Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 11
Luxemborgarar góð loka œfing fyrir landsliðið! Rétt fyrir helgina barst Körfuknattleikssambandi Islands óvænt skeyti frá Luxemburg, og var það frá körfuknattleiksliði sem er á leið til Bandarikjanna í keppnisferðalag. Ur varð að landsliðið íslenzka, sem er senn á förum til Sviþjóð- ar til að taka þátt í 6. Polar Cupkeppninni i körfubolta, léki einn leik við liðið frá Luxemburg, Dudelong, og fór ieikurinn fram á Nesinu i gærkvöldi að viðstöddum mörgum áhorfendum. Reyndist þetta hín bezta „generalprufa” fyrir landsliðið, þvi Luxemborgararnir reyndust vera ágætt körfuboltalið, með mjög góða hittni, og nokkra ágæta leikmenn, en ekki tókst Luxemborgar-liðinu að velgja AFRAM ULU. Unglingalandsliðið i hand- knattleik hefur oft staðið sig með afbrigðum vel og fréttir af leikjum þess vermt mörgum um hjartaræturnar. Nú er liðið á leiðinni i Norðurlandamótið i ár, sem haldið er i Hamar, sem er um 3 tima i bil frá Osló. Piltarnir halda utan eld- snemma að morgni 6. april, en daginn eftir hefst kepp- nin. Island situr hjá þann dag. Laugardaginn 8. april er leikið við Norðmenn kl. 13 og siðan við Finnland kl 18. Á sunnudaginn á Island enn tvo leiki sama daginn, eina lið keppninnar, fyrst við Svia kl 10 á sunnudagsmorguninn og þá við Dani kl 15. Liðið er þannig skipað:Jón Hákonarson Viking Ólafur Jónsson Viking Gunnar Einarsson Haukum Torfi Ásgeirsson (3) Val Þorbjörn Guðmundsson Val Gisli A. Gunnarsson Val Stefán Þórðarson (3) Fram Stefán Þórðarson (3) Fram Guðjón Marteinsson Fram Björn Pétursson (5) K.R. Haukur Ottesen (3) K.R. Hörður Árnason I.R. Hörður Hafsteinsson IJR. Gunnar Einarsson F.H. Hörður Sigmarsson F.H. islenzka landsliðinu undir uggum neitt að ráði, þótt það sýndi margt fallegt i leik sinum. Islenzka liðið hitti ágætlega i leiknum, og skoraði 94 stig - allir léku með drjúga stund, og allir skoruðu. Liðið hefur einbeitt sér mjög að nýjum leiðaðferðum að undanförnu, og komu þær mjög vel út i þessúm leik. Virðist liðiö vera að ná á þeim mjög góðum tökum, og koma þær þvi sem góð viðbót við þær leikaðferðir, sem liðið hefur áður leikið. 1 fyrri hálfleik reyndu Luxem- borgararnir mjög að rugla islenzka liðið i riminu með þvi að skipta sifellt um varnaraðferð, og léku ýmist maður-á-mann eða svæðisvörn. Þetta reyndist þó al- gerlega haldlaust, þvi Islending- unum brá hvergi, heldur höguðu leik sinum eftir aðstæðum hverju sinni. Luxemborgararnir voru fyrri til að skora, en landsliðið náði 9-4 rétt á eftir. Eftir tæpar 8 minútur stóð 17-15 fyrir landsliðið, þar sem það skoraði 12 stig i röð, og stáðan varð 29-15, eða 14 stiga munur. Eftir þetta jafnaðist leik- urinn um stund, og hafði landslið- ið 11 stig yfir i hléi, 46—35. Fyrstu 7 minúturnar i siðari háifleik dró ekki sundur með lið- unum, en þegar staðan var 58-48 fyrir landsliðið kom enn frábær kafli, og liðið náði 18 stiga for- ystu, 68—50. Undir lokin var mjög af Luxemborgurunum dregið, þvi breiddin i liði þeirra virðist ekki mikil, og næðir þvi mjög á fáum mönnum. Lauk leiknum með 24 stiga sigri landsliðsins, 94-70. Skiptust stig islenzka liðsins mjög niður á leikmennina, en stigahæstir urðu Einar Bollason með 18 stig, Agnar Friðriksson og Birgir Jakobsson með 11 hvor, og Bjarni Jóhannesson með 10. Stigahæstir Luxemborgaranna voru hinn pólski Perka, og Schumacher, sem hvor um sig skoruðu 20 stig. Leikinn dæmdu Erlendur Eysteinsson og Sigurður V. Hall- dórsson, en sá fyrrnefndi mun fara með islenzka landsliðinu utan, og mun dæma i Polar Cup um páskana. FIMM LIÐ EFTIR í HRAÐMÓTINU — Valur og Fram ein taplaus — FH slegið út í gœrkvöldi af Fram Fimm handknattleikslið eru enn eftir i hraðkeppni HKRR, Fram og Valur eru einu taplausu liðin, en Grótta, Þrótturog Haukar, hafa tapað einum leik hvert. Lið sem hefurtapað tveim leikjum er úr keppn- inni. í gærkvöldi var lið FHslegið út, tapaði með 5:6 fyrir Fram i jöfnum og skemmtilegum leik.- Þá slógu Haukar ÍR út með 8:6 sigri, Grótta sló Víkinga út 8:7. Þá slógu Valsmenn Armenninga út með 10:5 sigri. Valsmenn leku annars tvo leiki þetta kvöld, þann fyrri við Þrótt, og vann Valur með 8:6, en þetta var fyrsti tapleikur Þróttaranna. Mjög fámennt var á áhorfenda- pöllum þetta kvöld og greinilegt að áhuginn fyrir handknattleik fer minnkandi i réttu hlutfalli við hækkandi sól. —JBP— Agnar Friðriksson skorar fyrir landsliðiö. i.jósmynd Astþór. X Heimsókn Dortmund Wellinghoven: -f -f -f -f -f -f ÞEIR ERU KALLAÐIR SLÁTRARNIR, OG LEIKA HÉR í VIKUNNI t + -f -f -f -f Þeir eru kallaðir „slátrararn- Ý >r frá Dortniund” handknatt- + leikskapparnir, sem koma i heimsókn i dag og leika annað kvöld við Val og siðar við Fram i handknattleik i Laugardals- höllinni. Nafnið hafa þeir að sjálfsögðu fengið fyrir það hversu harðhentir þeir hafa reynzt. t Sviþjóð þótti innfæddum baráttugleði Þjóðverjanna slik, al) tvö félaganna, sem áttu að leika við þá, sögðu þvert nei við að senda slikum mi leikmenn sina gegn Liðið DORTMUND WELLINGHOVEN kemur hing- að i boði Handknattleiksráðs Reykjavikur, og verður nánar sagt frá liðinu siðar, en þess má geta að það þykir leika ágætan handknattleik, enda þótt Sviar hafi þessa sögu aö segja af lið- inu og skreyti þá svo vafa- sömum heiðurstitli. — JBP — Þér lærið nýtt tungumál á 60 tímum! Llngu lykillinn að nýjum heimi ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA. PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA, SÆNSKA, NORSKA, FINNSKA, RÚSSNESKA, GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Verð aðeins hr. 4.500- AFBORGUNARSKItM’ALAR Tungumólandmsheid á hljómplötum eða segulböndum: Hljódfœrahús Reyhjauihur Lougauegi 96 simi: I 36 56

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.