Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriðjudagur 29. febrúar 1972. vimsm: Hafið þér farið i leikhús nýlega? Vtibarg Kjerull’, skrifstofustúlka. Nei, ég hef ekkert farið nýlega og ekki mikið gert að þvi að fara i leikhús i vetur, en ég fór mjög oft i fýrravetur. En ég þarf nú endi- lega að skella mér á Spanskflug- una. Sigurður Bergsson. Nei, ég hef aldrei á ævinni farið i leikhús. Ahuginn er vissulega fyrir hendi, en það er bara efnahagurinn, sem ekki er nógu góður. Ég hefði ekkert á móti þvi að drifa mig, en ég veit ekki, hvað ég vildi helzt sjá, ég hef svo litið kynnt mér þetta. Sigurjóna Jóhannesdóttir, fóstru- nemi. Nei, ég hef ekki farið nýlega og geri mjög litið að þvi að fara i leikhús, annars hef ég ekkert á móti þvi að fara, ég sá t.d. Skugga-Svein úti á landi, og hafði gaman af. Mér likar lika bezt það islenzka. Inga llöskuldsdóttir, Hiiðaskóla. Ja, ég veit nú ekki hvað ég á að segja um það, ég sá siðast Hárið, áður en Glaumbær brann, og hef ekki farið siðan. En ég fer að sjá Nýarsnótt á miövikudag með skólanum. Ég hef reglulega gama- af að fara i leikhús, og langar að sjá óþelló. Vilhjálmur Sveinsson, inn- heimtumaður. Nei, ekki hef ég nú farið i leikhús nýlega, en ég hef samt mjög gaman af þvi, Ég fór oft hérna áður fyrr, en það hefur dregizt eitthvað núna hjá mér. Karl Einarsson, húsvörður. Ekki nýlega, nei, en ég sá fyrir stuttu i Félagsheimili Arness i Gnúp- verjahreppi leikina Systir Maria og Frænka Charles og likaði það mjög vel. Annars geri ég mikið að þvi að fara i leikhús og langar að sjá Skugga-Svein, og þá sérstak- lega Gisla Halldórsson og Grasa- Guddu. Annars er minn upp áhaldsleikari Arni Tryggvason. Bara spennandi að eiga afmæli fjórða hvert ár — raett við nokkur afmælisbörn hiaupórsdagsins, sem er i dag Það er hlaupár i ár, og loks fá hlaupársbörnin tækifæri til þess að fagna aldrinum á sínum raun- verulega afmælisdegi, eins og við hin fögnum á sama degi hvert ár. t tilefni af hlaupárinu náðum við tali af nokkrum, sem fædd ust 29. febrúar og spurðum þá hvernig það væri eiginlega að eiga aðeins afmæli á 4 ára fresti. ,,Hvenær heldurðu upp á af- mælið?” ,,Ég hef alltaf haldið upp á það annan hvorn daginn, þ.e.a.s. 28. feb. eða 1. marz, og það hefur verið gert frá þvi ég var litil, og mér fannst það heldur ekkert verra þá.” ,,Og nú ert þú að verða 20 ára?” ,,Já, nú er ég að verða 20 ára, eöa með réttu aðeins 5 ára!” Elin Asta Iiallgrimsson, er einnig árgangur ’52, og hún stundar nám i Kennaraháskóla Islands. „Finnst þér slæmt að eiga af- mæli á 4 ára fresti?” ,,Nei, það finnst mér sannarlega ekki, mér finnst þetta einmitt voðalega spennandi, og einmitt af þvi að afmælið manns er svona sjaldan, þá gerir maður meira til þess að hafa það hátið- legt svona á 4 ára fresti. Ég held að við reynum að gera daginn eftirminnilegri heldur en t.d. þeir sem fá tækifæri til að halda upp á það á hverju ári.” „Hvernig var þetta þegar þú varst barn?” „Ja, þá var þetta dálítið verra, þá var mér stritt á þvi að eiga ekkert afmæli og þar fram eftir götunum, en þá var haldið upp á afmælið 28. feb. eða 1. marz. En ég held að þetta verði enn betra eftir þvi sem maður eldist!” Klemens Jónsson, leikari og biaðafulltrúi Þjóðleikhússins þarf ekki að kvarta yfir verk- efnaskorti. Það var með naum- indum að við náðum i hann i æfingastúdiói Sjónvarpsins i gærkvöldi. „Jú, ég verð jafn- gamall og spilin eru mörg, — og reiknaðu nú!” Klemens er annars bundinn flest kvöld eins og leikararnir i leikhúsum Reykjavikur eru yfirleitt. Eitt kvöld i viku geta þeir slappað af örugglega, leikararnir, á mánu- dagskvöldum, þ.e.a.s. ef grimmu leikstjórarnir boða ekki æfingu. „Það væri til bóta ef þessa fáu afmælisdaga manns bæri upp á mánudaga, þá væri hægt að halda svolitið upp á þetta. Annars verð ég nú að segja aðég er hálfvegis feginn að njóta þessara forréttinda að eiga svona fáa afmælisdaga,” trúði Klemens okkur fyrir að lokum. —EA— Kristin Þórðardóttir Edda Asgeirsdóttir Edda Asgeirsdóttir, heitir ein stúlkan og hún stundar nám i Menntaskólanum v/Lækjargötu og verður stúdent i vor. Edda er árgangur '52. „Segðu mér Edda, hvernig er að eiga afmæli svona sjaldan?” „Ja, ég finn nú ósköp litið fyrir þessu þannig, en mér finnst þetta samt reglulega spennandi. Ég veit að sumum finnst það ósköp súrt i broti að fá ekki að halda upp á sitt afmæli eins og allir eða flestir á hverju ári, en mér finnst þetta reglulega skemmtilegt og dálitið sérstakt. Elin Asta Haligrimsson Kristin Þórðardóttir, fæddist árið 1948 og hún er húsmóðir. Kristín verður þvi 24 ára i dag. „Ert þú ánægð með afmælis- daginn þinn Kristin?” „Nei, það get ég ekki sagt. Mér finnst það anzi slæmt að minn dagur er ekki merktur inn á almanakið á hverju ári, eins og allir aðrir dagar, en það þýðir vist litið að fást um það. Svo missum við af öllum stóraf- mælum, t.d. 30 ára og 50 ára og þar fram eftir götunum. „Fannst þér þetta slæmt sem barn?” „Já, eiginlega fannst mér það, mér fannst alltaf vanta eitt- hvað, en við héldum upp á af- mælið sitthvorn daginn við, eða 28. feb. og 1. marz til skiptis. En ég er nú á þvi að eftir þvi sem árin færast yfir mann þá lagist þetta allt saman. Klemens Jónsson Óvenju lítill klaki í jörðu klaki mánuði fyrr - vorflóð verða minni vegir verða f ærir og kannski gætir þurrka seinnipart sumars ef sumar verður þurrt Óvenju litill kiaki er nú i jörðu. Það mun hafa þau áhrif að leys- ingaflóö verða minni og að vegir muni koma fljótt upp i vor, jafnvcl mánuði fyrr en venjulega á hálendinu. Ef sumariö verður þunr má búast viö þvi að þurrka gæti i jarðvegi á lægstu stöðum landsins, þegar liða tekur á sum- arið. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður veitti Visi þessar upp- lýsingar. Hann sagði, að klaki væri alveg sérstaklega litill núna. „Það er enginn klaki i jörð á stórum svæðum á láglendinu, og i þau skipti, sem hefur komið frost, hefursnjóhula legiðyfir og dregið úr áhrifum þess, Þetta hefur haft þau áhrif, að leysingavatnið fer rakleitt niður i jörðina, sem þýðir, að vorflóð verða minni, og hefur það þegar komið greinilega fram við Elliðaárnar, að þar hafa ekki orðið flóð i vetur, Það hefur einnig i för með sér, að vegir eiga að koma mjög fljótt upp i vor. Ar á hálendinu fá leysingavatnið niður og verður ekki mikið vatn i þeim allt sumarið, A láglendinu þar sem er mjög litill snjór, t.d. á lægstu stöð- unum, Reykjavik og Dalasýslu, getur það merkt, að það verði mjög litið vatn i jarðveginum seinni part sumars ef sumarið verður þurrt.” Sigurjón sagði, að frostlaust væri upp i 100-200 metra hæð. Búast megi við þvi, að klaki fari úr jörðu á láglendi i april og mánuði fyrr en venjulega á hálendinu i júnibyrjun i stað júli- byrjunar. „Annars er það mai mánuður, sem er alltaf afgerandi i þessum efnum og hvort snjó leysi fljótt. En núna litur mjög vel út með þetta og klaki ætti að vera farinn mánuði fyrr úr jörðu en vant er.” —SB—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.