Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 24.03.1972, Blaðsíða 12
12 Vísir. Föstudagur 24. marz 1972. Það leiða skass n — Mér liður rétt eins og inn- yflin hafi veriö skorin úr mér. Ég hafði ekki gert mér i hugarlund, að þetta leiðaskass væri svo ill- gjörn. Þetta sagði leikarinn Laurence Harvey, 44 ára er hin 57 ára gamal eiginkona hans, haföi sent skilnaðarbréf. Joan Cohn, ekkja eftir Harry Cohn, föður Columbia Pictures—kvikmynda- samsteypunnar og eigandi að minnsta kosti 350 milljóna króna eftir fyrri mann sinn, hefur nú krafizt skilnaðar frá leikaranum, seinni manni sinum óg heimtaö hvern hans eyri I þokkabót. Hún gefur honum það að sök að hafa vaðið full frekjulega ofan i sig hvað eftir annað. Harvey var að koma úr heim- sókn til vina sinna i Mextkó, þegar hlaðfreyja flugstöðvar- innar i Los Angeles færði honum bréfið frá konu hans. Harvey ieit snöggt yfir stefn una, kastaði bréfinu siðan frá sér — og hélt áfram ferð sinni; Parið hefur mest allt hjóna bandið búið sitt i hvoru lagi, en þau Harvey og Joan voru gefin saman 1968. Hins vegar eru Harvey og ljósmyndafyrirsæt an Paulina Stone óaðskiljanleg. „Rólegur Harry. Mamma missir áreiðanlega ekki af lest- inni.” Gœtið að GÖMUL TRE bíistjorar NÆST þegar þú biður eftir réttu Ijósi á gatnamótum skaltu gæta aö þér. Það gæti einhver veriö að mæla þig út. Læknarit eitt franskt birti nýveriö grein eftir sálfræð- ing, sem hafði gert sér það til gamans að virða fyrir sér at- hafnir bifreiöastjóra, sem biðu eftir græna ljósinu: Fimm bifreiðarstjórar af hundrað slöppuðu af og viku höndunum af stýrinu. Sjö kroppuöu I nef sér tauga- óstyrkir. Niu könnuðu næstu bifreiöir og ökumenn þeirra og gáfu I skyn áhuga sinn á að komast fram fyrir á einhvern hátt. Tveir af hundrað kveiktu sér i sigarettu og reyktu óskaplega og aðrir tveir tuggðu tyggjó enn óskapiegar. Og ekki má gleyma þeim tveim, sem undu sér þegar I það að kyssa samferðamann sinn. — Starfsmenn skógræktar rikisins i Sovétlýðveldinu Lett- landi hafa talið þau tré, sem náð hafa 100 ára aldri innan marka lýðveldisins. Alls voru talin 600 tré. Meðal þeirra er þúsund ára gömul eik, og mældist stofn hennar viö jörðu 33 metrar i ummál. Einnig fannst við þessa leit birkitré, sem vaxiö hefur út úr holu i eikartré, og á ýmis önnur sérkennileg náttúrufyrirbæri rákust skógræktarmennirnir. TAKMÖRKUÐ EILÍFÐ — Hinn eilifi snjór og klaki á Elbrus, sem er hæsta fjall i Evrópu, 5642 metra yfir sjávar- máli, er eilifur aðeins að tak- mörkuðu leyti. Úkrainskir vísindamenn hafa gert kolefnis rannsóknir á lofti, sem fundizt hefur i bólum langt niðri i is- hellunni, og niöurstöðurnar sýna, að snjó- og klakalagið er aðeins 340 ára gamalt eða frá tlmum eftir siðasta eldgos, sem varð i fjallinu. Elbrus er taiið útbrunniö eldfjall, en þar myndast þó enn mikiö jarðgas, og gufu- og vatns- hverir eru i fjallinu. ÞESSA NÁGRANNA er að finna í Tanum í Svíþjóð. Loft- netið er þeim eiginleika búið að geta tekið á móti sjón- Umsjón: ra varpssendingum frá Ameríku og endurvarpað allt til Þórarinn P Danmerkur. Verð loftnetsins er sagt hafa verið 480 Jón Magnússon §| milljónir ísl. . . — Nokkuð dýrara en mannvirkið við j hliðina, skúrræfillinn gamli, sem á sér líklega lengri sögu ,..... : ■ ...... ■ [: > en sjónvarpi. Það hefur ósjaldan átt sér stað úti i honum heimi, að börnum sé rænt úr vögnum sinum á meöan mæðurnar verzla. Fjöldi slikra barnarána hefur átt sér stað i Englandi. Það kom þvi fáum á óvart, er það frettist, að það væri ensk kona, sem fyrst allra mæðra hafði komið fyrir þjófabjöllu I barnavagni. Carol Jackson heitir frúin og á heima i Walthamstown, sem er skammt frá Lundúnum. Tæki frúarinnar er einfalt. í barnavagninum kom hún fyrir litlu tæki á fleti, sem gefur eftir. Þegar barnið er tekið upp úr vagninum sendir tækið boð til bjöllu, sem þegar i staö hljóðar óskapleea. Útvarpsleikritiö, sem viö heyrðum I gærkvöld fjallaði um unga elskendur, »em voru að lesa saman undir próf. Fáir ömuöust við þeim. ööru máli gegnir um hina öldnu elskendur, sem hér skal sagt frá: Hann heitir Robert Kloch og er 99 ára. Hún heitir Magdalena Klein og er 76 ára. Þau dveljast bæði á elliheimilinu Traunstein I V-Þýzkalandi. Þar kynntust þau fyrst — og uröu afskaplega ást- fangin. „Hættiði að leiöast hér um allt. Þið eruð oröin of gömul til að láta eins og kærustupar. Þið eruö blátt áfram hlægileg þegar þiö leiöist svona”, sagöi forstjóri elli- heimilisins, og gerði allt, sem i hans valdi stóð til að stia elskendunum i sundur. Þeim Robert og Magdalenu þótti þetta súrt i bróti, og þau gátu ekki með nokkru móti bælt niður ást sina. Einn daginn, þegar þau sátu fyrir framan sjónvarpiö, eftir kvöldmat náöi Robert að hvisla að unnustu sinni: „Ég hef skranað saman 500 nund — stingum af. Viö erum enn ung i anda og hvers vegna þá ekki aö njóta allra þeirra llstisemda, sem lifið býöur upp á?” Gamla konan skrikti, þegar hún kinkaði kolli til gamla mannsins. Hervar samþykki var fengið. Nokkrum dögum sfðar — árla morguns — tindu þau saman pjönkur sinar og laumuðust i burtu. Þau stöðvuðu leigubil og létu hann keyra sig þær 70 milur, sem eru upp á Bæheim i ölpunum. Þar leituöu þau uppi huggulegt hótel og fengu þar herbergi saman I eina viku. Hinir hótelgestirnir hentu gaman að „brúökaupsferðinni” — en Robert gamli leiörétti þá: „Við erum ekki á brúðkaups- ferðalagi — við erum aðeins trú- lofuð.” Að viku liöinni fór Magdalena ' að óttast, að ættingjar þeirra og vinir væru farnir aö hafa áhyggjur af hvarfi þeirra. Það hvarflaöi jafnvel að henni, að leit væri hafin að þeim. Þvi var þaö, að skötuhjúin 1 ■ ■ pökkuðu niður aftur og héldu heim á elliheimilið. Og það stóð heima, lögreglan var rétt i þann mund að fara aö láta lýsa eftir þeim. Forstööumaður elliheimilisins, sem nærri hafði fengið taugaáfall vegna hvarfsins hrópaði upp yfir sig: „Og þið eruö enn viö sama heygarðshornið! ” „Sama heygarðshornið? Þvættingur!” leiðrétti Róbert. „Siður en svo. Við vorum að skemmta okkur á fjallahóteli áttum þá skemmtilegustu viku, ogsem við höfum á ævi okkar lifaö.” „Og þaö er ekki nóg meö það,” bætti Magdalena við. „Þritugasta og fyrsta janúar næsta ár ætlum við Robert aö giftast. Þann dag verður hann Robbi minn sko 100 ára gamall.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.