Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 8. marz 1972. 3 Bernadetta dokar við ó Pressuballi - kemur skömmu fyrir kvöldverð á föstudags- kvöld, heldur aftur til London árla á laugar- dagsmorgun Pressuballið, einn stærsti viðburðurinn i íslenzku sam- kvæmislifi, verður haldið að Hótel Sögu 17. marz n.k. Eins og flestum er nú orðið kunn- ugt verður heiðursgestur dansleiksins að þessu sinni Bernadetta Devlin. Áætlað var að hún kæmi til landsins að kvöldi dags 16. marz, en þar sem hún á að mæta fyrir rétti þann dag, kemur hún ekki til landsins fyrr en kl. 6.45 balldaginn. Hún kemur beint frá London með flugvél Flugfélags Islands ásamt ritara sinum. Sjálfur dansleikurinn hefst siðan kl. 19.30 með kokkteil, Bernadetta Devlin. og meðan gestir ganga i sal- inn mun Lúðrasveit Reykja- vikur leika undir stjórn Páls P. Pálssonar annaðhvort i anddyrinu eða úti, ef veður leyfir. Bernadetta Devlin hefur skamma viðdvöl hér á landi, þar sem hún verður að komast aftur til London dag- inn eftir, þ.e.a.s. 18. marz. Hún fer með Loftleiðum aft- ur út á laugardagsmorgun, en gistir á Hótel Loftleiðum aðfaranótt laugardags. Mjög hefur- verið til skemmtunar þessarar vand- að. Sigriður E. Magnúsdótt- ir, óperusöngkona hefur ver- ið fengin frá Vinarborg, og er hún væntanleg til landsins 15. þ.m. Philip Jenkins kem- ur frá Akureyri og spilar. Saminn hefur verið sérstak- ur pressuvals i tilefni dags- ins af Magnúsi Blöndal Jóhannssyni, og verður hann leikinn af hljómsv. Ragnars Bjarnasonar ásamt fleiri blásurum i útsetningu Magnúsar Ingimarssonar. Verið er að undirbúa gaman- þátt og verður sá helgaður „pressunni” og ballinu. Gestir ásamt Bernadettu verða utanrikisráðherra, Einar Agústsson og frú, en veizlustjóri verður Páll Asgeir Tryggvason deildar- stjóri utanrikisráðuneytis- ins. Það skal tekið fram, að miðar verða afhentir á mið- vikudaginn frá kl. 5-7 á Hótel Sögu, og verður um leið gengið frá borðapöntunum. Gaman er að geta þess, að þennan umrædda dag, 17. marz, er við fáum irsku þingkonuna til landsins, er þjóðhátiðardagur Ira. - EA. Sigriður E. Magnúsdóttir. 792 SKRÁÐIR ÁN VINNU, FÓLKSEKLA ÞÓ VÍÐAST - „Atvinnuleysi" hvergi nema á NA-horni landsins 792 eru á atvinnuleysis- skrám á landinu, en miklu fleira fólk vantar i vinnu. Það er því ekkert „at- vinnuleysi" á islandi um mánaðamótin febrú- ar— marz. Atvinnugreinar i Reykjavik og nágrenni vantar vinnuafl. Ráön- ingarstofa borgarinnar segir okk- ur, að mikill hörgull sé á verka- fólki i borginni, ekki sizt i bygg- ingarvinnu, vegna veðurbliðunn- ar. Vinnuflokka borgarinnar vantar fólk i gatnagerð og sorp- hreinsun. Ráðningarstofan hefur lista um 100 störf, þar sem fólk vantar, og þó munu sennilega fæstir atvinnurekendur snúa sér þangað á þessum tima, þótt þeir vildu bæta við sig fólki. Hjá Landssambandi islenzkra útvegsmanna var okkur tjáð i gær, að viða vantaði nú fólk á bátana. Þeir hvöttu til að ekki yrði legið á aflafréttum, svo að menn sæju, að til einhvers væri að vinna að fara á sjóinn. Sömu sögu sögðu fleiri atvinnurekendur, sem blaðið hafði samband við. Ráðningastofan auglýsir eftir fólki. Ráðningarstofan tjáir okkur, að 88 séu á atvinnuleysisskrá i borg- inni, en frá þeirri tölu megi strax draga 51 vörubilstjóra, sem ekki fái atvinnuleysisstyrk og hafi raunar töluverða vinnu, flestir, hverjir. Þessir menn hafa flestir nokkuð góðar vikutekjur miðað við aðrar stéttir, en þeir eru skráðir til að fá vinnu hjá borg- inni. A atvinnuleysisskránni i borginni eru einnig 8 verkamenn, sem eru komnir yfir sjötugt og geta flestir ekki gengið i erfiðis- vinnu. Ráðningarstofan er nú að auglýsa sérstaklega eftir fólki. Sömu sögu og i borginni er að segja i öllu nágrenni hennar, suð- ur með sjó og vestur. Atvinnu- leysi á tslandi er litið sem ekkert, nema á norðausturhorni landsins. Þar eru enn nokkrir flösku- hálsar”. Verksmiðjur komnar af stað á Siglufirði. Ástandið hefur batnað mikið á Siglufirði, þar sem atvinnuleysi hefur verið hvað mest á landinu. Tunnuverksmiðjan og Siglo-verk- smiðjan eru báðar i gangi, og fólki á atvinnuleysisskrá fækkaði úr 145 i 86 i siðasta mánuði. A Akureyri hefur orðið mikil breyting til batnaðar, og fólki á atvinnuleysisskrá fækkaði úr 128 i 29 i mánuðinum. Þar eru ekki eft- ir aðrir en bilstjórar og gamalt fólk. A Ólafsfirði eru 78 á skránni, en voru 107 fyrir mánuði. 62 eru á skrá á Sauðárkróki. Enginn er skráður atvinnulaus i kaupstöðunum Neskaupstað, Vestmannaeyjum og Keflavik. Slæmt í nokkrum þorpum. I þorpunum á norðausturhorn- inu er viða atvinnuleysi. A Raufarhöfn eru 46 atvinnulausir, 49 á Þórshöfn, 63 á Vopnafirði. A Skagaströnd eru 42 atvinnulausir og 39 á Hofsósi. Samtals eru i kaupstöðunum 403 skráðir atvinnulausir, sem er fækkun um 284 i einum mánuði. I þorpum með fleiri en 1000 ibúa eru 38 á skrá sem fyrr, þar af 35 á Dalvik. I minni þorpunum eru samtals skráðir atvinnulausir 351, sem er fækkun um aðeins 27. Þá eru á öllu landinu 792 á skrám um mánaðamótin febrú ar—marz, en þeir voru 1103 1. febrúar. I marzbyrjun i fyrra voru 1163 skráðir atvinnulausir á landinu. — HH Það er ekkert spaug, þegar mannskap vantar f sorphreinsun. Nýtingin mun minni aðsókn að gistiskýli borgarinnar við Þingholtsstrœti mínkar Aðsókn að gistiskýli borgarinnar eins að gista eina nótt, ellegar er við Þinghoitsstræti hefur minnk- þeim ætlað að sjá um sig, útvega að mikið á siðasta ári, miðað við sér herbergi eða fara heim til sin. áriö á undan. Arið 1970 gistu sam- Gunnar sagði, að milli 70 og 80 tals 211 einstaklingar i samtals mönnum hefði verið hjálpað til 3.925 gistinætur, en árið 1971 hafði, vinnu eða þeim útveguð herbergi gestum og gistinóttum fækkað úti i bæ öðrum heföi verið komið á niður I 127 einstaklinga og 2.060 á hæli. Hann kvað það vera mikið gistinætur. sömu mennina, sem sæktu gisti- Gunnar Þorláksson hjá Félags- skýlið. málastofnuninni sagði, að þessi Flestir mannanna, sem gista fækkun stafaði tvimælalaust af gistiskýlið, eru eldri en 40 ára, þá þvi, að samband hefði náðst við koma þeir, sem eru á aldrinum þá menn.sem hefðu verið gisting- 31—40 ára, en fæstir eru yngri en ar þurfi með gistiskýlinu og 30ára. Þessi aldursskipting gildir ýmsar ráðstafanir gerðar af um- fyrir bæði árin. sjónarmönnum félagsmálastofn- Gunnar sagöi ennfremur, að unarinnar til að koma ýmsum af þessar tölur sýndu ekki ástandið þessum mönnum fyrir. alveg eins og það væri. — Þetta voru mest útigangs- — Það eru til menn, sem alls menn, og með þvi að koma þeim ekki sækja gistiskýlið þó þeir hafi af götunni i gistiskýlið sköpuðust hætt vinnu vegna áfengisnotkun- þau tengsl, að hægt var að gera ar. Það er séð fyrir þeim á annan þá hæfari til þess að ganga út á hátt. Þeir eru inni á heimilum almennan vinnumarkað. Það konu, dóttur eða móður. Þeir kann að vera, að þessi minnkandi sækja ekki vinnu og eru i sama aðsókn stafi einnig af þvi, að ástandi og gestir gistiskýlisins. reksturinn byrjaði frjálsar 1970, Hælin sýna þetta einnig. Þangað en nú er gistiskýlið ekki eins opið koma menn einnig annars staðar utanbæjarmönnum. Þeir fá að- frá en frá gistiskýlinu. — SB — FLYGILL Góður og vel með farinn flygill óskast til kaups. Uppl. i sima 14020 eftir kl. 7 e.h. Auglýsing Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóðar munu á þessu ári veita nokkra styrki handa tslcndingum til náms við iðnfræðslustofnanir I þessum iöndum. Er stofnað til styrkvcitinga þessara á grundvelli ályktunar Norðurlandaráðs frá 1968 um ráöstafanir til aö gera islenzkum ungmennum kleift að afla sér sérhæfðrar starfsmenntunar á Norðurlöndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir 1) þeim sem lokið hafa iðnskólaprófi eða hliðstæðri starfsmenntun á islandi, en óska aðstunda framhaldsnám i grein sinni, 2) þeim, sem hafa hug á að búa sig undir kennslu f iðn- skólum, eða iðnskólakennurum, sem leita vilja sér fram- haldsmenntunar, og 3) þeim, sem óska að leggja stund á iðngreinar, sem ekki eru kenndar á islandi. Varðandi fyrsta flokkinn hér aö framan skal tekiö fram, að bæði koma til greina nokkurra mánaða námskciö og lengra framhaldsnám fyrir þá, er lokið hafa sveinsprófi eða stunda sérhæfð storf i verksmiöjuiðnaði, svo og nám við listiðnaðarskóla og hliðstæðar fræðslustofnanir, hins vegar ekki tæknifræðinám. Hugsanlegt er, að i Finnlandi yrði styrkur veittur til náms I húsageröarlist, ef ekki bærust umsóknir til náms á þeim sviöum, sem að framan greinir. Styrkir þeir, sem I boði eru, nema sjö þúsund dönskum krónum eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar I norskum og sænskum krónum, og er þá miðað við styrk til heils skóla- árs. i Finnlandi verður st.vrkfjárhæöin væntanlega nokkru hærri. 'Sé styrkur veittur til skemmri tima, breytist styrkfjárhæðin i hlutfalli við timalengdina. Til náms i Danmörku eru boðnir fram fjórir fullir styrkir, þrir i Finnlandi, fimm I Noregi og jafnmargir i Sviþjóð. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til inenntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 5. april n.k. í umsókn skal m.a. skýrt frá náms- og starfsferli og tekið fram, hvers konar nám umsækjandi hyggst stunda, hversu lengi og við hvaöa námsstofnun. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 6. marz 1972.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.