Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 9
Vísir. Þriöjudagur 29. febrúar 1972. 9 Kemur sœnska eða norska í stað dönskunnar í skólum? tslenzkt námsfólk hefur oft- ast nær unnið fyrir sér og með þvi kostaö aö einhverju leyti menntun sina. Þetta hefur þótt eðlilegt fyrirbrigöi hjá okkur. Annarsstaöar hefur skólatim- inn veriö lengri og námsfólkiö hefur tekiö sér sitt sumarfri. Nú viröist þetta vera aö breyt- ast i a.m.k. Bandarikjunum. Þar taka æ fleiri háskóiar upp svokallaöa „samvinnumennt- un”, sem merkir einfaldlega, aö nemandinn stundar til skiptis nám eöa vinnu, sem er þá oft á tiöum tengd námi hans. Fyrir tiu árum buðu 35 bandariskar kennslustofnanir upp á þennan kennsluhátt. Nú hafa 250 bætzt i hópinn, og bú- izt er viö þvi, að 1975 veröi a.m.k. 500 hinna 2.867 æðri kennslustofnana búnar aö taka upp þetta kennsluform. Á þessu háskólaári stunda næst- um 100 þúsund stúdentar nám af þessu tagi. Við sumar kennslustofnanir er skylda aö hafa nám fléttað með vinnu. Hver nemandi verður að vinna svo og svo lengi á námsferli sinum og þá allan daginn til þess að fá próf. Um valfrelsi er að ræða við aðrar stofnanir. 1 um það bil 30 háskólum er vinna samfara námi innifalin i námsefni þeirra, sem ætla að ljúka meistaragráðu, og átta háskólar hafa slíkt fyrir verð- andi doktora. Jafnvel nokkrir menntaskólar hafa byrjað á þvi að láta nokkurra vikna vinnu fylgja á eftir nokkurra ÍIINIIM _ I SÍ-DAIM = UMSJON: SVANLAUG BALDURSDÓTTIR i«JU! vikna námi. Vinnutimabilið er venjulega 12—16 vikur i senn. Háskólinn i Suður-Flórida hefur haft þetta kennsluform siðustu 10 árin. Hefur það þótt gefa góða raun, og hafa flestir nemendur, sem hafa unnið hjá ákveðnum vinnuveitanda, fengið vinnu hjá hinum sama eftir að námi lýkur. Meðal fyrirtækjanna, sem hafa haft þessi viöskipti við háskólann, eru vel þekkt fyrirtæki eins og Chrysler, Du Pont, Ford, Westinghouse og fleiri. Ýmsar ■ stjórnarstofnanir hafa einnig tekið inn nemend- ur. Sumir nemendur hafa unn- ið við tunglskotáætlanir, aörir i matvælaráðinu bandariska, enn aðrir hafa gerzt starfs- menn þingmanna. Vinnustaðurinn hefur ekki verið einskorðaður við ná- grenni skólanna. Ýmsar kennslustofnanir, sem hafa nám og vinnu sem skyldu, haga þvi þannig, að sérhver nemandi hefur „tvifara”. Meöan annar stundar nám við skólann er hinn við vinnu einhversstaðar, og siðan skipta þeir um. Aðrar kennslustofnanir af þessu tagi loka meðan á vinnutimabilinu stendur. Þessir kennsluhættir þykja hafa ýmsa kosti i för með sér. Þeir veigamestu eru, að námsfólkið vinnur upp i dýran kennslukostnað, skólarnir geta innritað fleiri nemendur, þar sem þeir stunda vinnu og þetta kerfi þykir auðvelda námsmönnum að tengjast starfi, brúa bilið milli æsku- og fullorðinsára. — SB — Sóldýrkun hœttuleg - Vaxandi f jöldi húðsjúkdómatil- fella með auknum ferðamanna- straumi til sólarlanda Nú mega sólarlandafarar vara sig. Sóldýrkun þeirra, sem búa norðarlega á hnettínum erorsök aukinna húðsjúkdómatilfella. En það er einmitt i þessum sólarlandaferðum, sem landinn freistar þess að láta sólargeislana skina á sig lengur en góðu hófi gegnir. 1 dönsku læknablaöi fjalla nokkrir læknar um afleiðingar sóldýrkunarinnar. Þeir segja, að sólskiniö láti fólkið finna til vel- liðunar og auki framleiðsluna á D-vitamini, en skaðinn, sem sterkt sólskin geti haft i för með sér, kunni meira en vega upp á móti hinu gagnlega hjá þeim | einstaklingum, sem eru sérlega viðkvæmir fyrir sterku sólskini. Hraustlegt, sólbrunniö útlit getur kostað gamla húð eöa húðsjúk- dóm. Hættan við sólböð eykst viö þaö, að ekki aöeins ýmsar snyrtivörur og sápur innihalda efni, sem auka á, að húðin sé móttækileg fyrir skaðlegum sólargeislanna. Ýmis mikilvæg lyf minnka mótstöðuafl manneskjunnar gegn sólbruna. 1 greininni kemur það fram, að dönsku læknarnir hafa tekið eftir rauðum flekkjum hjá nokkrum sjúklingum. Flekkirnir myndast af litlum, hörðum hnúðum, sem koma i ljós á andliti, hálsi, herð- um og brjósti. Einu sinni var þessi veiki kennd við Mallorca, en nú hafa læknar komizt að þeirri niðurstöðu,, að veikina er hægt að fá allsstaöar þar sem húðin verður fyrir sterkum sólargeislum i lengri tima. Orsökin er einn óþekkt. Einn læknanna lýsir þvi yfir, aö hin geysilega fjölgun ferða- manna til sólarlanda sé orsök vaxandi húðsjúkdómatilfella. En einnig geta geislalampar verið orsökin og efni, sem manneskjan hafi ofnæmi fyrir. 1 siðastnefnda dæminu koma einkennin seinna i ljós. Fólk getur fengið ofnæmi fyrir birtu, þegar það gengst undir meðferð gegn m.a. gikt, geðveiki, bil- eða sjóveiki, sveppasýkingu. Sætindaefnið cyclamat og i efni eins og sitrónu-og lavenderolia og önnur efni, sem eru notuð i snyrti- efnum og sápu, geta haft sömu áhrif. Karlmenn eru ekki undan skildir, þar sem fleiri þeirra nota nú rakspira og kölnarvatn en áð- ur. Bakteriueyðandi efni varð til þess, að i Englandi komu fram 10 þúsund tilfelli fólks, sem höfðu birtuofnæmi árin 1960-62. Tjara, bleikiefni og vara unnin út tjöru geta haft sömu áhrif. Það er hætta á húðkrabba og að húðin eldist og verði hrukkótt, ef hön verður lengi fyrir sterkum sólar- geislum. -SB- :: Tungumálakennslan hefur veriö tekin upp hjá yngri og yngri aldurs- flokkum. En mun sænska eða norska leysa dönskuna af hólmi? Vinna samfara námi - nýung í kennsluháttum í Bandaríkjunum :: ■ ■ ■ ■ ■ ■ u ■ ■ ■ ■ ■■ ■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ :: Námsefni i barna- og gagn- fræðaskólum hefur tekið mikl- um breytingum eftir að Skóla- rannsóknir hófu störf. í sið- asta hefti Menntamála eru fréttir af skólarannsóknum, sem forstöðumaðurinn Andri ísaksson, tók saman. Þar kemur m.a. fram, að trlraunakennsla i liffræði mun hefjast um þessar mundir i nokkrum bekkjardeildum i 4. bekk barnaskóla og 1. bekk gagnfræðaskóla. Samfélagsfræði er annað námsefni, sem er i undirbún- ingi. Undir þetta heiti falla eftirtaldar námsgreinar: átt- hagafræði, Islandssaga, mannkynssaga, félagsfræði, starfsfræðsla og hluti af landafræði. Tónmennt er enn eitt náms- efni, sem hefur verið i athug- un, en nefnd, sem um það hef- ur fjallað, mun skila tillögum sinum um kennslu i tónmennt frá forskólastigi upp aö gagn- fræðaprófi á miðju næsta sumri. Nefnd hefur verið skipuð til að fjalla um nám i myndið. Þá kemur fram, að ýmsir aðilar hafi sýnt áhuga á að gerð verði áætlun um kennslu i sænsku og norsku, og siðan fari fram tilraunakennsla, þar sem nemendur velji annað hvort málið i stað dönsku. Til- mæli þessi séu i athugún. — SB — Sá sígildi Skyrtublússukjóllinn svonefndi er ein af þeim flikum, sem ætið ganga. Það virðist sem kvenfólkið hafi dálæti á sniðinu, og án efa er það vegna þess, að flikin er klæðileg og þægileg. Einlitan skyrtublússukjól er alltaf hægt að lifga upp á með ýmiskonar klútum og beltum. Sá margliti, úr efni, sem er þægilegt i þvotti, er hentugur ferða- klæðnaður til sólarlandanna, sem við minntumst á i öðru samhengi hér á siöunni. —SB—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.