Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 7
7 Visir. Miðvikudagur 8. marz 1972. II"1 ■■■■«■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ : : ■ :: ■■ :: ■■ ■■ :: :: :: ■■ :: S :: :: :: y :: 80% skógar—22% vötn ———— Nokkur brot úr Finnlandsreisu Hvaða hugmyndir hafa menn almennt hér á íslandi um Finnland? — Sennilega nokkuð gleggri núna en fyrir hálfum mánuði, eftir að minir duglegu starfsbræður hafa ver- ið óþreytandi að senda heim efni frá Finn- landsferð okkar með forseta íslands. Allir vita, að Finnland er land hinna miklu skóga og hinna þúsund vatna. Gárungarnir segja, að Finnland sé 80% skóg- ar og 22% vötn. Þetta eru að sjálfsögðu ýktar tölur, en staðreyndin er sú, að i Finnlandi eru 60.000 vötn. Einhver duglegur tók sig til og taldiþau. Hann taldi þó ekki með vötn, sem voru undir 200 metrum i þvermál. — En Finn- land er meira en vötn og skógar. Bangsinn i baksætinu. Staða Finna i samfélagi þjóð- anna einkennist fyrst og fremst af þvi, að þeir hafa þúsund kiló- metra löng landamæri upp að Hússlandi. Sú staðreynd veldur þvi, að Finnum mun oft finnast þeir vera eins og maður i bil, þar sem bangsi situr i aftur- sætinu og andar niður i hálsmál- ið. Bangsi er rólegur meðan ek- illinn heldur þá leið, sem bangsi vill fara. En guð hjálpi eklinum, ef hann velur vitlausa leið. Bandarikjamenn hafa til að mynda lýst þvi yfir, að Finnland gæti aldrei orðið tilefni til striðs. Það voru aðeins hárnákvæmar stjórnmálaaðgerðir Manner- heims, þjóðhetju Finnlands, i lok striðsins, em forðuðu Finn- landi frá innlimun i austur- blokkina. í opinberri heimsókn eins og þeirri, sem við vorum i, kom- umst við að sjálfsögðu fyrst og fremst i kynni við fulltrúa yfir- valda. Þeir sögðu allir sam- skipti við Rússa mjög vinsam- leg. — Hvernig getum við þó gleymt þvi meðan við lifum, að styrjöldin við Rússa kostaði 100.000 okkar beztu sona lifið, sagði einn þeirra þó við mig, þegar við sátum yfir glasi eftir góðan kvöldverð. Og Rússar tóku meira en 100.000 lif. Heill fimmti partur landsins hvarf undir sovézk yfirráð, þannig að flytja varð um hálfa milljón bænda til annarra jarða og byggja Þar upp fyrir þá. A sama tima missti Finnland Petsamo, einu höfnina sina til N-lshafsins. Þetta kostaði þvílikt efnahags- legt átak, að Finnar telja sig rétt búna að ná sér eftir það. Leita vestur. Þrátt fyrir stóra, volduga ná- grannann, eru Finnar að mjög litlu leyti háðir Rússum efna- hagslega, nema að svo miklu leyti, sem aðild þeirra núna að hugsanlegu stækkuðu Efna- hagsbandalagi er óhu gsandi vegna stjórnmálalegrar hliðar þess máls. Um- 42% af útflutn- ingi Finnlands fara til EFTA og um 24% til EEC-landanna, en til austurblokkarinnar fara hins- vegar aðeins um 17% útflutn- ingsins. Finnar hafa þvi skiljan- lega miklar áhyggjur af stækk- un Efnahagsbandalagsins, en þeir hafa reynt að snúa andlit- inu eins mikið i vestur og þeim hefur verið fært. Viðskipta- samningar við EEC eru að þvi leyti til erfiðir, að lítill áhugi er á þvi innan EEC að semja um tollalækkun á pappirsvörum, en frá pappirsiönaðinum koma heil 40% af útflutningnum. — Finnar biða því i ofvæni eftir niðurstöð- um kosninganna í Danmörku og Noregi i haust, þegar þessar þjóðir eiga að segja af eða á um aðild að EEC. Hár standard. Það sem slær ferðamanninn i Finnlandi við fyrstu kynni, er hinn hái standard, sem er á öllu þar i landi. Þar er sama hvort litið er til framleiðsluvarningsins, bygginga, þjónustu, bæði i verzlunum og á veitingahúsum og i matargerð. Finnsk hönnun er fræg og hún einkennir ekki aðeins útflutningsvörur þeirra, heldur alla hluti, hversdagslega sem hátíðarlega. Þjónar, sem flestir eru raunar stúlkur, svifa svo létt um gólfin, aö maður tekur naumast eftir þeim. Disk- ar fyrir heita rétti eru aldrei bornir fram nema heitir, og það heyrist aldrei skarkali i leirtaui. <Og það þarf aldrei að biða eftir þjóni, — þeir biða eftir gestun- um. — A götunum virðast allir vera klæddir i sitt bezta tau. Hver kona virðist eiga sinn 50.000 kr. pels. Maður i óburst- uðum skóm, eða klepralegur sést ekki, sem er meira en sagt verður t.d. i Danmörku. Tungumálaerfiðleikar. Finnar skilja ekki allir hver annan. Aðeins 6—7% þjóðarinn- ar eru sænskumælandi Finnar, og þeir kunna ekki allir Finn- sku, þó að flestir geti raunar gert sig skiljanlega. Hinsvegar eru þeir fjöldamargir finnsku- mælandi Finnar, sem alls ekki skilja sænsku eða nokkurt ann- að tungumál en finnsku. Sú kindarlega aðstaða getur bvi skapazt hjá þessari tiltölulega fámennu þjóð, (um 5 milljónir) að einstaklingar geta ekki gert sig skiljanlegan hvor við annan. Nú er raunar skylda fyrir alla að læra sænsku auk finnsku, en það er nú svona með allar skyldur, ef áhugann vant- ar. Ef menn vilja vera öruggir um að geta gert sig skiljanlega hvar sem er i Finnlandi er þvi nauðsynlegt að læra finnsku. En það er hægara sagt er gert. Finnska ásamt ungversku er óskyld öðrum Evróputungum. Hún verður þvi ekki lærð hjá Mimi á nokkrum vikum. Það eru ekki aðeins orðstofnarnir, sem eru frábrugðnir, heldur eru Forseti islands vottar minningu hinna 100.000 failinna úr Vetrarstriö- inu og heimsstyrjöldinni virðingu sina við Hetjugrafirnar I Sandudd. Það var aldrei slegið af, þegar forsetarnir ferðuðust á rnilli Ilraðanum var stjórnað úr þyrlu, sem ávallt sveimaði yfir. föllin eitthvað um 18. Finnum sjálfum ber ekki saman um það, hver föllin eru mörg i raun og veru. Sumir segja 19, en um 15—16 eru notuö Einstaklingshyggja og valdstrú. Finnar eins og tslendingar telja sig vera mikla einstakl- ingshyggjumenn. Margt I fari þeirra er einnig þannig, að vel fellur á með mönnum af þessum þjóðum. T.d. er mjög algengt, að fulltrúar okkar erlendis, þar sem fulltrúar Oeiri þjóða eru samankomnir lyfti sér upp með Finnum. Nokkurrar mótsagnar fannst mér samt gæta i ein- staklingshyggju þeirra. Trú þeirra á authoritet, vald, fannst mér áberandi. Kekkonen t.d. hefur næstum einræðisvald. Sjálfir segja Finnar, að hann ráði öllu þvi, sem hann vill ráða, þó að svo eigi ekki að vera. Al- kunnugt er, að hann stjórnar ut- anrikismálunum næstum al- gjörlega sjálfur. Veiðiferðir hans til Rússlands eru t.d. fræg- ar i þvi sambandi, en þar er vandamálum i samskiptunum við volduga nágrannann ráðiii: til lykta. — Aberandi var hvaiS: lifverðir hans gættu þess vel aii: halda blaðamönnum og öðruní: vel frá honum. Það jaðraði viiSs dónaskap, hvernig okkur vaii: umsvifalaust hrint i burtu, ei: við nálguðumst óvart of mikiii; þá leið, sem Kckkonen og forseti: islands áttu að ganga fyrstií: dagana. Nokkur breyting varð ;í: þessu þegar á ferðina leið, og: hefur augljós vingjarnleg afi; staða forseta islands til okkai;* valdið þar miklu um. Lifverðirnir, sem fylgdu forj; setunum, létu þó ekkert frairc; hjá sér fara, en þeir voru bæðt: vopnaðir byssuin og talstöövunt: og viku aldrei frá þeim allait: timann. Og það voru ekki aðcimt; lifverðirnir, sem fylgdu forsetj; unum fast, heldur einnij: lögreglumenn, sem skiptu tug*; um, cf ekki hundruðum. — Þettat; má ekki misskiljast þannig, aif: Finnland hafi nokkurt yfirbrag4: lögregluríkis. Þvert á móti. ÞaiJ; er varla hægt að hugsa sér landj; þar sem betra væri aö dvelja séif; til andlegrar og likamlegraij: hressingar, i hinum óendanlegij; og friðsælu skógum við sólskinst: bjart vatn. — VJ Forsetarnir tveir á leið til þess að vfgja nýjan 100 milljón kr skíða-*; stökkpall i Lathi. Einn lifvörðurinn er lengst til vinstri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.