Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 8
8 Vísir. Föstudagur 24. marz 1972. Æskilegt að fá hjúkrunar- skóla við Borgarspítalann : Hér sjáum við ■ S Öldu Sigriði óiadótt- E ._ . . ■ S ur greiða einm S ■ starfsstúlkunni, ■ Guðrúnu Nikulás- ■ S dóttur. ■ ■ — segir Magnús Kjartansson, heilbrigðisráðherra. — Skapaði heilbrigða samkeppni. — Vaxandi hjúkrunarkvennaskortur ella fyrirsjáanlegur stofnuð, og eiga sæti i henni tveir fulltrúar frá Reykjavikurborg, tveir frá menntamálaráðuneyt- inu og einn frá heilbrigðisráðu- neytinu. Ahugi borgaryfirvalda á þessum skóla stafar fyrst og fremst af almennum hjúkrunar- kvennaskorti, sem kemur m.a. fram i þvi, að nauðsynlegt hefur verið að loka deildum i Borgar- spitalanum i sumarleyfum. Þá tekur hjúkrunarheimili fyrir aldraða við Grensásveg til starfa i haust, og er þegar augljóst, að erfitt verður að fá starfslið til heimilisins. I athugun, sem Kjartan Jóhannsson verkfræöingur hefur -gert fyrir heilbrigðisyfirvöld, kemur það fram, að lausn á hjúkrunarkvennaskortinum næst ekki á næstu árum, þó að Hjúkrunarskóli Islands starfaði með fyllstu hugsanlegum afköst- um miðað við þær heilbrigðis- stofnanir, sem eru fyrir hendi i dag,- Fyrir dyrum stendur aö stækka Borgarspitalann, þó að ekki hafi endanlega verið ákveðið i hvaða skyni stækkunin verður nýtt. Til aö skipuleggja viðbygg- inguna þarf fyrst að fá botn i framtiðarskipulagningu spitala- þjónustu borgarinnar og verka- skiptingu milli spitalanna. Helzt hefur verið rætt um að koma þurfi upp göngudeild við spitalann, þ.e. deild þar sem unnt er að taka sjúkl. til ýmissa rannsókna án þess að leggja þá inn, sem kemur sér i mörgum tilvikum betur fyrir bæði sjúklingana og sjúkrasam- lögin vegna minni tilkostnaðar og timasparnaðar.- Auk þess er ljóst, að húsnæði slysavarðstof- unnar er orðið mjög þröngt. Heilbrigðisráðherra sagði i við- tali við Visi, að auk nýs hjúkrunarskóla hefði hann áhuga á að gefa ljósmæðrum kost á framhaldsnámi, til að þær gætu fengið hjúkrunarréttindi. Þörfin fyrir ljósmæður hefur minnkað ört á undanförnum árum við það, að fleiri konur fæða nú börn sín á heilbrigðisstofnunum. - VJ. Vélritunarstúlka Opinber stofnun óskar eftir að ráða stúlku til vélritunarstarfa og almennra skrif stofustarfa. Skilyrði er, að um vana vélritunarstúlku sé að ræða, með góða islenzkukunnáttu og nokkra þekkingu i ensku og a.m.k. einu Norðurlanda máli. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 28. þ.m. merktar „Framtið” Eldhús — gluggatjöld Hin margeftirspurðu „PRINCES” eldhús- gluggatjöld i nýjum fjölbreytilegum litum og gerðum. Última. Gluggatjöld. Kjörgarði. 2. hæð. Ég fyrir mitt leyti er mjög áhugasamur um, að stofnaður verði nýr hjúkrunarskóli við Borgarspitalann. Það er æskil. að hafa tvo slika skóla hér i Reykja- vík. t fyrsta lagi eru of fáar hjúkrunarkonur útskrifaðar til að mæta þörfinni. Þá væri hag- kvæmt að hagnýta bæði Land- spitalann og Borgarspitalann í þessu skyni, og loks sköpuðu tveir skólar heppiiegan samkeppnis- anda i menntun hjúkrunar- Magnús Kjartansson kvenna, sagði Magnús Kjartans- son heilbrigðisráðherra I viðtali viö Visi i gær.- Borgarstjórn Reykjavikur hefur samhljóða samþykkt ályktun þess efnis, að stofnaður verði nýr hjúkrunar- skóli við Borgarspitaiann og vill, að hann gæti tekið til starfa I haust. Viðræöunefnd til að kanna möguleika þessa máls hefur verið Fyrsta batamerkið — þegar sjúklingurinn vill fara að snyrta sig — hórgreiðslustofa opnuð við Borgarsjúkrahúsið Læknarnir segja: „Fyrsta batamerkið er það, þegar fólk er farið að hugsa um að láta snyrta sig. Annað og þriðja er það, þegar fólk framkvæmir það”. Þetta segir Alda Sigriður Öladóttir, en hú sér um hár- greiðslustofu á Borgarspitalan- um. A Borgarspitalanum já. Þessi hárgreiðslustofa var tekin I brúk- ið i byrjun maimánaðar siðastlið- ins. ■ „Þeir voru búnír að vera með þetta lengi i huga, en loksins kom að þvi, að auglýst var eftir stúlk- um, og siðan hef ég verið hér, segir Alda”. Asamt öldu starfar þarna einn- ig stúlka að nafni Gréta Öskars- dóttir, en hún sér um snyrtinguna og vinnur hálfan daginn. Alda sér um hárgreiðsluna, og það er nóg að gera. „Stundum er svo margt, að það mætti ætla að hér væri verið að halda tombólu, en einhvern veg- inn kemst ég alltaf yfir það”. Ekki komast allir sjúklingar hingað uppT „Nei.nei, en það er komið með suma i hjólastólum, og svo förum við llka niður á stofurnar. T.d. kemur það oft fyrir, að menn hringja hingað og biðja mig um að fara niður og greiða ein- hverri eiginkonunni, þar sem hún sé eitthvað dauf, og þá er þetta alveg gifurleg upplyfting fyrir hana. En það er reynt að koma með alla hingað upp. Svo hef ég mjög gaman af þvi, hvað sjúk- lingarnir kunna að meta þetta. Það kemur oft fyrir, að þegar þeir eru að fara héðan, timi þeirra hér er búinn, þá koma þeir með blóm og færa mér. Þeir sýna svo inni- legt þakklæti”. Koma karlmennirnir lika i snyrtingu? „Þeir gera nú ósköp litið að þvi, * en þeir koma þó i klippingu, og þá er oft glatt á hjalla hérna. En þessi vinna er alltaf mjög skemmtileg, og sérstaklega vegna þess hvað við getum lifgað marga upp”. — EA. OPIÐ TIL KL. 10 Vörnmarkaðurinn hf. JÁrmúla 1A — Simi 86-113 MATVÖRUDEILD 86-111 HtrSGAGNADEILD 86-112 alla föstudaga AUGLÝSINGA- DEILD ER AÐ HVERFIS- GÖTU 32 V Ferðafélag Islands Sunnudagsgangan 26/3. Búrfell — Búrfellsgjá Brottför kl. 13 frá Umferðarmiðstöðinni. Verð kr. 200,00 Ferðafélag íslands. Staða framkvœmdastjóra Sambands sveitarféiaga i Austurlands- kjördæmi er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt launakröfum sendist, fyrir 20. april næstkomandi, stjórnarformanni sam- bandsins, Reyni Zoéga Neskaupstað, sem veitir nánari upplýsingar. Stjórnin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.