Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 08.03.1972, Blaðsíða 9
Vísir. Miðvikudagur 8. marz 1972. 9 Blóðug siagsmál í „sálrœnum skœruhernaði FH og Hamborgara — FH sýndi hvað í þeim bjó í seinni hálfleik, þegar þeir voru búnir að jafna sig á slagsmálunum Þýzku handknattleiks- mennirnir úr HSV héldu uppteknum hætti i leikn- um gegn FH i gærkvöldi, stunduðu einskonar sál- rænan skæruhernað með ‘ verulega góðum árangri. Eins og til var ætlazt voru það FH- ingar, sem fóru fyrst verulega úr sambandi. Siðan tóku óþarfa meiðsl við. Þjóðverjarnir meiddu hinn unga og efniiega leikmann Gunnar Einarsson, sem yfirgaf höllina i leikhlé i sjúkrabii. Þá fékk Gils Stefánsson svöðusár, sem blæddi kröftuglega úr, eftir eina viðureignina við hina harð- skeyttu Þjóðverja. Dæmigert fyrir dóma i leiknum: Einum manni var visað af velli, Geir Hallsteinssyni i seinni hálfleik. Þjóðverjar fengu aðeins á- minningar! Kannski vissu dómararnir ekki hvað átti að segja á þýzku til aö visa leik- manni úr HSV af velli? Sannast sagna er þetta HSV-lið dæmigert fyrir v-þýsk lið. Frekj- an og yfirgangurinn er fyrir neðan allar hellur, meðan leikur- inn stendur yfir. En utan vallar eru þeir oftast mestu sjentil- menn. Jafnvel þeir, sem sátu á varamannabekkjunum báðu timaverði og aðra starfsmenn oft afsökunar á ruddalegu framferði hins „heita” þjálfara þeirra, Júgóslavans Friganovic. Þjálfar- inn virtist gjörsamlega i öðrum heimi i leikjunum, kallaði i sifellu til sinna manna: „Schieben! schieben! Schieben!” Já, þeir áttu svo sannarlega að ýta mót- herjunum, og gerðu það. Annars er þetta þýzka lið að mörgu leyti skemmtilegt og mjög sterkt. Hraði liðsins er geysilegur og áreiðanlega á það eftir að ná langt i heimalandinu. En vikjum að leiknum. t herferðinni” i leikbyrjun náðu þýzkir 5:2 forystu, siðar 9:5, 11:6 og 13:8. Hálfleikurinn leið eins og hreinasta martröð fyrir Hjalta Einarsson i markinu. Vörnin stóð galopin og hann berskjaldaður fyrir skotum Þjóðverjanna. 1 seinni hálfleik lagaðist þetta að mun og meiri ró kom á leikinn. FH .hóf þá að saxa á 5 marka muninn: 14:10og 15:12á töflunni. En þjóðverjar komast aftur i 5 mörkin, 17:12. Þá skorar FH tvö i röð, 17:14, og siðan Geir enn tvö i röð eftir að Niemeier skoraði, staðan orðin 18:16 og 10 min eftir. Leikurinn gerðist æsi- spennandi og FH virtist hafa tek- ið leikinn i sinar hendur. Geir Hallsteinsson og Birgir Björnsson fannst mér koma bezt frá þ'essum leik af Hafnfirðingun- um. Einnig var Birgir Finn- bogason góður i markinu. Liðið i heild var gott, eftir að þaö tók að jafna sig eftir móttökur Þjóöverj- anna i leikbýrjun. Beztir Þjóöverjanna þeir Ger- mer, Berg og Ivers. Dómararnir stóðu sig slaklega. Meö tilliti til þess að eftir nokkra daga leikum við mjög áriðandi leiki á Spáni i undankeppni fyrir OL i handknattleik, finnst mér gegna furðu aö leyft skuli að nota landsliösmenn okkar i leiki sem þessa. Einkum og sér I lagi á þetta viö, þar sem vitað var fyrir- fram hvernig leikmenn Þjóð- verjarnir voru, ruddalegir og grófir. Mörkin fyrir HSV: Germer 6, Ivers 4, Berg 3, Pickel 3(2 úr vitum), Heiden 2, Tesslof 1. Mörk FH skoruðu: Geir 5(eitt úr viti), Þórarinn Ragnarsson 5(öll úr vitum), Birgir Björnsson 3, Viöar Sim. 2, Auöunn Óskarsson 2, Gils Stefánsson 1 og Gunnar Einarsson 1. —JBP— Það voru mikil átök i leik FH og Hamborg SV og ekki komust aliir heilir úr þeirri viðureign. Hér sést þjálfari FH, dr. Ingimar Jónsson, alláhyggufullur á svip, þar sem hann aðstoöar Gunnar Einarsson. Ungi pilturinn var sfðar fluttur á slysavarðstofuna. Silfurliðið sigraði í Rúmeníu Silfurliðið úr siðustu , heimsmeistarakeppni i handknattleiknum, Austur- Þjóðverjar, sigruðu i Kar- paten-keppninni i Kúmeniu um helgina. t úrslitaleiknum sigruðu þeir rúmensku heimsmeistarana létt — 15:9 — eftir að 7:2 stóð i hálfleik. , Þetta er i annað sinn, sem þc ssi Karpaten-keppni er . háð. Austur-Þýzkaland hlaut niu stig — tapaði aöeins stigi , en Svium — og þremur ineira en Rúmenía. Júgóslavia var i þriðja sæti með 5 stig og Tékkar urðu i { fjórða sæti, einnig með 5 stig, og sömu stigatölu hlutu Sviar, en þeir máttu þola stórtap i sinum siðasta leik, gegn Tékkum, 22-10, eftir 10- 5 fyrir Tékka i hálfleik. Júgóslavar unnu stórsigur i sinum siðasta leik 29-13 gegn rúmenska unglingalands- liðinu, sem varð neðst án stiga i keppninni. Hins vegar kom slök frammistaða Júgóslava nokkuö á óvart — sérstak- lega eftir sigur þeirra „Litlu heimsmeistarakeppn- inni” i Sviþjóð i vetur. En júgóslavnesku leikmennirnir eru greinilega orðnir þreyttir eftir ótrúlega erfitt — en árangursrikt — kepp- nistimabil. -hsim. Góður sigur Tottenhom Tottenham sigraði Unizale Textile frá Rúmeniu með 2-0 , i EUFA-keppninni I gær. Leikurinn var háður i Arad i, Rúmcniu og mörk Totten- ham skoruöu Roger Morgan t og Mike England i fyrri hálf- leik. Þar með má tclja öruggt, að Tottenham — sem hóf þessa keppni með leik- junum viö Keflavik sl. haust ’ — kcmst i undanúrslit. Úti- lokað er, að Rúmenar vinni 1 upp þennan mun, þegar liðin mætastá Whit'IIart Lane 21. mætast á White Hart Lane 21 marz. Fyrsta fimleika- mótið Reykjavikurmót i fimleik- um verður haldið i fyrsta skipti nú um helgina. Mótið fer fram i iþróttahúsi Háskólans og hefst kl. 4 á laugardaginn. Keppendur verða úr KR og Armanni, en reikna má með að sönui keppendur muni berjast um Islandsmeistaratitlana á tslandsmótinu i fimleikum dagana 25. og 26. marz n.k. Fimm marka sigur Islands- meistaranna gegn Tékkunum Birgir varði vitakast glæsilega, en Auðunn skorar 18:17. Þjóð- verjar skjóta næst framhjá. Úr vitakasti jafnaði svo Þórarinn Ragnarsson, hin örugga vita- skytta þessa leiks, en Birgir hélt uppteknum hætti i markinu, varði hvað eftir annað með gjörbreytta vörn fyrir framan sig. Þegar 5 minútur voru eftir skorar svo Þórarinn Ragnarsson 19:18 fyrir FH úr vitakasti. Jöfnunar- mark Þjóðverjanna var hálf slysalegt, - 40sek. eftir og Heiden komst inn i lélega sendingu og brunaði upp, 19:19 urðu lnfca- tölurnar i þessum leik. íslandsmeistarar Fram unnu góöan sigur gegn tékkneska liðinu Gott- waldov í Laugardalshöll- inni — fimm marka munur var í lokin 22-17 — og það var einkum góður sprettur Fram siðustu 10 mín. fyrri .hálfleiks, sem lagði grunn- inn að þessum sigri — liðið skoraði þá sex mörk gegn tveimur mörkum Tékka og breytti stöðunni úr 7-5 fyrir Gottwaldov í 11-9 fyrir Fram. Leikmönnum Gottwaldov gekk illa að hafa hemil á Axel Axels- syni, þó þeirreynduað taka hann úr umferð i fyrri hálfleik, og Axel skoraði langflest mörk i leiknum eða niu talsins. Hins vegar var stórskytta Tékka — hinn knái Rehák ekki eins skæður og i Vik- ingsmótinu og skoraði aðeins þrjú mörk. Fyrri hálfleikurinn var jafn — liðin fylgdust að allt upp i 5-5, en þá náðu Tékkar tveggja márka forustu, sem Fram tókst þó nokkuð fljótt að jafna og komst meira segja yfir i 8-7. Tékkar jöfnuðu, en Fram lék skinandi vel lokaminúturnar — komst i 11-8, en Divoka skoraði siðasta mark hálfleiksins. Fram hafði yfirleitt örugga for- ustu nær allan siðari hálfleikinn og aðeins einu sinni munaði einu marki 15-14. Oftast var munurinn tvö-þrjú mörk og virtust Tékkar- nir hafa litla möguleika á að jafna þann mun. Og i lokin voru Framarar miklu sterkari —■ skoruðu þrjú siðustu mörkin, enda þreyta farin að segja til sin hjá hinum erlendu leikmönnum eftir fjóra erfiða leiki á fáum dögum. Þessir leikir að undanförnu hafa sýnt vel, að islenzku félags- liðin eru sterk i handknatt- leiknum, þvi það fer ekki á milli mála, aö Gottwaldov og Hamborg SV eru meðal betri liða Evrópu. Sigur Fram i gær — og sigur Vi- ings gegn Hamborg og jafntefli FH i gærkvöldi tala sinu máli. Eins og áður segir var Axel Axelsson mark- hæstur leikmanna i leiknum. Hann skoraði niu mörk. Björgvin Björgvinsson var skæður á lin- unni og skoraði 5 mörk. Andrés Bridde skoraði þrivegis, þar af tvisvar úr vitum, og þeir Ingólfur, Stef|@i, Sigurbergur, Arnar og Sigurðureitthver. * -hsim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.