Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 20.03.1972, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 20. marz 1972. y Hafsteinn njósnar í Rómaborg! Hafsteinn Guðmundsson, landsiiðseinvaldur KSÍ i knattspyrnu, heldur tii Rómaborgar siðast i næsta mánuði og mun þar sjá landsleik milli italiu og Belgiu. Eins og kunnugt er þá eru Belgar mótherjar okkar islendinga i undan- keppni HM og verða báðir leikirnir leiknir í Belgiu — 18. og 22. mai næstkomandi. Hafsteinn mun kynna sér leik landsliðs Beiga i Rómar- förinni, en bókstaflega ekkert er vitað um getu belgiska liðsins. Allir vita þó, að það er gott lið og tók þátt i lokakeppni HM i Mexikó 1970, og það gera ekki neinir aukvisar. En um einstaka leikmenn vita forráðamenn isl. knattspyrnunnar Htið sem ekkert og þess vegna var það ráð tekið að senda Hafstein utan — til að kynna sér leikmenn og leikaðferð belgiska liðsins. -hsim. Varnarleikur Islendinga kom norskum úr jafnvœgi — og Island er komið í milliriðil á Spáni Þegar við minnstu er búizt stendur islenzka landsliðið i handknatt- leik sig oftast bezt. Frá- bær leikur liðsins gegn Noregi i Bilbao á laugardag tryggði jafn- tefli og áframhald i keppninni — mögu- leikarnir eru nú miklir að komast á ólympiu- leikana i Múnchen, en til þess þarf að sigra Austurriki i kvöld og ná að minnsta kosti stigi gegn Búlgariu á mið- vikudag i milliriðlinum. Framhjá erfiðari hindr- unum hefur islenzka landsliðið oft komizt. íslenzka ' liðið lék sinn lang- bezta leik i A-riðli gegn Noregi á laugardag — þrauthugsaðan varnarleik og í sókninni var knettinum haldið sem iengst — ekki skotið nema i opnu færi, enda mikið atriði að halda markatöl- unni niðri. Norska liðið, sem flestir spá sigri í keppninni á Spáni, komst úr jafnvægi og átti ekki svar við leik islenzka liðsins — sigur hefði eins getað fallið is- lenzka liðinu i skaut. Nær sömu menn léku allan leiktima fyrir ís- land — Hjalti, sem var ætið frá- bær i marki, Gunnsteinn, Geir, Sigurbergur, Axel, Björgvin og Ólafur H. Jónsson og tókst afar vel upp, en þessir leikamenn eru flestir mjög sterkir varnarmenn. Island hóf leikinn og eftir aðeins hálfa min. lá knötturinn i marki Noregs — Ólafur skoraði. Nokkru siðar varði Hjalti viti, Inge Hansen, fyrirlifti norska landsliðsins. en réð ekki við viti Th. Hansen á 6 min og staðan var jöfn. Aftur kom snögg sóknarlota og Gunnsteinn skoraði á 7 min. og siðan náðu Norðmenn góðum leikkafla og komust i 4-2. Geir minnkaði muninn með vitakasti, en Hansen svaraði með öðru sliku og staðan var 5-3 fyrir Noreg, þegar fyrri hálfleikur var hálf- naður. Það stóð ekki lengi og Island jafnaði með mörkum Geirs (viti) og Gunnsteins. Aftur náði Noregur forystu 7-6, þegar Han- sen skoraði úr vitL— Sigurbergur jafnaði á 25. min. en siðan var leikurinn Norðmannna fram að hléi og staðan þá 10—7 fyrir Noreg. Fljótlega i siðari hálfleik fór Is- land að saxa á forskotið, skoraði tvö fyrstu mörkin 10—9. Þá skor- uðu Norðmenn og Ólafur 10. mark Islands. Inge Hansen kom Noregi i 12-10 eftir 10 min. leik, en þeir Geir og Gunnsteinn svöruðu með tveimur góðum mörkum og stað- an var jöfn 12-12. Þegar 18 min voru af leik náði Noregur aftur forystu, þegar Ankre skoraði — nokkru siðar átti Ólafur skot i stöng — og á 23. min. komst Noregur i 14-12, þegar H. Hansen skoraði af linu. Eftir það fundu Norðmenn ekki leiðina i markið. Minúturnar snigluðust á- fram og lokst þegar tvær og hálf min. voru eftir náði tsland snöggu upphlaupi — Geir gaf á Ólaf inn á linu og hann skoraði. Norðmenn fóru sér i engu óðslega eftir markið — ætluðu að halda þvi, en ákafi Islendinga setti þá úr jafn- vægi — Sigurbergur komst inn i sendingu, missti knöttinn frá sér og hann og Inge Hansen veltust i gólfið og börðust um knöttinn. Flautað og aukakast á Noreg, og hálf minúta til leiksloka. En það nægði. Þegar 17 sek. voru eftir fékk fyrirliðinn, Gunnsteinn Skúlason knöttinn i góðu færi og skoraðiJafntefli 14-14 og lokasek- úndurnar nýttust Norðmönnum ekki. Gunnsteinn og Ólafur skorð- skoruðu flest mörk 4 hvor, Geir 3, Axel 2 og Sigurbergur 1. Fyrir Noreg skoruðu Ankre, Inge Hans- en, Thorstein Hansen, Roger Hverven 3 hver, Sten Oster og Harald Tyrdal 1 hvor. -hsim Austurríki í kvöld — þá Búlgaría Átta lönd halda nú áfram keppninni um fimm lausu sætin í hand- knattleikskeppni Óly mpíuleikanna í Múnchen og er skipt i tvo riðla. i riðli eitt eru Búlgaria með 2 stig (vann Austurríki í B-riðli og heldur þeim stigum), island og Noregur með eitt hvort land og Austur- ríki með 0 stig. 1 riðli 2 eru Sovétrikin og Spánn með 2 stig og Pólland og Sviss með ekkert stig. 1 riðli 1 verður leikið i San Sebastian og er fyrsti leikurinn milli Noregs og Búlgariu, sem urðu nr. 1 i A-riðli og 2 i B-riðli. sá leikur hefst kl. 6.30 i kvöld. HEFÐI EINS GETAÐ LOKIÐ MEÐ SIGRI ÍSLENDINGA! — segir fyrirliði Noregs, Inge Hansen, um leikinn á laugardag Norðmenn voru ekki allir ánægðir með leik sinna manna gegn ís- landi i forkeppninni á Spáni á laugardag. Hakon Dehlin, frétta- maður NTB, ræddi við nokkra menn eftir leik- inn. Hann segir. Lið- stjóri norska liðsins, Ole Rimejorde, hafði mikið STUTTAR FRÉTTIR Breiðablik sigrafti úrvalslið KSÍ, landsliðiö á Melaveilinum á laugardag 3-1. Staðan var þannig i hálfleik og ekkert mark skorað i þeim siðari. Þór Hreiðarsson skoraði fyrsta mark ieiksins, Haraldur Sturlaugsson jafnaði, en siðan skoruðu Hinrik Þórhalls- son og Ólafur Friðriksson fyrir Breiðablik. Valur var Reykjavikurmeistari i innanhússknattspyrnu i gær- kvöldi i Laugardalshöllinni. Gustav Thoeni, Italiu, varft heimsmeistari i alpagreinum, þegar keppninni um heimsbeik- arinn lauk i Pra Loup i Frakk- landi i gær. Nánar á morgun. til að gleðjast yfir i for- keppninni fyrir leikinn við ísland, en á laugar- dagskvöld var hann ekki ánægður með lærisveina sina. — Lélegar en i þessum leik man ég ekki eftir að hafa séð strákana leika, segir Rimejorde. Algjör stöðnun hljóp i leik þeirra. En hvað á maður að gera, þegar skipunum er ekki hlýtt. Jafnvel endurteknum skipunum að skjóta efst i markið hjá islenzka mark- verðinum var ekkki hlýtt. I leikhléinu var liðinu sagt að leika sóknarleik i fimm minútur I byrjun. Við byrjuðum með knött- inn og áttum þá að geta komizt I 11-7 — forskot, sem ég álit að Is- lendingum hefði ekki tekizt að brúa. En hvað skeður? Skotið eftir 13 sekúndur og misheppnað skot. Þetta gengur ekki. Hvað um júgóslavensku dóm- arana? spyr fréttamaðurinn. — Ég heyri að aðrir hafi ekkert út á þá að setja. En að minu áliti dæmdu þeir illa. Minnsta kosti tvisvar fengu islenzku linu- menninrnir dæmd mörk, þegar þeir voru einn metra fyrir innan linu. Og hinar löngu sóknarlotur þeirra hefðu ekki átt að fá að leika út allan leikinn. Hvernig eru möguleikarnir gegn Búlgariu og Austurriki? — Það kom mjög á óvart, að þessi lönd verða mótherjar okkar, en ekki Holland og Frakk- land eins og við höfðum reiknað með. Ég er þó feginn að losna við Holland. Við Búlgara höfum við aldrei leikið. Þeir eru hins vegar nýir á alþjóðavettvangi og ættu að sigrast auðveldlega. Þetta segir liðstjórinn og siðan ræðir Hákon við fyrirliðann Inge Hansen. — Við vorum i skýjum eftir leik- ina við Belgiu og Finnland og ein- beitingin var eins og hún átti að vera. Brögðin sem heppnuðust gegn Finnum, heppnuðust bara ekki i kvöld. Hinn sterki leikur Is- lands kom mjög á óvart, þvi það semvið höfðumséð til þeirra áður, hefur jú ekki veriö til þess að hræða okkur á nokkurn hátt. Við fórum úr jafnvægi og náðum sjaldan að láta sóknarloturnar ganga eins og þær eiga að vera, þegar allt er i lagi. Inge Hansen leyndi þvi ekki, að hann hafði orðið fyrir vonbrigð- um með leikinn og að Island skyldi ná stigi. — Það er þó kannski ekki svo slæmt, að við fengum þessa á- minningu fyrir leikina við Búlg- ariu og Austurriki. Ég hefði veriö ánægðari ef við hefðum unnið litinn sigur — fengið að- vörun, að við erum ekki eins góðir og við héldum. En við eigum kannski að gleðjast yfir þvi, að tapa ekki. Þessi leikur hefði getað endað með tapi eins og leikurinn þróaðist i siðari hálfleik. I skrifum sinum um leikinn, er Hakon Dehlin ekki eins dapur og þessir tveir. Hann segir meðal annars: Norska liðið komst niður á jörð- ina aftur....Norðmenn mættu is- lenzku liöi, sem lék góðan leik i vörn og reyndi að halda knett- inum sem lengst i sókninni og heppnaðist miklu betur en reiknað var með. Norsku leik- mennirnir fundu aldrei svar við varnarleik Islands. Vörnin var leikinn með tveimur mönnum langt frammi og það skapaði vandamál fyrir langskyttur okkar. Að auki voru linumennirn- ir ekki nógu lifandi inni á linunni og það gerði leikinn auðveldari fyrir Islendinga. Langskyttur Noregs höfðu lika tilhneigingu til þess að lenda á mótherjunum — fengu aðeins aukaköst, en ekkert var um aðvaranir. Sókn Islendinga var kapituli út af fyrir sig. Þar var skotunum ekki eytt. Við tókum eftir sóknar- lotum, sem stóðu i 5—6 minútur, en það var ekki dæmd töf, þvi broddur var alltaf i sókninni. En 10-7 forskot i leikhléi hefði átt að færa okkur sigur. Norðmenn komu litlu fram i siðari hálfleik og það er langt siðan þeir hafa að- eins skorað fjögur mörk i heilum hálfleik..Island hafði algjöra nýtingu á tækifærum sinum. Auk þess var liðið heppið i vörninni. En hins vegar ætti enginn að taka af þeim þann heiður — þá ein- beitingu — sem þeir sýndu i leiknum. Islenzka liðið var raun- verulega gott lið þetta kvöld, og eins og svo oft áður voru sexan, Geir Hallsteinsson og markvörð- urinn Hjalti- Einarsson beztu menn islenzka liðsins. -hsim. Strax á eftir leika Island, nr. 2 i A-riðli gegn Austurriki, nr. 1 i B- riðli. Á miðvikudag verða tveir siðustu leikirnir i riðli 1. Þá leika Noregur-Austurriki, Island-Búlgaria. 1 riðli 2 verður leikið i Barce- lona. Fyrsti leikurinn i kvöld er milli Spánar og Póllands, en strax á eftir leika Sovétrikin og Sviss. Á miðvikudag leika Spánn og Sovétrikin, Pólland og Sviss. Lið, sem verða nr. 1 og 2 i riðlinum tveimur hafa þar með tryggt sér sæti i Munchen. Lið nr. 3 i hvorum riðli munu keppa um fimmta sætið — siðasta lausa sætið, en neðstu liðin i hvorum riðli hafa glatað möguleikum sinum. Þaðerþvi nauðsynlegt, að islenzka liðið nái annað hvort fyrsta eða öðru sæti i riðli 1 — þvi annars verður róðurinn mjög þungur. Liklegt er, að Sovétrikin sigri i riðli 2 og þá verða annað hvort Spánn eða Pólland i þriðja sæti og þau lið verður erfitt að sigra þarna úti — Spánverja á heimavelli og Pólverjar hættulegir. En islenzka liðið ætti að hafa mikla möguleika á þvi að tryggja sér annað hvortefstu sætanna i riðli 1, þvi Austurriki og Búlgaria virðast ekki sterk. Siðustu leikirnir i keppninni verða i Madrid 24. og 25. marz. Fyrri daginn leika lið nr. 2 i riðlunum um 3 og 4 sætið i keppninni, og lið nr. 3 i riðlunum um 5. og 6. sæti — og sigur i þeim leik þýðir fimmta sætið og keppni á Ólympiuleikunum. 25. marz leika fyrst lið nr. 1 i riðlunum um efsta sætið i for- keppninni á Spáni, en lið nr. 4 i riðlunum um 7.8. sæti i keppn- inni. Lið, sem urðu nr. 3 og 4 i A,B,C og D-riðlum undankeppn- innar hefja keppni á morgun um sæti nr. 9 til 16 i forkeppninni — það eru sem sagt Frakkland, Holland, Finnland, Belgia, Lux- emborg, Bretland, Portúgal oe Italia. -b

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.