Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 7
Vísir. Þriðjudagur 29. febrúar 1972. cTVIenningarmál Deilur um nýja norrœna bókmenntasögu: Engin meinlng, góð stoð? t janúarlok kom út i Danmörku mikið rit um norrænar bókmennt- ir, Nordens litteratur, norræn bókmenntasaga frá upphafi til vorra daga. Verkið er i tveimur bindum, meira en 1000 blaðsiður að stærð, og fjallar hið fyrra um bókmenntir fyrir 1860, en siðara og stærra bindið um bókmenntir eftir 1860. Verkið er samið og gef- ið út á vegum Norræna menn- ingarsjóðsins og hefur verið unnið að þvi siðan 1965. Aðalritstjóri þess er Mogens Bröndsted, pró- fessor i Odense, en höfundar niu, þrir þeirra islenzkir. Þrjú norræn forlög gefaverkiðút í samlögum, Gyldendal i Kaupmannahöfn, Gyldendal i Osló og CWK Gleerup i Lundi. t formála fyrir ritinu segir Mogens Bröndsted meðal annars: Þessu verki eru sett tvö megin- markmið. 1 fyrsta lagi á það að kynna norrænum lesendum i sex löndum bókmenntir frændþjóða sinna. Kaflarnir um bókmenntir hvers og eins lands eru þvi ekki samdir sér i lagi handa lesendum heima fyrir heldur áhugamönn- um um bókmenntir annars staðar á Norðurlöndum... t öðru lagi er verkinu ætlað að gera grein fyrir þróun og afrek- um bókmenntanna á hverjum tima á öllu hinu norræna menn- ingarsvæði i senn. Þetta er gert i inngangsgreinum aö hverjum kafla bókarinnar, en þessir inn- gangskaflar eru einu eiginlegu nýmælin i bókinni. Þar er i fyrsta sinn reynt að lýsa i einu lagi og bera saman verk allra hinna helztu rithöfunda á Norðurlönd- um og strauma og stefnu bók- menntanna fram á þennan dag... t formála sinum getur Brönd- sted þess ennfremur, að kaflaskil sögunnar sé reynt að miða við timamót i bókmenntunum sjálf- um fremur en timaskil hinnar pólitisku sögu landanna. Sagan nær fram á árið 1960, þannig að skilja.að ekki er getið höfunda sem koma fyrst fram eða kveður fyrst verulega að eftir 1960. En verkum þeirra höfunda sem getið er i bókinni er lýst fram til ársins 1970. Meginregla við samningu bókarinnar hefur verið forðast lexikonsnið, þurra upptalningu bóka og höfunda, geta fremur færri en fleiri höfunda, en ræða þá verk þeim mun ýtarlegar. Þetta meðalhóf hefur eflaust einatt ver- ið vandratað segir hann, en þó örðugast i sögu siðustu tima. Sameiginleg fornöld, seinni tímar sér á parti Hin nýja norræna bókmennta- saga skiptist i 13 kafla og fjallar hver þeirra um tiltekið timabil bókmenntasögunnar, þrir hinir fyrstu um norrænar bókmenntir i fornöld og á miðöldum fram til ársins 1500 i einu lagi. En þar á eftir er bókmenntasaga hverrar þjóðar rakin sér i lagi i hverjum kafla dm sig. Fjalla kaflarnir um 16du öld, 17du öld, 18du öld fram til 1770, og siðan timabilin 1770—1800, 1800—1830, 1830—1860 þar sem fyrra bindi lýkur, og i seinna bindi timana 1860—1890, 1890—1910, 1910—1935 og 1935—1960. En höfundar verksins eru Peter Hallberg, sem skrifar þrjá fyrstu kaflana um fornar Andleysi Norðurlandaráðs og norræn menning Af dönskum blöðum að dæma fær rit þetta næsta misjafnar móttökur. Harðasta hrið að bók- inni gerir ungur og róttækur gagnrýnandi og fræðimaður um bókmenntir, Thomas Bredsdorff i Politiken (29/1). Undir fyrirsögn- inni „Engin meining — mis- heppnuð bókmenntasaga Norð urlandaráðs ” skrifar hann meðal annars. Norðurlandaráð baraldrei gæfu til að fást við stjórnmál i alvöru. hennar hafi haft i huga eða til hvaða nota þeir hafa hugsað sér bókina. Hinar almennu inngangsgrein- ar að hverju timabili bókmennta- sögunnar eru allvel gerðar, segir Bredsdorff ennfremur, einkum þær sem Mogens Bronasieu neiui sjálfur samið. En hinn „samnor- ræni” hluti ritsins er ekki nema 8% af öllum þessum múrsteini af bók. Allt annað i bókinni fæst við sama verði, með viðfelldnari hætti, betur úr garði gert i skóla- bókum hverrar þjóðar um sig. Mogens Bröndsted — aðalritstjóri hinnar umdeildu bókmenntasögu. bókmenntir, Mogens Bröndsted, skrifar um danskar bókmenntir 1500—1960, norskar bókmenntir 1500—1800 og færeyskar bók- menntir, auk vel-flestra hinna almennu inngangs- kafla, Gunnar Svanfeldt um sænskar bókmenntir 1500—1890 og inngang að köflunum um 18du öld, Ulf Wittrock, sænskar bók- menntir 1890—1960, Phil'ip Houm um norskar bókmenntir 1830—1960 og Johannes Salminen um finnskar bókmenntir 1830—1960. Um islenzkar bók- menntir skrifa auk Peter Hall- bergs þeir Jón Samsonarson (1500—1770), Steingrimur J. Þor- steinsson (1770—1935) og Olafur Jónsson (1935—1960). Þess i stað reynir ráöið að hugga sig á „menningunni”, með þvi að styðja fyrirtæki sem bera ein- hvern keim af sameining Norður- landa. Ritið Norrænar bókmenntir er nýtt fyrirtæki af þessu tagi. En þegar að er gáð reyndist þar vera um að ræða 6 venjubundnar bók- menntasögur, hver þeirra á stœrð við venjulega skólabók, sem hver um sig hefur verið klippt i sundur og köflunum raðað i timaröð hverjum um annan til að gefa öllu saman „samnorrænt” yfirbragð. Engar kaflafyrirsagnir eru i bókinni og engar myndir, engin heimildaskrá og engar ábending- ar um frekara lesefni... Það er vandséð hvaða lesendur höfundar Að lokum segir Thomas Bredsdorff: Það er ástæðulaust að vara venjulega lesendur við þessari bók. Þeim nægir að lita á hana hjá bóksala sinum, gerð hennar, útlit og verðið á bókinni. En rétt er að vara bókasöfnin við henni. Þeim finnst einatt að þeim sé , skylt að kaupa bækur sem þessa. En þeim ber engin skylda til þess. Það er þegar búið að verja til hennar meir en nógu almanna- fé... Þetta verk hefði aldrei séð dagsins ljós ef ekki væri andleysi Norðurlandaráðs. Þar dettur mönnum bara ekkert skárra i hug tii að bæta fyrir það að ráðið skuli ekki fást við stjórnmál... Akademiskt mat og alþýðlegt gildi En ekki eru allir sama sinnis um þetta heldur en annað. 1 Politiken 17/2 mótmælir prófess- or F.J. Billeskov Jansen umsögn Bredsdorffs undir fyrirsögninni „Góð meining”. Billeskov Jansen getur þess i upphafi að lengi hafi fræðimenn dreymt um að skrifa sameinin- lega norræna menningarsögu og getum ýmissa ritverka af þvi tagi. Það sem torveldi slik verk sé hversu fáir höfundar hafi þá yfir- sýn yfir Norðurlönd öll sem til þurfi. Þetta hafi Mogens Brönd- sted nú komizt að raun um á nýj- an leik: t.a.m. sé enginn fræði- maður til þess fallinn að fjalla um rómantikina i norrænum bók- menntum i heild. En af þessari staðreynd stafi kaflaskipting hinnar nýju bókmenntasögu Norðurlandaráðs. Thomas Bredsdorff leggur alltof akademiskt mat á þetta verk, segir Billeskov Jansen enn- fremur. Hann gerir sér ekki grein fyrir alþýðlegu gildi þess. Hér hafa greinargóðir höfundar tekið saman yfirlit norrænna bók- mennta i hverju landi fyrir sig og samei .ginlegan inngang að hverju timabili bókmenntasög- unnar. Verk þeirra kemur lika að góðum notum. 1 fyrsta lagi fyrir kennara allstaðar á Norður- löndum: hve margir þeirra eiga tiltæk yfirlitsrit yfir islenzka og færeyska, norska og danska, sænska og finnska bókmennta- sögu? Hér er slikt yfirlit komið! Og verkið kemur i öðru lagi að gagni öllum áhugasömum lesend- um sem langar að gera sér grein fyrir þróun bókmennta á Norður- löndum, hvað sé þeim sameigin- legt og hvað sér á parti i hverju landi fyrir sig. Lesandanum eru ekki fengnar niðurstöðurnar i hendur en gefinn kostur á að kynna sér málið sjálfur. Og-þetta er einmitt þvi aö þakka að hér er um að ræða sex rit i einni bók, haganlega fyrirkomið eftir þörf- um áhugasamra lesenda. Bredsdorff hefur þvi alveg rangt fyrir sér þegar hann varar bóka- söfn við að kaupa bókina, segir Billeskov Jansen. Að lokum rifjar hann upp hvernig áhugi hans hafi vaknað á sænskum bókmenntum vegna bókar Valdemars Rördam um efnið. 1 þeirri bók voru engar myndir og engin heimildaskrá — en hún vakti óðara áhuga lésand- ans, Nú höfum við eignazt sex slik rit um allar norrænar bókmennt- ir, verk sem verður notað á öllum lönskum bókasöfnum. En eftir sem áður lifir draumur fræði- manna um sameiginlega norræna menningarsögu, segir Billeskov Jansen að lokum. BULLSHIT i Morgunblaðinu, dálknum „List erlendis” segir „h.k.” frá nokkrum ritdómum i dönskum blöðum 23/2. Að svo búnu segir hún: Tveir islenzkir rithöfundar hafa gert hina nýju norrænu bók- menntasögu að umtalsefni — Jó- hanna Kristjónsdóttir i Morgun- blaðinu og Indriði G. Þorsteins- son i Timanum. Bæði skrifa þau greinar sínar i tilefni af dönskum blaðaummælum um verkið. „Eftir að hafa siðan sjálf giuggað i þetta mikla verk hyllist ég til að vera talsvert sammála Bredsdorff. óaðgengilegri og ófýsilegri lexikon hef ég ekki séð I háa herrans tið og enda þótt ég treysti mér ekki i fljótu bragði til að tjá skoðun mina á þvi hvernig islenzku kaflarnir eru unnir, sýn- ist mér þó að minnsta kosti aö sið- asti islenzki kaflinn sé ákaflega handahófslegur og virðist hið sama gilda þar og fundið var danska kaflanum til foráttu að til- viljun ein (eða eitthvað annað) hafi ráðið þvi hvaða höfundar verða þess heiðurs aðnjótandi að komast þar á blað”. Út af þessum ummæium Jó- hönnu Kristjónsdóttur sýnist Svarthöfði vera að leggýa i Tim- anum, dálknum ,,A málþingi” 24/2, undir fyrirsögninni „Nord- shit”. Hann segir m.a.: „Danir kvarta undan vali á dönskum höfundum i þessa bók en út yfir tekur þegar þeir (!) eru farnir að kvarta undan því að val- ið á islenzku höfundunum sé handahófslegt. Getur varla verið um það að ræða að hér sé slíkur skógur stórskálda að hægt sé með góðu móti að koma við eins- konar handahófi. En samkvæmt mati hinna dönsku (!) virðist þaö þó hafa tekizt. Það er frábært af- rek i sjálfu sér. Samkvæmt skammstöfunarnáttúru samtim- ans er bók þessi nefnd Nordlit i dönskum umsögnum. En fyrr- greindar upplýsingar gætu bent til þess að hinir amerikaniseruðu vildu heldur kalla hana Nord- shit”. Vert er' að geta þess að all- margra islenzkra samtiðarhöf unda er getið i næstsiðasta kafia bókarinnar, um timabilið 1910—1935, en mörk tveggja síð- ustu kaflanna eru ekki ýkja skýrt dregin. En i tilefni af ummælum hinna tveggja rithöfunda og les- endum tii gamans skulu hér taldir þeir islenzku höfundar sem getið er i lokakafla bókarinnar i þeirri röð sem þeir eru nefndir þar: Jóhannes úr Kötlum. Jón Helgason. Guðmundur Böövarsson. Þórir Bergsson. Halldór Stefánsson. Guðmundur Danielsson. Ólafur Jóh. Sigurðsson. Stefán Jónsson. Steinn Steinarr. Jón úr Vör. Snorri Hjartarson. Hannes Sigfússon. Sigfús Daðason. Jón óskar. Stefán Hörður Grimsson. Thor Vilhjálmsson. Hannes Pétursson. Indriöi G. Þorsteinsson. Agnar Þórðarson. Jökull Jakobsson. Frá vöggu til grafar Fallegar skreytingar Blómvendir i miklu úrvali. Daglega ný blóm Mikið úrval af nýjum vörum. — Gjórið svo vel að lita inn. Sendum um allan bæ Silla og Valdahúsinu Álfheimum 74. Simi 23523 — ÓJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.