ári. Sá kveöst' heita Bongoes, og um leið og hann skellti niður bak pokanum sinum ú Ráöhústorgið lét hann þess getið, aö hann væri frá Brighton i Englandi, og heföi i hyggju, að feröast á þumli sinum umhverfis jöröina, svo honum væri eins gott aö hafa timann fyrir sér. „Þegar þið opniö TIvoliiö ykkar verð ég aö öllum likindum kominn langa vegu héöan, ” sagöi hann án þess aö blikna. ÞAÐ FÓR HELDUR ILLA FYRIR Fjórum IRA-sprengju mönnum sl. föstudag. Bifreið þeirra sprakk i loft upp er þeir voru aö aka 11 kilóum sprengju- efnis þangaö sem það skyldi brúkaö öörum til meins. Bifreiö fjórmenninganna tættist i sundur og dreiföist i 60 metra radius. FIKNILYFJALÖGREGLA sænskra og italskra hefur nú tekið höndum saman i stríöinu viö fiknilyfjasmyglara. Asbjörn Asbjörnsson, yfirmaöur rann- sóknarlögreglunnar I 'Stokk- hólmi hefur upplýst aö smygl eriiö hafi aldrei veriö umsvifa- meira og erfiöara aö kveöa þaö i kútinn og einmitt nú. Smyglar- arnir svifast einskis, þar eð þejr hafa tök á aö selja amfetamin fyrir eitt til tvö þúsund sinnum hærra verö I Sviþjóö en þeir kaupa þaö á i Itallu. JESÚM SOPER- STJÖRNU var verið aö frumsýna i Gautaborg fyrir fáeinum dögum. Þaö lá raunar við, að frumsýningin færi i hundana, en svo fór þó sem betur fer ekki. Þannig var mál meö vexti, að aðstandendur sýningarinnar höföu látiö undir höfuö leggjast að hlýöa á kauphækkunarbeiðni þess er fór meö hlutverk Krists i óperunni. Leikaranum leiddist þófið og er aöeins fáeinar minútur voru til frumsýningar og ekkert haföi miöaö i samkomulagsátt, snaraði hann sér úr hvita kirtl- inum sinum og arkaði út úr leik- húsinu. Þá var þaö fyrst, aö leikhúsmennirnir tóku mark á honum, og áður en leikaranum — Peter Wisnes — haföi tekizt aö starta bifreiö sinni og aka á brott, höfðu þeir hlaupið hann uppi og lofað honum einhverri kauphækkun, Hvort sem Kristi hefur þótt þeir hafa boðið nógu vel eöa ekki, lét hann segjast og Peter Winsnes som Jesus. söng fullum hálsi á frumsýn- ingunni. Fyrirsjánanlegt var, að á aöeins niu dögum myndi pop- óperan mala inn kvart milljarö islenzkra króna. „Ykkur munar þvi ekkert um aö borga okkur leikurum viðunandi laun, ” hafði Peter þrumaö yfir hausa- mótunum á leikhússtjórninni. Peter hafði i uppfærslu óper- unnar i Kaupmannahöfn haft hlutverk Krists meö höndum tvisvar i viku og að allra dómi spjaraö sig vel i þvi. 14 ÁRA GAMALL, enskur drengur hefur eytt siðustu sex mánuöum i rökum og köldum fangelsisklefa i tyrk- nesku fangelsi. Hann er ákæröur fyrir hashsmygl og má eiga von á að verða dæmdur til allt að tiu ára fangelsisvistar. Drengurinn, sem heitir Timothy Davey, er niðurbrotinn orðinn sem vonlegt er, en enn þarf hann aö biöa i allt að þrjá mánuði til viðbótar eftir aö dómur i máli hans verði kveöinn upp. Móðir drengsins heldur til i Istanbul og berst fyrir þvi, að fá drenginn látinn lausann. Það eina, sem Timothy fæst til að gera við tima sinn i fangelsinu, er að hamra á trommur við gítarundirspil klefafélaga sins. I BRASELÍU var maður einn handtekinn um siðustu helgi i þann mund er hann var aö labba sig inn i kvik- myndasýningasal i Belem. Hann hafði nefnilega vafða um fótlegg sér kyrkislöngu eina mikla, sem hann hugöist lofa aö kikja á biómyndina með sér. Lögreglan upplýsir, að maö- urinn hafi verið handtekinn sökum þess, að hann var að brjóta tvöfalt af sér. „t fyrsta lagi er bannaö aö hafa með sér dýr i kvikmyndasali, og i öðru lagi haföi slangan ekki náö til- skildum aldri, en myndin, sem verið var að sýna i kvikmynda- húsinu, var bönnuö innan 16.” NIXON FORSETI gat ekki þegið boð grinistans Jackie Gleason að vera i af- mælisboöi hans þá er hann hélt upp á 56. afmælisdag sl. miövikudag. Forsetinn var „i önnum ” erlendis. Hann lét þó ekki undir höfuö leggjast að senda afmælisbarninu gjöf i til- efni afmælisins. Hann sendi honum griðarmikiö golf-kylfu- sett i „hjólbörum”, sem bera innsigli forsetans. Þessi vingjarnlegi bangsi var nærri þvl aö valda póiitlsku strlöi I Vestur-Þýzkalandi fyrir skömmu. Húsbóndi hans var vanur aö taka bangsa meö sér I gönguferöir i heimaborg þeirra félaga sem er Bonn. Litu þeir gjarnan inn á krá i ieiöinni og fékk bangsi hunang en hús- bóndinn vænan bjór. En lögreglan I borginni fékk þá flúgu i höfuöiö aö heimili bangsa væri alltof ótryggt fyrir sllka risaskepnu og læs.ti kauöa bak viö grindur. Eftir aö þingiö og forseti höföu fjaliaö um máliö og rifizt um skeiö var bangsa leyft aö halda sinu gamla húsnæöi og rölta um bæinn meö sinum 69 ára gamla húsbónda, sem er fyrrverandi listamaöur. f fUiM Kf 1ÍAN 1 MIKL A&HAUT VIVEX VIVEX er stórglæsilegt sófasett fæst með ótal áklæðum Greiðsluskilmálar hvergi betri. 600 fermetrar þaktir húsgögnum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.