Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 8
ö Visir. Þriöjudagur 29. febrúar 1972. Carl J. Eiríksson: Barnaverndarnefnd er margfaldur logobrjótur Viggó sendir þessa mynd af nunnum, sem sættu grjótkasti svertingja. VIGGÓ ODDSSON: Rhodesía er mitt uppóhaldsland livitir menn hafa umgengizt svertingja i mörg hundruó ár, en enginn virðist botna i þessum kynþættii allra sizt svertingjarnir sjáifir. Margar þjóðir og ótölu- lcgur grúi af einstaklingum rcynir að setja fram kenningar sem allsherjar lausn á sambúð hvitra og svarta. Kngin formúla finnst. Megin mrsskilningur er aö lita á svertingja sem eina heild eöa eina þjóð, þeir eru hundruö og þúsundir af þjóðar- brotum og erfða—einingum, sem eru eins ólikar og t.d. Danir eða Bretar og tslendingar. Það er varla von að vel semjist þegar Bretar með sitt Westminster lýðræði gefa nýlendunum sjálf- stæði með stóra lögbók i vega- nesti, og svo verður hver st- jórnarbyltingin eftir aðra, þ.e. einn svertingjaættbálkur rekur annan frá völdum i sama landi. Oft með miklum blóðsút- hellingum og skeröingu á eigna- rétti og frelsi milljóna, þaö skrýtna er, að svertingjum liðst allt, en ef hvitirTuenn i Afríku reka hvitan prest fýrir aö stuöla að kynþáttahatri, verða allar Sameinuðu þjóðirnar æfar af reiði. Kongo og Rhodesia eru nágrannariki, senniiega þriggja tima akstur á milli. Sam- einuðu þjóðirnar eiga vafasaman heiður skilið fyrir ihlutun sina i Kongó, Belgia varð að láta undan áróðri og „almenningsáliti” og afsala yfirráðum i Kongó, og samstundis varð allt vitlaust, allir ættflokkar svertingja háðu innbyrðis valdabaráttu, settu auðugasta og unaðslegasta land i Afriku á annan endann, menn- ingarviðleitní margra kynslóða varð að engu gjörð á nokkrum mánuðum, jafnvel hjúkrunarlið og trúboðar voru myrt eða hrein- lega étin upp á gamla móöinn, Hammarskjöld „fórst” i flugslysi i tilraun til að stööva blóðbaðiö. sem hann og áróöursöflin stc;n- uðu til i fávisi sinni. t Rhodesiu var stofnað sjálfstætt riki 1965, en bæði Bretar og Sb komu á alls konar refsiaðgerðum gegn land- inu, en með litlum árangri, landið var nefnilega undir hvitri stjórn, afkomenda landnema, sem byggðu upp mesta gósenland Afriku á 80 árum. Sáttanefndin. Núna eru Bretar að reyna að losna úr klipunni og semja við Rhodesiu. Settu þeir þau skilyrði, að flestir ofbeldismenn i ein- angrun yrðu látnir lausir. Þetta var gert, en Bretar urðu miklu seinni i aö kanna samningsskil- málana, svo áróðursmennirnir hófu á nýjan leik þann starfa, sem þeir hurfu frá, þegar Ian Smith friðaði landiö. Allt logaði i óeirð- um, brennum og ofbeldi, Smith tók þá úr umferð Garfild Todd fyrrv. kristniboða og forsætisráð- herra, sem er aðal ófriðarsinninn i landinu og hangir i svert- ingjunum til að komast aftur til valda. Minna má á, að hann lét skjóta á svertingjana, þegar þeir Vildu fá óverulega launahækkun þegar hann var i sessi. Sam- ninganefnd Breta er elt úr einu þorpi i annað af kunnum ófriðar- seggjum, og þegar búið er að út- skýra sáttaboðin fyrir ætt- flokkum, sem eru svo frum stæöir, að þeir vissu ekki einu- sinni, að Rhodesiudeilan væri til, standa þessir menn upp og segja eins og Jón Sigurðsson forðum: „Vér mótmælum allir.” Þá missa surtar málið og þegja, þvi annars má búast við að akurinn brenni eða beljurnar drepist af óvæntum ástæðum. Hjúkrunarkonur grýttar. Þegar sáttanefndar — óeirðirnar stóðu sem hæst, grýttu svert- ingjar i Rhodesiu hjúkrunar- konur, þær sem kunnastar eru fyrir svertingjahjálp eða svert- ingjadekur kaþólsku kirkjunnar. Þær voru að aka heim svörtum vinnufélaga, þegar skrillinn réð- ist á þær, ekki voru þær étnar, a.m.k. ekki i það skiptið, en það sýnir, að Kongó og Rhodesia eru nágrannar. Merkilegt er, að i 5 ár, sem ég var i Rhodesiu, voru svertingjarnir friðsömustu og vingjarnlegustu svertingjar i heimi. Rhodesiu—stjórnmálamaður sagði mér, aö svertingjum stæði alveg á sama, hver væri við völd, hvitur eða svartur, á meðan hann hefði stjórn á lögum og reglu, óeiröir og lögleysa gera þá ráð- villta og hrædda. Þeir eru eins og annað fólk, kjósa frið og öryggi fyrir sig og sina. Já og nei. Ian Smith sagði nýlega, að ef samkomulaginu við Breta yrði hafnaö, yrði horfiö aftur til nú- verandi stjórnarskrár, i stað þess að dekstra mannfjölda, sem ekki er á þroskastigi til að hugsa sjálf- stætt né meta vestrænt lýðræöi, fremur en i öllum öðrum löndum i Afriku. Þetta nei mun tefja fyrir stjórnmálaþróun surta. Benda má á, að svertingjar greiða minna en EITT PROSENT af sköttum landsins, en eru þó um 5 milljónir, eða svipað og ef tslend- ingar greiddu 99% af rikis- tekjunum til að halda uppi opin- berum rekstri i bæði Danmörku og Islandi, Samt eru Rhodesiu- svertingjar betur stæðir en i nokkru öðru landi i Afriku fyrir utan S-Afriku. Nú er þar friður spekt á ný, jafnvel Bandarikin hafa ákveðið að verzla á ný við Rhodesiu i stað þess að kaupa krrfm frá Rússum á margföldu verði. Hvað sem skeður, Rhodesia er og verður mitt uppá- halds land. I frétt i „Visi” 24. febr. og i „Morgunbl.” 25. febr. er sagt frá yfirlýsingu frá Barnaverndar- nefnd Reykjavikur vegna frétt- anna af „barnsráninu” i Grinda- vik. 1 þessari yfirlýsingu sinni segir barnaverndarnefnd m.a.: „Samkvæmt orðanna hljóðan er það tilraun til að efna til lögbrots, þegar starfsmaður barna- verndarnefndar er beðinn um að gefa upplýsingar um einkamál manna til birtingar á opinberum vettvangi. Barnaverndarnefnd Reykjavikur hyggst ekki láta leiða sig til slikra lögbrota.” Fátt mun fyrirfinnast skop- legra en að heyra orðið „lögbrot” úr þeirri átt, sem að barna- verndarnefnd snýr. Ég tel, að á undanförnum árum hafi nefndin og starfsfólk á hennar vegum brotið margar lagagreinar i við- skiptum sinum við foreldra og börn, um það gæti ég tilgreint mörg dæmi, ef þörf gerist, og vil ég i þvi sambandi benda á eftir- farandi lög og lagagreinar: 193. gr. hegningarlaga, 22. gr. laga nr. 95/1947, 8. gr. laga nr. 11/1954, 14. gr. barnaverndarlaga, 15. gr. sömu laga, 20. gr. sömu laga, 32. gr. sömu laga, 35. gr. sömu laga, 45. gr. sömu laga og lög um æru- meiðingar. Auk þessa hefur Barnaverndarráö Islands a.m.k. brotið ákvæði 56. gr. barna- verndarlaga á undanförnum árum. Það væri barna-„verndar”- mönnum sæmst að hafa það, sem sannara reynist, og viðurkenna nú brot sin og yfirgang gegn al- menningi og segja upp þeim hluta starfsliðsins, sem ber ábyrgð á þessu, i stað þess aö halda upp- teknum hætti. 1 áðurnefndri yfirlýsingu sinni segir Barnaverndarnefnd Reyk- javikur, að vegið sé að fóstur- heimilinu, þar sem drengurinn var i fóstri, meö lýsingunni, sem. móöirin gaf á ásigkomulagi drengsins, þegar hún sótti hann. Mér er kunnugt um það, frá áreiðanlegustu heimildum, að fósturforeldrarnir voru góðir við drenginn, en það er engu að siöur staðreynd, að drengurinn var óhreinn, enda var hann við vinnu i fjárhúsi og enginn timi til fata- skipta, er hann vár sóttur. Það er að sjálfsögðu ágætt að láta börn vinna eitthvað, i hófi. Það var hinsvegar verra, að drengurinn bjó á mjög afskekktum stað, hafði alls enga leikfélaga og sótti ekki skólakennslu. Hann fór að sögn tvisvar vikulega i próf, en hann var farinn að fallbeygja islenzk orð rangt, þar eð hann var hjá út- lendri konu. Þótt fósturfor- eldrarnir væru góðir við dreng- inn, sem þeir vissulega voru, þá er það samt engan veginn ástæða til aö einskisviröa móðurréttinn. Móðirin hefur fullt forræði yfir drengnum, og barnaverndar- nefnd hefur aldrei svipt hana foreldravaldinu, enda engar for sendur fyrir slikri sviptinu. Hún sótti sjálf um fóstur fyrir dreng- inn, aðeins til bráðabirgða, vegna þess að henni var sagt upp hús- næðinu, þar sem hún bjó. Er það réttlætanlegt, að uppsögn hús- næðis skuli leiða til þess, að móðir missi barn sitt? Þegar hún sótti um fóstur fyrir drenginn, þá var henni sagt, að hún yrði að sækja um til eins árs, en henni var lika sagt, aö þaö væri aðeins formsatriði. Henni var jafnframt lofað þvi, að hún fengi drenginn aftur, strax þegar aðstæður hennar breyttust. Hægt er að sanna með vitnum, að þetta loforð var gefið, enda hefur þvi ekki verið mótmælt svo ég viti. Þegar drengurinn hafði verið i fóstrinu i 9 daga, vildi móðirin fá drenginn aftur vegna breyttra að- stæðna, þvi móðir hennar og faöir gátu þá haft hann. Loforðið var þá svikið, og hún fékk ekki dreng- inn. Hún reyndi hvað eftir annað aö fá hann, i 5 mánuði, en þvi var alltaf synjað, og fékk hún hann ekki fyrr en hún „rændi” honum þ. 19. febr. sl. Drengurinn fékk aldrei að heimsækja hana, jafn- vel ekki á jólunum, en daginn fyrir Þorláksmessu fór hún til hans til að sækja hann i jólaheim- sókn, en var synjað um það. Þegar talað var við drenginn i sima, hefur hann jafnan verið skælandi i simanum. Hann varð mjög glaður, þegar hann var sóttur. Eins og sést á yfirlýsingu barnaverndarnefndar, var sálfræðingur sendur af nefndinni til að rannsaka drenginn, þ. 2. febr. sl„ og er ekki að sökum að spyrja um hans niðurstööur. Barnið var nú búið að vera á staðnum i marga mánuði gegn vilja móðurinnar, sem liaföi þó fullan rétt á barninu, bæði for- ræðið og foreldravaldið. Til aö kóróna svo allt saman, þá var drengnum sýnt skjalið, þar sem móðirin sótti um fóstur fyrir hann i eitt ár, sem henni var sagt að væri bara formsatriði, en drengnumvar hinsvegar sagt, að hún hefði látið hann frá sér i eitt ár, og að hann mætti þvi ekki fara til hennar fyrr. Það er skoðun min, að með þvi aö gera þetta sé visvitandi verið að sverta móðurina að ósekju, I augum barnsins. Eftir að sálfræðingur barna- verndarnefndar hafði rannsakað barnið 2. febr. sl. reyndi móðirin aö fá samtal við hann, en hann vildi ekki veita henn áheyrn. Nokkrum vikum siöar fékk hún samtal við hann og spurði þá um niðurstööur rannsóknarinnar. Sálfræðingurinn neitaði að gefa móður barnsins nokkrar upp- lýsingar. Þrátt fyrir þetta hefur barnaverndarnefnd birt kafla úr greinargerð sálfræðingsins um barn hennar, á opinberum vett- vangi, i dagblöðum, sbr. yfir- lýsingu nefndarinnar, sem fyrr getur. Samkvæmt þessu viröist það vera nauðsynlegt að fá greinargerðir sálfræðinga birtar i blöðum, til þess að viðkomandi aðilar, t.d. foreldrar barnanna, geti fengið að sjá þær. Nú er fróðlegt að geta sér til um ástæðurnar fyrir því að fósturfor- eldrar vilja ekki sleppa fóstur- börnum sinum, þrátt fyrir lög- mætar kröfur foreldra. Sam- kvæmt 40. gr. barnaverndarlaga er greitt þrefalt meðlag (nú kr. 9.930,00 á mánuöi) með börnum yngri en 7 ára, en tvöfalt meðlag (nú kr. 6.620,00 á mánuði) með eldri börnum, af almannafé, ef börnum er ráðstafað á vegum barnaverndarnefndar. For maður barnaverndarráös hefur upplýst, að greitt sé tölu- vert meira en þetta, en um það veit ég ekki nánar. Skyldu fóstur- foreldrarnir telja sér mikinn hag I þvi að missa af þessu fé? Og þess heldur, þegar þeir hafa fóstur- barnið sér til aðstoðar við sveita- störfin, þótt það sé ekki slæmt i sjálfu sér, þegar barnið nýtur góðrar aðhlynningar, eins og var i þessu tilviki. Um hin fjölmörgu lagabrot barnaverndarnefndar gegn al- menningi er annars það að segja, að um þau er hægt að nefna dæmi, ef þess gerist þörf, og eru sum þeirra mjög átakanleg. Menn kunna nú að spyrja hvernig á þvi standi, að nefndinni og starfsfólki hennar hafi getað haldizt uppi að koma svona fram við sumt fólk, án þess að tekið væri i taumana, t.d. þegar börn hafa verið tekin af fólki án vitundar þess. Astæðan er sennilega sú, fyrst og fremst, aö menn vilja ekki bera sin við- kvæmu persónulegu vandamál og erfiðleika fram fyrir almenning á opinberum vettvangi, en kjósa heldur að þegja. En fólk nær sjaldnast rétti sinum með þögn- inni. I þvi skjólinu skákar barna- verndarnefnd. 25. febrúar 1972, Carl J. Eiriksson Verkfræðingur Rauðalæk 3 - Reykjavik Simi 35713

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.