Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 2
2 Vísir. Miðvikudagur 8. marz 1972. Svava Agústsdóttir. Nei, ég gerði það nú ekki, en ég fer samt stund- um í kirkju. Ég hef gaman af þvi og ég skammast min ekkert fyrir það. Mér finnst þetta þjóna ein- hverjum tilgangi. rimsm: Fóruð þér i kirkju á æskulýðsdaginn? Hulda Yngvadóttir, Kvennaskól- anum.Nei. bað gerði ég ekki. Jú, jú, ég fer stöku sinnum i kirkju, á jólum og við hátiðleg tæki- færi, en svo er nú pabbi minn lika prestur, svo það er kannski soldið annað. Hreiöar Albertsson, bifreiða- stjóri. Nei, ég fór ekki i kirkju þann dag. En það kemur nú reyndar fyrir að maður fer, svo sem á jarðarfarir, þó ekki ein- göngu. En ég fer aldrei á sunnu- dögum, samt hef ég svolitið gam- an af þessu. Svava Þorsteinsdóttir, Lind- argötuskóla. Nei, þaö gerði ég ekki, og ég fer satt bezt að segja aldrei i kirkju. Ég fór siðast fyrir tveim árum eöa þar um bil, og þá var það um jólin. Jú, jú, þaö var ágætt, þaö rikti einhver viss stemmning. Rafknúnir bílar á íslenzkum þjóðvegum? ,Tímabœrt að hefja tilraunir' , segir Gísli Jónsson á miðsvetrarfundi Sambands ísl. rafveitna Ymis rafknúin ökutæki önnur en bilar hafa náð verulegri útbreiðslu, eins og t.d. gaffallyftarar á borð við þennan á myndinni, en lyftarar af þessu tagi eru einu rafknúnu ökutækin, sem við höfum haft kynni af hérlendis — enn sem komið er. „Fyllilega timabært er orðið, að við íslend- ingar hefjum þegar til- arunir með notkun raf- magnsbila”, segir i skýrslu, sem Gisli Jónsson flutti i gær á fundi Sambands islenzkra rafveitna, og hófust að skýrslugerð lokinni nokkrar um- ræður um erindi raf- knúinna ökutækja á vegi landsins. Hin sivaxandi mengun 1 heiminum hefur aukið mjög á- huga á rafmagnsbilum. Hvaö mest munu Japanir hafa lagt I rannsóknir á þessu sviði, enda þeim lifsnauðsyn aö draga úr mengun, þar sem ástandið hjá þeim er sums staðar svo slæmt, að lögregluþjónar, sem stjórna umferð, þurfa að nota gasgrimur. Það er þó ekki af mengunarótta einum, sem verið er að þróa rafknúin ökutæki inn á markaö- inn, enda saga þeirra oröin nokk- uö eldri en óttans viö mengun, fyrsti rafmagnsbillinn var nefni- lega byggður I Englandi árið 1837. Þaö varð þó ekki fyrr en árið 1881, sem fyrsti geymisknúni bfllinn var tekinn i notkun til almenn- ingsþarfa, en það gerði strætis- vagnafyrirtæki Parisarborgar, og I lok siðustu aldar voru svipað- ir bilar teknir i notkun I Berlin, New York og London. Rafmagnsbilarnirurðu aðlúta i lægra haldi, þegar sprengihreyfl- ar fóru aö þróast og verð þeirra lækkaöi. En þeir náðu sér aftur á strik i Bretlandi - aö minnsta kosti - upp úr árinu 1945. Hin sfð- ari ár hafa rafmagnsbílar þjónaö mjög þýðingarmiklu hlutverki þar i landi á vissu notkunarsviði I verzlunarþjónustu, og er akstur meö mjólk og brauð til heimila al- gengasta notkunarsviðiö. 1 notkun hjá Eimskip Ýmis rafknúin ökutæki önnur en bilar hafa náö verulegri út- breiðslu, svo sem gaffallyftarar, dráttarvagnar og ýmis innanhúss flutningatæki. Einu kynni okkar Islendinga af rafknúnum ökutækjum eru þau, sem viö höfum haft af vöru lyftur- um. ,,Hér I vörugeymslum Eim- skips notum við bæði disil- og rafknúna lyftara,” sagöi okkur einn piltanna I vörugeymslunni i Austurskálanum. Hann kvaöst hafa unnið með báöar tegund- irnar og_ kunna betur við dísilinn. „Hann vinnur miklu hraðar en sá rafknúni og er allur mikið meðfærilegri. Rafknúnu lyftararnir eru svo sem mikið hljóðlátari, en þeir taka seinna við sér. Þó er ég ekki frá þvi, að ekki þurfi aö liða á svo löngu þar til fram koma rafknúnir lyftarar, sem standa disilunum jafnfætis - en þess verður ábyggilega langt aö biða, að ég kæri mig um að fá mér rafmagnsbil undir fjöl- skylduna... „bætti piltur við”. Dýrari og kraftminni Verð rafmagnsbila er allt aö þvl tvöfalt hærra en sam- bærilegra bila meö sprengi- hreyfli, m.a. vegna þess hve fáir eru framleiddir og kostnaður við gerð geyma er mikill. Heildar- kostnaður á ekinn km er hins vegar talinn vera mun lægri, m,a. vegna lengri endingar, minna viðhalds og lægri orkukostnaðar. Þar á móti koma ýmsar tak- markanir rafmagnsbilsins, eins og t.d. lágur aksturshraði, stutt aksturslengd á hverri hleðslu og vandamál vegna orkufrekra hjálpartækja Almennur hámarkshraði er 25- 60 km og akstursvegalengd 40-70 km á hleðslu. Notkun rafmagns- blla er þvi aðeins möguleg þar sem um litlar fjarlægðir er að ræöa og lágur hraði kemur ekki að sök Þrjú japönsk fyrirtæki hafa annars tekið upp samvinnu um aö þróa rafmagnsbfl, sem á aö geta náö hámarkshraöa 80 km og ekið 300 km á hleðslu. Það kom fram á fundi raf- veitustjóranna, aö það sem kunni að valda okkur íslendingum erfiðleikum í notkun rafmagns- farartækja sé hið hlutfallslega mikla myrkur á venjulegum vinnutima hérlendis. Spurning er, hvort i framtiðinni verði götulýsing ekki aukin, svo að hægt verði að aka einungis með stöðuljós. —ÞJM Með blaðabunkann í 35 ár — Rœtt við Óla blaðasala, sem slítur enn gangstéttinni við Reykjavíkurapótek af óbilandi þrótti Þeir standast honum ekki snún- ing strákarnir. Hann er kominn á leigubil klukkan hálfeitt á hverj- um degi hingað i Siðumúiann þar sem Visir er prentaöur. Þegar hann svo hefur næstum þrifið blöðin sin út úr prentvélinni, skip- ar hann bflstjóranum að aka sem inest hann má niöur að Reykja- víkurapóteki. Hver? Jú, auðvitað Öli blaöasali! Hann hefur ekki gert annað alla sina tið en seija blöð - og Visi hef- ur hann selt lengur og dyggilegar en nokkurt annað hlað „Ég byrjaði að selja Visi 3. marz árið 1937, þá var ég á fimmtánda árinu”, sagði Óli, er Visir spjallaði við hann i gær I til- efni 35 ára afmælisins i starfi. „Já, það er rétt hjá ykkur, ég á afmæli, hef núna selt Visi i 35 ár samfleytt”. Þreytandi starf? „Ég veit ekki... ég er nú alveg hættur að selja önnur blöð en Visi. Er bara hér á horninu part úr degi”. — Hvað selurðu mörg blöð á dag? „Misjafnt, svona 150 til 300, þaö fer eftir ýmsu”. — Og hver eru daglaunin? „Misjafnt. Frá 300 og stundum upp i 600 krónur á dag”. Óli hefur helgað sér vettvang á horninu við Reykjavikurapótek, og hann bitur staðfastlega alla stráka af sér, sem ætla sér aö selja á „horninu hans” - „ég veit nú ekki hvort ég get talið mig eiga hornið, en ég reyni aö halda i það. Hef nú staðið hér i 35 ár og aldrei gert annað en þetta”. Hann er nú orðinn 49 ára, og þótt hann hafi ekki orð á þvi sjálf- ur, þá hefur maöur grun um að allur sá hávaði og öll þau hlaup með niðþungan blaðapokann, sem hann hefur lagt á sig, hafi nokkuð svo jaskað manninum út - þótt Reykvikingum sýnist garpur þessi alla tið vera eins og telji hann jafnrótgróinn hluta borgar- innar og Bernhöftstorfuna. — GG. Eyjólfur Eyjólfsson stöðumælavörður. Ekki gerði ég það nei, en ég fer samt I kirkju svona stundum. Svo hlusta ég alltaf heima á messur á sunnu- dögum i útvarpinu og horfi á helgistundina I sjónvarpinu. En sem sagt ég fer sjaldan I kirkju, og það er bezt að viðurkenna það eins og það er. Guðrún Samúelsdóttir, Arbæjar- skóla.Nei, ég fór ekki á æskulýös- daginn i kirkju, en fer samt yfir- leitt á sunnudögum með litlu frænku mina og bræður. Ég komst bara ekki þennan um- rædda dag. Svo fer ég nú alltaf um jólin, það er alveg viss passi. 35 ara startsatmæli: Oli Sverrír Þorvaldsson þ.e.a.s. óli blaða- sali, sem svo lengi hefur slitið gangstéttinni á horninu við Reykjavikurapótek. Stúlkur óskast Stúlkur óskast við þvottahúsvinnu. Upplýsingar frá 5—7 á staðnum. Þvottahúsið A. Smith h/f, Bergstaðasræti 52 (Bragagötumegin)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.