Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 9
Visir. Mánudagur 27. marz 1972. 9 ÞREYTUTAL ER LÍKA ÞREYTANDI £(r Litla gula hænan fann fræ, þaö var hveitifræ. Litla gula hænan fann mörg fræ. Það voru iíka hveitifræ. „Ég vil fara út í bísniss", sagði litla gula hænan. Og það gerði hún. Hún seldi öll fræin og fékk glás af plaköt- um í staðinn. „Þvílfkt úrval,"sagði hún. Og það er rétt. Yfir eitt hundrað og fimmtíu tegundiraf nýjum og æðisgengnum plakötum. Hittumst öll hjá litlu gulu hænunni í Hafnarstræti 19 (beint á móti Pennanum). Búðin verður bara opin í einn mánuð. Litla gula hænan Vorslen eða vorþreyta er ekki nýtt fyrirbæri. Margir kannast við ein- kennin, þegar þeir hafa eytt góðum vordegi utan dyra og koma örmagna heim, án þess þó að hafa lagt á sig tiltakanlegt líka mserfiði. Það er líkaminn, sem er óvanur hreinu lofti eftir innisetur vetrarins sem segir til sín og ef til vill hefur gengið á vitaminforðann líka. En birtan og lenging dagsins á norðurhveli jarðar veitir alla- vega andlega hressingu. Kannski fæddur þreyttur. Þreyta er kapituli út af fyrir sig. Um hana sem slika var fjallað i siðasta hefti „Heilsunn- ar”, sem er biað dönsku lækna- samtakanna. Þar veitir yfir- læknirinn Erik Kiörboe yfirlit yfir orsakir þreytunnar og ráð gegn henni. Hann segir t.d. — Þreyta get- ur verið vegna sjúkdóms, sem verður að meðhöndla. Þreyta eetur einnie verið tákn bess. að maður er nú einu sinni svoleiðis geröur að íinna oft íyrir þreytu og verður að sætta sig við það. Talaðu ekki of mikið um þreytu hvorki þina eigin eða annarra — það er i sjálfu sér þreytandi að hlusta á slikt, og þreyta getur verið smitandi. Eigin þreyta minnkar heldur ekki við það að tala um hana. Og nú vonum við, að lesendur séu ekki orðnir of þreyttir til að lesa framhaldið. Yfirlæknirinn segir nefnilega. — Það er mikilsvert að minna sjálfan sig á, að undir mörgum kringumstæðum er þreytan eðlilegt fyrirbrigði. Kringum tiðir og i byrjun meðgöngutima hafa margar konur þörf fyrir að tillit sé tekið til þeirra. í sömu kringumstæðum geta unglingar á kynþroskaaldri verið. Höfuð- verkur, pirringur, vöntun frum- kvæðis og að vera óupplagður getur fylgt þessum kringum- stæðum. Þreyta þarf enganveg- inn að vera fyrirboði alvarlegra hluta en á hinn bóginn getur hún verið merki um, að nú eigi mað- ur að slappa af. Streitan og þreytan. Streita er tizkuorð, sem haldið er að einkenni nútimaþjóðfélag. Við þekkjum manninn með of- hlaðinn vinnudag, áætlaðan langt fram i timann. Hann segir þreytulega að hann geti kann- ski ákveðið tima fyrir stuttan furid eftir hálfan mánuð. Ef hann hefur ekki þennan erfiða fundalista er hann ekki þýðing- armikill maður. Streita veldur þreytu. Og oft eru það ónauðsynlegir hlutir, sem valda streitu og þreytu. Hið nútimalega lýðræðisþjóðfélag með óteljandi fundum i nefnd- um stjórnum og ráðum stuðlar að þvi að hafa þyngjandi áhrif á lif fólks og fjölsky ldulif — stund- um jafnvel i allt of miklum mæli. Sá, sem er að bogna und- an streitu ætti að láta eiginkonu sina eða eiginmann setja fram gagnrýni, sem getur orðið til að skera niður viðtöl og fundi um helming án þess, að allt strandi. Þreyta hins hundelta manns leiðir til vitahrings, sem aðeins er hægt að stöðva með þvi að bremsa snöggt. Það er hægt með miklu viljaafli —eðá utanaðkomandi aðstoð, ef end- irinn á ekki að verða sjúkdómur og hræðsla, sem stafar af of- þreytu. Það er athyglisvert, áð ýmlst uppreisnarfólk meðal æskunnar fyrirlitur hundeltu manneskj- Nú verðurðu að fara ó fœtur. . . __________________________________________t una, sem er að þvi er viröist burðarás miðaldra kynslóðar- innar, og finnst lifsferill hennar kjánalegur. Með þvi er sann- leikurinn ekki allur sagður, en sumt af honum. Táningaþreyta. 1 stuttu máli er likamleg þreyta eftir vinnudag, þar sem maður hefur notað fætur, likama og vöðva allt annað en sálræn þreyta, sem kemur eftir langa setu og einbeitingu og hún IIMIM Umsjón: Svanlaug Baidursdóttir aðgreinist aftur frá örmögnun eftir æsing og upprifið ástand. Allt þetta er svo frábrugðið let- inni eða viljaleysinu, sem getur náð taki á jafnt ungum sem öldnum, sem finnst að einskis sé að vænta að vera upptekinn af. Ungt fólk, sem kemur sér ekki fram úr rúminu á sunnudags- morgni, latir og fúlir 17-18 ára táningar, sem ekkert vilja, liður oft illa. Þeir hafa ekki enn fund- ið rétta hillu i lifinu — og hafa þessvegna ekkert, sem ýtir á eftir þeim með að fara á fætur. Þeim finnst hræðilegt að eiga fyrir höndum langan dag án möguleika. Venjulega er þetta timabundið ástand, þó að fjöl- skyldunni finnist það langt og erfitt. Aðrar venjulegar skýringar á orsökum þreytu eru járn- eða vitaminskortur og hægða- tregða. Börn og unglingar geta verið þjáð af blóðleysi án þess að vera veik að öðru leyti. Ein blóðprufa getur sýnt ástæðuna. öðru visi er þvi varið með eldra fólk þar verður að fylgjast með áhættunni, sem liggur i röngu mataræði t.d., sem er að meiri- hluta kaffi og franskbrauð i staðinn fyrir grænmeti og kjöt. Og hægðatregða getur valdið þreytu og deyfð. Hreyfing, skynsamlega fæða og létt hægðameðul geta komið að gagni, svo einfalt getur það ver- ið. Sumt eldra fólk getur þjáðst af sérstökum vítaminskorti. Vitaminið B-12 er nauðsynlegt liffærunum á margvislegan hátt. Þau geta kannski ekki tek- ið við þvi og þá koma einkenni i ljós svo sem þreyta, taugasjúk- dómar af vissu tagi og blóðleysi. En það er mikilvægt að gera ekki sjálfur tilraunir með þetta vitamin. Það á læknir að segja til um og auk þess á að gefa það með sprautu. Sálræn þreyta. Timabundin þreyta, sem kemur án þess að séð verði nokkur ástæða hennar getur verið tákn vægs þunglyndis- kasts. Til er fólk, sem er niður- dregið vikum saman eða mán- uði án þess að nokkur sannanleg ástæða sé fyrir þvi ástandi. Stundum verður að gripa til sál- fræðilegrar meðferðar en létt- ustu tilfellin eru kannski ein- göngu fólgin i óskýranlegri þreytu og, að fólkið er illa upp- lagt. Það hefur enga þýðingu, þegar pirraður maki hvetur við- komandi til að herða sig upp, það getur jafnvel gert ástandið verra. Mörg efni hafa verið auglýst sem meðul gegn þreytu. Fólk segir og, að nokkur þeirra hjálpi. Hversvegna þá ekki að kaupa sig lausan af þreytunni? Fyrst verður maður að vita hversvegna maður er þreyttur áður en maður byrjar sjálfur meðferð. 1 öðru lagi hefur það komið i ljós, að efni, sem hafa sama sem engin áhrif geta verkað ágætlega á þreytumerki hjá um það bil 25% þeirra, sem eru reynd á. Hressandi kaffi- bolli getur haft sitt að segja. Hreingerningaþreyta. Margar þreyttar manneskjur verða órólegar og byrja á verk- efnum, sem geta beðið eða eru ónauðsynleg. 1 þreytutimabili gripur svokallað hrein- gerningaræði margar húsmæð- ur og það er leitt fyrir alla sem hlut eiga að máli. Ef þreyta helzt eða eykst og ekki er hægt að finna skynsamlega skýringu á henni verður að vitja læknis. Ofreynslu verður að bæta upp með fridegi. Það er ef til vill auðveldara sagt en gert en borgar sig þegar til lengdar læt- ur. Streitist maður á móti og reyni að hanga með þrátt fyrir þreytuna verður vinnan ekki leyst af hendi sem skyldi. Orð Bibliunnar um að halda hvildar- daginn heilagan fela i sér mörg sannleikskorn. Maður verður einnig að hugsa sig aðeins um og láta hlutina sem skipta litlu máli eiga sig.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.