Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 2
2
Vísir. Mánudagur 20. marz 1972.
vismsm:
Ferö þú í
sunnudagaskóla?
Kristján Heiöberg, Nei, ekki nú
orðið, en ég fór eiginlega á hverj-
um einasta gunnudegi i fyrra. Svo
fer ég nú lika i kirkju núna. Og
það reyni ég að gera á hverjum
sunnudegi.
Anna Dóra Þorgeirsdóttir. Já, ég
fer i sunnudagaskóla þegar ég
get, og mér finnst það ægilega
gaman. Ég fer þá yfirleitt alltaf
meö vinkonum minum.En ég fer
annars mjög sjaldan i kirkju.
Gunnlaugur Briem. Nei, ég fer
aldrei i sunnudagaskóla, og mig
langar ekkert mjög. Sumir vinir
minir fara stundum en ekkert oft.
En ég fer þó stundum i kirkju, og
alltaf á jólunum.
Sigurður Björnsson. Nei, ég hef
aldrei farið og ég veit ekki hvort
mig langar bara nokkuð. Ég hef
alveg nóg að gera, og það er nóg
að vera i skólanum. t kirkju?
Jú,jú ég fer stundum i kirkju, og
mér finnst það bara soldið gam-
an.
Garðar Guðmundsson. 1 sunnu-
dagaskóla, nei, ég hef aldrei á
ævinni farið i sunnudagaskóla.
Mig langar ekki neitt til þess að
fara held ég.
Sigurður Þór Garðarsson. Já, já
ég fer stundum i sunnudagaskól-
ann. Ég fer þá eiginlega alltaf
með mömmu, og mér finnst það
mjög gaman, en ég fer aldrei i
kirkju.
Starfsmannafélög taka barnaheimilismál í sinar hendur:
Draumurinn, að fyrirtœkið
setji á stofn barnaheimili
en foreldrar og hið opinbera standi undir daglegum rekstri — sex manna starfshópur í Starfs
mannafélagi SÍS hefur kannað málið og vœntir
barnaheimilamálin á dagskránni.
Barnaheimilaskorturinn
hefur lengi látið til sín
segja í Reykjavík. Nú hafa
starfsmannafélög nokk-
urra fyrirtækja tekið málin
í sinar hendur með það í
huga, að barnaheimili
verði rekin í tengslum við
fyrirtækin og fyrir börn
starfsfólks. Kannanir hafa
verið gerðar meðal starfs-
fólkstveggja fyrirtækja og
kom það í Ijós, að jafnt
karlar sem konur hafa
áhuga á málinu, að barna-
heimilum verði komið upp í
tengslum við fyrirtækin.
Það, sem ef til vill hefur ýtt
undir þessa þróun mála, er að
barnaheimili eru þegar rekin fyr-
ir starfsfólk nokkurra stofnana,
það er að segja sjúkrahúsanna.
Einnig, að væntanlega verður
lagt fram á Alþingi frumvarp,
sem er verið að semja um það, að
rikið taki þátt i kostnaði við upp-
byggingu barnaheimila.
Það má segja, að starfsmanna-
félag Sambands islenzkra sam-
vinnufélaga hafi riðið á vaðið.
Það hefur þegar lagt fram erindi
sitt um fjárframlag til barna-
heimilisreksturs til félagsmála-
ráðs borgarinnar, og er það mál i
athugun hjá félagsmálastjóra.
Sex manna starfshópur innan
starfsmannafélagsins hefur unnið
könnun meðal starfsfólksins um
barnaheimilismálið. Fleiri
starfsmannafélög sýna þessu
máli áhuga, t.d. Félga banka-
starfsmanna og Starfsmanna-
félag Loftleiða.
Tekið vel í málið
Björk Thomsen, ein úr sex
manna starfshóp SÍS, veitti upp-
lýsingar um barnaheimilismálið.
— Við viljum barnaheimili og
að fyrirtækið setji það á stofn, en
bærinn styrki reksturinn. Þetta
var draumurinn. Það hefur verið
tekið nokkuö vel i þetta mál. For-
stjórinn setti mann i að gera áætl-
un um reksturskostnað og stofnun
sliks barnaheimilis. Hugsunin að
baki stofnunar barnaheimilis er,
að ef Sambandið keypti húsnæði
eða léti það af hendi leigulaust þá
stæðu foreldrar og bærinn undir
daglegum rekstri. Gjöldin væri
hægt að hafa hærri en hjá Sumar-
gjöf, þegar um hjón væri að ræða,
en veita einstæðu foreldri afslátt.
Jafnt áhugi hjá
körlum sem konum
Starfshópurinn gerði könnum
sina hjá öllum samvinnufyrir-
tækjunum i Reykjavik, StS, Kron,
Samvinnubankanum, Samvinnu-
tryggingum og Esso með þvi að
senda út bréf til 800 manna. Svör
bárust frá 285 eða 35.6%.
— Þetta er hiutfallið, sem við
reiknuðum með, segir Björg.
Mikið af eldra fólki og barnlausu
fólki vinnur hjá fyrirtækjunum og
hefur það ekki áhuga á vist-
heimilamálunum. En þeim mun
meiri var áhuginn hjá þeim, sem
svöruðu og áhuginn virtist vera
alveg eins mikill hjá feðrum sem
mæðrum, Af þessum 285, sem
svöruðu, eiga 130 manns börn á
aldrinum 0-12 ára. Af þessum 130
voru 76 konur og 54 karlar. Fjöldi
barna á aldrinum 0-12 ára er 242,
þar af eru 41 0-1 árs, 115 2-6 ára og
86 7-12 ára. Óskað var eftir gæzlu
fyrir 185 börn. Það kom fram, að
92 höfðu áhuga á dagheimili, 10 á
vöggustofu og 83 á skóladagheim-
ili. Út frá þessu þótti þörfin vera
mest fyrir aldurinn 2-6 ára.
Vöggustofa var ekki tekin með i
útreikningunum á stofnun og
reksturskostnað barnaheimilis,
en þar er þó kannske þörfin mest
aðkallandi. Skóladagheimilið var
heldur ekki tekið með i áætlunina,
og ákveðið að láta það biða, þar
sem skóladagheimili verður að
hafa sem næst heimilum barn-
anna,en heimili starfsfólks dreifð
um allan bæ. Fjöldi þeirra, sem
vildu notfæra sér barnaheimili
fyrir sin ótilkomnu börn var 230
manns.
| IINIIMI
| SÍÐAINI |
Reksturskostnaðurinn tæp-
lega 6 þúsund krónurá barn
á mánuði.
1 sambandi við kostnaðinn kom
það i ljós, að reksturskostnaður
myndi verða tæplega 6 þúsund
krónur á barn á mánuði. Það kom
einnig fram að spara mætti 1600
krónur á barn á mánuði með þvi
að láta börnin hafa með sér nesti
eða fá mat úr mötuneyti SIS, gegn
greiðslu eða þá að það væri styrk-
ur frá Sambandinu svipað þvi,
sem gert er a' Barnaheimili
Landsspitalans, sem fær mat úr
mötuneyti spitalans. Með þvi að
hafa ekki eldhús og vinnu tveggja
menneskja, sem þar ynnu, yrði
þetta sparnaður og sömuleiðis
myndi sparast mikið i stofnkostn-
aði. Það var talið, að stofnkostn-
aður barnaheimilis 56 barna á
aldrinum 2-6 ára yrði 250 þúsund
krónur á barn, sem er 50 þúsund
góðs árangurs — fleiri starfsmannafélög hafa
krónum lægri stofnkostnaður en —
Sumargjöf áætlar. Það var
athugað hvort gömul hús i mið-
bænum myndu henta sem barna-
heimili, en það kom i ljós, að það
myndi verða talsvert dýrara að
kaupa og breyta heldur en að
byggja nýtt. En sem stendur,
virðist þetta allt stranda á þessu
frumvarpi. Borgin vill ekkert
gera fyrr en það er komið, og SIS,
þrátt fyrir góðan vilja, ekki fyrr
en borgin hefur ákveðið sig.
Til að halda i
sínar góðu konur.
— Hver voru upptök þessa
máls?
— Það var haldin ráðstefna i
Hamragörðum, félagsheimili
Samvinnuhreyfingarinnar um
stöðu konunnar innan Samvinnu-
hreyfingarinnar. Þá var heilmik-
ið talað um það, að á hinum
Norðurlöndunum væru ýmsar
félagslegar úrbætur gerðar af
hálfu hreyfingarinnar. Það var
einnig minnzt á það, að konan
væri ekki eins fastur vinnukraftur
vegna barnanna og hvort Sam-
bandið vildi ekki standa að
barnaheimili til þess að halda i
sinar góðu konur. Eins álitum við,
að barnaheimili eða leikskólar
séu nauðsynlegur hlutur.
Og það kemur i ljós, að tvær i
starfshópnum gera það, sem
svo mörg foreldri verða að gera i
dagheimilis- og leikskólaskortin-
um hér i Reykjavik, að láta mæð-
ur sinar hlaupá undir bagga með
barnapössunina - en þess verður
varla langt að biða, að það úrræði
verði úr sögunni - almennt talað -
enda varla æskilegt.
Karlmennirnir eiga líka
hagsmuna aö gæta
Snorri Egilsson verður fyrir
svörum fyrir barnaheimilisnefnd
Starfsmannafélags Loftleiða.
Hann segir.
— Við viljum absalútt kanna,
hvort áhugi og grundvöllur sé fyr-
ir hendi. Að visu er þetta nokkuð
erfitt mál hjá okkur vegna þess,
að hluti starfsmanna vinnur á
Keflavikurflugvelli og stór hluti
er i flugi, en við ætlum samt að
reyna að athuga málið fyrir
páska en um það leytið bætist við
stór hópur af nýju fólki, Kostnað-
ur er stór spurning i þessu máli og
spurningin er einnig um aðstæð-
ur, hvar sé hægt að fá húsnæði.
Það, sem væri t.d. hægt að gera
núna er að allir þessir aðilar sem
áhuga hafa, starfsmannafélögin,
kæmu saman og gæfu hver öðrum
upplýsingar og ráð.
— Er barnaheimilismálið ekki
Umsjón:
Svanlaug Baldursdóttir
eins mikið hagsmunamál fyrir
karla sem konur?
— Jú það er hagsmunamál fyr-
ir karla eigi siður en konur. Það
er svo mikið ungt fólk starfandi
hérna, að konurnar vinna líka úti
og karlmennirnir eiga eíns mik-
illa hagsmuna að gæta og þær.
Barnaheimili hagsbót
fyrir bankana
Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir i
Búnaðarbankanum segir.
— Félag bankastarfsmanna
ætlar að halda ráðstefnu i april
um jafnréttismál. Það hefur verið
unnið að könnun á þörfinni á
barnaheimilum fyrir starfsfólk
bankanna og verður það mál m.a.
til umræðu á ráðstefnunni.
Það er ekki búið að fullmóta
dagskrána og er verið að ræða
i félagsmálanefnd, en þó verður
rætt um launamál á ráðstefnunni
og skipað þar i starfshópa. Þar
mun einn fjalla um það hvað sé
hægt að gera í launamálum
kvenna, án þess að tala bara um
þau.
timi, sem örugglega er grundvöll-
ur fyrir, þar sem vinnutimi er að
breytast svo mikið með tilkomu
tölva. Það verður þá rætt um það
t.d., að fólk geti unnið frá klukkan
9-3 eða 1-7 en nú er svo komið i öll-
um útibúum bankanna, að þar er
opið frá kl. 1-6.30.
Sigurbjörg segir, að kvenfolk sé
rúmlega helmingur bankastarfs-
manna i Reykjavik, en hlutfallið
sé annað úti á landi, þar sé
stærra hlutfall karlmanna. Og
könnunin um þörf á barnaheimili
hafi sýnt það sama og Sambands-
könnunin að litill munur sé á
áhuga karla og kvenna a' að koma
upp barnaheimili fyrir starfs-
fólkið.
— Það hlýtur lika að vera tölu-
verð hagsbót fyrir bankana. Það
verður betra að fá fólk til starfa.
Það ræður sig fremur, ef hægt er
að fá barnaheimili. — SB —
Þær unnu i tvo og hálfan mánuð við könnunina á barnaheimilamálinu hjá Sambandinu. Frá vinstri Jóhanna Þórisdóttir, Matthildur Her
mannsdóttir, Anna Kristmundsdóttir, Bryndis Eliasdóttir, Erna Egilsdóttir og Björk Thomsen, við skrifborðið þar sem áætlunin liggur tilbú-
in.