Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 20. marz 1972. 3 Ekki orð fró Bernadettu Blaðamannafélagi Islands hefur enn ekki borizt nein skýring frá Bernadettu Devlin, hvers vegna hún ekki kom, eins og hún hafði þó fullvissað stjórn féiagsins itrekað. Félaginu hafði i morgur. hvorki borizt skeyti, bréf né nein önnur orðsending frá þing- manninum. I viðtali, sem Morgunblaðiö átti við Bernadettu i gær, kemur fram af hennar hálfu, að þetta mál hefði allt komið til af misskiln- ingi. Ritari hennar hafi ruglað saman Blaðamannafélaginu og Alþýðubandalaginu og, játazt fyrir sina hönd að koma fram á fundi Alþýðubandalagsins, þar sem hún taldi talsmann banda- lagsins vera frá Blaðamannafé- laginu. Þessum misskilningi ungfrúar- innar visum við alveg heim til föðurhúsanna, sagði Arni Gunn arsson, formaður B.l. i morgun. Þessum misskilningi hafði vérið eytt i simtali 10. marz við Berna- dettu. Hún itrekaði þá, að hún kæmi 17. marz, en 14. marz sendi hún flugmiða sina i pósti til Flug- félags íslands i London án þess að láta okkur nokkuð um það vita. Miðarnir bárust svo Flugfélaginu kl. 4 eftir hádegi 17. marz, sama daginn og ballið var haldið. -VJ Bernadetta Devlin Ný ferðaskrifstofa stofnuð: Sjó um móttöku ó ferðafólki „Þessi nýja ferðaskrifstofa mun fyrst og fremst beita sér fyrir móttöku á erlendum ferða- mönnum og fyrirgreiðslu við þá hérlendis”, sagði Sigfús Johnsen i samtali við Visi, en hann er aðal- hvatamaðurinn að ferðaskrif- stofu sem verið er að stofnsetja um þessar mundir. Það er hlutafélag einstaklinga sem ferðaskrifstofuna stofna, og sagði Sigfús að það ætti bara eftir að finna gott nafn á fyrirtækið og skrá það siðan. Mjög fljótlega kemur úr prentun upplýsingar- bæklingur um ísland sem félagið gefur út, og verður honum dreift viða erlendis. Sigfús sagði að ekki yrði um mikla starfsemi að ræða nú i sumar þar sem nokkurn tima tæki að byggja svona fyrirtæki upp. Þó mun ferðaskrifstofan væntanlega taka á móti nokkrum hópum laxveiðimanna á sumri komanda. Undirbúningur er miðaður við að hægt verði að annast alla fyrir- greiðslu við ferðamenn, ferðir um byggðir og óbyggðir, laxveiðar og annað sem forvitni veku'r hjá út- lendingum. Verður haft samstarf við fjölmargar erlendar ferða- skrifstofur um skipulagningu ferða hingað til lands. Ennfremur kvaðst Sigfús binda miklar vonir við ráðstefnuhald i auknum mæli hérlendis. Nú munu vera starf- andi einar átta ferðaskrifstofur i Reykjavik. -SG „Aldrei allir ánœgðir" Þegar barni er láðstafað i fóstur, það kannski tekið af for- eldrieða foreldrum sinum, þar eð Þeir eru taldir ófærir um að ala barnið upp, fer ekki hjá þvl, að þeir sem undir verða i deiium, sem af forræði barna leiða, verði sárir og telji sig jafnvei órétti beitta. Eitthvað á þessa leið fórust barnaverndarnefndarmönnum i Reykjavik orð, er þeir á fimmtu- daginn boðuðu blaðamenn á fund og reyndu þar að skýra starfsemi og starfsháttu nefndarinnar. Fundurinn var haldinn I tilefni af skrifum i Visi, og sagði nefnd- in, að hún fagnaði þvi, er mál, er að barnavernd lúta, væru tekin til umræðu. „Málefnið er þess eðlis, að verulegs árangurs er þá fyrst að vænta, er allur almenningur telji sig það varða og sé jafnframt reiðubúinn til þess að leggja þvi lið. Nú ber svo við”, segir i frétta- tilkynningu frá nefndinni, „i þeim umræðum sem nýverið hafa komið fyrir almenningssjónir, að reynt er að gera hlut barna- verndarnefndar tortryggilegan. An þess að vikja að einstökum at- riðum iþeim umræðum, sem ekki er mögulegt nema gerð sé grein fyrir lögvernduðum einkamálum manna, telur nefndin ástæðu til þess að skýra nokkuð alménnt viðhorf sin til þess verkefnis, sem henni, lögum samkvæmt, er ætlað að starfa að”. Rekur nefndin siðan almenn rikjandi sjónarmið i barnavernd, skýrir starfssvið barnaverndar- nefndar o.s.frv. Raunverulegt tilefni téðs blaða- mannafundar gat nefndin ekki rætt, þar eð hún er bundin þagnarskyldu um öll einstök mál, og þegar hún var að þvi spurð, hvernig hún brygðist við þvi, að fólk tekur sig saman og stofnar samtök gegn nefndinni, „samtök fólks sem telur sig eiga um sárt að binda af völdum barna- verndarnefndar”, var þvi svarað til, að allir gætu stofnað samtök og vissulega hlytu margir að beina reiði sinni eða sárindum að nefndinni. Lægi það i augum uppi, að aldrei yrðu báðir aöilar sáttir eða ánægðir, þegar deilt væri um forræði barna. —GG FERMINGAÚR í miklu úrvali EINUNGIS NÝJUSTU MÓDEL Emg MiMur LAUGAVEG 3 - SÍMI 13540 VÁLDIMAR INGIMARSSON Stólu peningum og sœlgœti — og skriðu inn um sölulúguna Brotizt var inn i Fitjanesti i Innri-Njarövikum á laugardags- morguninn siðastliðinn. Þjófurinn sem inn fór, kom höndum yfir 2500-3000 krónur úr peningakössum tveimur, sem hann sprengdi upp, en þar fyrir utan hafði hann burtu með sér sælgæti og tóbak, sigarettur i lengjum. Lögreglan hefur vissan mann grunaðan.þótt ekki hafi sá játað enn. Innbrotið i Fitjanesti á laugar- dagsmorguninn mun ekki það fyrsta. Virðist staðurinn sérlega frejstandi fyrir óráðvanda stráka að kanna nánar, auk þess sem ai- gengt er að fólk dundi sér við að brjóta þar rúður, svona þegar það á leið hjá. -GG. Fullur stal bíl Kófdrukkinn maður stal bil um þrjúleytið á laugardagsmorgun- inn s.l. Laganna verðir fengu til- kynningu um það, þá um nóttina, að einn iskyggilega valtur á fótum væri að sprengja sig inn i myndarlegan, ameriskan bil, sem stóð við Skjaldbreið i Ytri- Njarðvik. Skömmu siðar fann lögreglan þann moldfulla á bilnum, og reyndist um að ræða ungan mann, sem auk þess að vera ölvaður á stolnum bil, hefur yfir- leitt ekki leyfi til að aka bilum. Var piltinum stungið i niða- myrkur fangaklefans og látinn idúsa af sér ölið. -GG „Fremja aldrei Reoder's Digest um Útlendingar hafa mikinn áhuga á dómsmáium á tslandi, hve litið er um alvarlega giæpi og hversu vægar refsingar cru. t seinasta hefti timaritsins Reader’s Digest segir til dæmis, að stjórnvöld á tslandi hafi ekki trú á þungum refsingum til að draga úr glæp- um. annað afbrot" dómsmól á íslandi Ef ungmenni sé til dæmis sekt fundið fyrir smáþjófnað eða drykkjulæti, fái það skilorðs- bundinn dóm, það er að segja refsingunni sé skotið á frest. Ritið telur greinilega, að þessi aðferð gefist vel, og segir, að helmingur ungmennanna fremji aldrei annað afbrot. —HH. 1972 1972 Alþjóðlegt bókaór 10% afsláttur aðeins 6 daga bækur fyrir alla UNESCO, Menningar og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir, að árið 1972 skuli vera alþjóðlegt bókaár. Af þvi tilefni veitum við öllum við skiptavinum 10% afslátt af erlendum og innlendum bókum, sé keypt fyrir yfir kr. 1000.00 i einu, vikuna 20.—26. marz. Notið tækifærið aðeins 6 dagar Páskafriið framundan bækur fyrir alla Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 4 & 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.