Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 27.03.1972, Blaðsíða 13
visir. íVlanutlag-ur 27. marz 1972. 13 Knaffspyrnusambandið 25 ára: KSI ÆTLAR AÐ BYGGJA YFIR SIG í LAUGARDAL Góðir gripir bárust i hið mikla safn Knatt- spyrnusambandsins á 25 ára afmælinu, — og mörg falleg loforð voru gefin i hófi, sem KSÍ bauð til i gærdag i Sig- túni. Verst að skrifstofa sambandsins rúmar ekki öllu fleiri gripi, og starfsemin er búin að sprengja af sér þann ramma, sem henni er settur i íþróttamiðstöð- inni. Albert Guðmundsson gat þess I Bridgefélag Reykjavíkur 30 úra Bridgeóhugamenn Komið og sjáið spennandi úrslitakeppni milli brezku meistaranna og úrvalssveitar Bridgefélags Reykjavikur, úrslitakeppnin hefst i Súlnasal Hótel Sögu kl. 20.00 i kvöld. Spilin eru öll sýnd á sýningartöflu (ramma) og útskýrð um leið og þau eru spiluð. Munið afmælishátið i átthagasal Hótel Sögu miðvikudagskvöldið 29. marz. þvi tilefni i ræðu i gær, að nú stæði til að KSÍ byggði i Laugardalnum yfir starfsemi sina. Þá mun rýmkast um starfsemina og hið glæsilega bikara- og gjafasafn. Það var fjölmennt til afmælis- boðsins hjá KSt, eins og vænta mátti, og afmælisbarninu haldnar margar og fallegar ræður. M.a. barst KSt fallegur silfurbakki frá Knattspyrnuráði Reykjavikur, sem á sinum tima stóð fyrir stofn- un sambandsins og átti i vök-að verjast við stofnunina vegna að- kasts frá ymsum aðilum. Siðar hafa KRR og KSl ekki ævinlega átt mjög elskuleg viðskipti, og þvi var það sögulegt augnablik, þegar formaður KSt og formaður KRR mættust á vinsamlegum vettvangi. Skemmtilega gjöf fengu þeir KSI-menn úr Vestmannaeyjum. „Venus úr Eyjum” kölluðu margir konustyttu mikla, sem vakti mikla kátinu hjá sam- kvæminu, sem samanstóð svo til eingöngu af karlmönnum, enda þótt kvennaknattspyrna hafi nú verið tekin upp og konur aufúsu- gestir i afmælishófinu. Knattspyrnudómarasambandið gaf ekki dýrar gjafir, en þó dýr- mætar. Bjarni Felixsson kvaðst gefa KSl þá gjöf að lofa miklu og góðu starfi þessa nýja sambands næstu árin. Var góður rómúr gerður að máli hans. Fjölmargir menn voru heiðr- aðir fyrir vel unnin störf fyrir knattspyrnuiþróttina undanfarin ár og áratugi. Verður nánar sagt frá orðuveitingum þeim i blaðinu siðar. —JBP r Islandsmet Lilja Guðmundsdóttir, hin efni- lega iþrótlakona i ÍR, stórbætti isiandsmet sitt i «00 m. hlaupi á móti i Laugardalshöllinni á laugardag. Hún hljóp vega- iengdina á 1:52.4 min., sem er sjö sekúndum betri timi en eldra metið innanhúss. Ásta Breiðfjörð hljóp einnig innan við gamia mettimann og setti telpnamet. KSi bárust margar góðar gjafir á 25 ára afmælinu og hór sést for- maðurinn, Albert Guðmundsson, með nokkrar þeirra. Ljósmynd Astþór. Afgreiðslustörf Vantar pilt og stúlku til afgreiðslustarfa i kjörbúð strax. Uppl. i sima 23457. AUGLÝSINGASTOFA KRISTINAR 10.4 BYKO (og aö sjálfsögðu í fjölbreyttu úrvali) BYGGINGAVÖRUVERZLUN KÓPAV0GS KÁRSNESBRAUT 2 SIMI 410 00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.