Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 4
4 Visir. Föstudagur 24. marz 1972. r Islenzk uppsláttarrit ekki lengur fjarlœgur draumur LOFORÐ UPP í ERMINA STÖÐVUÐU ÚTGÁFUNA en í staðinn kemur uppflettirit fyrir hverja grein „Salan gcngur vel eftir þvi sem ég bezt veit”, sagði Hannes Pétursson hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- féiagsins i gær, er við inntum hann eftir undirtcktum við hinni nýstárlegu útgáfu á uppfiettirit- um hjá félaginu, sem hófst fyrir nokkrum dögum. Upphaflega var það ætlunin að gefa út islenzka alfræðibók, myndalausa, en ýmislegt hefur orðið þess valdandi, að algjör stefnubreyting varð i fyrra varð- andi útgáfuna. Var farið inn á þá braut að gefa verkið út smám saman, 2-3 bækur eiga að koma út á ári hverju i stað þess að senda verkið út allt i einni heild, eða nokkrum bindum. Verða gefnar út bækur um hin aðskiijanlegustu málefni. Þannig voru fyrstu bækurnar Stjörnu- fræði og Rimfræði eftir dr. borstein Sæmundsson, og Bók- menntir eftir Hannes Pétursson. Bókaflokkur þessi heitir Alfræði Menningarsjóðs. Nokkuð erfiðlega gekk að fá höfunda alfræðibókarinnar til að skila af sér efni. Má þvi segja að loforð upp i ermar hafi átt þátt i að sigla allsherjarútgáfunni i strand. Hinsvegar vinnst töluvert með hinni nýju útgáfuaðferð, þvi með þessu móti verður unnt að mynd- skreyta bækurnar, en myndir áttu ekki að prýða allsherjarút- gáfuna. Þegar fram liða stundir ætti þarna að verða til aðgengilegasta safn uppsláttarbóka, en lögð er áherzla á að bækurnar séu þannig skrifaðar að þær geti orðið öllum almenningi til gagns og ánægju, ekki siður en þeim, sem meira mega sin. Um eitt skeið mun útgáfa þessi hafa verið kostuð að miklu leyti með fé, sem aflað var á þann hátt, að sektarfé fyrir smygltilraunir rann til útgáfu alfræðibókarinn- ar. Mun talsvert fé hafa safnazt á 43 fengið lausnarhraða Oj* myndi yfirgefa sólkerfið fyrir fullt og allt. Lemaitre, Georges Édouard, *1894, belg- ískur stjörnufræðingur, kunnur fyrir kenningu þá, sem hann setti fram árið 1927, að alheimurinn myndi í öndverðu hafa verið samanþjappaður í eins konar flókinni frumeind, sem síðan heföi sundr- azt. lengd, O lengd staðar á jörðinni = hornið milli lengdarflatar staðarins og lengdarflatar Greenwich (lengdarflötur er flöturinn sem felur í sér lóðlínu staðar og snúningsás jarðar). Gera má greinar- mun á stjörnufræðilegri og landfræði- legri lengd, sbr -*breidd. 0 stjörnu- lengd, —stjörnuhnit. lengdarbaugur, lína sem fylgir tiltekinni lengd á landakorti eða stjörnukorti. Stað- ir á sama lengdarbaug hafa sömu lengd. Leo, -*ljóniö. Leo Minor, litlaljón. Leonítar, loftsteinastraumur, sem jörö- in gengur inn í um miðjan nóvember, venjulega 14.—18. nóv., og hefur —geisla- punkt í ljónsmerkinu (Leo). Leonítarnir urðu fyrst kunnir 12. nóvember 1833. Þá birtust stjörnuhröp á himni þétt sem snjóél, allt að 20 á sekúndu, og stóð þann- ig heila nótt. Varð þetta til þess, að rann- sóknir á loftsteinum hófust fyrir alvöru. Leonítarnir sjást á hverju ári, en lang- mest á 33—34 ára fresti. Loftsteinarnir eru dreifðir eftir braut halastjörnu Temp- els, sem sást árið 1866. Árið 1966 sáust sums staðar allt að 40 Leonitar á sek- úndu í nokkra stund. Lepus, —hérinn. Leverrier, Urbain Jean Joseph, •1811, tl877, franskur stjörnufræðingur, sem einkum fékkst við stjarnhreyfingafræði. Leverrier uppgötvaði umframfærsluna á sólnándarstað Merkúríusar, sem ekki varð skýrð með þyngdarlögmáli Newtons (-* þann hátt. í framtiðinni mun út- gáfan þó standa á öruggari fótum og verða tryggð traustari tekju- stofni. Ekki mun endanlega ákveðið hvaða svið mannlifsins verða tek- sérstaklega litlihundur Stjöruuhröpin 12. nóvember IS.'tf, eins og þnu komu listamantit fyrir sjómr n þéim tlmn. Einsteinshrif). Kannsóknir hans á —feril- hnikum reikistjörnunnar Úranusar leiddu til þess að reikistjarnan Neptúnus fannst (1846i. Síðar varð kunnugt, að annar stjörnufræðingur U. C. Adams) hafði rétt áður lokið svipuðum útreikningum og komizt að líkri niðurstöðu. Libra, ->vogin. libration, ->tunglvik. litlaljón (Leo Minor), dauft stjörnu- merki á norðurhveli himins, rétt ofan við ljónsmerkið (Leo). litlibjörn (Ursa Minor), stjörnumerki við norðurskaut himins. Bjartasta stjarn- an í þessu stjörnumerki er pólstjarnan. litlihundur (Canis Minor), stjörnumerki skammt norðan við miðbaug himins neð- in fyrir i næstu útgáfum Men- ningarsjóðs, en ekki er óliklegt að læknisfræði, lögfræði og jarðfræði verði ofarlega á blaði, þegar farið verður að velja efni næstu bóka. — JBP — Þetta er smá sýnishorn ú stjörnufræöibók dr. Þorsteins, en hún er 135 siöur af stuttum og gagnorðum upplýsingum um hvaöeina, sem varöar greinina, að fjölmörgum myndum ógleymdum. Eiður G. stjórnar gerð landhelgismyndarinnar „Undirbúningur aö kynn- ingarkvikmynd um land- helgismáliö er þegar hafinn og er ákveðið að Eiður Guðnason hafi um- sjón með gerð myndar- innar. Þetta verður 10-12 minútna löng mynd í litum Eiður Guðnason og er reiknað með að gerðar verði 36 kopíur sem sjónvarpsstöðvar víða um heim eiga síðan kostá að fá til sýningar", sagði Hannes Jónsson blaðafuiltrúi ríkis- stjórnarinnar i samtali við Visi Gert er ráð fyrir að kvikmyndin verði tilbúin til sýninga um miðj- an ágúst, en hún verður tekin bæði á sjó og landi og samvinna höfð við marga aðila. Hannes Jónsson sagði að stöðugur straumur erlendra fréttamanna væri nú til landsins. 1 hverri viku kæmu margir i stjórnarráðið og r óskuðu eftir upplýsingum og við- tölum við einstaka ráðherra. Að sjálfsögðu er landhelgismálið efst á baugi, en einnig er mikið spurt út i varnarmálin og herstöðina á Vellinum. Kynningarbók rikisstjórnar- innar um landhelgismálið sem Hannes tók saman er verið að dreifa um allan heim. T.d. verður sent eintak til 500 blaða i 125 rikj- um og öll sendiráð Islands er- lendis fá bókina. Sömuleiðis er hún send öllum ræðismönnum ís- lands erlendis. Einnig hafa verið gefnir út nokkrir upplýsingabækl- ingar um málið og i athugun er nánara samband við erlenda fréttamenn i formi heimboðs eða með öðrum hætti. —SG „Evrópa" ó 9 og 13 krónur i INæst á dagskrá i frímerkja- útgáfunni er Evrópufrí- merki að verðgildi 9 krónur og 13 krónur. Frímerkin eru hönnuð af finnskum teiknara, P. Huovinen, svo ekki tjóar að skamma ís- lenzku teiknarana að þessu sinni. Útgáfudagur nýju merkjanna er 2. maí n.k. og er myndin af öðru þeirra, 13 : krónu Evrópunni. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN Bandaríkjastjórn afneitar samsœri gegn Allende Bandariska utanrikisráðuneyt- ið hefur algerlega neitað, að það hafi á nokkurn hátt reynt aö hindra, að marxistinn Saivador Allende yrði forseti Chile, eftir að hann hafði verið kjörinn. Eftir þriggja daga þögn, frá þvi að blaðamaðurinn Anderson bar fram ákærur á félagið ITT og bandarisku stjórnina fyrir að hafa ætlað að koma i veg fyrir, að Allende settist i forsetastól árið 1970. Anderson segir, að sima- fyrirtækiö ITT hafi lagt til við stjórn Nixons, að samsæri yrði gert um þetta. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins, Charles Bray, vildi þó ekkert segja-um ásakanir Ander- son þess efnis, að sendiherra Bandarikjanna i Chile, Edward Korry, hafi fengið umboð til að beita öllum ráðum, nema ekki hernaðaraðgerðum, til að stöðva Allende. Bray vildi ekki neita þvi algjörlega, að sendiherrann hefði fengið slikt umboð. Anderson hefur sagt i greinum, að ITT hafi boðið Hvita húsinu fjárhæð, allt að eina milljón doll- ara (88 millj. króna), sem fram- lag til að hindra valdatöku Allende. Bray neitaði hins vegar óbeint þeim fullyrðingum Andersons, að Korry sendiherra hefði hvatt fyrrverandi forseta Chile,Frei, til að skipuleggja samtök gegn Allende. Utanrikisráðuneytið staðfesti frétt, sem birtist i gær i blaðinu Washington Post og vár frá fréttamnni i Santiagó þar sem segir, að ekkert hafi komið fram, sem bendi til þess, að Korry sendiherra og Frei hafi hítzt á timabilinu september-október 1970, en þann tima nefnir An- derson. Hjúskaparmiðlarnir eru lang snjallastir Eitt hjónabnd af hverjum sjö I V-Þýzkalandi er afleiöing af „rómantík” hjónabandamiðlara. Um tvö hundruö skráðar hjóna- bandsmiðlanir eru i landinu, og ár hvert gangast þær fyrir þvi að koma 60 þúsund pörum til aitars- ins eða skrifstofu fógeta. Alls eru 440 þúsund hjónavígslur I Vestur- Þýzkaiandi árlega, svo að „at- vinnumennirnir” bera ábyrgð á 14 prósentum þeirra. Sérstök opinber nefnd hefur fylgzt með starfsemi hjúskapar- miðlara siðan i aprfl 1970. For- maður nefndarinnar segir, að 45 af hverjum 100, sem leiti til hjúskaparmiðlana, fái lausn sinna mála og megi af þvi ráða, hversu nauðsynleg starfsemin sé. Með þvi eru ekki taldir allir kostir miðlana, þvi að þeir, sem til þeirra leita, eru fólk, sem á erfitt með að fá fullnægju sinna mála á annan hátt. Yfir mörgu þessa fólks vofir hætta á ein- manaleika og taugaveiklun. Yfirmaðurinn, Artur H. Flidtner, segist telja, að þau hjónabönd, sem húskapar- miðlanir gangast fyrir, hafi mun betri möguleika á að standast timans tönn en þau, sem koma til á venjulegan hátt. Um fimm af þúsund allra hjónabanda i V- Þýzkalandi enda meö skilnaði, segir hann en aðeins um eitt af þúsund þeirra, sem hjúskapar- miðlanir stofna til. Algengasti aldur fólks, sem leitar til miðlana, er milli 28 og 38 og konur yfir fimmtiu ára. Ódýrari en aórir! Shodr ICICAN AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.