Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 2
2 Vfsir. Föstudagur 24. marz 1972. SKIÐAKAPPAR y OG FJALLAFÓLK & ^ 'i' <«' , TÍSIBSm: Eruö þér spennt(ur) fyrir því, að skákeinvígið fari fram hér á landi? Guörun Jónsdóttir, Laugalækjar skóla. Já, það er ég. Mér finnst þetta vera sérstaklega góð aug- lýsing fyrir landið, og það verður mikið að snúast. Þótt ég sjálf sé engin skákáhugamanneskia. bá mundi ég samt lita inn á meðan á keppninni stæöi. Sæmundur Þóröarson, bilstj. á Hreyfli. Já, ég held ég megi bara segja þaö. Ég sjálfur er enginn áhugamaöur á skák, en hef þó teflt. En hvort ég mundi fylgjast með keppninni, þvi get ég ekki svaraö. Siguröur Jóhannesson, Æfinga- deild Kennarask. Já. Maður hefur nú áhuga á þessum körlum og hefur fylgzt með þeim í frétt um. Maður mundi eflaust lia inn og fylgjast með keppninni. Kristin Jónsdóttir. Þetta væri' sérstaklega góð auglýsing, og þess vegna vil ég aö þetta fari fram hér. Hvort ég mundi fylgjast meö keppninni veit ég ekki, þar sem ég er utan af landi. En maöur hefur nú fylgzt með þeim i fréttunum og gerir það eflaust áfram. Birgir Einarsson, nemi. Já, ég er alveg á þvi. Ég fylgist mikið með skák og mundi þvi hiklaust fara og horfa á þá heyja einvigið. Gerður Pálmadóttir, húsmóðir. Nei takk! Ég kæri mig sko litið um það. Þeir geta sko alveg haldið það i Ungverjalandi eða einhvers staöar annars staðar, en ekki hér. Þetta er ekki nokkur áhugamennska lengur, ekkert annað en peningarnir. Þetta er andstyggilegt, og þetta r ljótt. Nú er svo komiö, aö fleiri og fleiri gera sér grein fyrir þvi, at vor er líkast til ekki mjög langi undan. Blíöviöri hefur veriö á tsland viöast hvar i vetur, og veöriö fei batnandi meö hverjum degi. Og þegar veöurguöir hafa hrist af séi skapvonzkuna meö einu hressi legu (vonandi samt stuttu) páskahreti, öndum viö endanlega léttar og förum aö athuga met vorkomuna í alvöru. Ljós- myndarar skokka af staö aö leita aö fyrstu lömbunum. Húsmæöui kaupa hrognkelsi af karlinum á horninu, og svartsýnir ökumenn láta loks tilleiöast aö draga fir- tommu naglana úr dekkjum try llitækjanna. Og nú langar fólk allt i einu að feröast soldið. Þeir sem eru orðnir næstum þvi vitlausir eftir myrkviði skammdegisins, springa endanlega á limminu og fá sér farmiða til Mæjorku með öörum hvorum ferðaskrifstofu- kónganna, Ingólfi eöa Guðna — eöa drifa sig til Kanarieyja meö Úrvali. Og af auglýsingum frá þessum baðstrandasölukóngum er greini- legt, að bisniss stendur meö blóma. Kerlingar og karlarflykkj- ast hópum saman suður eftír og vonast til að koma heim kaffibrún á belginn. Skeiðará forvitnileg En það nenna ekki allir I sólina tíl Frankós. Sumir vilja heldur njóta sólar i heimsfrægri náttöru- fegurð öræfasveitar — og þeir komast i rútuferð þangað með Neðar með skemmurnar Sólveig hringdi: „Ég vil taka undir með þeim, sem hafa gagnrýnt þessar skemmubyggingar við Klepps- veginn. Það er mikil skammsýni að eyðileggja útsýnið á þennan hátt. En væri ekki hægt aö staösetja þær skemmur, sem eftir er að byggja þarna, neðar i brekkunni? Þá værí hægt að sjá ’yfir sundin ettir sem áöur, en þegar bygg-, Úlfari Jakobsen eða Guðmundi Jónassyni. Guömundur sagðist ekki vita, hve margir myndu fara austur með honum, en hann ætlar i átta daga leiðangur i öræfasveitina og leggur upp á skírdag. Hann sagði, að fólk væri sérlega SDennt að siá Skeiðarár- hlaupið, en hálfvegis var hann smeykur um að svo mikið hefði sjatnað i ánni i næstu viku, að fólk hreinlega nennti ekki austur með sér, ef það héldi, að Skeiðará væri orðin að einhverju pissi. En það er margt að sjá þar undir Vatnajökli, og sumum mun finnast Skeiðará ómerkileg i samanburði við ýmislegt annað. Og Guðmundur kvaðst hafa mikinn áhuga aö komast með eitthvert fólk eitthvað upp á Vatnajökul, þar sem kannski væri hægt að renna sér eitthvað á sklðum. Og Njáll Simonarson hjá feröa- skrifstofu Olfars Jakobsens haföi svipaöa sögu að segja og Guö- mundur. Hann sagði að um 90 manns ætluðu meö sér austur að Skeiðará og helzt austur yfir hana, ef fært verður. Langmestur hluti þessa fólks, sem i þessar feröir ætla, er Islendingar, en nú er slangur af útlendingum farið að sjást hér, og einhverjir þeirra munu fara I þessar ferðir. Fjallagarpar aö tygja sig Ferðagarpar á öllum aldri eru nú farnir að llta vonaraugum til fjarlægra fjallgarða, hópast saman á myndasýningar að skoða litmyndir af Þórsmörk, ingarnar eru svona ofarlega, er aðeins hægt að horfa til fjallanna yfir þökin”. Vottarnir eru stilltir Gömul kona skrifar um Votta Johóva: „Með fótinn milli stafs og hurö- ar, segir Kópavogsbúi um Votta Jehóva I lesendaþætti Visis fyrir skömmu. Já, satt má vera, en þvi láta menn svona viö þetta fólk? Það gerir engum mein, spyr kurteislega, hvort viö viljum kaupa af þeim blað. Ef maður gefur sig á tal viö þetta fólk, er það kurteist og prútt. Það kemur oft að minum dyrum, og ég kaupi ávallt af þvi blöð. Enginn hefur reynt að troða sér milli stafs og hurðar hjá mér. Mér finnst af kynnum minum af Vottum Jehóva, að þeir séu I sérstöðu hvað prúða framkomu snertir. Ekki er ég i neinum vafa um, að betra væri að láta Varðturninn liggja á glámbekk fyrir börn og unglinga en t.d. Mánudagsblaðiö og Ný vikutiöindi. Mest af þvi, sem i Varðturninum stendur, er tekiö beint úr Bibliunni. Aldrei sér maöur óþverra og ljót orð i þvi blaði eða ádéilur á aðra”. svona til að herða sig upp eftir vetrardvalann. Farfuglar litu til okkar i gær og höföu með sér á blaði skráð fyrir- huguð ferðalög sumarsins — og þeir fara vitanlega af stað fyrst núna um páskana. Þá ætla Farfuglar að fara i skiðaferð til Akureyrar og munu gista i far- fuglaheimilinu þar. Farið verður 30. marz og dvalið á Akureyri til 3.april. Þúsund sklöakappar Þúsundum saman munu menn i Reykjavik, Akureyri, Isafirði og raunar miklu viðar axla skiði og skreiðast með þau upp á fjalls- tinda. Vonandi að enginn bein- brotni á leiðinni niður — en aldrei er að vita, hvað fyrir getur komið á fjölsóttum útivistarstöðum — við ræddum t.d. við starfsstúlku Skiðahótelsins i Hliðarfjalli við Akureyri i gær, og hélt hún, aö glatt yrði á hjalla þar nyrðra um páskana. Þau tækju við 22 mann- eskjum i herbergi, en þar fyrir utan kæmust um 100 manns i svefnpokapláss. Hlýtur að vera gaman á siðkvöldum á svoleiðis stað. Akureyringar dvelja lika i lausum tengslum við Sklðahótelið um pákadagana, og það er svo sem engin goðgá að ætla sér að keyra á Fiatlús eða Volkswagen- tik norður i HHðarfjall alla leið úr Reykjavik.Passa bara að binda skiðin fast á toppgrindina og aka ekki of hratt. Vegaeftirlitið tjáði Visi i gær, að þaö væri fint færi um allar jarðir og enginn snjór á Afbrýðissemi í garð Jónasar R. Guðmundsson simar: „Visir og þó einkum Morgun- blaðið, hafa gert talsvert úr ferð Jónasar Arnasonar til Englands og reynt að gera hana tortryggi- léga. Ekki veit ég, hvaða hvatir liggja að baki þessum skrifum, en mér dettur helzt I hug að það sé afbrýðisemi, sem þjáir þá sem þannig halda á penna. Það er náttúrlega ósköp auðvelt að sitja á sinum rassi hér upp á tslandi og þykjast hafa fulla vissu fyrir þvi hvernig Jónas hagar sinum áróðri, áður en hann er farinn að taka til máls erlendis. Ég held að sjónvarpsþátturinn, sem Magnús Magnússon stjórn- aði úti og sýndur hefur verið i sjónvarpinu hér, taki af öll tvi- mæli um að Jónas er mjög heppi- legur fulltrúi okkar i landhelgis- málinu, og þyrftum við bara að eiga fleiri slika. Min persónulega skoðun er sú, að þaö sé ekki siður nauðsynlegt að ræða við hafnar- kalla i Hull en að rabba við póli- tikusa i kokkteilpartíum. En það er náttúrl. sjálfsagt að sem flest- ir taki þátt i að kynna landhelgis- málið erlendis. Þess vegna ættu áðurnefndir skriffinnar að benda á menn, sem þeir vilja að sendir «* % \ vegum. Ja....ekki nema á Fjarðarheiði, og hún var rudd i gær, og i Þorskafirði. Gullfoss þéttsetinn Gullfoss leggur upp i árlega páskaferð sina til Isafjarðar og Akureyrar á þriðjudaginn kemur, og sögðu þeir okkur hjá Eimskip, að skipið færi án efa sneisafullt. Margir myndu eflaust fara af þvi á tsafirði á norðurleiðinni, en koma svo aftur um borð, er það kæmi suður fyrir aftur. Jafnan mun glatt á hjalla i þessu fræga og eina farþegaskipi Islendinga, þegar skiðafólkið er um borð. En það er ekki nauðsynlegt að þenja sig alla leið norður á Akureyri eða til ísafjarðar, þótt maður hafi gaman af skiða- rennsli. Bláfjöllin eru við bæjardyrnar, og þangað er hægt að skreppa hvenær sem er á hvaða ökutæki sem er. Jósefsdalurinn er heldur ekki langt undan, og á báðum þessum stööum mun skiöafærið með bezta móti. Og þá er eiginlega ekkert eftir nema segja góða ferö jafnt við skiðagarpa sem klifurkalla — og vonandi að menn gangi ekki svo hressilega fram af sjálfum sér með feröagleði og vorkæti, að ekkert þrek verði eftir til frekari ferðalaga. Munið að hvítasunnan er ekki liðin, heldur ekki verzl- unarmannahelgin og allir sól- skinsdagarnir, sem við ætlum að fá i sumar. —GG. Jónas Árnason verði utan tu að haida tram oKKai málstað. Það ætti ekki að vef;ast fyrir þeim, — eða hvað?” HRINGIÐ í SlMA 1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.