Vísir - 24.03.1972, Page 6

Vísir - 24.03.1972, Page 6
6 Visir. Föstudagur 24. marz 1972. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson . Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 11660 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 11660 ( 5 línur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaöaprent hf. Hunzkast enn írska harmsagan ætlar engan endi að taka. Ekk- ert lát er á sprengju- og kúlnaregninu. Fólk lifir i stöðugum ótta um sig og sina. Enginn er óhultur fyrir hermdarverkamönnum, eða þá brezkum her- mönnum. Tilviljun ræður mestu um, hver verður næsta fórnardýrið i þvi geðveikislega striði, sem þar er háð. öfgamenn beggja vegna viglinunnar hafa magnazt eftir atburðina i Londonderry, þar sem brezkir hermenn léku hlutverk morðingjanna og voru sizt eftirbátar hermdarverkamanna irska lýðveldishersins i þvi. Skæruliðaflokkar kaþólskra öfgamanna, annar armur irska lýðveldishersins svonefnda, sóru þess eiða að hefna morðanna i Londonderry grimmilega. Það hafa þeir gert, en fórnardýr þeirra hafa fyrst og fremst verið saklaus- ir borgarar, sem hafa af tilviljun orðið sprengjum að bráð. í öllum mekkinum beindust augu manna til Lond- on. Engum mun hafa komið til hugar i alvöru, að rikisstjórn Heaths hafi borið ábyrgð á mannvigun- um i Londonderry, nema ef væri vegna stefnuleysis stjórnarinnar. Edward Heath forsætisráðherra var krafinn um aðgerðir, sem byndu enda á svartnættið og vektu að minnsta kosti nýjar vonir i brjóstum fólksins. Löng bið varð á, að tillögur Heaths litu dagsins ljós, ög þær hafa farið leynt. Ráðherrar i London voru sagðir ósammála um stefnuna, og vandinn er mikill. Heath hefur nú borið tillögur sin- ar undir forsætisráðherra heimastjórnarinnar á Norður-írlandi, sem er jafnframt forvigismaður mótmælendatrúarmanna, sem þar ráða rikjum og hafa alltaf gert. Tillögur Heaths virðast ekki hafa mætt þeim skilningi hjá Faulkner forsætisráðherra, sem brezka stjórnin hafði vænzt. Það verður auðvitað á valdi brezku rikisstjórnar- innar að gera það, sem henni sýnist i málefnum Norður-írlands, hvað sem stjórnin þar segir. Heath stefnir að margháttuðum umbótum i Norður-ír- landi. Áætlun hans felur i sér að bæta hag kaþólskra landsmanna og auka áhrif þeirra. Þetta eru um- bætur, sem hefði þurft að gera fyrir löngu, og raun- ar munu margir telja þær ganga of skammt. Þær eru engu siður lofsamlegt fyrsta skref til að upp- ræta hið raunverulega mein, það misrétti, sem meirihlutinn hefur beitt kaþólska minnihlutann á Norður-frlandi. Ef við tillögurnar verður staðið. Mesta hættan er, að valdhöfum á Norður-írlandi takist að fá brezku stjórnina ofan af þvi að gera raunverulegar umbætur. Brian Faulkner er ekki i röðum hinna öfgafyllstu mótmælenda. En i flokki hans eru öfgamennirnir að verða sterkari, þeir menn, sem hafa hunzkað sér- hverjar umbætur og bera þvi meginábyrgð á ástandinu. Þessir menn munu leggja fast að Faulkner, að hann bregði fæti fyrir umbótaáætlun Heaths. Þessir menn hafa ekkert lært. Þeim skilst ekki, að þriðjungur landsmanna verður ekki kúgaður til langframa, hvorki með brezkum vopnum né irsk- um. Athafnir kaþólsku öfgamannanna eru hörmu- legar, en hunzka forystumanna mótmælenda við umbótum á óhæfu misrétti er jafnófyrirgefanleg fyrir þvi. Willy Brandt er hættur að (( brosa. willy Brandt er grafalvar- legur. Sjáið, hvað hann er orðinn hrukkóttur, og baugana undir augunum. Hann hefur elzt um hundrað ár á einni viku. Þannig gengur máltækið i Bonn, höfuð- borg Vestur-Þýzkalands, og lýsir nokkuð þeim alvarlegu atburð- um, sem þar hafa verið að gerast, þar sem núverandi samsteypu- stjórn hefur sýnzt vera að hruni komin. En stjórnarandstæðingar, hinn stóri kristilegi lýðræðis- flokkur, eru orðnir horskari. Þar segja þeir nú: „Það er undarleg breyting, sem er að veröa á em- bættismönnum rikisins. Þeir eru upp á siðkastið aftur farnir að heilsa okkur!” Og sagt er, að það sé nokkurt barómet á stjórnmálaástandið, þegar embættismenn eru byrjað- ir að heilsa, bugta sig og beygja og vera kurteisir við stjórnarand- stöðuna. Hæhæ, loftþrýstingurinn fer lækkandi, veðrabrigði eru i nánd, stormur, rigning og haglél, það er betra að lyfta hattinum, allir eru jú mannlegir. Þó er viss- ara að taka lika áfram ofan fyrir ráðherrum og stjórnarsinnum, þvi maður veit aldrei, hvaða stefnu lægðin tekur. Foringjar hinnar kristilegu stjórnarandstöðu eru hinsvegar ekki myrkir i máli, þegar þeir spá i veðrið. Það eru þeir Rainier Barzel og Franz-Josef Strauss. Þeir fara um landið og lýsa hátið- lega yfir: „Við erum reiðubúnir að taka stjórn landsins i okkar hendur.” Þó vita þeir, að völdin koma náttúrlega ekki fyrirhafn- það kyrrt liggja. Vegna þessara óliku sjónarmiða innan fylgis- hópsins eru samheldnisböndin ekki nógu sterk, þegár á reynir, alls konar urgur og ilideilur undir niðri geta gefið einstökum flokks- mönnum ljómandi tækifæri til að hlaupa út undan sér. Sérstaklega eru tilefnin mörg f ýmiss konar innanlandsmálum og fjármálum. Eitt miskliðarefnið innan stjórn- arinnar eru skattamálin. Stjórnin hafði heitíð því að framkvæma endurskoðun á skattalögunum, léttaskattabyrðar á lágtekjufólki. En einhvern veginn hefur þetta nú farið út um þúfur, það er erfitt 1 þessari viðleitni til að skapa nýjan og betri heim hafa báðir aðiljar slegið af kröfum sfnum. Rússar voru reiðubúnir að slá striki yfir gamlar ávirðingar Þjóðverja i styrjöldinni, en sjálf- sagt var fórn Þjóðverja mest, þar sem þeir voru reiðubúnir að við- urkenna Oder-Neisse linuna og „afsala” Pólverjum þannig við- um landsvæðum, sem milljónir manna I Þýzkalandi telja enn sina heimabyggð og ættarslóð, og þeir voru þar að auki reiðubúnir að viðurkenna skiptingu Þýzka- lands, að Austur Þýzkaland „væri til” og báðir hlutarnir skyldu fá RÆFLAP0LITIK arlaust upp V hendurnar á þeim. Þeir gera áætlanir, þeir vinna að samsæri. Allt miðar að þvi að sýna nú verulega kænsku og koll- varpa stjórninni. Þeir eru með miklar ráðagerðir á prjónunum. Við ætlum að bera upp vantraust á stjórnina, og það undarlega mun gerast, segja þeir, að eigin fylgismenn stjórnarinnar munu svikja hana, og hún mun falla á þeirra atkvæðum. (Þetta er hin svokallaða „ræflapólitik” — Lumpenpolitik.) t eitt skiptið lýsti Franz-Josef Strauss meira að segja yfir: „Við höfum nú þegar náð á okkar band 8 flokksmönn- um stjórnarflokkanna. Við segj- um ekki hverjir það eru, en það á eftir að koma i ljós.” Þetta er óneitanlega dálitið uggvænlegt fyrir stjórnina. Getur það verið, að stjórnin sé leynilega |þegar búin að missa meirihluta sinn, getur það hugsazt, að farið jhafi verið fram af sliku undirferli og lygi, að til séu 8 þingmenn, ræflar eða Lumpen, áður fylgis- menn stjórnarinnar, sem ætli sér nú að vikja og greiða rikisstjórn- inni rothöggið? Ekki heldur þó flokksformaður jafnaðarmanna, Herbert Wehner, að þetta sé rétt. Hann svaraði svofelldu til: „Um páskaleytið i fyrra sagðist stjórnarandstaðan ætla að fella stjórnina, hún hélt vist, að páskakjúklingurinn eða páskahérinn kæmi með þessa páskagjöf til þeirra, en einhvern- veginn fór það svo, að ekki einu sinni jólasveinninn kom með þessa langþráðu gjöf til þeirra. Og þeir eiga enn eftir að verða fyrir vonbrigðum. Vonir þeirra eftir að komast i ráðherrastólana eru ekki annað en „páskafúegg.” Við skulum fara varlega i allar veðurspár, en hitt er vist, að þing- meirihluti stjórnar Willy Brandts er svo naumur, að það má engu muna. Hér er barizt miskunnar- laust um völd og togazt á um eitt og eitt atkvæði. Stjórnin hafði að- eins átta atkvæða meirihluta, og það er nú enginn vafi á þvi, að hún er nú þegar búin að missa þrjú at- kvæði. Hún á lika i vök að verjast, vegna þess að hún er samsteypu- stjórn milli tveggja flokka, sem eru undir niðri tortryggnir hvor gagnvart öðrum og i rauninni klofnir i afstöðunni hvor til ann- ars, þó reynt hafi verið að láta að glima við rótgróiö kerfi og stugga við hagsmunum og emb- ættishópum, sem tregðast á móti breytingum. Auk þess er það vit- að, að annar stjórnarflokkurinn. Frjálslyndi flokkurinn, er mjög viðkvæmur fyrir að gert sé móti hagsmunum stóriðju og fram- kvæmdafyrirtækja. Þegar allt kemur saman, hefur þetta ein- hvern veginn farið svo, að nú er ljóst, að ekkert verður að gert. Þetta fyllir nú róttæka vinstri- sinna i Jafnaðarmannaflokknum slikri heift, að jafnvel er hætta á að þeir hlaupi undan merkjum og opni kristilega flokknum þannig leið að ráðherrastólunum. Ástandið er allt annað innan kristilega flokksins. Hann er I stjórnarandstöðu og leggur allt kapp á að komast I stjórnina. Það er mál málanna, míkílvægt bar- áttumál, sem hægt er að skapa samheldni um. Það er þvi miklu erfiðara fyrir flokksmenn hans að finna sér átyllu. Ef þeir skerast úr leik, verða þeir skilyrðislaust og miskunnarlaust stimplaðir svikarar. Og svo stendur baráttan áfram um eitt og eitt atkvæði, sem getur ráðið meirihlutanum. Og það al- varlegasta viö þessa svæsnu valdabaráttu er, að hún snertir og flækist inn i stórbrotin og mjög hættuleg alþjóðamál. Svo illa hef- ur farið, að langharðsóttasta deilumálið hefur nú orðið samn- ingarnir við Rússa og Pólverja um lausn Þýzkalandsmálsins. Þegar slikar deilur hefjast um þetta málefni, þá er óhætt aö segja, að Vestur-Þjóðverjar eru i allri valdastreitunni að leika sér að eldinum. Þá snertir máliö ekki einungis þá sjálfa, heldur er teflt um örlög allrar Evrópu, kannski alls heimsins. Miklar vonir hafa verið bundnar við tilraunir Willy Brandts til að ná þessum samn- ingum. Þeir áttu að verða undir- staða sætta milli austurs og vest- urs, á þeim skyldi byggja lausn Þýzkalandsmálanna, næsta skrefið átti að vera öryggismála- ráðstefna, þar sem unnið væri að afvopnun og smámsaman afnámi hernaðarbandalaga, burt með fjandskap og vopnabrak úr Evrópu. Hér hefur verið unnið að þvi að afnema tortryggni og hatur og hefja uppbyggingarstarf allrar álfunnar. inngöngu i Sameinuðu þjóðirnar. Þannig voru þeir reiðubúnir að ganga feti lengra en t.d. kin- versku kommúnistarnir, sem i frekju sinni og ágangssemi vilja alls ekki fallast á, að Formósa fái sér viðurkenningu. En kannski var of langt gengið i umburðarlyndi, ekki svo að Þjóð- verjar geti nokkru sinni vænzt þess að fá að halda og leggja und- ir sig aftur hin töpuðu landsvæði, en einfaldlega vegna tilfinninga fólksins, sem hefur orðið að flýja þessi landsvæði. Þess vegna m.a. er málinu nú stofnað 1 hættu, Og svo bætist það ofan á, að stjórnar- andstaðan sýnist nú ætla að gera þetta mál að tæki til að steypa stjórninni. Nú er komið að þvi, að þingið i Bonn verður að staðfesta samn- ingana. Brandt sýnist hafa vonazt til þess, að það tækist nú snemma i vor, en það hefur dregizt á lang- inn. Það varð þá fyrst ljóst, hvað stjórnarandstaðan ætlaði sér, þegar efri deild sambandsþings- ins neitaði að staðfesta samning- ana, nema „vissar skýringar” væru gefnar, sem var alveg sama og neiyrði. Nú er það að visu svo, að efri deildin hefur ekki úrslita- vald. Hún er öðruvlsi kosin, ekki i almennum kosningum, heldur er hún nokkurskonar héraðaþing, og þar sem kristilegir höfðu völdin I fleiri héruðum Þýzkalands, réðu þeir lika yfir meirihluta i efri deildinni. Þó höfðu menn ekki viljað trúa þvi, að þeir yrðu svo harðir að beita þvi verkfæri fyrir sig, en nú er það komið i ljós. En neitun efri deildarinnar hafði þó önnur áhrif, vegna henn- ar er það skilyrði, að neðri deildin staðfesti samningana, ekki aðeins með venjulegum meirihluta i at- kvæðagreiðslu, heldur verður hreinn þingmeirihluti að standa á bak við. Og þar stóð einmitt hnifurinn i kúnni i þessari rimmu um einstök atkvæði. Þetta hafði það i för með sér, að það var ekki nóg, að Willy Brandt safnaði saman 247 atkvæðum, heldur varð hann að fá 250, og með þvi getur hugsazt, að hástökksstöng- in hafi verið sett 3 mm of hátt. Svo mikið er vist, að síðan hefur hafizt hinn skæðasti bardagi um millimetrana, það er um einstök atkvæði. Siðan liggja einstakir þingmenn undir óskaplegu fargi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.