Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 29.02.1972, Blaðsíða 10
10 Visir. Þriðjudagur 29. febrúar 1972. *» Visir. Þriðjudagur 29. febrúar 1972. 1 1 íslandsmeistarar Fram ekki í Víkingsmótinu? — Landsliðsnefnd vill hafa landsliðsmenn Fram í landsliðinu, þegar það leikur í mótinu, sem hefst ó fimmtudag Verða íslandsmeistarar Fram í handknattleik ekki með í alþjóðamóti Víkings á fimmtudagskvöld? Þetta var stóra spurningin meðal handknattleiksfólks í gær og ekki að vita enn hver niðurstaðan verður. I þessu mikla móti Víkings taka þátt tvö erlend lið, gest- gjafarnir Víkingur og is- lenzka landsliðið, sem leik- ur á Spáni um miðjan marz-mánuð, en auk þess var Islandsmeisturum Fram boðin þátttaka. I íslenzka landsliðinu eru þrir leikmenn úr Fram, þeir Axel Axelsson, Björgvin Björgvinsson og Sigurbergur Sigsteinsson. Auðvitað vill landsliösnefndin, að þessir þrir leikmenn leiki með landsliðinu i mótinu, og auðvitað vilja tslandsmeistararnir hafa þessa þrjá ágætu leimenn i sinum röðum á þessu stórmóti. Og þar stendur hnifurinn i kúnni og engin lausn fengizt á málinu, þegar blaðið fór i prentun. Það er vel skiljanlegt, aö Fram treysti sér illa til að taka þátt i mótinu án landsliðsmanna sinni — og afstaða landsliðsnefndar- mannanna er einnig vel skiljan- leg, þvi auðvitað er nauösynlegt, að sem bezt samæfing fáist hjá landsliöinu fyrir Spánarförina. Rætt var um þann möguleika i gær, aö Fram og FH léku auka- leik á fimmtudagskvöld — þar færi fram leikurinn, sem ekki varð af, þegar Valur náði stigi af FH i siðasta leik tslandsmótsins, og gæti vissulega oröið allgóð lausn á málinu, auk þess, sem FH mundi svo leika einn leik við ann- að hvort liðið suður i Hafnarfirði. Tékkneska liðiö Gottwaldo kemur hingað til lands i kvöld og það leikur fyrsta leik mótsins á fimmtudag — gegn Viking, sem sennilega mun styrkja lið sitt — sennilega meö markverði að minnsta kosti. Hver hinn leikur- inn verður þetta fyrsta leikkvöld er sem sagt ekki enn vitað. Þýzka liöið SV Hamborg kemur siðar og fyrsti leikur þess verður i Hafnarfiröi á föstudagskvöld og mætir það þá islenzka landslið- inu. — hsim. Finnskt met Antti Kalliomæk setti nýtt, finnskt met i stangarstökki inn- anhúss, þegar hann stökk 5.32 metra á finnska meistaramótinu i Turku um helgina. Risto Ivanoff varð annar i keppninni, stökk 5.10 metra og þriðji maður náði einnig fimm metra markinu — Unto Sjö, sem stökk fimm metra slétta. Mikko Ala-Leppilampi setti finnskt met i 2000 metra hindrun- arhlaupi á mótinu, hljóp á 5:32.6 min., sem er tveimur sekúndum betra en eldra metið. Pekka Pæiværinta sigraði i 1500 m hlaupinu á 3:52.3 min. og sú gamla kempa Reijo Toivonen sigraði i langstökki — stökk 7.85 metra. Vcstur-Þýzka stúlkan Monika Pflug varö heimsmeistari i kvenna- keppninni I Eskilstuna um helgina, en þar fór fram hraðkeppni á skautum. Þó sigraði hún ekki I einu einasta hlaupi, en var hins vegar svo jöfn í þeim, aö hún hlaut heimsmeistaratitilinn. Bandarlsku stúlkurnar uröu sigurvcgarar I einstökum hlaupum, Sheila Young tvl- vegis I 500 m. hlaupinu og Diana Iiolum I 1000 m., en hins vegar voru miklar sveiflur hjá þeim milli greina. Loks kom að því, að Manch. United keypti Loks kom aö þvi, að framkvæmdastjóri Manc- hester United dró fram tékkheftið og keypti nýjan leikmann það er víst i fyrsta skipti í um tvö ár, sem þetta rika félag, kaupir leikmann. Frank O' Farell, fram- kvæmdastjóri United, fór til Skotlands í gær og tókst að ná samningum við Aberdeen i sambandi við Martin Buchan - einn sterkasta varnarmann Skotlands. Manch.Utd. greiddi Aberdeen 125 þúsund sterlingspund fyrir hinn unga leikmann, sem leikið hefur i skozka landsliðinu, leik- menn 23ja ára eða yngri, og hefur mjög verið orðaður við skozka landsliðið. Nokkur aðdragandi var að þessum kaupum og fleiri félög en Manch.Utd. á eftir Buchan,t.d. Everton og einnig Arsenal um tima, en Bertie Mee, fram- kvæmdastjóri Arsenal, hætti þó við að bjóða i leikmanninn eftir að hafa farið til Skotlands og séð hann i leik. En Arsenal á lika þrjá mjög sterka miðverði - Mclintock, Simpson og Roberts. Manch.Utd. leikur gegn Middesbro i kvöld i bikarkepp- ninni ensku, en ekki er vitað hvort Martin Buchan tekur þátt i leiknum. Þess var ekki getið i BBC i gærkvöldi og reyndar alls ekki skýrt frá þessum kaupum á Buchan. Hins vegar var þess getið, að Brian Kidd, Sammy Mcilroy og Tony Young yrðu i 14 manna hóp, sem fer til Mid- dlesbro - eða bætast við þá 11 leikmenn, sem tóku þátt i leiknum gegn Middlesbro á laugardag. Þá leika Arsenal og Derby County á Highbury i kvöld i bikarkeppninni og leika sömu leikmenn og voru með i leiknum á laugardag. Það þýðir, aö Peter Storey verður i Arsenal- liðinu i stað Eddie Kelly, sem meikkist eftir aðeins 8 min. á laugardag, og Jhon Radford verður varamaður liðsins. Svissnesku skiöamennirnir I alpagreinum hafa náö frábærum árangri I vetur og greinilegt, aö Sviss kemur út sem bezta þjóö á þessum vettvangi, þegar keppni lýkur. Hér eru þrir kappar, sem mikla athygli hafa vakiö bæöi á Ólympiuleikunum og i keppninni um heimsbikarinn. I miöjunni er Bernard Russi, sem sigraöi I Chrystalfjöllum um helgina, og til hægri er landi hans Roland Collombin, en til vinstri Heinrich Messner frá Austurriki. Úrvalslið Reykjavíkur sigroði eftir framlengdan leik-89:79 Ilér til liliðar eru þær þrjár sklðakonur, sem oft hafa heyrzt nefndar I vetur og röðuðu sér i þrjú efstu sætin samanlagt alpagreinum á Ólympiuleilfnum i Sapporo og vissulega fékk þvIAnna-MariaPröll gull leiknum. Frá vinstri Florence Steurer, Frakklan.di (silfur), Anna- Maria Pröll, Austurriki, (gull), og Torild Foerland, Noregi (bronz). Og Anna-Maria er nú nær örugg með sigur í keppninni um heimsbikarinn. inni hjá varnarliðsmönnum. Birgir Jakobsson lék undir körfunni, og fekk margar fallegar sendingar frá Einari Bollasyni, sem lék á miðjunni. Skoraði Birgir 10 stig, og þegar varnarliðið ætlaði að stöðva þessa flóðgátt i vörninni hjá sér, tóku Þórir Magnússon og Kolbein Pulsson við, og skoruðu 6 stig al'frábæru öryggi. Einar Bollason skoraði siðuctu körfu leiksins eftir 25 metra langa sendingu eftir vellinum endilöngum frá Jóni Sigurðs- syni, og lauk leiknum með 10 stiga sigri Reykjavikurúrvalsins, 89-79. Siðasti leikur keppninnar verður annað kvöld suður á Keflavikur- flugvelli, og hefst hann kl. 20.00. Þaö voru aðeins fjórar sékúndur eftir af leiktímanum, og varnarliðsmennirnir tvö stig yfir, þegar Kolbeinn Pálsson rak boltann yfir miðlínuna í átt að körfu andstæðinganna. Allir héldur niðri í sér andanum þegar Kolbeinn æddi í gegnum vörnina, stökk upp, og „húkkaði" laglega í spjaldið og ofaní um leið og flautan gall. Þar með var staðan jöfn í 13. sinn í leiknum, og framlengt f fimm mínútur. Islenzka liðið sýndi stórkostlegan leik í fram- lengingunni, skoraði 18 stig gegn 8 og sigraði hið geysi- sterka lið varnarliðsmanna í fyrsta sinn eftir þrjá tapleiki í keppninni um Sendiherra- bikarinn. Islenzka liöinu gekk frekar erfiðlega að finna sig i byrjun leiksins, og eftir þrjár minútur höfðu varnarliðsmenn skorað 6 stig gegn engu. Loks braut Þórir Magnússon isinn með fallegri körfu, og bætti siðan annarri við strax á eftir. Varnarliðsmenn komust i 10-4, en Einar Bollason og Birgir Jakobsson tóku þá „sériu”, Einar 6 stig og Birgir 4, og staðan var 14-12 fyrir Reykjavik. Varnarliðsmenn jöfnuðu, og komust yfir, 26-21, en Reykjavikurúrvalið dró sifellt á, og komst aftur yfir, 33-32, en varnarliðið skoraði siðustu körfuna, og haföi tvö stig yfir i hléi, 34-32. Varnarliðið endurtók byrjunina i fyrri hálfleik i upphafi þess siðari, og skoraði 5 fyrstu stigin, 39-33, sem var mesti munurinn i leiknum fram að framlengingunni. Reykjavik skorar nú af miklu kappi, og kemst enn yfir, 45- 44, en eftir það skiptust liðin á um forystuna, og eins og áður er lýst höfðu varnarliðsmenn tvö stig yfir, rétt fyrir leikslok. Þeir höfðu þó möguleika á að bæta við þá forystu, þegar Wilson, verðlaunaður sem bezti leikmaður herstöðvakeppninnar, sem liðið tók nýlega þátt i. brenndi af aleinn undir körfu Reykjavikur. Kolbeinn náði þá boltanum, brunaði upp og jafnaði, 71- 71. Nú var framlengt i fimm minutur. Reykjavikurúrvalið náði uppkastinu, og stillti upp 1-3-1- gegn svæðisvörn- STAÐAN í körfubolta Staðan i islandsmótinu i körfuknattleik: KK 7 7 0 542:455 14 ÍR 7 6 1 601:464 12 ÍS 7 4 3 459:483 8 Valur 6 3 3 412:441 6 Árm. 7 3 4 466:463 6 Þór 7 3. 4 404:411 6 IISK 6 1 5 364:432 2 UMFS 7 0 7 455:554 0 Þrir stigahæstu: Þórir Magnússon 178 (29,3) Einar Bollason 159 (22,7) Agnar Friðrikss. 148 (21,1) Keppnin um heimsbikar- inn komin ó lokastigið Nú er að liða að lokum keppninnar um heimsbik- arinn í alpagreinum og henni lýkur nú í vikunni, þegar keppt verður i Kali- forníu. Sl. laugardag og sunnudag var keppt í Chry sta I-f jöI lunum í Bandarikjunum og voru meöal þátttakenda allt bezta skíðafólk heims. I keppninni á laugardag sigr- uðu þau Berard Russi, svissneski ólympiumeistarinn, og Anna Marie Pröll, Austurriki, i brun- keppninni og höföu talsveröa yfir- burði gegn keppinautum sinum. Russi var um heilli sekúndu á undan næsta keppenda i karla- keppninni, en munurinn var hins vegar minni hjá konunum. Þar fékk Anna-Marie enn tækifæri til aö ná hefndum á Marie Therese Nadig frá Sviss, sem svo óvænt sigraði tvivegis i keppninni á Ólympiuleikunum i Sapporo. Úrslit urðu þessi: Karlakeppnin. 1. B.Russi, Sviss, 85.97 2. M.Lefferty, USA, 86.84 3. J.D.Daetwyl., Sviss, 87.16 4. A.Sprecher, Sviss, 86.95 5. F.Vogner, V-Þýzk., 87.13 6. M.Daetwyl., Sviss, 87.16 7. J.Loidel, Aust., 87.36' 8. R.Becthod, Sv., 87.41 9. W.Bliener, Aust., 87.56 10. M.Varallo, Ital., 87.74 Kvennakeppnin. 1. A.M.Pröll, Aust., 92.82 2. M.T.Nadig, Sv., 93.09 3. W.Drexel, Aust., 93.09 4. B.Zubriggen, Sv„ 93.88 5. I.Mir, Frakkl., 94.26 6. L.Kreiner, Kan., 94.70 A sunnudag hélt keppnin áfram og þá vann Franz Vogler fyrsta þýzka sigurinn i keppninni um heimsbikarinn i sex ár. Hann sigraði Russi allvel, og i kvenna- keppninni var tvöfaldur austur- riskur sigur. Úrslit urðu þessi: Karlakeppnin. 1. F.Vogler, V-Þýzk„ 1:26.36 2. B.Russi,Sviss, 1:27.10 3. J.D.Daetwyl., Sv„ 1:27.35 4. M.Lafferty, USA, 1:27.48 5. A.Sprecher, Sv„ 1:27.54 6. R.Berthod, Sv„ 1:27.58 7. W.Tresch, Sviss, 1:27.72 8. M.Daetwyl., Sv„ 1:27.90 9. B.Cochran, USA, 1:27.94 10. K.Cordin, Aust., 1:28.27 Ótrúlega litill munur er þarna á keppendum. Kvennakeppnin. 1. W.Drexel, Aust., 1:31.33 2. A.M.Pröll, Aust., 1:31.45 3. M.T.Nadig, Sv„ 1:31.65 4. I.Mir, Frakkl., 1:32.22 5. S.Cochran, USA, 1:32.76 6, S.Poulsen, USA, 1:32.77 7. L.Kreiner, Kan. 1:33.26 8. B.Zurbriggen, Sv„ 1:33.32 9. K.Kreiner, Kan. 1:33.90 Og þarna er einnig sáralitill munur á þremur efstu stúlkun- um, sem tvimælalaust eru nú hin- ar beztu i heimi. Jean-Noel Augert, Frakklandi, sem efstur var í keppninni um heims- bikarinn, komst ekki á blaö um siðustu lielgi. FJORIR MEÐ ELLEFU RÉTTA Nú væri gaman að eiga getraunaseðil með tólf réttum var skrifað hér i hlaðið i gær - en þvi miður, enginn átti seðil með tólf réttum að þessu sinni. Hins vegar komu fram fjórir seðlar með 11 réttum leikjum, þegar starfsfólk getrauna hafði farið yfir alla seðlana i gær. Og vinningur á þá verður að teijast allgóður - eða 104.500 krónur i hlut. 32 getraunaseðlar reynd- ust með tiu réttum leikjum- þar af tveir fastir seðlar - það er cigendur leggja inn ákveðna riið til nokkurra vika. Fyrjr 10 rétta komu 5600 krónur i hlul. Veltan var mikil að venju hjá getraununum og var potturinn að þessu sinni rúmlega 600 þúsund krónur. Næsti seðill er lika injög erfiður og þvi von i góðan vinning, en i blaðinu á niorgun verður nánar fjallað um þá i getraunaspjalli blaðsins. -hsim. ÍBV og ÍBK hefja meist- arakeppnina á laugardag! Fyrsta opinbera knatt- spyrnumót ársins — Meistarakeppni Knatt- spyrnusambands islands — hefst i Vestmannaeyjum á laugardag með leik is- landsmeistara Keflavikur og Vestmanneyinga, sem urðu i öðru sæti á islands- mótinu. Þriðja liðið, sem tekur þátt i keppninni, er Víkingur, sem sigraði í bikarkeppni knattspyrnu- sambandsins. Þetta er i fjórða skipti, sem meistarakeppnin er háð. Fyrsta . keppnin var 1969 og bar KR sigur úr býtum. Árið eftir — 1970 — sigruðu Keflvikingar i keppninni og i fyrra var það Fram, sem fór með sigur af hólmi — Hlaut sex stig, Keflvikingar hlutu fimm og Akurnesingar eitt. Það var i gær, sem samkomu- lag náðist um að hefja keppnina i Vestmannaeyjum á laugardag og hefst leikur liðanna kl. þrjú. Áður var búið að raða niður einstökum leikjum af mótanefnd KSl — en leikdagar ekki ákveðnir. Fyrirhugað er að leika um hverja helgi i þessari keppni og verður næsti leikur i Keflavik laugardaginn 11. marz. Þá leika Islandsmeistararnir gegn bikar- meisturum Vikings, og laugar- daginn 18. marz verður fyrsti leikurinn i Reykjavik milli Vikings og Vestmannaeyja. Þessi þrjú lið munu taka þá.tt i hinum ýmsu Evrópumótum i sumar. Keflavik i keppni meistaraliða, Vikingur i keppni bikarmeistara hinna ýmsu landa Evrópu, og Vestmannaeyingar i EUFA-keppninni, en það var ein- mitt i henni { fyrra, sem Keflvik- ingar duttu i lukkupottinn og drógust gegn Tottenham. — hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.