Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 10
10 ' v iail . ' iWiiiiuun^ili' **ííW irkai L‘ 'ldi £.. „Areiðanlega verður teflt fram þvi sterkasta sem til verður, þegar farið verður utan til Olympiukeppninnar. Þar verður við rammari reip að draga en á Spáni”, sagði Hilmar Björnsson. >,Meira að segja línusendingarnar heppnuðust" Geir Hallsteinsson skoraði hvorki meira né minna en 39 mörk i Spánarreisunni eða 6 mörk rúmlega á hvern leik. Geir kvað þennan markafjölda hafa náöst vegna tækifæra, sem buðust eftir snjallan leik sam- herjanna. „Byrjunin var slæm”, sagði Geir, ,,en þetta jöfnuðum við upp með leikj- unum, sem eftir fylgdu. Stig- andinn i liðinu var hárréttur. Styrkleikinn óx jafnt og þétt og ég held að liðið hafi verið hvað sterkast undir lokin. Eins og úr- slitin við Pólverjana gáfu til kynna. En þá hef ég ekki séð jafn sterka áður. Breiddin hjá þeim er meiri en var áður. 1 HM ’70 þurftum við aðeins að taka einn mann hjá þeim úr umferð. Þá féllu þeir saman. Nú dugði slikt ekki lengur. En ég vil þó taka það fram sérstaklega að ég hef ekki fyrr verið með svo góðu landsliði i keppnisferð. Meira að segja heppnuðust mér mjög margar linusendingar, sem að ég hef sjaldan þorað að reyna áður”. Rœtt við landsliðsmennina við komuna ó Keflavíkurflugvöll í gœrdag Kossar og hlýjar kveðjur mættu islenzku landsliðs mönnunum i handknatt- leik, þegar þeir komu heim eftir vel heppnaða Spánarreisu. ósigraðir komu þeir heim. Merkum áfanga var lokið, — en vel að merkja áfanga aðeins, því framundan eru Olympíuleikarnir sjálfir. Fréttamaður Visis náði tali af formanni landsliðsnefndar HSÍ, landsliðsþjálfara og leikmönn- um. Þeir voru allir mjög ánægðir með árangurinn, jafn- teflin tvö og fjóra sigra, og ferð- ina i heild, enda er þetta einhver bezti árangur, sem islenzkt handknattleiksliö hefur náö á er lendri grund. Einn af slöku leikjunum stappaði stálinu í strákana Jón Erlendsson, form. lands- liösnefndar sagöi, er hann var spurður um hinn slaka leik gegn Finnum, að þetta hefði verið einn af þessum slöku leikjum, sem landinn á alltaf öðru hverju. „Ekkert heppnaðist af þvi sem reyna og gera átti, allt fór i handaskolum. Samt er það skoðun min”, sagði Jón, „aö þessi slaka byrjun hafi stappað stálinu i strákana, og hafi átt sinn þátt i þessum frábæra árangri, sem liðið náði. Ég get ekki verið annað en mjög ánægður með ferðina”. „Verst að fá ekki Rússana!" Síðasti krafturinn fór í markið Gunnsteinn Skúlason var fyrirliði landsliðsins i Spánar- ferðinni. „Það var bara ein hugsun, sem komst fyrir i minu höfði', þegar ég fékk boltann úti i horninu i siðustu sekúndunum gegn Norðmönnum, — að skora mark. Og sem betur fer tókst það”. Og þar kvaðst Gunnsteinn hafa notað sinn siðasta kraft, hann lá eftir örmagna. Vörnin grimm Næst gáfum við okkur á tal við Hjalta Einarsson, mark- vörð, iþróttamann ársins, en góö markvarzla hans var þung á liðið var aö minum dómi orðið metunum i sigurgöngu liösins. sterkara en það norska”, sagði Hjalti kvað þetta vera þá Hjalti. skemmtilegustu ferð, sem hann hefði farið með islenzku lands- liði. Leik liðsins kvað hann hafa veriö heilsteyptan og öruggan að fyrsta leiknum undanskild- um. Traust og samstillt vörn hefði gert honum markvörzluna tiltölulega auðvelda. „Verst að fá ekki að lenda i Rússan um i úrslitunum. Viö hefðum áreiðanlega getað yljað þeim undir uggum, ekki siður en Norðmenn gerðu, þvi islenzka Fyrirliöinn Gunnsteinn Skúiason og markhæsti leikmaöur islenzka liðsins Geir Hallsteinsson fáum leikjum fyrir þessa keppni. Leikmenn hefðu hugsað of einstaklingsbundið og ekki náð saman sem skyldi. Með ein- beitni og skipulegri yfirvegun hefði liðið fundið sig i næsta leik og sifellt styrkzt eftir þvi sem leið á keppnina. Hilmar sagði að óneitanlega hefði verið gaman að lenda 1 Rússunum i úrslitum. tslenzka liðið hefði átt meiri möguleika á að sigra Rússana ef Norðmenn, sem léku þó mjög skynsamlega gegn Rússum. „Ef islenzka liðið hefði átt möguleika á að undirbúa sig á sama hátt og Norömenn, sem léku 14 landsleiki á meðan okkar lið lék aðeins 4, er ég vaFla i vafa um að við hefðum unnið þessa keppni”, sagði Hilmar. Varðandi undirbúning liðsins fyrir Olympiuleikana þá reikn- aði Hilmar með þvi að undir- búningi yrði haldið áfram af fullum krafti. Hvort það yrði sama liðið og keppti á Spáni færi allt eftir ástundun manna við æfingar i sumar. En skiljanlega yrði bætt við i landsliðshópinn eftir heimkomuna. Viðar Simonarson kvaðst telja liðið heilsteypt og gott og leikaðferðir tókust vel, ef Finnaslagurinn er undan- skilinn. „Góð markvarzla og sérlega grimm vörn, eins grimm og þær gerast erlendis, gerðu gæfumuninn”, sagði hann. „Sóknarleikurinn var lika skynsamlega útfærður, jafn- vægi i hlutunum og engu gloprað!1 —EMM— Of fáir leikir t sama streng tók Hilmar Björnsson, landsliösþjálfari og sagði að það hefði aðeins vantað eitt mark upp á að það tækist. Menn voru sannarlega orðnir spenntir i okkar herbúðum i leiknum við Búlgariu. Um frammistöðu liðsins i leiknum við Finna, sagði Hilmar, að meinið hafði sennilega legið i Landsliðsmennirnir fengu blómvendi við heimkomuna Ljósmyndir Magnús Gislason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.