Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 7
\-n* rn n.'í eb'in&M ií^ÍV Vísir. Mánudagur 27. marz 1972. cTVIenningannál Þjóðleikhúsið: OKLAHOMA Söngleikur i tveim þáttum Tónlist: Kichard Rogers Texti: Oscar Hammerstein Þýðandi: Óskar Ingimarsson Þýðendur söngtexta: Egill Bjarnason, Flosi Ólafsson, Kristján Arnason I.eikstjóri: Dania Krupska Leikmynd; Lárus Ingólfsson Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes Ævinlega kemur manni hið sama í hug þegar show-stefna t»jóð- leikhússins lukkast nokkurn veginn: hvað væri ekki hægt að gera Miklu iiygg ég að það ráði um þokka þessarar sýningar hversu vel hefur lekizt val æskufólksins i leiknum. Björg Árnadóttir virðist einkar viðfelldin leikkona, gæðir Láru miklum yndisþokka þótt hún sé ekki lagin söngkona. Og kúrekinn hennar, Halldór Kristinsson er ekki bara lagmn söngmað- ur með ljómandi áheyrilega rödd, heldur reynist hann einnig fimur og furðu smekkvís leikari. Asamt þessum nýliðum eru reyndir leikarar Þjóðleikhússins i veiga- mestu hlutverkum leiksins og fara mörg á kostum — og þá eink- um og sér i lagi Sigriður Þor- valdsd. sem nvtur nú til æ meiri hlítar sinnar rikulegu skopgáfu. Ado-Annie hennar var forkostu- leg snipt og fyrsta kraftbirting hennar á sviðinu með eftirminni- legustu stundum letksins. Þær urðu sem betúr fer fleiri: Bessi Bjarnason, Flosi ólafsson stóðu Sigriði á sporði i gervi hennar út- völdu elskhuga. Fýlupokinn og kúalabbinn Jud varð einkar skil- merkileg mannlýsing i meðförum Erlings Gislasonar: öfgalaust og spaugnæmt atriði þeirra Durlys saman i kofa Juds leiddi m.a. þess vegna i ljós að Halldór Krist- insson en sýnilega efnilegur, greindur leikari. Og Kristbjörg Kjeld mótaði lýsingu miðaldra sveitakonu, Ellu frænku, af manneskjulegri hlýju og látlausri spaugvisi. i glöðum dansi: Bessi Bjarnason, ólaffa Bjarnleifsdóttir. þar i húsinu ef sami áhugi og atorka beindist einhverju sinni að raun- verulegá markverðu viðfangsefni og kraft arnir nýttust þvi til hinnar sömu hlitar? Oklahoma verður þvi miður- ekki taliö markvert þótt söngleik- urinn sé ameriskur, þjóðlegur og gamall, en allt þetta hefur verið tilfært þessu verkefni til réttlæt- ingar. Þjóðleikhúsinu ber ekki svo vitað sé nein skylda til að „kynna” áhorfendum sinum sér i lagi söguþróun ameriskra músi- kala enda þótt bæði Fiðlarinn á þakinu og My Fair Lady sjálf hafi tekizt vel i leikhúsinu og orðið þar með markverðustu leiksýningum af sinu tagi. En eins og báöir fyrrnefndir leikir sýndi Oklahoma svo glöggt hvers Þjóðleikhúsið er raunveru- lega megnugt, hvað kraftar þess leyfa þegar áhugi vaknar á að vinna eitthvert það verk sem fyrir það er lagt — og þegar það nýtur myndugrar leikforustu. Maður leiðist bara til að óska þess að starfslið leikhússins hefði við- lika trú á einhverri annarri ,,köll- un” sinni en leika músiköl. Vilji og verkið. Það væri bara til að skemmta skrattanum aðreýna að rekja hér efnisatriðin, hinn veigalitla sögu- þráð úr Oklahoma. En það er lfka list og vinna að tæta litið upp i minna.. Sama er að segja um ton- list Richard Rodgers að þvi þó urn veginn á enda kljáö um það er lýkur. En list er það lika og vinna... Það sem máli skiptir um þessa leiksýningu, og gerir hana jafn- góða kvöldskemmtun og raun ber vitni, er sviðsetning og kóreó- grafia, eða dans-setning, Daniu Krupska. Hún hefur áður unnið hér á landi að söngleiknum um Zorba i fyrra sem vissulega var áferðarfalleg, fjörmikil og lit- skrúðug leiksýning. Enn meir finnst mér þó til um Oklahoma — ef til vill af þvi, meðal annars, hve litilfjörlegt efni söngleiksins er. Hann hefur ekkert „forskot” á borð við Zorba, engan stjörnu- leikara eins og Róbert Arnfinns- son, engan griskan „exótisma” frásagnarefnisins. En fjörmeiri eða þróttugri leiksýning hefur varla sézt i leikhúsinu siðan á blómaskeiði Kevin Palmers. Og Oklahoma nýtur ekki aðeins hinna sömu krafta og úthalds heldur einnig listrænna jafnvægis en t.a.m. ó, þetta er indælt stríð! eða Marat/Sade. Möguleikar við- fangsefnisins eru kröftum leik- hússins sem sé aldeilis ekki of- vaxnir. Viljinn ræður verkinu. Kraftbirtingar. Oklahoma er fjölmenn og fólks- frek leiksýning — frek á likam- legt úthald, fjör og leikgleði þátt- takenda. Hins vegar gerir hún engar tiltakanlegar kröfur til list- rænnar persónusköpunar eða annarra innvirkja i leik. Sögur hafa að undanförnu verið sagðar um kappsemi og vinnugleði leik- stjórans, þrotlausa smitandi elju hennar við æfingar leiksins. Af sýningunni sjálfri er ekki annað sína Ólafur Jónsson skrifar um leiklist: Trúin á köllun viðbættu að hún er alkunn fyrir: þrjár fjórar helztu melódiurnar rótgrónir slagarar árum og ára- tugum saman. Þetta er óneitan- lega fjarska áheyrileg, smitandi músik enda þarf nokkuð til að slik tónlist verði varanleg á markaði sinum eins og nokkur kunnustu lögin úr Oklahoma. Kringum þessa uppistöðu efnisins er svo ofið þriggja stunda leikhúsverk i tónum, söng og tali, og verður ekki annað sagt en efnið sé nokk- að sjá en hún sé orðin allvel kunn- ug leikurum Þjóðieikhússins, minnsta kosti virðist hlutverka- skipting einkar hyggilega ráðin og til þess fallin að nýta til hlitar tækifæri leiksins. Og ótvirætt hef- ur Dania Krupska blásið leikend- um i brjóst einhverju af sinni eig- in trú á verkið og ánægju af þvi, fengið þá að kosta sér öllum til að standa við hin sterku lofsyrði sém hún hefur látið falla um þá og Þjóðleikhúsið. En þótt mörg einstök leikatriði, misjafnlega langt i milli þeirra, séu vel og skemmtilega af hendi leyst, sýningin i heild mótuð af listrænum aga og litt brigðulli smekkvisi, er það gleggst til marks um verðleika leikstjórans og sviðsetningar hennar að feg- urstu og eftirminnilegustu atriðin eru fyrst og fremst kóreógrafisk: draum-atriðið i lok fyrsta þáttar og dansleikurinn i öðrum þætti. Þótt ég beri þvi miður ekki skyn á ballett þætti mér undur mikið ef ekki væri fjarska efnileg dans- Brellur á brúökaupsnótl: Björg Arnadóttir og Halldór Krislinsson. mær fram komin þar sem er óla- fia Bjarnleifsdóttir. Og áflog þeirra Jóns Unndórssonar og Ragnars Einarssonar i hinum sama draumadansi voru glans- númer fimleika og snerpu. Frumsýningu Oklahoma á laugardagskvöld var tekið með hrifningu —show-stefna leikhúss- ins á trúum og dyggum áhorfend- um að fagna sem þessu sinni fengu ósvikna vöru selda. An efa á Oklahoma velgengni að fagna i Þjóðleikhúsinu fram á sumar. Bless upp á persnesku: Bessi Bjarnason, Flosi ólafsson, Sigrfður Þorvaidsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.