Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 8
8 Vísir. Miðvikudagur 8. marz 1972. Spjallað um getraunir: er hann erfíður, þessi „Anzi Þegar litið er á getraunaseðilinn með leik- jum n. marz kemur strax í hugann „Anzi er hann þungur, þessi" sem betur fer kannski, því seðill eins og sl. laugardag verður ekki mörgum til ánægju. Þetta er því skemmtilegur seðill viðureignar og aðeins einn leikur, þar sem úrslit ættu að vera nokkuð örugg. Leeds hlýtur að vinna Coventry á heimavelli. Og þá skulum við aðeins lita nánar á einstaka leiki. O Chelsea-Liverpool x Liðin hafa ekki gert jafntefli sex siðustu árin og nú er komið að þvi. Milli þeirra hefur gengið á ýmsu — Chelsea hefur unnið þrisvar, Liverpool þrisvar i siöustu sex leikjunum i Lun- dunum. Chelsea hefur gert jafn- tefli i þriðjungi leikja sinna i vetur og þrátt fyrir vonbrigði undanfarinna leikja ætti liðið að halda jöfnu gegn Liverpool. © Everton—Manch. City 2 City sigraði á Goodion Park i fyrra, og það er eini sigurinn gegn Everton frá þvi liðið komst aftur i 1. deild fyrir sex árum. ætti efsta liöið aö ná þarna q/ðrum sigri i þessari innbyrðisviðureign Lancashireliöa. ÍL iLLii GSHEl? MERCURY C0MET"72 Við getum nú boðið hinum fjölmörgu unnendum amerískra bíla hinn glæsilega MERCURY COMET ”72 með sjálfskiptingu og vökvastýri á kr. 560.000.00 FORD BRONCO 72 Vegna hagstæðra samninga við FORD verksmiðjurnar, getum við nú boðið TAKMARKAÐ MAGN af FORD BRONCO á ótrúlega lágu verði. SVEINN EGILSSON H.F. FORD HÚSINU SKEIFUNN117 SÍMI 85100 UMBOÐSMENN ÚTI Á LANDI: AKRANES: BERGUR ARNBJÖRNSSON BOLUNGARVlK: BERNÓDUS HALLDÓRSSON SIGLUFJÖRÐUR: GESTUR FANNDAL VESTM.EYJAR: SIGURGEIR JÓNASSON VIÐGERÐARÞJÓNUSTA: AKRANES: BÍLAMIÐSTÖÐIN VÉLSMIÐJA BOLUNGARVIKUR VESTM.EYJAR: BlLAVER © Leeds-Coventry 1 Leeds er i feikna „stuöi” og siöustu þrjú árin hefur liöiö alltaf unnið Coventry. Heimasigur. © Leicester-West Ham 1 Leicester hefur gengið heldur illa að undanförnu, en liðið ætti þó að vinna West Ham, sem er eitt lakasta lið i 1. deild á útivelli. Liðin hafa ekki mætzt i tvö ár, en 1969 vann West Ham og gerði jafntefli árið áður. Jafntefli. © Manch. Utd.-Huddersfield 1 Manch. Utd. hefur tapað sjö siðustu deildarleikjunum, en nú ætti að fara að verða breyting á með nýju mönnunum, Ian Moore og Martin Buchan. Jafntefli varð i fyrra milli liðanna, en ég held að Manch.Utd. hristi nú af sér slenið.Heimasigur. © Newcastle-Arsenal 1 Þetta er erfið vika hjá Arsenal vegna Evrópukeppninnar og sennilega fer liðið að gefa frá sér. deildina. Jafntefli varð i fyrra — fjögur árin þar á undan vann Newcastle Lundúnaliðið á heimavelli. Heimasigur. © Nottm. Forest-Ipswich x Forest hefur varla hlotið stig að undanförnu, en þarna ætti ,þó að vera möguleiki á einu að minnsta kosti. Þó er rétt að hafa huga, að Ipswich vann i fyrra, og er með tvo sigra i Nottingham siðustu þrjú árin, eitt tap, eða frá þvi liðið komst aftur i l.deild. © Southampton-Wolves 2 Þegar Dýrlingarnir fengu skell gegn Everton i vetur töpuðu þeir einnig næsta heimaleik illa. Nú fengu þeir skell i Leeds á laugardag og Olfarnir eru sigur- stranglegri i þessum leik, auk þess, sem þeir hafa unnið tvö siðustu árin i Southampton. Útisigur. © Stoke-Sheff. Utd. 1 Nýju deildaibikarmeistararnir, Stoke Cityv ættu nú að vera komnir yfir sigurvimuna og hafa áreiðaniega hug á, að sýna áhorfendum i Stoke hvers vegna þeir hlutu fyrsta sigur Stoke i keppni. Heimasigur. CED Tottenham-Derby x Þetta er erfiður leikur og við gefum hér Derby mögueika á stigi aðeins vegna þess, að Tot- tenham leikur i Rúmeniu i dag i UFEA-kepninni og hefur ekki fyrir svo miklu að berjast i fyrstu deild. Siðan Derby komst i l.deild fyrir tæpum þremur árum hefur liðið tapað úti gegn Tottenham. €MI W.B.A.-C. Palace x Palace vann óvænt i Ipswich á laugardag og ætti eins að geta náð jafntefli i West Bromwich. I fyrra varð jafntefli milli liðanna. WBA vann árið áður, fyrsta ár Palace i fyrstu deild. OÐ Burnley-Carlisle x Það er stutt milli þessara 2.deildarliða á Norður-Englandi og sennilega hafa þau ekki mætzt i deildarkeppni fyrr. Þetta er erfiður leikur og liðin eru með mjög svipaðan árangur i deildinni. Jafntefli er liklegast en rétt er þó að geta þess, að Burnley er með allgóðan árangur heima — unnið 8 leiki og gert jafntefli i 3 af 15. —hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.