Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 27. marz 1972.
3
60 MILUÓNA TJÓN - EKKERT GERT
kynna 50
mílurnar
í útlöndum
— og engra
aðgerða að
vœnta í við-
gerðum á slipp-
num á AKRANESI
„Það situr við sama hér — við
getum ekki gert við dráttar-
brautina meðan allt er enn óljóst
um fjárhagsiega fyrirgreiðslu”,
sagði Jósef Þorgeirsson hjá
skipasmiðastöðinni Þorgeir’i og
Eilert á Akranesi.
„Hvernig sem á málið er litið
þá hefur orðið hér gifurlegt tjón”,
sagði Jósef,” og enn er algerlega
óútkljáð þetta með peninga-
málið”.
—Ekki enn búið að ganga frá
tryggingahlið óhappsins?
„Nei, nei,. Og af þessum sökum
höfum við ekkert getað aðhafzt.
Og það var heldur þungt hljóð i
Jósef Þorgeirssyni, enn eru fimm
bátar tepptir uppi i slippnum
vegna óhappsins sem varð, þegar
vinda brast og báturinn Gissur
hviti valt á hliðina i dráttarbraut-
inni. Tveir bátanna, sem lokaðir
eru uppi i slippnum eru i smiðum,
en þrir voru þar uppi til viðgerð
ar, allir frá Höfn i Hornafirði. Að-
gerðarleysi þessara báta yfir
vetrartiðina hefur bitnað á Höfn
þótt, sem betur fer, hafi þar verið
næg vinna i vetur, og aðrir bátar
getað landað þar afla.
— Hve hátt áætlið þið tjónið, Þor-
geir?
„Það er vont að gera sér endan-
lega grein fyrir þvi, en við
reiknum með að viðgerðir á
dáttarbrautinni kosti 31,6
milljónir. Tjónið sem varð á
Gissuri hvita er ekki undir 30
milljónum”. -GG.
Fyrirtœkin
„Fjölmörg fyrirtæki og félaga-
samtök hafa tekið að sér að kynna
landhelgismálið erlendis” sagði
Hannes Jónsson blaðafulltrúi
rikisstjórnarinnar i samtali við
Visi.
Sérstaklega gat Hannes um
þátt Eimskipafélagsins og SIS.
Þessi fyrirtæki hafa eins og fleiri,
fengið talsvert magn af kynn-
ingarbók stjórnarinnar og sent
umboðsaðilum erlendis. Jafn-
framt hafa forstjórarnir, þeir
Óttarr Möller og Erlendur Ein-
arsson, skrifað bréf, sem látið er
fylgja, og sagði Hannes þessi bréf
vera til hreinnar fyrirmyndar og
túlkuðu okkar sjónarmið mjög
vel.
Þá hafa bæði flugfélögin fengið
bókina til dreifingar erlendis,
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
Lögreglufélagið, Rannsóknar-
stofnun fiskiðnaðarins, Útvegs-
bankinn, Sjómannasambandið,
Rotary- og Kiwanisklúbbar og
fleiri aðilar hafa gengið fram
fyrir skjöldu. Má t.d. nefna, að
biskupinn hefur fengið eintök til
að senda starfsbræðrum sinum út
um heim.
Hannes Jónsson sagði, að þessi
stuðningur félaga og stofnana
væri mjög mikilvægur og ættu
forsvarsmenn þakkir skildar
fyrir framtakið. Þeir, sem vilja
láta fyrirtæki sin eða félög dreifa
landhelgisbókinni, geta fengið
eintök afhent i stjórnarráðinu.
—SG
NýjasH kraninn frá hinum heimsþekktu Foco verksmiðjum
í Svíþjóð er aftanákrani, sem veitir vörubílstjórum betra
og þægilegra svigrúm við vinnuna en áður. Kraninn er
þannig gerður, að hægt er að skilja hann eftir heima, þegar
hans er ekki þörf.
Foco kranar fást með margvíslegum hjálpartækjum m.a.
grjótklóm, skóflum, krækjum og krókum. Fljótvirk vökvalenging.
270° — 360°snúningur.
FOCO
KRANINN VINNUR VERKIÐ
VELTIR HF
Suóurlandsbraut 16 • Simi 35200
Útgengilegur
söluvarningur
Það er prjónavarningurinn scm mönnum er uppáiagt að
sem fólkið á myndinni klæðist, horfa á — ekki sýningar-
stúlkurnar sjálfar, þvi miður.
Þetta eru föt frá Sambands-
verksmiðjunni Ileklu á Akur-
eyri, en sú verksmiðja er nú
farin að flytja út prjónaföt i
stærri stil en áður hefur verið.
Hingað til hefur maður nú
látið sér nægja að ganga I út-
prjónuðu peysunum hennar
ömmu, og raunar gefa þær
Heklupeysunum litið eftir —
hins vegar er eitthvað sér-
kennilegt við þessar verk-
smiðjupeysur — eða eru þaö
sýningarstúlkurnar sem vekja
athygli manns?
SÍS selur þessar peysur
sinar til allra átta, en nokkuð
hefur borið á þvi að gæði þessa
varnings hafi vcrið i öfugu
hlutfaili við aukna fram-
leiðslu. En vafalaust verður
þvi kippt i liðinn strax og
kemst upp og færist þá breið-
ara bros yfir andlit sýningar-
fólksins á myndinni. -GG.