Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 5
UMSJÓN: HAUKUR HELGASON MCGOVERN „MÓRALSKUR"SIGURVEGARI Nú er raunveruleg sprengja í vél TWA Muskie gengur ekki nógu vel á veiðunum. Mikil hloup hjó MINTOFF Nú fundu TWA-menn hættulegri sprengju en leikkonuna Britt Ekland í flugvélinni. Sprengja fannst í stjórnklefa einnar flugvélar félagsins Trans World Airlines í gær, eftir að maður nokkur hringdi til þessog sagðist hafa komið fyrir timasprengjum í fjór- um af flugvélum þess. útum áður en hún hefði sprungið og grandað flugvélinni. Siðan hófst mikil leit i öllum flugvélum TWA, og hafði i morg- un verið leitað i meira en 100 flug- vélum, en engin sprengja fundizt. Maðurinn krafðist þess, að sér yrðu greiddar tvær milljónir dollara fyrir upplýsingar um, hvar hinar sprengjurnar væri að finna. Ekki er vitað, hvernig maður- inn vill að þessu fé verði komið til sin. Flugfélagið mun hafa gert ráð stafanir til að hafa peningana til- tæka. Forsætisráðherra Möltu, Dom Mintoff, fer i dag frá London til Rómar til að ræða við itölsku stjórnina um möguleika á, að Atlantshafsbandalagið hafi áram herstöð á Möltu. Sanmingaumleitanirnar milli Möltumanna og Breta um ársleigu á her- stöðvunum hafa enn einu sinni strandað. sögunnar og buðu Mintoff bætt kjör. Hann hefur hefur þó enn hafnaö tilboðum, og er gefið i skyn, að Libiumenn séu tilbúnir að taka að sér rekstur stöðvanna gegn góðum greiðslum, ef ekki semst við aðra. George McGovern, þekktastur fyrir baráttu gegn striðinu i Vfetnam. Fara Grœn- lendingar með landhelgina í 25 mílur? Færa Grænlendingar landhelgina í 25 mílur? Til- laga um þetta er komín fram í Grænlandsráðinu, en auðvitað munu Danir segja siðasta orðið. Fulltrúi fiskimanna á Grænlandi i ráðinu leggur til þessa stækkun landhelgi vegna nauðsynjarinnar á verndun hinna mikilvægu fiskimiða við strendur landsins. Sérstaklega þjálfaður hundur fann sprengjuna, aðeins tólf min- Brezka stjórnin neitaði eftir tveggja daga viðræður við Mintoff að hækka tilboð Breta og Nato upp i 14 milljónir punda fyrir leiguna (3100 milljónir króna). Bretar hafa látið Mintoff i fé flugvél frá flugherum, sem hann fer með til Rómar. Forsætisráðherra Italiu Giulio Andreotti og Aldo Moro utanrikis- ráðherra buðu Mintoff að komá til Rómar, segar slitnaði upp úr samningatilraunum hans og Carringtons lávarðar, fulltrúa brezku stjórnarinnar. Keisari og keisaradrottning trans, Resa Pahlevi og Farah Diba. Persakeisari vill lífláta fangana transkeisari neitaði i gær að náöa pólitiska fanga, sem á að taka af lífi vegna „glæpa gegn rikinu”. Keisari lýsti þessu yfir á blaða- mannafundi en blaðamenn frá Vestur-Þýzkalandi eru komnir til trans vegna fjögurra daga heimsóknar Willy Brandts þangað. Franska dagblaðið Le Monde hefur einkum skorað á keisarann að náða fanga sina. ,,Ef glæpir eru framdir gegn mér persónuiega, get ég veitt náðun, eins og ég hef áður gert,” sagði keisarinn. ,,En ég varð keisari með þeim svardaga, að ég mundi vernda stjórnarskrána og ekki leyfa, að sjálfstæði rikisins yrði stofnað i hættu. Ég get ekki látið landráð liðast eða leyft út- sendurum erlendra rikja að grafa undan sjálfstæðinu. Þetta er skylda min samkvæmt stjórnar- skránni,” sagði keisarinn. Fékk tœp 35% Frjálslyndi öldunga- deildarþingmaðurinn George McGovern lýsti því i gærkvöldi, að hann væri raunverulegur sigurvegari i prófkosningunum í New Hamphshire-fylki. McGovern náði að fá milli 30 og 35 af hundraði at- kvæða demókrata í kosningunum. Samkvæmt tölum i nótt hafði Edmund Muskie, öldungadeildar- þingmanni, ekki heppnazt að fá þau 50 prósent atkvæða, sem hann hefur verið talinn þurfa til að geta verið sæmilega ánægður með kosningaúrslitin. Muskie verða i Flóridafylki i næstu viku, en þar er hinn afturhaldssami fylkisstjóri George Wallace i framboði innan demókrata- flokksins. Wallace var i framboði i seinusíu forsetakosningum fyrir eigin flokk, en hann er að nafninu til demókrati i Suðurrikinu Ala- bama, þar sem hann er fylkis- stjóri. Vegna mjög ihaldssamra sjónarmiða sinna i kynþáttamál- um kemur Wallace engan veginn til greina sem frambjóðandi demókrata i forsetakosningum, en hann kann að fá mikið fylgi i prófkosningum i Suðurrikjunum. Fréttamenn segja, að Bretar séu i viðræðunum fulltrúar Atlantshafsbandalagsins og þvi sé varla að búast við miklu frumkvæði Itala i þeim efnum. Mintoff forsætisráðherra vill fá mikið fyrir sitt. Hann komst til valda i þingkosningum á Möltu fyrir tæpu ári og var eitt helzta kosningamál flokks hans, Verkamannaflokksins, að Bretar skyldu ekki komast jafn „ódýrt” frá þvi að hafa stöðugt herstöðvar á eyjunni og áður hafði verið að hans dómi. — en Muskie „aðeins" 48% Brezki skóladrengurinn Timothy Davey 14 ára, heyrir kveðinn upp sex ára fangeisisdóm, eftir að hann var tekinn i Tyrklandi og sekur fundinn fyrir að hafa selt hass. Hann hlaut einnig rúmlega fjögur þúsund sterlingspunda sekt, eða rúmlega 800 þúsund króna. Málið hefur valdið miklum úlfaþyt i Bretlandi. Mintoff lýsti yfir brottrekstri brezka liðsins frá eyjunni, þegar Bretar féllust ekki strax i fyrstu lotu á kröfur hans um mjög háa leigu fyrir stöðvarnar. Siðan hefur málið þvælzt i viðræöum milli Breta og Möltumanna og reyndar komu I fulltrúar Atlantshafsbanda- j lagsins sem sliks fljótt til hefur verið i fararbroddi demókrata i baráttunni fyrir framboði i forsetakosningunum næsta haust. Stuðningsmenn hans stefndu að þvi, að hann fengi slikt fylgi i New Hamphshire, að hann gæti greitt keppinautunum „rot- hö'gg”. Þótt New Hamphshire sé tiltölulega litiö fylki og fulltrúar þaðan á flokksþingi demókrata séu ekki ýkja margir, þá hafa prófkosningar þar, sem oft eru þær fyrstu, gjarnan ráðið miklu um framvinduna i baráttunni um að komast i framboðið. Muskie hafði i morgun fengið um 48 af hundraði atkvæðanna. Þótt það sé töluvert meira en McGovern fékk, ber þess að gæta, að Muskie er þingmaður fyrir Mainefylki, sem er næsta nágrannafylki New Hamphshire og fylgi hans ætti þvi að vera með mesta móti þar. Auk þess er McGovern ekki talinn koma til greina sem frambjóðandi demókrataflokksins, þegar öll kurl koma til grafar vegna þess að hann er mjög vinstri sinnaður, en liklegt þykir, að demókratar velji millimann til framboðsins. Meðal repúblikana fékk Richard Nixon forseti yfir 70 af hundraði atkvæða, eins og við var búizt. Er hann ekki talinn hafa ástæðu til að láta sér það illa lika. Næstu próf- eða forkosningar Visir. Miðvikudagur 8. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.