Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 4
4 Visir. Miðvikudagur 8. marz 1972. Bdkí þorað að taka leicveKna undr bflasiœði Fleiri bílar hafa í fðr með sér fleiri bílastœði - talað við Guttorm Þormar um bílastœðin í borginni, einkanlega í miðborginni —Okkar hlutverk er að útvega bilastæði, en við höfum samt ekki þorað að taka leikvellina undir biíastæði. Það er náttúrlega ekki allt fengið með þvi að taka alla bletti undir þau segir Guttormur Þormar verk- fræðingur. Vaxandi bilaeign og aukin umferð hafa sín áhrif i borgar- lifinu, bæði stór og iitii. Undan- farið hafa umræðurnar bein/.t að I.augaveginum og umferð strætisvagnanna um hann, og þar kemur bíiaumferð og bila- stæðavandamálið inn i. Bilarnir þrengja að almennings- vögnunum, þar sem þcir standa við Laugaveginn— ein tillagan til úrbóta á þvi var að taka leik- völiinn á Grettisgötu undir bflastæði! ( hinu smáa kemur bflastæða vandamálið i Ijós I þvi, hverjir mega eigna sér viss bflastæði og hverjir ekki. Menn liafa sett upp skilti til að marka sér bilastæði, sem hafa verið tekin niður aftur jafnóðum, aðrir hafa fengið viðvörunar- miða frá hlutaðeigandi „eiganda”. En óhjákvæmilega liggur straumur bflanna í mið borgina, þangað sem flestir eiga erindi og hvernig horfir með bilastæðin þar? t mestum erfiðleikum eiga þeir, sem sækja vinnu i miðbæinn. Guttormur tók saman tölur yfir bilastæði i miðborginni. Taldist honum, að opinber bfla- stæði væru 1100 talsins, 800 bfiastæði á götum og um 900 bfiastæði á einkalóðum. AIIs um 2800 bilastæði á svæðinu, sem markast af eftirtöldum götum: Klapparstíg að austan, Ægisgötu að vestan, Skothúsvegi aðsunnan, þar meö taiin Tjarnargata og Frikirkju vegur. Og af af þessum bflastæðum eru 390 sölustæöi. í kvosinni sjálfri milli Aðalstrætis og Lækjargötu, niður að Tryggvagötu eru 570 stæði alls, en rúm 700 frá Tjörninni norður úr og milli Lækjargötu og Aöalstrætis, þar af eru 365 bílastæði á götunni og afgangurinn á einkalóðum. Samanborið við könnun, sem var gerð 1969 fæst svipuö tala, en þá var svæðið aðeins annað. Þá voru bilastæði 2200 i miðbænum á minna svæði, og þar hafa ekki bætzt við stæði.—Samanboriö við þessa -- ...fólk kvartar furðanlega litið...segir Guttormur Þormar Fengu sektanriða frá lögreghjnni - en komu með viðvörunarmiða í staðinn Þeir, sem hafa fengið ■ ■ viðvörunarmiða fyrir að leggja " bilnum i stæöi sendibila rit- -- simans, hafa senniiega ekki " vandað honum kveðjurnar. ” Aðalsteinn Norberg rít- -- simastjóri sagði i viðtali við VIsi, að viðvörunarmiðinn hefði - - verið tekinn upp til aö losa rit- simann við vandræðamái. ^ —Þannig var, að við fengum -- fjögur bilastæöi i Thorvaldsens- stræti fyrir skeytaútsendingar- bilana okkar og beint fyrir ■ - framan skeytaafgreiðsluna. Svo ” komu menn og lögðu bilum -• sinum i stæðin okkar og voru " fyrir skeytaútsendingabilunum, .. sem freistuöust þá kannski til að " leggja ólöglega að gangstéttar- " brún og fengu siðan sektarmiða frá lögreglunni. Þessu vildum " við ekki una og tókum upp við- vörunarmiðann. Við vildum frekar aðvara fólk á þennan hátt en að kæra. Bilastæðin eru þannig til- komin, að við höfðum maka- skipti við borgina. Landsiminn og skipti á eignarlóö við Austurvöll. —Er erfitt að ná viðvörunar- miðunum af? —Það er dálitið sterkt limiö i þeim, en enginn vandi er að ná einum miða af. Það voru nátt- úrulega sömu mennirnir, sem lögðu þarna dag eftir dag. Og það hefur gefizt vel að nota miðana, sem voru teknir i notkun fyrir mánuði. En ég vil taka það fram, að þetta eru einu bilastæðin, sem Landsiminn hefur niðri i miðbæ, og við starfsmennirnir notum þau ekki. —SB— könnum hefur þrýstingurinn ekki aukizt mikið og fólkið kvartar furðanlcga litið, segir Guttormur. Það hefur leyst bfiastæðisvandamálið að liluta, að athafnalifið hefur dreifzt um borgina og faw.t inn með Suðurlandsbrautinni. Það er þvi ekki vist, að aukningin á um- ferðarþunganum i miöbænum verði svo mikil. Ekki er gert ráð fyrir þvi aö hægt veröi að fullnægja eftirspurn f mið- bænum nema með þvi að byggja ógurlega mikla bilageymslu, og er þaö mál i könnun. Það er varla von, að menn hafi notað bílastæðin, sem eru fyrir hendi við Umferðarmiðstööina þar sem enn hefur verið hægt að nota bíiastæði nær miðbænum. Trasar tiliögur um biiastæði hafa komið fram. Til dæmis að byggja stórt bflastæöi nálægt miðbænum og halda uppi góöum strætisvagnaferðum þaðan. Fyrir 10-15 árum kom upp sú tillaga að gera bílastæði i Vatnsmýrinni. Ein áætlunin er I sambandi við Skúiagötuna. Það er ráðgert að byggja nýja Skúlagötu og þannig er hægt að nota gömlu Skúla- götuna, sem er 12 metra breið, undir bilastæði. Seðlabankinn ætlar að byggja við Arnarhól, og undir þá byggingu er meiningin að byggja bilastæði. Þá er ágætis pláss við Oddfellow milli Kirkjustrætis og Vonar- strætis, en það er óvíst með byggingu á þessu svæði, og við viljum ekki leggja i kostnaðvið það.Bifreiðastæðin á tollhúsinu verður ekki hægt að taka I notkun fyrr en brúin er komin frá Pósthússtræti og bfiastæöin hjá Eimskip vantar ennþá. Yfir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir, að 2.8 miijónir úr stööu- mælasjóði fari i gerð bifreiða- stæða f borginni. Bflastæðum með mælum verður fjölgað i miðbænum m.a. Skipulagið og strætisvagna- umferð, sem á að greiöa fyrir, gerir það erfiðara að komast á einkabilum eftir ýmsum um- ferðargötum, sem getur haft það í för með sér, að bflastæðin færist lengra frá miðborginni. — Samkvæmt aðalskipu laginu verður Lauga vegurinn að meira eða minna leyti lokaður fyrir um- ferð.Yfirleitt er það þannig, að ef einhverjum götum er lokaö, þá eru opnaðar einhverjar aðrar i staðinn. Hlemmur er vaxandi miðstöð, og það er ekki ýkja löng ganga fyrir bileigandann frá Skáta- heimilinu, þar sem eru bilastæði, eða Skúlagötunni, þar sem verða bilastæði, en menn vilja þó helzt komast á punktinn á bilnum sinum. • Engin ákvörðun hefur verið tekin um lokum gatna. Það er stórt mál fyrir verzlun I miðbænum. Strætisvagnarnir draga náttúrlega fólkið að, en það er ekki víst að það nægi. Þó er viðast hvar sú stefna ráöandi að veita þeim forgangsrétt. Það myndi koma niður á at- hafnalifinu í miðbænum, ef fólk i einkabilum forðaðist að koma þangað. Verzlunin heldur lífi I miðbænum. Kaupmenn hafa verið mikið á móti öllum aðgerðum til að loka Laugaveginum, og það verður sennilega raunin á í náinni framtið að fremur verði reynt að draga úr umferð um Laugaveginn og greiöa fyrir umferð strætisvagnanna en loka honum. —Nú erum við komin að merkingum á bílastæðum, sem fara vafalaust i taugarnar á ýmsum, sem vantar bilastæði. —Það má merkja bilastæði á einkalóðum en ekki öðrum. Rikisstofnanir t.d. fá ekki að merkja bilastæði nema á lóðum, sem ríkið á. Bak við Landsbóka- safnið eru samt 25 stæði, sem rikið fær að merkja sér. Hvað varðar Gúttóstæðið voru gerðir samningar um það, að það yrði opinbert stæði á sumrin en notað fyrir Aiþingi á veturna. Ekki má heldur merkja stæði á opinberri götu. Ymsir hafa merkt sér bflastæði á opin- berum stæðum og höfum við elt þá uppi og skilað merkjunum inn i bifreiðaeftirlit, en það er erfitt að eiga við það, þegar menn hafa sett skilti í gluggann hjá sér. —SB— ...erfitt að eiga við þetta. Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.