Vísir


Vísir - 24.03.1972, Qupperneq 13

Vísir - 24.03.1972, Qupperneq 13
Visir. Föstudagur 24. marz 1972. 13 Býflugna- skegg i ÞEGAR Banary Bhatt uppgötvaði, að eiginkonu hans stóö stuggur af býflugnabúi hans, stóð hann frammi fyrir miklu vandamáli. En loks ákvað hann að fjarlægja það úr garöinum þeirra, en hvort frúnni hafi geðjazt betur að nýja býflugnabúinu fylgir ekki sögunni. Bhatt hafði nefnilega gripiö til þess ráðs að hreiðra um býdrottninguna i skeggi sinu, og þá var auðvitað ekki að sökum að spyrja, herskari býflugna tók sér þar bólfestu fika. Þaðan hreyfa þær sig ekki. Ekki einu sinni þegar húsbóndi þeirra borðar, baðar sig, hjólar Ibæínnog verzlar, ellegar þá er hann sefur. Það er með erfiðismunum, að hann fær þær tilaðvikja, þegar hann snyrtir á sér skeggið. Kvenáhöfn íneðan- sjávarstöð — Fjórar ungar konur, Tamara Babajeva verk- fræðingur, Jelisaveta Kusnetsova tæknifræðingur, Galina Sjisjkina lyf jafræðingur og Svetlana Tjaplygina liffræðingur, eru i þann veginn að hefja störf i rannsóknarstofu á hafsbotni, en til þessa hafa þar einungis starfað karlar Haffræði- rannsóknarstofnunin sovézka hefur samþykkt þetta, eftir að stúlkurnar höfðu reynzt við æfingar i réttþrýstiklefa a.m.k. eins vel hæfar likamlega til þessara starfa og karlmenn. Neðansjávarrannsóknarstofur eru meira og meira notaðar við hafrannsóknir og eru Sovétrfkin mjög framarlega á þessu sviði. Tveir sovézkir könnuðir hafa nýverið dvalizt 11 daga i rétt- þrýstiklefa við skilyrði, sem samsvara dvöl á 45 metra dýpi undir haffleti. Notuð var and rúmsloftsblanda af köfnunarefni og súrefni og mönnunum leið betur en af helium og súrefnis- blöndunni, sem venjulega er notuð, en er dýr i framleiðslu og þarf stór og flókin tæki til að framleiða. Köfnunarefnisblandan gerir áhöfn neðansjávarkíefanna mögulegt að vinna heila vakt i einu undir fullum þrýstingi. Mjólkur- hrístingur Ljósmyndafyrirsætur mega heldur en ekki gæta að sér nú- orðið. Tækninni fleygir svo hratt fram. Þvi til sönnunar getum við sagt ykkur sögu af ungri stúlku á Nýja-Sjálandi, sem lét ljósmynda sig i hvitu bikini fyrir veggauglýsingaspjöld, sem áug- lýsa skyldu Auckland-mjólkur- hristing. Blessuð stúlkan fékk tauga- áfall, er hún nokkru eftir mynda- tökuna sá auglýsingaspjaldið. Það þakti báðar hliðar mjólkur- bifreiðar, sem ók út ufti allar trissur. Ljósmyndin ai henm hafði verið löguð þannig til, að hún sýndi stúlkuna allsnakta. Að sjálfsögðu fór stúlkan i mál við mjólkursöluna. Og hún vann málið. Henni voru greiddar riflegar skaðabætur, og nýtt andlitvarsettá nektarmyndirnar á mjólkurbilunum. Aldrei meira pantaö í fluginu en nú Þeir Flugfélagsmenn eru kátir þessa dagana. Það hefur komið i ljós að aldrei fyrr hefur annað eins verið af farpöntunum, inn- lendum sem erlendum, og einmitt nú i ár. Eru pantanir þessar bæði frá f'erðaskrifstofum og ein- staklingum. Ekki standast þessar pantanir nú alltaf, og að magni til eru þær aðeins hluti væntanlegra farþega sumarsins. Hinsvegar gefur pantanafjöldinn hverju sinni nokkuð öruggá visbendinu um hverju við getum búizt við. Aukningin er nokkuð misjöfn eftir flugleiðum, en er að meðaltali 32.4% milli landa. Þá er greini- legt að við erum að vinna Græn- land upp sem ferðamannaland, — farpantanir þangað hafa aukizt um 107%, hvorki meira né minna! Nýir staðlar í byggingariðnaðinum Smám saman eru menn að gera sér ljósari grein fyrir hagnýti staðlanna, sem Iðnþróunar- stofnun Islands lætur gefa út. Fyrir nokkru bættust við staðlar, sem merktir eru IST 61, og IST 20, 21 og 22. Allir eru þessir staðlar fyrir byggingariðnaðinn, sá fyrsti um raflagnatákn, og mun Raf- magnsveita Reykjavikur gera þá kröfu til raflagnateikninga frá siðustu áramótum að þær séu unnar eftir staðli þessum. For- maður staðalsnefndarinnar var Guðmundur Steinbach, rafm. verkfr. Hinir staölarnir eru um mátkerfi fyrir byggingariðnað- inn, hæðamál i byggingum og eld- húsinnréttingar. Engar opinberar kröfur munu enn um notkun þessara staðla en vonzt eftir þeim hér eins og annars staðar. Sérstæð tízka, — og auðseJd, ef.... íslenzk vara úr ull, sérstæð tizka og falleg að mati ferðafólks, sem hingað kemur, virðist auð- seld, hvort heldur það er i minja- gripabúðunum okkar, suður á Keflavikurflugvelli, eða þá i verzlunum erlendis, sem bjóða þessa vöru. Kaupmaður einn i Danmörku kvaðst hafa selt mikið af lopapeysum héðan, en með meiri sölu kvaðst hann hafa tekið eftir að hroðvirknin fór vaxandi. „peysur á fullvaxinn karlmann voru kannski með ermum fyrir börn”, sagði hann. Slikt kann vart góðri lukku að stýra. Myndin okkar sýnir hinsvegar að margt fallegt má gera úr ullinni okkar, — og útflutningsverðmætið vex gifurlega við þessa meðhöndlin frá þvi sem áður var. Þessi vara, sem fyrirsæturnar sýna, er frá Sambandinu og er seld undir vörumerkinu Icelook úr svonefndri Vikingaull. Mokkapelsarnir fljúga út! Finnar hafa fest kaup á 800 mokka-pelsum frá verksmiðju Heklu á Akureyri,- verðmætið er um 7 millj. króna. Þá er unnið að sölu 500 pelsa til Þýzkalands. Áreiðanlega hefur þessi glæsilega framleiðsla fengið góða auglýs- ingu á dögunum i Finnlandi, þvi forsetafrúin okkar skartaði i glæsilegum pelsi sem Steinar Júliusson, feldskeri, mun hafa gert. A þessu sviði virðist aug- ljóslega mikill óplægður akur, en útflutningsverðmætin aukast margfalt við sútun og kápugerð frá þvi sem var áöur, þegar gær- urnar voru fluttar út saltaðar. Gera fleira en sparka bolta og veiða þorsk Þeir á Skaganum gera ýmislegt fleira en veiða þorsk og sparka bolta, endaþótt þeir hafi gert hvort tveggja um áraraðir með góðum árangri. Þeir hafa lika gaman af góðum bókum, og þvi reyndist nauðsynlegt að byggja nýtt bókasafn, og hefur það verið tekið i notkun og er gestakoma þar tið jafnt af yngri sem eldri. I nýja safninu við Heiðarbraut eru 15 þús.bindi, sem má kallast gott, þvi við bruna safnsins 1946 eyði- lögðust flestar bækur safnsins. Kostnaður við nýja safnið var 9.5 millj. króna, en húsið er 356 fer- metrar aö flatarmáli. Bóka- vörður er Stefania Eiriksdóttir, en form. bókasafnsstjórnar er Bragi Þórðarson. Brugga „íslenzkt" öl í Danmörku Liklega þykir þeim þunnur mjöðurinn bruggurunum i Dan- mörku, sem eru að laga ,,is- lenzkt” öl til útflutnings. Og varla gera forstjórarnir i Albany—verksmiðjunni sér miklar vonir um útflutning til annarra landa en Islands með þetta vatnslika öl, sem er þynnra og veikara en veikasta danska ölið, sem frétzt hefur af til þessa. Leyfum til innflutnings á ölinu hingað var úthlutað á 10—15 staði, en aðeins hefur frétzt af Albany—ölinu ennþá, sem stenzt islenzka lágmarkið. Inn- flutningur erlenda ölsins til íslands verður alla vega ekki mikill, — leyfin sem gefin voru út samsvara vist hálfri bjórflösku á mann á mánuði. *■ Hringvegurinn virðist vinsæll. Það.leikur vart á tveim tungum, að hringvegarhugmyn.din á al- mennum vinsældum að fagna meðal almennings, enda seldust miðar i happdrættisláninu strax vel. Þessi ungi maður, Snorri Steinþórsson, var meðal þeirra, sem Visir hitti að máli i gær-4 Landsbankanum. Hann kvaðst ætla að styrkja má]efniö með þvi að kaupa tvo miða, annan handa sér, hinn handa kærustunni. Og svo er náttúrlega alltaf lika von um að vinna stóran vinning, þó ekki sé nú annað. Þau stórjuku söluna Með offsettækni og nýjum Visi jókst sala blaðsins að miklum mun. „Sumarsala dag eftir dag”, sögðu strákarnir i þessum fjöl- menna og vinsæla flokki okkar. Og hér eru þeir söluhæstu i febrú- ar, Auðunn Gestsson, þriðji frá vinstri varð söluhæstur, þá Ari Gunnarsson, lengst til vinstri, og þriðji Egill Magnússon, en hin þrjú komu nærri og hyggja á enn betri árangur, áður en langt um liður.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.