Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 6
Vísir. Mánudagur 27. marz 1972.
6
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 11660
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 11660 15 línur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaöaprent hf.
Berjumst gegn bákninu
Sveitarfélögin eiga mjög i vök að verjast fyrir
rikisvaldinu, sem sækist i sifellu eftir meiri
völdum og áhrifum i þjóðfélaginu. Embættismenn
rikisvaldsins virðast margir haldnir þeirri firru, að
öllu sé bezt fyrir komið hjá rikinu, þótt reynsla fyrri
og siðari tima sýni allt annað. En hverjum þykir
sinn fugl fagur. Og það er ekki auðvelt að standa
gegn útþenslu rikisvaldsins, þvi að embættismenn /
þess eru jafnan helztu höfundar frumvarpa þeirra, ,
sem alþingi fjallar um. '
í fyrra tókst með naumindum að hindra, að (
sjúkrasamlög sveitarfélaganna yrðu þjóðnýtt.
Siðan hafa orðið rikisstjórnarskipti og til valda eru
komnir menn, sem eru veikari fyrir rikisbákninu.
Þeir hafa nú þegar fært tryggingakerfið endanlega i
hendur rikisins og sömuleiðis löggæzluna. Jafn-
framt hafa þeir með skattlögum þrengt kosti
sveitarfélaga langt umfram þá kostnaðaryfir-
færslu frá sveitarfélögum til rikis, sem þessar
breytingar hafa i för með sér.
Sveitarstjórnarmenn hafa margir ekki verið nógu
fljótir að átta sig á málinu og sumir jafnvel verið
fegnir að létta af sér byrðum. En hér er einmitt á
ferðinni hættuleg þróun i breytingu á verkaskipt-
ingu rikis og sveitarfélaga. Og það er kominn timi
fyrir sveitarstjórnarmenn að opna augun upp á
gátt, þvi að fleira mun fylgja a eftir, ef ekki verður
snúizt harðlega til varnar. Það eru jafnvel uppi
raddir i rikiskerfinu um, að bygging skóla eigi alveg
að taka úr höndum sveitarfélaganna.
Sú stefna hefur áreiðanlega mikinn hljómgrunn
með þjóðinni, að nær væri að stefna i hina áttina og
efla verksvið sveitarfélaganna á kostnað rikis-
valdsins. Fyrir þeirri stefnu eru þungvæg rök. í
fyrsta lagi er rekstur oft hagkvæmari hjá sveitar-
félögum en riki. í öðru lagi, og það er enn mikilvæg-
ara, er heppilegra að hafa opinberan rekstur sem
næst fólkinu sjálfu.
Við lifum á timum lifsfirringar. Valdið færist
sifellt fjær fólki. Einstaklingarnir verða að æ litil- /i
fjörlegri peðum. Þess vegna þarf nú að fara að )
vinna markvisst að þvi að dreifa valdinu á nýjan (
leik og færa það nær fólkinu sjálfu. Mikilvægur /
þáttur i þeirri viðleitni er að færa verkefni frá riki )
yfir til sveitarfélaga. \)
Heima i héraði er snertingin við lif og þarfir al- ((
mennings miklu nánari en hjá rikisbákninu i Reyk- ((
javik. Almenningur hefur miklu betri aðstöðu til að )
hafa áhrif á stjórn sveitarfélags sins en á stjórn )
rikisins. Það er heima i héraði, sem á að taka þær á- (
kvarðanir, sem mest snerta lif fólksins á staðnum. /
Rikisvaldið getur sett upp og fylgt eftir ákveðnum ((
gæðastöðlum, þótt verkefnin sjálf falli sveitar- /
félögunum i skaut. Þar sem nú er blandaður rekstur /
rikis og sveitarfélaga, svo sem i skólamálum og )
heilbrigðismálum, þarf að færa reksturinn alveg i )
hendur sveitarfélaganna. Jafnframt þurfa tekju- (
stofnarnir að færast meira yfir til sveitarfélaganna, /
svo að þau hafi bolmagn til að byggja sina skóla, )
heilbrigðisstofnanir, hafnir og önnur mannvirki. )
Rikið gæti þá hætt að leggja beina skatta á fólk. (
Nú verða áhugamenn um dreifingu valdsins að /
fara að snúa vöm i sókn.
Þessi litli snáði er lögregluþjónn i barnaríkinu.
Barnalýðveldið i Bemposta:
ÞAR HAFA FULL0RÐNIR
EKKI K0SNINGARÉTT
í barnalýðveldinu kjósa
börnin úr sínum hópi
lýðræðislegum kosningum
borgarstjóra, fjármálaráð-
herra og æðstu stjórnendur
hei Ibrigðismá la, stjórn-
sýslumála og menntamála.
Fullorðnir hafa ekki
kosningarétt.
Á hverjum degi er á al-
mennum borgarfundi
fjallað um öll helztu mál
dagsins, og ákvarðanir
teknar.
„Barnarikið” i Bemposta á
Norðvestur-Spáni var stofnað af
kaþólskum presti, föður Jesú
Silva Mendés, fyrir 15 árum. 1 fá-
tækrahverfum bæjarins Orense
hafði presturinn, sem þá var 26
ára, safnað um sig munaðar-
lausum og heimilislausum bör-
num. Þegar hann hafði fengið
fimmtán barna hóp, tók hann sér
búsetu skammt utan bæjarins,
þar sem nú stendur Bemposta.
Prestur kenndi f jöllistir
Þessum munaðaðleysingjum
opnaðist nýr heimur. Presturinn
og skjólstæðingar hans söfnuðu
gömlum pappir og flöskum og
gengust fyrir tombólum og tón-
leikum. Mendés var auk þess
kominn af fjöllistamönnum frægri
spænskri ætt, Feijóo-Castilla.
Frændi hans gaf honum nú
gamalt sirkustjald, og prestur
fór að þjálfa skjólstæðinga sina i
sirkuslist.
Borgarar barnarikisinshafaþvi
undanfarin ár ferðazt vitt um
heim og getið sér góðan orðstir
fyrir hæfileika sina, enda mun
það mála sannast, að börnin
skáki beztu fjöllistamönnum.
Þetta er afleiðing af einbeittri
þjálfun, þar sem prestur hefur
sjálfur miðlað börnunum af ýms
um listum og fengið aðra til stuðn
ings við kennslu.
Fullorðnirþurfa
vegabréfsáritun.
Brátt fjölgaði börnun i Bem-
posta. Börn dreif að frá fjar-
lægum hlutum Spánar. Þarna búa
i dag meira en tvö þúsund ung-
menni frá 4ra ára til tvitugs á 150
þúsund fermetra svaeði. Börnin
hafa vissulega stofnað „lýð-
veldi”, sem er látið afskiptalitið
af umheiminum, enda ekki
„fyrir” mörgum. Tollmörk lýð-
veldisins mega fullorðnir ekki
fara yfir, nema að þeir hafi sér-
staka vegabréfsáritun frá vald-
höfum i barnarikinu. Við landa
mærin eru börn sem gæta þess, að
allt sé með felldu með komu-
menn.
Börnin hafa mestar tekjur af
sirkusferðum, og flokkur þeirra
þykir skjóta úrvalsf jölleika-
mönnum ref fyrir rass.
Coronan er f jórar íslenzkar
„Nation de los Muchachos”
nefnist riki þetta („þjóð”). Þar
hafa börnin eigið ráðhús, hótel,
leikhús, veitingahús og ver-
zlunarmiðstöð. Þar baka menn
eigið brauð og prenta eigin
peninga, sem þeir kalla „krónu”
(corona). Gengi krónunnar er
hærra en spænsks preseta. Þrir
pesetar eru i einni krónu, svo að
sem næst fjórar islenzkar krónur
eru i hverri krónu barnalýðveldi-
sins.
Borgararnir hafa miklar tekjur
af sirkusferðum. En auk þess
dunda börnin með bensínstöð og
fá laun fyrir að kenna ný-
græöingum, sem eiga fjáða for-
eldra. A Spáni kostar það 400-800
isl.krónur á mánuði að senda barn
i barnaskóla krikjunnar. t
Bemposta er aðgangur ókeypis að
barna-, mið- og menntaskóla, allt
upp i „stúdentspróf”, og einng
kostar ekkert fyrir ibúana að
fara i iðnskólann-, sirkus- eða
tækniskólana.
^Enginn meiri en annar"
Prestur hefur ekki þurft að leita
til rikis eða kirkju um fjár-
stuðning.
Til eru þeir á Spáni, sem amast
við þessu „riki” og telja, að þar
sé of mikið frelsi og kannski lýð-
ræði, enda Spánn litið lýðræðis-
land undir Frankó.
„Sá heimur, sem maðurinn lifir
i, er ekki góður”, segir faðir Jesú
Silva Mendés. „Ungmennin sem
lifa i honum á morgun, eru þau,
sem geta breytt honum. „Til þess
þurfa þau, að hans dómi, að skilja
það strax i bernsku, að „enginn
einn er betri en annar” og þau
þurfa að læra að treysta
náunganum og gera sér grein
fyrir eigin ábyrgð.
Enda er i barnalýðveldinu sitt-
hvað gert til að hindra „stétta-
skiptingu”.
Þar tiðkast ekki likams-
refsingar sem eru annars al-
gengar i skólum á Spáni. f verstu
tilvikum er unnt að svipta afbrota
menn réttindum, það er að segja
kosningarétti og þvi liku eða
skerða laun fólks fyrir skóla-
göngu en þar eru námslaun tiðk-
uö.
t mörgum tilvikum er reynd
„endurhæfing” þeirra afbrota-
hneigðu með þvi aö skirskota til
heiöurs þeirra og sjálfsvirðingar.
Þess háttar „refsingar” hljóta
að visu að gefast misjafnlega. En
i barnalýðveldi Muchachosanna
er þjófur til dæmis geröur að
starfsmanni i banka til að lækna
hann af stelsýkinni!
mmmm
Umsjón:
Haukur Helgason