Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 1

Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 1
vísm 62. árg. — Mánudagur 27. marz 1972 — 73.tbl. Jón er kominn heim (með strókona) Hann Jón (Erlendsson) er kominn heim með strákana frá Spáni. Taplausir eru þeir komnir heim sælir og rjóðir og náðu 3. sæti i undankeppninni þarna syöra. Við sátum fyrir nokkrum landliðsmannanna og lögðum nokkrar spurningar fyrir þá . — Sjá IÞRÓTTIR i miðju blaðinu. Oklahóma Bara að Þjóðleikhúsið ein- beini kröftunum með svip- uðum árangri að alvarlegri verkefnum, segir Ólafur Jónsson í leikdómi um Okla- homa. Ekki er annað að sjá á dómi Ólafs en leikurinn hafi llkað vel. — Sjá bls 7. „ALLT ER BEZT HJÁ OKKUR" segja þeir hjá ríkinu. Þess- vegna þykir þeim það eðli- legt og sjálfsagt að þeir létti sem mestum byrðum af þeim aðilum, sem kjörnir hafa veriö til aö stjórna sveitarfélögunum. Það er rætt umsveitarfélögsem eigi mjög I vök að verjast fyrir rikisvaldinu I forystugrein- inni I dag. Sjá bls 6. • Þreytandi að heyra talað um þreytu Enda þótt snjór þekji jörð þessa dagana, er engu að siður augljóst að vorið er á leiðinni til okkar. Margir þekkja allt of vel vorsleniö, eöa vorþreytuna, sem virðist ekki eiga nein eölileg upptök. Við gerumþreytunal heild að umræöuefni i dag. — Sjá bls 9. r „Eg er sekur" sagði Edgar Smith, sem i 15 ár hefur beðið í „biðsal dauð- ans” og slfellt haldið fram sakleysi sinu. Aðdáendur hafði Smith eignazt marga utan fangelsism úranna, hann aflaði sér menntunar innan fangelsisins og ritaði fræga bók, sem gerði nafn hans heimsþekkt. Nú hefur hann játað á sig morðið. En var þar verzlað með ját ningu er spurt — Sjá NÚ bls 17. Þetta vil ég lesa: Magnús Már Lárusson blaðar í Vísi siðustu viku — sjá bls. 2 Lögreglumaður sýndi snarrœði Fyrir snarræði tókst að bjarga konu og tveim ungbörn- um út um glugga rishæðar húss- ins að Laugavegi 158 þegar eld- ur kom þar upp um kl. 4 á laug- ardaginn. Tvær konur sem voru á neðri hæð hússins komust það- an út og var önnur illa haldin, enda sjúkiingur. Meðal þeirra sem fyrstir komu á vettvang voru þeir Jón M. Gunnarsson i rannsóknar- lögreglunni og Jónatan Hall lög- reglumaður. Hófust þeir þegar handa um björgun fólksins i ris- hæðinni með aðstoð manna sem á vettvang komu. Börnunum var bjargað fyrst og siðan fóru tveir menn inn um glugga og hjálpuðu konunni út. Var þá mikill eldur á neðri hæö og ekki viðlit að komast þar út. Smá- börnin voru hin hressustu og hafði þeim ekki orðiö meint af. Talið er að eldurinn hafi kviknaö út frá sigarettuglóö. — Sjá baksiðu. Mœttum við fá að moka? Það fór að snjóa, fólk flykktist á skiði, börnin renndu sér á sleöum og hrekkjusvínin I hverfunum hnoöuðu snjóbolta og hentu I saklausa veg- farendur. En það ráku margir ibúarnir I Kópavoginum upp stór augu, þegar barið var á dyr þeirra I gær. Úti fyrir stóðu nefnilega tveir hraustlegir strákar, sem að buðu þvi ofur einfaldlega að moka fyrir það tröppur eða annað og léttu um leið nokkrum áhyggjum af herðum hús bóndans. Strðkarnir heita Jðn Gunnar frá vinstri og Gunnar. Þeir eru skátar og eru i sveit scm heitir Kánfuglar I skátafélagi Kópa- vogs, Kópur. „Eitt góðverk á dag”, stendur einhvers staðar hjá skátunum, og þeir hafa svo sannarlega staðið við það. viö það. —EA 60 brúðkaupsgestir myrtir Pólitíkin er grimm í Arabarikjunum, og þar minnir margt á ástandiö í Evrópu fyrr á öldum, konungamorð, aftökur á torgum og slíkt. í Jemen hafa orðið hryllilegir atburðir i átökum vinstri og hægri sinna. Sextíu gestir í brúðkaupsveizlu karlar, konur og börn, voru myrt af hermdar- verkamönnum, skotið á bifreið með verka- mönnum og margir felldir. Þá var kona myrt, og síðan gerð árás á lík- fylgdina. Stjórnin í ,,arabíska lýðveldinu Jemen" sakar útsendara ,,alþýðulýð veldisins i Suður— Jemen" um ódæðin og hótar styrjöld, ef slíkir at- burðir haldi áfram. SJÁ BLS. 5. ALLT I EINNI BENDU — stórtjón og mikil meiðsli i helgarferðum Sjó bls. 24 Börnin stjórna þar öllu sjálf — sjá frásögn af barnabœnum Bemposta á Norðvestur-Spáni Úr henni blœðir eins og Kristi Þegar páskur nálgast finna margir þjáningar Krists á krossinum, og dæmi hafa veriö um, að blætt hafi úr lófuni fólks, iljum og slðu, aö sögn. Eitt sllkt dæmi er nú i Kaliforniu, þar sem blökku- stúlka á I hlut, en sár finnast engin. Sjó bls. 5 Vicki og New-Seekers í efstu sœtum Melody Grand Prix Sjá bls. 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.