Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 20
vísm Þriðjudagur 29. febrúar 1972. „Hertoginn" af Sankt’ Kilda lótinn „llann var óskaplega und arlegur maður og átti undarlega ævi. Hann flæktist um allan heim, gaf út margar Ijóðabækur sem hafa komið út i mörgum löndum, rnálaði mikið og um hann hefur Halldór I.axnes skrifað tvær ógleymanlegar smásögur. En hann var svo stórbrotinn per- sónuleiki að ógerningur er aö segja frá honum 1 stuttu máli”, sagði Björn Th. Björnsson list- fræðingur i samtali við Visi um hertogann af St. Kilda, sem lézt i Kaupmannahöfn fyrir stuttu. Ilann var skýrður Karl Einarsson i æsku, cn flutti barnungur frá Seyðisfirði og dvaldi m.a. I Kæreyjum sem unglingur. Siöar tók Íiann sér nafnið Charles Emason Dunganon af frönskum sið og einnig nafnbólina hertoginn af St. Kilda. Ilafa flestir Islendingar heyrt eitthvað um þennan fræga mann, cn hann var tæplega 75 ára er hann lézt. Hœtta þeir í kvöld? ,,Að sjálfsogðu verða fundar- liöld i dag um uppsagnir tækni- mannanna og málin rædd, en hvort samkomulag næst eða ekki get ég ekki sagt um”, sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjónvarpsins i samtali við VIsi. Upþsagnir 4K tæknimanna taka gildi á iniðnætti i kvöld ef ekki næst sámkomulag I dag. Þeir cru scm kunnugt er óánægðir með laun sin hjá stofnuninni og hafa farið fram á hækkanir i liðlega citt ár án árangurs. — SG íkveikjutilraun í Melabúð - 5.000 krónu verðlaunum heitið „Okkur þýkir það ansi hart að láta einhverja pottonna komast upp mcð svoná íkvekju án þess að unnt sé að hafa hendur i liáí’i þeirra. Þess vegna bjóðum við 5.000 krónur þeim, sem gétur gefið okkur eða lögreglunni up*- plýsingar um hvcrjir voru þarna að verki.’’ Þetta sagði Hreinn Ilalldórsson i Melabúöinni á llagamel i samtali við Visi i gær. Siödegis þann dag var kveikt i geymslu sem áföst er við húsið og eru þar geymdir tómir pappa kassar og fleira sem á að henda. Eldins varð vart áður en hann náði að breiðast öt og tókst starfs- mönnum verzlunarinnar að slökkva hann á stuttum tima. Greinilegt var að kveikt hafði verið i geymslunni en þeir sem það gerðu voru á bak og burt og hefur ekkert til þeirra frétzt. En Sigurður er ekki ánægður með slik málalok og býður þvi fimm þúsund krónur fyrir upplýsingar sem fyrr segir. -SG. LAGNIR KRAKKAR Á blaðamannafundi á Hotel Esju i gær fór fram verðlauna- afhending I fyrstu teiknisam keppni Junior Chambcr hér á landi. ólafur Stephenssen formaður félagsins flutti ávarp pg Guðmundur Hallgrimsson, formaður JCI, einnig. Skýröu þeir frá þvi að þessi keppni hefði hafizt i desember, og hefðu börn þá dreift atkvæðaseðlum sjálf. 2 myndir bárust hverjum skóla, og völdu þær teiknikennarar. Fékk ökuskirteinið sitt aftur i gœrdeg: Drukkinn eltur uppi af lögreglunni í nótt Lögreglan á Akureyri lenti i æöislegum eltingaleik við drukkinn ökufant i nótt. Barst leikurinn langt út fyrir bæinn og siðan inn í hann aftur. Sá drukkni ók yfirleitt á 100 km hraða og þar yfir og sveigði jafnan fyrir lögreglubilinn, er hann reyndi að komast fram úr. Báðir bilarnir urðu fyrir skemmdum, en ökumanni tókst að lokum að forða sér á hlaupum og var hann ófundinn, þegar Visir hafði samband við lögregluna i morgun. Nokkur ölvum var á Akureyri I nótt og urðu lög- reglumenn m.a. annars varir við mann einn á gangi sem var greinilega undir áhrifum. En stuttu seinna sáu þeir þann góðglaða sitja undir stýri og fór hann mikinn. Lögreglubill hóf þegar eftirför og gaf manninum stöðvunarmerki. Þegar hann varð lögreglunnar var gaf hann rækilega i og stefndi út fyrir bæinn. Hófst nú æðislegur akstur norður Kræklingahlið og sinnti sá drukkni engu stöðvunar- merkjum lögreglu. Ók hann á yfir 100 km hraða og slengdi bilnum til og frá á veginum svo lögreglan kæmist ekki fram úr. Tvisvar tókst vörðum laganna þó aö smeygja sér fram hjá þótt bilarnir slægjust saman, en ökufanturinn æstist þá um allan helming og fór sem fuglinn fljúgandi utan vegar og upp á veginn aftur. Tókst honum að snúa við, og geystust bilarnir nú til Akureyrar aftur. Þar barst leikurinn upp á Brekku og tókst lögreglunni að aka þar i veg fyrir manninn. En hann varekki af baki dottinn heldur ók allt hvað af tók út á autt svæði. Lögreglan tafðist aðeins við áreksturinn, en er þeir náðu bilnum aftur var ökumaður á bak og burt og fannst ekki þrátt fyrir leit. Maður þessi fékk ökuleyfið aftur i gær eftir að hann hafði verið sviptur þvi i þrjá mánuði sökum ölvunar.við akstur. Hann var ófundinn imorgun en lögreglan leitar hans i bænum. Skemmdir urðu á báðum bilunum við\ darraðardans þennan. — SG „Vona að þetta sé ekkert stórvœgilegt" — kviknaði í fiskimjölsverksmiðjunni i Grindavik í morgun en fljótlega tókst að róða niðurlögum eldsins kviknaði i fiskim jölsverk- smiðjunni i Grindavik. Fljótlega tókst að ráöa við eldinn með slökkvitækjum verksmiöjunnar og var slökkvistarfiö að mcstu búið, þegar brunaliðið kom á vettvang. Jón Sigurðsson forstjóri verk- smiðjunnar sagði i viðtali við Visi i morgun, að kviknað hefði i þurrkara og hraðadeyfara i vélarsal. „Ég vona, að þetta sé ekki neitt stórvægilegt. Við, eigum eftir að láta kanna skemmdirnar. Þetta verður fljótt aö komast i gang aftur, ég vona að það verði á morgun.” Hann sagði, að bruninn tefði helzt móttöku á hráefni. 1 verksmiðjunni vinna 12 manns og voru allir mættir i vinnu i morgun. —SB— Flugfreyjur skrifa undir — fer til atkvœðis ó félagsfundi ó morgun Flugfreyjur skrifuöu undir samn- ing i morgun eftir langan samn- ingafund, sem hafði staðið frá þvi klukkan fimm i gærdag. Samn- ingurinn verður borinn upp til at- kvæðagreiðslu á fundi hjá flug- freyjufélaginu á morgun. Flug- freyjur höföu boðað til verkfalls frá og með miðnætti fimmtudags- ins ef ekki semdist fyrir þann tima. — SB — // - spurði forsetinn og vildi heldur rœða iþróttir og útilíf en stjórnmól — Jókvœð afstaða Finna með landhelgismólinu liggur í loftinu Frá Valdimar Jóhann- essyni. Helsinki i morgun Kekkonen Finnlands- forseti tekur sjaldan á móti blaðamönnum í forseta- höllinni, en í morgun brá hann út af vananum og ræddi dágóða stund við ís- lenzka blaðamenn. Hann gladdi okkur með þvi að segja okkurað i loftinu lægi „pósitiv" afstaða Finna í landhelgismálinu. „Vonandi tekst ykkur að færa út i 50 mílur", sagði hann, „verst að áhrif Finna i EBE eru engin í þessu máli", bætti hann við. Að öðru leyti vildi hann ekki fremur en þeir Paasio forsætis- ráðherra og Sorsa utanrikisráð- herra ræða málið að sinni. Grunar mig að þeir vilji geyma að úttala sig þar til Kristján Eldjárn kemur til Finnlands á fimmtudaginn. Kekkonen hafði annars meiri áhuga á að spyrja okkur tiðinda frá íslandi og ræða um iþróttir. Þessi 71 árs gamli maður er ein- staklega vel á sig kominn andlega og likamlega, hleypur 10—15 kilómetra á dag. „Hvar er hann Gunnar Huseby ykkar?” spurði forsetinn, „hann var afskaplega sterkur maður og mikill kappi”. Þá minntist forsetinn á Benedikt heitinn Waage, Guðmund frá Miðdal, Asgeir Asgeirsson fyrr- Á blaðamannafundi með Kekkonen Kekkonen heldur á æfingu, klæddur eins og aðrir iþrótta- menn, — 10—15 kilómetra hieypur hann á dag. Verðlaunahafar I Junior Chambers-keppninni voru að vonum ánægðir með úrslitin. Ráðgert er, að þessi keppni fari fram árlega héðan i frá. Borgarstjórinn i Reykjavik, Geir Hallgrimsson afhenti verðlaunin, og voru fyrstu verð- laun: málverkabók og námsdvöl i Handiða- og Myndlistarskóla Islands veturinn 1972-73, og hlaut þau Hörður Bragason i Alf- tamýraskóla. Hin verðlaunin voru sömuleiðis málverkabækur og hlutu þau: Ingibjörg Jóns- dóttir, Hliðaskóla, Sigurlaug Eyjólfsdóttir , Breiöholtsskðla. Verðlaun fyrir beztu hugmyndina fékk Hallgrfmur Helgason, Alfta- mýrarskóla, en Junior Chamber skjöldurinn féll i hlut Alftamýrar- skóla. Junior Chamber i Reykjavik er þegar farinn af stað með aðra samkeppni, sem verður haldin i sambandi við Evrópuþing Junior Chamber International i Edin- borg 14.-17. júni, n.k. Þegar hafa verið send bréf til barna og gagnfræðaskóla Reykjavikur, varðandi keppnina. Viðfangsefni þessarar keppni er alþjóðavandamál, mengunin, og eru fyrstu verðlaun ferð til Skotlands ásamt uppihaldi þar. —EA. um forseta og dr. Kristján Eld- járn. /,Ég vildi gjarnan koma aftur til Islands og veiða meira, ef einhver vill taka á móti mér”, sagði Kekkonen, sem veiddi 5 laxa i fyrrasumar á Islandi, eða jafn- marga og villiávinin, sem hann lagði i Rússlandi i veiðitúr með Podgorny og Kosygin. Hér er mikið ritað og rætt um ísland, — og norræn samvinna er Finnum greinilega mikils viröi. Forseta Islands er þvi beðið með óþreyju, og munu Finnar áreiðanlega ekki láta sitt eftir liggja að gera þessa opinberu heimsókn forsetahjónanna sem ánægjulegasta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.