Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur 20. marz 1972. 7 cTWenningarmál BERNADETTA OG BALLIÐ Neglurnar á Bernadettu eru ekki lindirnar i Lour- des, stóð í blaði í vetur. Þá hafði fröken Devlin ný- verið klórað ráðherra. Það fer að svo komnu ekki sögum af þvi að neinum hafi verið klórað á pressu- balli á föstudaginn — enda kom Bernadetta ekki þangað. I bili getum við sett traust okkar á það að hún komi i staðinn i vor til fundarhalds með Alþýðu- bandalaginu. Ef hún þá kemur þegar til kemur...... En á meðan við biðum viðhelzt Bernadetta Devlin i fréttunum og heldur áfram að hræra hugi manna. Ekki nóg með að hún skyti ritstj. Morgunbl. skelk i bringu þegar hún klóraði Maudling. Hún kom lika Þorsteini Thorarensen til að skrifa hér i Visi á föstudaginn varnarrit sitt þess efnis að hann væri ekki laumukommi eins og SAM. Einn daginn er hún dæmd i fangelsi heima i trlandi fyrir að efna til ólögmætra mótmæla. Annan dag samfylkir lögreglan i Bordeaux liði sinu út á flugvöll til að visa hinni irsku púðurkerlingu af höndum sér. Þriðja daginn ætlar hún til íslands til þess og þess eins að fara þar á pressuball. Og þar næsta dag vill hún gjarnan fara til tslands — ef og bara ef hún þarf ekki að vera á pressuballi. A hinn bóginn varð þess vist aldrei vart að neinum stæði neinn stuggur af þvi, öfugt við þá i Frans, að Bernadetta kæmi hingað. En likast til hefur litil hætta verið talin á þvi að hún reisti múg til æsinga með sér á Hótel Sögu á föstudagskvöldið þótt hún hefði komið. Enda kom hún ekki. St. Bernadetta á götuvirkjunum Bernadetta Devlin er svo herjans mikill kvenmaður að æviminningar hennar rúmlega tvitugrar hafa orðið metsölubók út um allar jarðir. Meir að segja hér á landi kom bókin út nýleg af nálinni: Sál min að veði. Þor- steinn Thorarensen þýddi. Bóka- útgáfan Fjölvi, Reykjavik 1970. Saga Bernadettu er einkenni- legu hugtækur lestur, bæði vegna sögunnar sjálfrar um æsku og uppvöxt hennar i miðalda—sam- félaginu i Norður—Irlandi og þó fyrst og fremst sjálfslýsingar Bernadettu eins og hún kemur smám saman fram af frásögnum hennar. En það er lika ljóst af frásögninni, eftir að hin skyndi- lega frægð hennar kemur til, að Bernadetta Devlin ber ekki mikla respekt fyrir hinni lýð- ræðislegu „pressu” né heldur óvæntu sálufélagi sinu á brezka parlamentinu, „mestu lýðræðis samkomu heimsins” sem svo er nefnd i áhyggjufullum dag- blöðum. Hún er sósialisti og byltingarsinni sem berst fyrir þjóðfélagslegu réttlæti og jöfnuði allra manna i Irlandi, uppreisn EFTIR ÓLAF JÓNSSON alþýðunnar til mannsæmandi llfs beggja vegna landamæra kaþólskra manna og mót- mælenda í hinni hörmulegu trúarbragðastreitu sem sundur- tætir land hennar. En hún er ekki litil skrýtin kerling að skrifa um gælufréttir i slúðurdálkana. Inn i það hlutverk hefur Bernadetta aldrei látið pressa sig — ekki heldur á pressuballi Blaða- mannafélags tslands. Af frásögn hennar er það lika ljóst að hún hefur aldreigert sér neinar gyllingar um það gagn sem hún megi vinna sinum mál- stað á brezka þinginu — þótt menn tækju henni þar að sinu leyti jafn—opnum örmum og blaðamennirnir. ógleymandi er tilsvar hennar i sjónvarpsfrétt, aðspurð að því hvort ekki væri ó kvenlegt að klóra menn og hár reyta á mestu lýðræðissamkomu i heimi: ég sá brezka hermenn skjóta unga stúlku til bana i gær. Hvað var kvenlegt við það? Eða var það lýðræðislegt? Til að koma þessari frásögn fram á brezka þinginu dugði hins vegar ekkert nema uppistand, klór og hárreytingar. En að svo komnu gat „pressan” komið að gagni — og gerði það lika i þetta sinn. Niður með pressuballið! Sjálfsagt er hægurinn hjá að vera hygginn eftir á. En það kom alla tið undarlega fyrir að Berna- detta Devlin ætti erindi að rækja á hinni hefðarlegu samkomu á hótel Sögu á föstudagskvöldið. Kannski einhverjum hafi bara létt úr þvi hún kom ekki þegar til kom? Eftir hin neyðarlegu atvik á föstudaginn — hefðu þau ef til vill orðið enn neyðarlegri, enn hlá- legri ef Bernadetta hefði komið þrátt fyrir allt? — er það augljóst mál að einhvers konar mis- skilningur hefur komið upp i þessu máli. Vera má að menn fari nú að þræta og jagast um það hver hafi misskilið hvern og hvers vegna. 1 blaðamannastétt gerir málið allténd timabært að spyrja, enn einu sinni, hvort sé i verkahring Blaðamannafélags Islands að halda samkomur á borð við pressuballið. Blaðamannafélagið er tilvalinn aðili til að bjóða fréttnæmu fólki i heimsókn og fá það til að segja fréttir, kynna sinn málstað fyrir heimamönnum. Allt annar hand- leggur er að læsa íólkið og frétt- irnar inni i samkvæmissölum af tómu pjatti. Ef pressuball 1972 og heimboðið til Bernadettu Devlin verður til að þessi ósiður afleggist héðan af var sannarlega ekki efnt til þess til einskis. Viðgerðar- þjónusta Viðgerðir á flestum gerðum sjónvarpa, útvarpa og segulbandstækja. ódýrir sjón- varpsmyndlampar og mikið úrval vara- hluta fyrirliggjandi. Fljót og góð af- greiðsla. Skólúvörðuttlg 10 • Reykjovlk • Slml 10450 ® OTVARPSVIRWA MEISTARI Bernadetta Devlin Samband Hárgreiðslu og Hárskerameistara Árshátið sambandsins verður haldin laugardaginn 25. marz. Miðar seldir á eftirfarandi stöðum: Hárgreiðslustofunni Venus simi 21777. Hárgreiðslustofunni Stella simi 32566. Hárgreiðslustofunni Tinna simi 32935. Rakarstofan Klapparstig simi 12725. Rakarastofan Kalbraut 1 Rakarastofan Efstasundi 33 simi 30533. Pantanir óskast sóttar fyrir fimmtudags- kvöld, vegna mikillar aðsóknar. Skemmtinefndin I I I I Tilboð óskast i að reisa og fullgera veitingahús að Vik i Mýrdal. Útboðsgögn fást afhent á verk- fræðistofu vorri gegn 5.000 króna skilatryggingu. Tilboðum skal skila við verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen sf., Ármúla 4, Reykjavik, fyrir 28. marz 1972, kl. 11 og verða þau þá opnuð þar. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen sf., Ármúla 4. FERMINGARURIN I URVALI MAGNUS ASMUNDSSON úra og skartgripaverzlun INGOLFSSTRÆTI 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.