Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 20. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Fœdd meðal morðingja Þriggja mánaöa gömul stúlka, Kaira Tamamoto, fæddist i fjöllunum i Japan, bar sem hrylli- leg morð voru framin fyrir skömmu. Móðir barnsins sá eiginmann sinn myrtan af vinstri öfgamönnum, stúdentum i svo- kölluðum „Sameinuðum Rauða her”. Par voru margir myrtir eftir miklar pyntingar, af þvi að hinum róttækustu i hópnum þóttu þeir ekki nógu staðfastir i trúnni á byltinguna. Móðirin komst undan, en skildi barnið eftir meðal öfgamanna i búðum i fjöllunum. Vinur inóður- innar og íæknir komu litlu stúlk unni til lögreglunnar. I.ögrcglan gróf upp lik tólf pilta og stúlkna i siöustu viku úr grunnum gröfum i hjarninu við Karunafjall, um 75 kilómetrum norðvestan Tókióborgar. Sameinast gegn Hussein irak og Palestinuskæru- liðar hafa komið sér saman um aðgerðir gegn áætlun Husseins konungs um sam- bandsríki. iraksstjórn hefur gengið að öllum kröf- um skæruliðanna „til að styrkja byltingu Palstínu- manna siðferðislega og efnahagslega,," einsog þar segir. Skæruliðaforinginn Arafat hefur verið i Bagdad i þrjá daga. Áætlun Husseins um sambands- riki Jórdaniu og Palestinu kalla skæruliðar uppgjöf fyrir Banda- rikjamönnum og Gyðingum. Skæruliðar styðja hins vegar tillögur traksmanna um sam- bandsriki Egyptalands, Iraks og Sýrlands, og segja þeir, að slikt riki mundi styrkja Araba i bar- áttunni við tsraelsmenn. Egypzka þingið sakaði Hussein i gær um að vera þjónn nýlendu- velda og heimsvaldastefnu. Útvarpið i Jerúsalem tilkynnir, að jórdönsk stjórnvöld hafa tekið höndum fjölda manna, sem sé andvigur áætlun Husseins. Ara- biskur embættismaður, sem kom til tsraels i gær eftir ferð til Jór- daniu egir, að þeir sem hand teknir voru, séu annað hvort kommúnistar, stuðningsmenn Baathsósialistaflokksins eða Saksóknari krafðist í gærkvöldi fangelsisrefs- ingar, frá eins til átta og hálfs árs, fyrir ellefu af þeim fimmtán Grikkjum, sem hafa verið fyrir her- rétti í Aþenu ákærðir fyrir að hafa haft sprengjuefni undir höndum og í nokkr- um tilvikum fyrir ólöglega notkun þess. Saksóknari sagði, að hinir ákærðu væru félagar i frelsis- hreyfingunni PAK, sem fyrrver- andi utanrikisráðherra Grikk- lands, Andreas Papandreou, hefur stofnað. Saksóknari segir, að markmið PAK sé að steypa núverandi stjórn i Grikklandi með valdi og Papandreou hafi beðiö þann hóp, sem nú biður félagar i hinum ólöglega þjóðernisflokki Araba, E1 Kumayon-El. dóms að sprengja ýmsar bygg- ingar i Aþenu til að grafa undan rikisstjórninni. Hann sagði, að Papandreou léki „hetju and- spyrnuhreyfingar” i útlöndum, meðan vinir hans 'hætti lifi sinu i Grikklandi. Þessi hópur var handtekinn i nóvember 1970, mánúði eftir að sprengja sprakk skammt frá skrifstofum Georges Papadopoulos forsætisráðherra, meðan bandariski ráðherrann Melvin Laird var þar staddur. Saksóknarinn krefst átta og hálfs árs fangelsis fyrir einn sak- borninga og sjö ára fyrir Peloponissios, sem hafði verið deildarstjóri i félagsmálaráðu neytinu. Sjómaðurinn Koronaios sagði fyrir réttinum. að til hefði staðið að sprengja i loft upp nokkur skip i sjötta flota Banda- rikjanna i griskum höfnum. „Papandreou leikur hetju í útlöndum" Melvin Laird. Þungar raunir Séra Krogager situr raunamæddureftiraö hann hafði átt mörg samtöl við ættingja fólksins, sem fórst i dönsku Sterling Airways flugvélinni. „Tjæreborgar- presturinn" hafði skipulagt förina, og hann tók slysið mjög nærri sér, eins og myndin ber skýrast vitni. Júgóslavnesk farþegaflugvéi, sem egypzkt flugfélag hafði á leigu, rakst á fjall við Aden i gær- kvöldi, rétt áður en vélin átti að lenda i Aden. Allir fórust. Heimildum ber ekki saman um fjölda farþeg- anna. Flugvelin rakst á tind hins 500 metra háa fjalls. Sprenging varð og eldur kom upp i henni. Borgin hristist, er sprengingin varð, segja fréttamenn i Aden. Umsjón: Haukur Helgason „Rússar ná Bandaríkja - mönnum eftir 2-3 ár" segir Laird hermólaráðherra Bandaríkjanna Eftirtvö eða þrjú ár kunna yfirburðir Bandaríkja- manna í hernaðarmálefn- um að vera orðnir úr sög- unni, segir Melvin Laird hermálaráðherra Banda- rikjanna. Hann segir, að Bandarikjamenn verði að vinna af alefli að þvi að halda hernaðarlegum styrk sínum, eigi Sovetríkin ekki að skjóta þeim ref fyrir rass. 1 viðtali við timaritið U.S. News and World Report segir Laird að það yrði mikil ógæfa, ef menn þyrftu i framtiðinni að „skreiðast að sérhverju samningaborði”* vegna þess að þeir hefðu misst yfirburði sina á þessu sviði. Rússar stefndu liklega að þvi að ná hernaðarlegum yfirburðum i lok þessa áratugar. „Ég er viss um, að tækni þeirra verður jöfn okkar eftir tvö eða þrjú ár,” segir Laird. Niu seinustu árin hefur bandariska þingið skorið niður tillögur rikistjórna um framlög á fjárlögum til hernaðarrannsókna og þróunar hertækni. 1 frjálsu hagkerfi, sem keppi við lokað hagkerfi, skipti tæknilegir yfir- burðir mestu og séu alger nauð- syn. Þvi þurfi Bandarikin, sem séu frjálst hagkerfi, að leggja áh- rzlu á þetta. „Eí nl vill liður ekki alltof langt þangað til bæði við og Rússar breytum um stefnu og hættum vigbúnaðarkapphlaupi en semj- um um takmörkun kjarnorku- vopna og eldflauga og siðar um takmörkun annarra vopna,” segir Laird i viðtalinu. „Eftirlit verður að hafa með sérhverju samkomulagi við Sovétmenn um takmörkun vigbúnaðar, og i ýmsum itilvikum þarf að vera unnt að hafa eftirlit á stöðunum.” „Vitlaus maður" Lögreglan í Kolumbíu er sögð hafa látið lausan mann þann, sem hún hand- tók og taldi hugsanlegt að væri Martin Borman, stað- gengill Hitlers. Eftir að lögreglan hafði fengið send fingraför Bormanns frá Vestur-Þýzkalandi, taldi hún, að engin tvímæli væru um að maðurinn væri sá, sem hann segist vera, Juan Ehrmann, sem engin af- skipti hafi haft af nasisma og gyðingamorðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.