Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 11
Vlsir. Mánudagur 20. marz 1972. — og Valur sigraði UMFS 66-64 Valsmenn áttu sann- arlega Hauk i horni þar sem Þórir Magnússon var, þegar þeir léku við Borgnesinga i íslands- mótinu i körfuknattleik á laugardagskvöldið vestur á Nesi. Þórir skoraði sem sagt 44 stig i leiknum, þar af 30 i sið- ari hálfleik, og nægði þetta framlag hans til þess að Valur sigraði naumlega i hörkuspenn- andi og jöfnum leik, 66- 64. Eftir þennan leik hefur Þórir skorað alls 334 stig i 11 leikjum, og hækkar meðaltal hans nú stöðugt, hefur hann nú skorað að meðaltali rúm 30 stig i leik. Valur mætti til leiks án Jó- hannesar Magnússonar, sem var meiddur, og hefur þaö veikt liöiö til muna. Eftir að Valur haföi náö i 7 stiga forystu, 13-6, sigldi UMFS fram úr, i 13-18, en Valur jafnaði, þegar rúmar 3 minutur voru til hlés, 24-24. Þa tók UMFS aftur sprett, og haföi 5 stig yfir í hálf- leik, 31-26. Eftir 9 minútna leik i siðari hálfleik haföi UMFS skorað 48 stig, en Valur 43. Þá skoraði Þórir Magnússon þrjár körfur i röð, eins og hendi væri veifað, og Valur komst yfir 49-48. UMFS komst aftur yfir 3 og 1/2 minutu fyrir leikslok, 58-57, en jafnt var fáeinum sekundum fyrir leikslok, 64-64. Kári Magnússon skoraði þá siðustu körfu leiksins, 66-64, en UMFS hóf sókn, og fékk dæmt innkast, þegar fimm sekúndur voru eftir. Borgnesingar hafa þá liklega ekki áttað sig á hvað tim- anum leið, þvi þeir reyndu ekki körfuskot, og Valsmenn önduöu léttar, þegar timinn rann út. Aldrei meira úrval Póstsendum SPORTVAL 4,...... Hlemmtorgi — Simi 14390 OOOOOOOOOOO0OOOOOOOOOOO®' Loksins kom að Víkingur tapaði Það var vor i lofti og talsverður fjöldi fólks, sem lagði leið sina á Melavöllinn á laugar- dag, þegar Vikingur og Vestmannaeyjar mætt- ust i Meistarakeppni KSÍ. Þetta varð enginn stórleikur, en tilþrif þó sæmileg á köflum svo snemma árs, og Vest- mannaeyingar fóru með sigur af hólmi 2-1. Leikurinn var jafn — Vikingar mun meira með boltann, einkum i siðari hálfleik, en sóknarlotur Vestmanna- eyinga hættulegri. Víkingar léku undan norðan golu í fyrri hálfleik og framan af var leikurinn nær eingöngu á vallarhelmingi IBV — en svo tók- st Vestmannaeyingum að skora næstum úr sinu fyrsta upphlaupi. Þá var um stundarfjórðungur af leik — óskar Valtýsson átti fast skot á markið, Diðrik Ólafsson, markvörður Vikings, varði — féll við og snéri sér með knöttinn inn fyrir marklinu. Mikil mistök þessa annars ágæta markvarðar. Eftir þetta urðu Vestmannaey- ingar ágengari við markið. Tómas Pálsson átti gullfallegt skot i þverslá og Haraldur „gullskalli” Júliusson skallaði yfir markið i góðu færi og svo tók- st Vikingum að jafna. Þeir fengu hornspyrnu á 40 min. — gefið var stutt til Gunnars Gunnarsson, fyrirliða, sem lék nær vitateignum og átti siöan fast skot, sem lenti undir slá og hrökk út til Eiriks Þorsteinssonar, sem skallaði i mark. Vestmanna- eyingar undu þessu illa. Eftir misheppnað innkast Vikings brunuðu þeir upp — allt var opið vinstra megin og Óskar renndi knettinum til Asgeir Sigurvins- sonar. Fast skot hans neðst i markið hafði Diðrik engin tök á að verja. Asgeir er nýliði i iiði ÍBV og þessi 16 ára vel byggði piltur, á áreiðanlega eftir að ilja áhorfendum i knattspyrnu næstu árin. Vestmannaey ingar höfðu möguleika til að auka forskot sitt i byrjun s.h., þegar Sævar Tryggvason komst frir inn fyrir,en Diörik varði fast skot hans snilldarlega — og siðan yfir- tóku Vikingar leikinn að mestu. Guðgeir Leifsson byggði upp hverja sóknarlotuna á fætur annarri, en allt kom fyrir ekki — Vfkingum tókst ekki að skora. Þó fengu þeir prýðileg tækifæri — Þórhallur komst einn inn fyrir, en boltinn böglaðist fyrir honum, Ólafur Þorsteinsson hitti sam- herja, þegar markið var opið — og i önnur skipti greip hinn ungi markvörður IBV, Ársæll Sveins- son, mjög vel inn i leikinn. Leikn- um lauk þvi með sigri IBV — fyrsti sigur liðssins i keppninni, og fyrsti tapleikur Vikings i vet- ur. Lið Vestmannaeyja verður sennilega betra i sumar en áður, en nokkuð skortir á æfingu leik- manna. ennþá vegna vakta- vinnunnar i Eyjum. Liðið er heil steypt — þar er ekki veikur hlekkur, og ungu mennirnir, Ás- geir og Arsæll, veröa þvi áreiðan- lega mikill styrkur. Tómas er beztur, en Valur, óskar, Haraldur, örn og Ólafur allt skemmtilegir leikmenn. Þaö verður áreiðanlega erfitt að eiga við þetta lið, þegar leikmenn komast I betri æfingu — sam- æfingu. í liði Vikings eru nokkrir bráö- skemmtilegir leikmenn. Guögeir bar af á vellinum, Eirikur sækinn miðherji, en nýtur alltof litillar aðstoðar, og Gunnar og Jóhannes Bárðarson bráðduglegir. En Vikingsvörnin var nú lakari en áður og talsvert um mistök, auk þess, sem leikmenn hugsuðu að- eins um að „hreinsa” frá. Vik- ingur hefur oftast leikið betur i vor en i þessum leik — og liðið getur betur, þvi nokkrir ágætir leikmenn Vikings tóku ekki þátt i þessum leik. Dómari var Hinrik Lárusson og er greinilega i miklu minni æf- ingu en leikmenn. Hann fylgdist þvi ekki með leiknum sem skildi — var stundum allt of langt frá þeim stöðum, þar sem boltinn var og færði brot til t.d. þegar einn varnarmaður tBV sló knöttinn innan vitateigs, en brotið var fært út fyrir teiginn. —hsim. Staðan i keppninni: tBK tBV Vikingur Hrað- keppni kvöld 2. umferð hraðkeppni Hand- knattleiksráðs Reykjavikur verður leikin i Laugardals- höllinni i kvöld og hefst kl. 20.15. Leika þá eftirtalin félög saman: Fram — Armann Iiaukar — Þróttur Valur — F.H. t.R. — Fylkir Breiðablik — Grótta K.R. — Vikingur •OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO# SKIÐA- SKIÐA jakkar hanzkar SKIÐA- SKIDA■ buxur gleraugu SKIÐA- SKIÐA stafir 40 stig Þóris tryggðusigur skór

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.