Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 24

Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 24
- harðir og Ijótir árekstrar í helgarumferðinni — þýðingarmikil umferðarljós eyðilögðust 28 árekstrar urðu í Reykjavík á laugardag, þegar allt í einu tók að snjóa af krafti. Götur urðu þegar i stað afskap- lega viðsjárverðar að aka um. Og ökutæki áttu það til að snúast til óvæntar áttar og kannski stanga næsta bíl án nokkurs fyrirvara. Samt mun tjón ekki hafa orðiö mjög mikið i neinu ein- stöku tilviki. Þaö var ekki fyrr en i sólskininu i gærdag, sem árekstrar urðu næsta hrika- legir. Samtals taldi lögreglan átta árekstra i gær, og þar af voru tveir næsta harkalegir: A mótum Róttarholtsvegar og Miklubrautar skuilu saman tveir fólksbilar. Kom annar suður Skeiðarvog, þar sem hann nætir Miklubraut/Réttarholts- vegi, en hinn ók austur Miklu- braut. livorugur biianna mun vera til eins né neins brúks eftir meö- ferðina. Sem betur fer uröu ekki meiösli á fólki við samstuö þetta, en a.m.k. annar öku- mannanna, sem i hlut áttu missir þarna flunkunýja bifreið af dýrri gerð. Ljósvitar fyrir tugi þúsunda Likast til hefur hann blindazt af sól — eöa meö einhverju móti ekki getað séö ljósavita á horni Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar, maðurinn sem á sjöunda timanum i gær ók vestur Miklubraut og vissi ekki fyrri en hann skall á götu- vitanum, ljósavita með einum sjö götuljóskerum á. Vitinn fauk i götuna og sömuleiöis stjórn- tækjakassinn, „heilinn" i götu- ljósasamstæöunum við þessi gatnamót, og er hætt við að ■borgin eöa tryggingafélag mannsins sem bilnum ók, verði að punga út með fáeina tugi þúsunda núna. Billinn nýlegur og af dýrri gerö, en ekki til stórræða úr þessu. Vont er aö áætla þaö tjón sem varð á götuvitunum, þvi aö sér- fræðingar borgarinnar og tryggingafélagsins hefa enn ekki metið það til fulls. Hins vegar var okkur tjáð hjá Reykjavikurborg, að götuviti með sjö ljóskerum hefði árið 1969 kostað uppundir 25.000 krónur. Og ef við gerum ráö fyrir verðbólgunni, þá ætti að vera óhætt að verðleggja svona staur á 30.000 núna. Máliö verður svo allt alvar- legra ef stjórntækjakassinn, sem einnig var keyröur niður i gærkvöldi, hefur skemmzt alvarlega eða eyðilagzt. Svo- leiðis ljósamiðstöð kostar vist varla undir 100.000 — en vonir standa til að hann hafi ekki skemmzt mjög illa i gær. Ljósin á Miklubraut/Kringlu- mýrarbraut eru mjög þýöingar- mikil , og kostar lögregluna mikinn vinnukraft að hafa stööugt lögreglumenn viö um- ferðarstjórn á þessum fjölförnu gatnamótum. Hugsanlega komast þó ljósin aftur i lag með morgundeginum, aö þvi við- gerðarmenn borgarinnar töldu i morgun. Mikiö um tjón Þaö tekur vist lengri tima en eina helgi aö reikna út allt þaö tjón sem orðið hefur um þessa helgi á ökutækjum manna hér á Reykjavikursvæðinu. I Reykjavik urðu um helgina, þ.e. laugardag og sunnudag, 36 árekstrar. í Hafnarfiröi urðu 11 árekstrar á laugardaginn, en enginn á sunnudaginn, og i Kópavogi uröu árekstrarnir 5 talsins, sem þeim i Kópavogi finnst reyndar nokkuð há tala. 52árekstrar á öllu Reykjavikur- svæðinu á tveimur dögum. —GG Páskaegg freistuðu þjófa Þjófar voru talsvert að störf- um um helgina, og virtust, sem gefur aö skilja, hafa mestan áhuga á páskaeggjum. Þjófar voru talsvert aö störf- um um helgina, og virtust, sem gefur að skilja, hafa mestan áhuga á páskaeggjum. Brotizt var inn i verzlunina Nóatún á mótum Nóatúns og Há- túns, og stoliö þar fáeinum páska- eggjum. Einnig var stolið páska- eggjum i Eyjabúð við Háaleitis- veginn i Múlahverfi — þannig að nóg verður af súkkulaðieggjunum á einhverju heimilinu um páskana. Og þjófar heimsóttu lika fata- verksmiöju Gefjunar viö Snorra- braut, og þar var stolið fáeinum alfötnuðum á karlmenn. Tónabær fékk lika heimsókn aðfararnótt sunnudagsins. Þar voru spjöll unnin á leiktækjum unglinga, og peningum stolið úr þeim, einhverri skiptimynt. Blindraheimilið við Hamrahiið fékk lika heimsókn. Fóru þjófar inn i vinnustofu blindra þar, og eýðilögðu talsvert af tækjum, en tóku engin verðmæti burtu með sér. Hugsanlega ætla þjófarnir sér að nota þessa stimpla á ávisanir j — og ef einhver rekst á slika ávis- un á næstunni, þá er bara að hringja i lögregluna og þjófarnir fundnir. Oll þessi innbrot eru óupplýst, en lögreglan reiknar með að ung- lingar hafi veriö á ferðinni viða, a.m.k. þar sem páskaeggjum var stoliö. —GG t blindraheimilinu var stolið tveimur stimplum sem á stendur „Körfugerð Hamrahlið 17 simi 82250", og hinum stendur „Jakob E. Kristjánsson”. Jónatan Hall lögreglumaður. vism Mánudagur 27. marz 1972. ALLT I Ljósker sem þetta kostar nokkra tugi þúsunda, aö þvi er sérfræðingarnir segja — og biil- inn viröist farinn veg allrar ver- aldar. EINNI BENDU Skíðalöndin iðandi af lífi í gœr — skíðafólk komið til Isafjarðar og Akureyrar Geysilegur mannfjöldi var á skiöum I nágrenni borgarinnar i gær. Snjórinn og einstaklega gott skifTaveöur lokkaöi marga i Bláfjöllin og Artúnsbrekkuna. t Bláfjöllunum mátti sjá bil viö bil, en skiöafólkiö fór flestallt á skiða- staöina á einkabilum þó aö góö þátttaka væri I ferðum frá Um- feröarmiöstööinni. Undirbúningur skiðafólks fyrir páskana er þegar hafinn. Kepp- endur i Skiðamóti Islands eru þegar margir komnir til Isa fjarðar. Þar voru báöar skiðalyft urnar i gangi i gær og mikið af fóíki á skiðum, en skiðaveöur virðist hafa verið gott bæði þar og á Akureyri i gær. Skiðamótið hefst á morgun klukkan fjögur með 15 og 10 km. göngu. Oddur Pétursson mótsstjóri og formaður Skiöaráðs tsafjarðar, sem stendur fyrir mótinu, sagði i morgun, að á skiðamótinu yrði áreiöanlega margt fólk. Upp- pantað sé með mörgum vélum til isafjaröar i dag og á morgun og sömuleiðis með Gullfossi, sem komi á miðvikudagsmorgun. Skiðafólkinu er komið fyrir i flestum tiltækum byggingum á tsafiröi, Mánakaffi, Skiðaskálan- um, Iðnskólanum og Hjálpræðis hernum. — Þetta er oröiö árvisst, að skíðafóik sæki hingaö i stórum stil um páskana, sagði Oddur. — Skiðafærið er alveg skin- andi. Eins og er er útlitið gott, norðanátt og frost og hefur bætt mátulega mikið á snjóinn. Skiðahótelið i Hliðarfjalli fyrir ofan Akureyri verður fullsetiö um páskana. Strax var byrjað að panta páskadvöl þar eftir ára- mót. Nú eru nemendur íþrótta- kennaraskólans staddir þar fyrir norðan, og hafa verið að æfa sig á skiðum undanfarna viku. Páskagestirnir -eru einmitt byrjaðir að koma. í gær var mikill mannfjöldi i fjallinu á skið- um og gott veður til skiðaiðkana. Ekki er hægt aö spá páskaveör- inu enn sem komiö er. É1 var fyrir norðan i morgun og hiti i kringum frostmarkið allsstaðar á landinu. Veðurstofan spáði áframhaldandi norðaustlægri átt I morgun. —SB— ROTHÖGGIÐ Á BAKKUS? Fáir fullir eftir brennivínshœkkun, segir lögreglan Litiö bar á brennivinsneyzlu borgara i Reykjavik um þessa helgi, aö þvi lögreglan teiur. Hefur bakkus oft veriö myndar- legar blótaöur en nú var, þótt vitanlega hafi menn stundaö skemmtistaöi um þessa helgi sem aörar. Lögreglan þurfti samt fáum aö hjálpa heim á sunnu- dagsmorguninn, en enn færri þurftu aöstoðar meö á mánudags- morguninn, aö sögn lög- reglunnar. En það er ekki að spyrja að svartsýninni hjá vörðum lag- anna: Fólk bara aö safna þreki fyrir páskana! Og svo eru nú mánaðamót framundan og menn orðnir blankir. Visir hefur þriöju skýringuna á rólegheitunum: Brenniviniö hækkaði i siðustu viku. Hækkaði svo hraustlega að það gleymist likast til ekki i bráð og þvi missir rikiskassinn af fáeinum þúsund- köllum á næstunni, ef að likum lætur. — GG. Konu og tveim ungbörnum bjargað út um //Sem betur fór var þarna borð sem við gátum staðið upp á og gekk því greiðlega að bjarga kon- unni og börnunum út um glugga á rishæðinni", sagði Jónatan Hall lög- reglumaður, en hann var einn af þeim fyrstu sem komu á vettvang þegar kviknaði i húsinu Lauga- vegur158á laugardaginn. Vegfarendur sem leið áttu glugga á brennandi húsi þarna hjá rétt fyrir kl. 4 sáu skyndilega eldtungur standa út um glugga neðri hæöar hússins sem er einnar hæöar steinhús með risi. Tvær konur komust út af neðri hæðinni og var önnur illa haldin vegna reyks. Sögöu þær frá þvi að uppi i risinu væri ein kona með tvö ungbörn. Þeir sem komnir voru á vettvang fóru að húsabaki þar sem konan var komin út i glugga með börnin tvö. Þrifu menn borð sem þarna var og var börnunum bjargað fyrst og siðan konunni. Kom slökkviliðið á vettvang i þann mund. Börnin voru hin hressustu og sama er að segja um konuna sem með þeim var uppi i risinu. Þær sem voru niðri voru hins vegar fluttar á slysavarö- stofuna og var önnur siðan lögð inn á sjúkrahús. Ekki var það þó vegna brunasára, heldur mun hún hafa verið lasin og versnað við atburðinn. Eldur var mikill i húsinu en slökkviliöinu gekk greiðlega að slökkva. Skemmd- ir urðu mjög miklar. Rannsókn á eldsupptökum hefur staðið yfir og bendir aílt til þess að um sé að kenna sigarettuglóð. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.