Vísir


Vísir - 24.03.1972, Qupperneq 9

Vísir - 24.03.1972, Qupperneq 9
 ‘l Vlsir. Föstudagur 24. marz 1972. tJr bilunum á hlaðinu á Skaftafetli og siðan var sjón- aukum brugðið á loft og augun notuð til að horfa á Skeiðará breiða úr sér yfir sandana. Frá vinstri sést á bakið á flugstjór- anum Ingimar Sveinbjörnssyni, isamgöngumálaráðherra Hannibai Valdimarssyni, vegamálastjóra Sigurði Jóhannssyni, Elleser Jónssyni flugmanni, verkfræðingum vegagerðarinnar og yzt til hægri Brynjólfi Ingólfssyni ráðu- neytisstjóra. I heimsókn að Skeiðará í gœr: ER AIN AÐ GABBA VÍSINDAMENNINA? Allt í einu var fnykur inni í Douglasvélinni. Hin margumtalaða jökulfýla, við vorum að nálgast staðinn. Ekki var þó jökulfýlan neitt verri en þefur sá, sem berst að vit- um höfuðstaðarbúa frá loðnubræðslu nú. Seölabankinn oe Veeaeerö rikisins efndu til ferðar austur að Skeiðará ogSkaftafellii gær. Utan 28 sæta Douglasvélarinnar voru þrjár minni vélar i ferðum. Farþegarnir innanborðs, sam- göngumálaráðherra, vega- málastjóri, ráðuneytisstjóri, verkfræðingar vegagerðarinn- ar, starfsmenn Seðlabankans og fréttamenn. Ein smávélanna i flugflotanum, sem bar við hlið Douglasinum á leiðinni austur, reyndist hafa annars konar hlutverki að gegna á bakaleið- inni, rýmt var fyrir sjúkl. sem þurfti að komast til Reykja- víkur. Sjúkrabill þeirra Skaft- fellinga renndi að vélinni á flug- Skaftafell og varnarga rða rnir, sem Skeiðarár- hlaupið mæðir á - til prufu. vellinum á Fagurhólsmýri - jeppi, sem sjúkrakörfu hafði einhvernveginn verið komið fyrir I. En áður en það var, hafði Ingimar Sveinbjörnsson flug- stjóri Douglasvélarinnar, margreyndur I Grænlandsflugi, sannað flughæfni sina með þvi að þræða Suðurlandiö, milli fjalla og yfir mannvirki, svo lágt að greina mátti nær öll smáatriði. Svifið var yfir gul tún upp- sveitanna, framhjá Heklu- hrauni, sem rauk enn úr, Búr- fellsmannvirkin, og upp með ánni að Landmannalaugum, sem voru huldar snjó, yfir há- lendið með eldgigum og yfir skriðjökla Vatnajökuls. Sveim- að var yfir Grænalóni, en ekki þótti fært til Grimsvatna vegna slæmra birtuskilyrða. Stefna var tekin i suðurátt og þrætt meðfram Skeiðarárjökli, þar sem hlaupvatn fossaði fram á fleiri stöðum af mismunandi krafti, og Skeiðará breiddi sig yfir sandana suður undan. I stilltu morgunveðrinu var sem vorið ætti ekki langt eftir i öræfasveitina. Túnin eru farin að grænka og brum komið á trjágróðurinn meðfram vegin- um, sem billinn erfiðaði sig upp eftir i skógivaxinni brekkunni að Skaftafelli. A hlaðinu tók bóndinn, Ragnar Stefánsson, á móti gest- um, sem létu það siðan verða sitt fyrsta verk að lita yfir sand- fram, varnargarðana þar sem ana, þar sem Skeiðará beljar vegagerðarmenn voru við PÍÉSlwl Hlaupvatniö kemur undan skríöjöklinum á ýmsum slööum. vinnu. Vatnið flaut að þeim, en enn sem komið er standast þeir áhlaupið. En skarð hafði komið i simastauraröðina, liggur yfir sandinn i vestur og var umflotin vatni. 1 Skaftafelli lá þessi sér- staki Skeiðarár „ilmur” i loft- inu. Nokkuð skiptar skoðanir eru um það, hversu hlaupið er eða verður umfangsmikið að þessu sinni. Halupið hefur vaxið hægt en sigandi. Ragnar bóndi telur, að enn sé ekki útséð um að það eigieftir að vaxa. Sigurjón Rist, sem var vestur á söndum og alls ekki i sjónmáli, hefur látið þá skoðun i ljósi, að ekki muni verða mikið meira úr þvi úr þessu. En einhvern veginn hafa ýmsir varann á ennþá. ef eitt hvað skyldi gerast. Það hefur fjölgað skjnöilega ibúunum i Hæðum, en svo kall- ast bær Ragnars, sem er annar Skaftafellsbæja, sem enn er bú- ið á. Hinn er Bölti og svo er Sel- ið, sem er komið i eyði. Nú eru þrettán manns i heimili i stað hinna fjögurra, sem venjulega eru þar ábúandi. Þar hafa visindamenn, sem stunda sthuganir af kappi, hæli, og einnig fréttamenn, sem vilja fylgjast með viðburðum. Og það er ekki siður flogið umhverfis Skaftafell en að bilar komi þangað. Þyrla Andra Heiðbergs er gerð út þaðan og Ómar Ragnarsson leikur sér að þvi að hringsóla þar i kring, en flugvöllurinn, sem hann notar, er útskot á veginum, ekki langt i burtu. í bakaleiðinni er komið við að Hofi, það er einkenni þessarar sveitar, að margbýli er á hverri jötðu. Þar er nestið snætt og litið á kirkjun*, sem er gömul og i hinum frumstæða sveitastil okkar, en fallegri byggingarlist en sést viða i þéttbýlinu á hús- um sömu tegundar. Ferðamennirnir, sem flykkj- ast til þessa svæöis eftir að veg- urinn er kominn yfir sanda og vötn, munu eflaust hafa hana sem einn áfangastað sinn. En i þessari ferð eru það Skeiðará og sandarnir sem eru aðalatriðið, vatn og sandur og aftur vatn. En jöklarnir með hæstu hnjúka i fjarska og skrið- jöklarnir með sínum blágræna lit, klettar og skógivaxin gil, heimta athyglina einnig i þess- ari vin milli jökla annars vegar og vatna og sanda hins vegar. —SB —

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.