Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 6
6 Vísir. Miövikudagur 8. marz 1972. Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjóm: Siðumúla 14. Simi 11660 <5 linuri Askriftargjald kr. 225 á mánuði inraniands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Hafið, sem ekki verður brúað Skörp skil eru á milli sjónarmiða rikisstjórnar- innar annars vegar og þingmanna Sjálfstæðis- flokksins hins vegar i skattaumræðum þeim, sem nú standa yfir á alþingi. Eitt veigamesta atriðið, sem skilur á milli, er af- / staðan til umsvifa rikis og sveitarfélaga. Rikis- , stjórnin gerir i skattafrumvörpum sinum ráð fyrir \ að efla valdsvið rikisins á kostnað sveitarfélaganna ( og auka fjárhlut þess á kostnað hlutar sveitarfé- / laga, atvinnulifs og almennings. Þingmenn Sjálf- )) stæðisflokksins vilja hins vegar efla sveitarfélögin á \\ kostnað rikisvaldsins, og er það i samræmi við þá stefnu, að dreifa beri valdinu i þjóðfélaginu. / í frumvörpum rikisstjórnarinnar er gert ráð \ fyrir, að rikisvaldið leggi stóraukna á i( herzlu á tekjuskatt og veiti sveitarfélögunum ) þannig harðari samkeppni i skattlagningu tekna. ) Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja hins vegar \ stefna að þvi, að skattlagning tekna verði eingöngu ( á vegum sveitarfélaga, i formi útsvars. Um leið / vilja þeir, að sveitarfélögin taki við fleiri verkefn- ) um úr hendi rikisvaldsins og skarpari skil verði \ milli verkefna rikis og sveitarfélaga. Jafnframt ( haldi rikið sér sem mest við óbeinu skattana, fyrst ( og fremst söluskatt, er siðar breytist i virðisauka- / skatt, ef það reynist heppilegra form á söluskatti. ) Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja, að minna sé i / gert að þvi að skattleggja sparnað og meira að þvi )) að skattleggja eyðslu. Þess vegna vilja þeir, að \\ rikisvaldið leggi aukna áherzlu á söluskatt á kostn- ( að tekjuskatts. Þeir vilja, að skattakerfi rikisins / hafi örvandi áhrif á sparnað og framtak i landinu. ) Rikisstjórnin hyggst gera skattakerfið flóknara ( með þvi að innleiða brúttótekjuskatt til sveitarfé- / laga en halda nettótekjuskatti til rikisins. Þessu eru ) þingmenn Sjálfstæðisflokksins algerlega andvigir. \ Þeir benda á, að þetta tvöfalda kerfi sé óþarflega ( flókið. Sömuleiðis benda þeir á margvisleg vand- / kvæði, sem fylgi viðmiðuninni við brúttótekjur, svo ) sem rýrnun frádráttar af tekjum eiginkvenna, frá- \ dráttar farmanna og vaxtafrádráttar hins skulduga ( unga fólks, sem stendur i ibúðakaupum. ( Meginatriði málsins er, að rikisstjórnin er að \ reyna að belgja út rikisvaldið.Fórnardýr þessarar ( útþenslu eru aðallega þrjú. Það eru hin ört vaxandi II þéttbýlissveitarfélög, kaupstaðir og kauptún, sem ) nú verða að rifa seglin. Það eru atvinnuvegirnir, \ sem nú verða skattalega séð ekki lengur sam- ( keppnishæfir við atvinnuvegi annarra rikja Fri- ( verzlunarbandalagsins. Og siðast en ekki sizt er það / almenningur, sem verður að sæta stóraukinni ) skattbyrði frá þvi, sem verið hefði, ef skattalögin \ frá i fyrra hefðu fengið að gilda áfram. ( Ekki eru horfur á, að þessi djúpstæði skoðana- ) ágreiningur verði brúaður. í breytingartillögum \ rikisstjórnarinnar við eigin frumvörp felast engar ( umtalsverðar breytingar. Horfur eru á, að frum- / vörpin nái fram að ganga og hljóti jafnframt dóm reynslunnar. Sá dómur verður harður. \ Róttækar tiiraunir tii að draga úr kynþóttahatri: EN FLESTIR Á MÓTI Bandarikjastjórn greip til þess ráðs að aka skólabörnum á milli borgarhverfa til aö bianda hvitum og svörtum saman I skólana. Þetta er mikið deiiumái, og skoðanakönnun, er tímaritiö Newsweek lét gera, sýnir, að meirihiuti Bandaríkjamanna er andvigur þessu „flakki”, sem menn kalla. Það kemur einnig við hvert heimili, þegar börnin eru flutt fram og til baka morgna og kvöld í fjarlæg hverfi, og sér- stakiega kemur þetta ilia við þá, sem betur mega sin. En stuðn- ingsmenn flutninganna telja, að mikið skuli til mikils vinna og þetta sé óhjákvæmilegt, ef takast eigi að fá mismunandi kynþætti til að „skilja hver annan”. Þessar aðgerðir eru róttækar. Þær hafa lika mætt andstöðu flestra hvitra foreldra, flestra foreldra gula kynstofnsins, flestra Gyðinga og töluverðs hóps svertingja. Þaö er einu sinni svo i Bandarikjunum, að hinir óliku kynþættir og trúflokkar hafa rótgróna andúð á öllum „hinum”. Hinir frjálslyndu hræddir. Vissulega kostar þetta mikið fyrir hið opinbera og þar með skattgreiöendur. Þingið er i mesta klandri með þetta mál, eins og fram hefur komið i þeim umræðum, sem staðið hafa að undanförnu. En nú er kosningaár og jafnvel hinir frjálslyndari hafa látið undan, þegar þeir hafa mætt andstöðu kjósenda i svo rikum mæli. Allir eru hræddir um sinn hag i kosningunum. Stefnan virð- ist vera sú að finna millileið, sem ekki yrði talin tákna afturhvarf frá stefnu kynþáttajafnréttis, mmimn Umsjón: Haukur Helgason sem þefur sótt á i Bandarikjunum seinasta áratug. Það er auðvitað helzt í suður- rikjunum, sem almenningur er andvígur flutningum barnanna. Þetta er sök sér, þar sem það kostar langvinnt strið að koma þar á ýmsum breytingum, sem þykja sjálfsagðar i norður- rikiunum i skiptum kynþáttanna. En norðurrikjamenn eru heidur engir englar i kynþáttamálum, sem bezt hefur komið fram i seinni tið, þegar svertingjar fóru fyrir alvöru að heimta jafnrétti. Nixon hefur verið all- frjálslyndur i þessu máli. Hann mun væntanlega draga i land, þegar nálgast kosningar. Nixon ætlar sér að sigra i flestum suður- rikjanna i forsetakosningunum, og hann telur, að sá sigur gæti ráðið úrslitum, ef mjótt verður á munum. John Lindsay stendur einn Einn maður stendur harður á flutningum skólabarna, John Lindsay borgarstjóri i New York. Hnefafylli af þingmönnum stendur með honum. Andstæðingarnir hafa hins vegar sigrað I atkvæðagreiðslum um ýmsar breytingartillögur á þessu kerfi á þinginu. Þess vegna má að minnsta kosti búast við, að nokkurt hlé verði á þessum róttæku að- ferðum til að „aðlaga” kyn- þættina, aðgerðum, sem eru taldar liklegastar til árangurs i þvi efni, skapa kynni og auka skilning milli ungmennanna á þvi, að „hinir” eru engir djöflar. —HH. Er ofbeldi í sjónvarpi skaðlegt? „Ekki fyrir meirihlutann" - segir meirihluti bandarískrar nefndar Er það skaðlegt fyrir börn að horfa á ofbeldisverk I sjónvarpi? Eða bara „útrás”, svo að þau verði I betra jafnvægi eftir? Þetta mál er efst á baugi í Bandaríkjun- um og snýst mest um það, hver hafi i rauninni orðið niðurstaða nefndar, sem kannaði málið. Blaðið New York Times fór af staðmeðeindálki, þarsem sagði i fyrirsögn, að ofbeldi I sjónvarpi væri taliö ' óskaðlegt ungmenn- um”. Þar greindi sjónvarps- blaðamaður blaðsins, Jack Gould, frá þvi, sem hann sagði vera niðurstöðu óbirtrar skýrslu opinberrar nefndar um áhrif of- beldis i sjónvarpi. Blaðamaður- inn sagði, aö nefndin teldi, að of- beldi i sjónvarpi hefði ekki slæm áhrif á mikinn meirihluta ung- menna, en kynni að hafa áhrif til hins verra á „lltinn hóp” ung- menna, sem séu haldin árásar hvöt I meira lagi. Sjónvarpsmenn kátir, en... Sjónvarpsmenn vörpuðu önd- inni léttar. Margir fjölmiðlar slógu því fram, að engar skýrar linur væru um áhrif ofbeldis- mynda. En það kom babb i bát- inn. Nú tala sumir um þessa fréttamennsku sem „milljón dala rhisskilninginn”, en aðrir tala um vlsvitandi falsanir sjónvarpseig- enda og mútur. Deilurnar standa um, hvað hafi I rauninni komið i ljós I nefndarskýrslunni. Timarit- ið Newsweek skýrir frá þvi, að margir þeirra 40 sál- og félags- fræðinga, sem voru i nefndinni, kvarti um, að skipun nefn- darinnar hafi verið hliöholl sjónvarpseigendum og niöur- stöður hafi veriö „útvatnaðar”. Auk þess hafi fjölmiðlar misskilið margt i skýrslunni. Milljón dala misskiln- ingur? 1 skýrslunni er sagt, að „sum börn” kunni að gerast ofbeldis- hneigðar.i. Þessi „sum börn”, segja þeir, sem gagnrýna niður- stöðurnar, að sé i mörgum rann- sóknum nefndarinnar meirihluti barna. Athuganir á börnum frá 8- 18 ára leiddu i ljós langvarandi áhrif, og niðurstaðan þar varð sú, að þvi meira, sem þessi börn höfðu horft á ofbeldi i sjónvarpi, þeim mun ofbeldishneigðari urðu þau. Um þetta stendur deilan, og meirihluti nefndarinnar telur sig hafa komizt að niðurstöðu, sem sýni ekki nein óyggjandi skaðleg áhrif ofbeldis I sjónvarpi á meiri- hluta ungmenna. „Við skuium ekki fara, kannski drepur hann hana eða eitthvað svoleiðis”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.