Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 29. marz 1972. ■3 Gamalt verður splunkunýtt „Kinverskar” ermar er erma sniðið á ný.iustu peysunum stundum kalíað erlendis. Þær eru stuttar og viðar og ná aðeins niður á upphandlegginn. Þær sem vilja fylgjast með tizkunni, ku geta útbúið þessa fllk auðveldlega úr gamalli peysu, sem búin er aö gegna sinu hlutverki. Það þykir betra að hafa hana heldur of viða en þrönga, áður en tilraunin er gerð. Fyrst er klippt af erm- unum, þar til æskileg lengd er komin. Siðan er klippt úr háls- málinu, svo að það komi út á axlirnar. Undir peysunni er hægt að hafa blússu, einhverja þá, sem fyrirfinnst I fataskápnum. Til þess að kóróna sköpunarverkið og tolla I tizkunni er klippt af gömlu peysunni að neðan, svo að hún nái rétt aðeins i mittis- stað. Sálfræðingar telja eina orsökina fyrir lesblindu liggja í skriftarkennslunni. Taflan er talin vera betri en pappirinn. Hversvegno lesblind? Fjölskyldustóllinn" Ætii fiest börn hérlendis læri ekki að draga til stafs á pappir? Þannig er það i flestum öðrum löndum einnig. En Þjóöverjar velta nú vöngum yfir, hvort annað efni til skriftanna muni ekki hafa betri árangur i för með sér. Það er litil skólatafla og kritarpenni. Upprunalega var skrift kennd á þann hátt þar i landi. Það, sem ýtt hefur undir þessa þanka, er rannsókn, sem fór fram við háskóla einn i Þýzkalandi. Tilraun var gerð með skriftarkennslu 150 barna i tvö ár. Það kom i ljós, að taflan og kritarblýanturinn auðvelduðu námið töluvert. Þar að auki reyndist taflan vera hreinlegri i notkun en pappir. En áður en rannsóknin fór fram, höfðu sálfræðingar komið auga á vandamál, tengt skriftarkennslunni. Flest börn byrja að læra að skrifa með blýanti, birópenna eða blekpenna á pappir. Mjúkur pappir og skriffæri, sem veita ekki mótstööu, veita oft á tiðum ekki nægan stuðning, þegar barnið reynir að skrifa á sinn klaufalega byrjandahátt. Við það verður skriftin ólæsi- leg og klúðursleg. Ef þaö hefur þau áhrif á börnin, að þau byrja að fá andúð á skrift, leiðir það burðamaður, og hvi ætti hann ekki að nota þetta bezta tækifæri, sem hann fær i lifinu til að afla sér tekna. Spasski er Sovétmaður, og eins og aðrir afburðaiþróttamenn þar i landi er hann á launum fyrir að stunda iþrótt sina. Hann hefur þvi ekki þörf fyrir aðra eins fjárhæð og Fischer, sem kannski fær ekki aftur þvilíkt tækifæri til tekju- öflunar. Og loks: Ég man ekki betur en það hafi á sinum tima verið talað um það, að litill eða enginn hagn- aður yrði beinlinis af þvi að halda þetta heimsmeistaraeinvigi hér á landi. Hagnaðurinn yrði frekar óbeinn. Hvers vegna á Skáksam- bandið þá allt i einu að taka upp peningasjónarmið gagnvart þessum kröfum Fischers? oft til erfiðleika við að stafa og siðan til lesblindu. Ýmsir sálfræðingar lita þannig á málið, að pappirinn og mjúk skriffærin séu ein af ástæðunum fyrir aukinni lesblindu meðalgreindra barna. Eftir páskana veröur efnt til húsgagnasýningar I Laugardals- höllinni. Skyldi eitthvað af þvi, sem gefst kostur á að sjá þar, vera eins nútímalegt og húsgagnið, sem viö sjáum á meðfylgj- andi mynd? Það er þýzkt fyrirtæki, sem setti „fjölskyldustólinn” er Italsk- ur hönnuður teiknaði, á markáðinn. Það fylgir sögunni, að húsgagnið muni kosta skildinginn sinn. óvenjustór „stóll” þetta, en viröist bara þægilegur. SÍBS Endurnýjun Dregið verður miðvikudaginn 5. apríl Fyrri hluti einvigis brezku bridgemeistarana /og úrvalsliðs Bridgefélags Reýkjavikur var spilaður á sunnudagskvöld og höfðu þeir fyrrnefndu betur. Eftir fyrstu 8 spilin stóð 22-6 fyrir BR, en 8 spilum seinna hafði staðan breytzt i 56-30 fyrir Bretana. 1 næstu 8 spilum tapaði BR 9 stig- um i viðbót og lokastaðan eftir 32 spil var 111-62 fyrir Bretana. Eftirfarandi spil var dýrt fyrir BR, en það kostaði svo til helm- inginn af mismuninum, eða 22 stig. Staðan var n-s á hættu og suður gaf. 4 3 V A-G-10-2 4 9-B-7-5 jf, 9-8-7-4 * 10-9-2 V K-D-8-4 4 D-G-4 4» K-6-3 4 A-K-G-8-7-6-4 V 7-5 4 A-2 4 A-G A n-5 V 9-6-3 ♦ K-10-6-3 4 D-10-5-2 t lokaða salnum gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur Dixon Þórir Sheehan Stefán P P -P 1 lauf P 1 hjarta P 2 spaðar P 3 spaðar P 4 spaðar P P P A-v spila bláa laufið og opnunin spyr strax um ása og kónga. Eitt hjarta merkir einn ás eða tveir kóngar og ekki minna en 6 punktar. Eftir það hafði austur ekki áhuga fyrir slemmu og reyndist sú ákvörðun heppileg, þar eð suður valdi að spila út hjarta. Fimm unnir og 450 til a-v. A sýningartöflunni voru Skotarnir bjartsýnni en þar gengu sagnir: Suður Vestur Norður Austur Jón Coyle Vilhjálmur Sil verstone p P P p 4 spaöar P p 6 hjörtu P P P P 2 spaðar 5 hjörtu 6 spaðar Norðra láðist að dobla 6 hjörtu og suður átti ekki sjö dagana sæla að eiga útspilið. Að lokum valdi hann að spila laufi og slemman rann upp. A-v fengu 980 og 11 stig fyrir spilið. A mánudagskvöldið lauk siðan einviginu með þvi að sveit Hjalta Eliassonar, félagsmeistararnir, spiluðu 32 spil. Lauk þeirri viður- eign með sigri Bretanna, 73-50 og hafa þeir unnið einvigið með 184- 112. 1 dag er siðasti leikur brezku bridgemeistaranna og spila þeir við landslið okkar frá 1950, sveit Harðar Þórðarsonar, á Hótel Esju kl. 13.30. Úrslit i tvimenningskeppninni, sem brezku spilararnir tóku þátt i, voru þannig: A riðill 1. C. Dixon og R.M. Sheehan 2101 2. Stefán Guðjohnsen og Þórir Sigurðsson 2003 3. W. Coyle og V. Silverstone 1998 4. Jón Asbjörnsson og Páll Bergs- son 1959 5. Jakob R. Möller og Gylfi Baldursson 1956 6. Haukur Hannesson og Valdim- ar Þórðarson 1937 7. Páll Hjaltason og Trausti Vals- son 1901 8. Jón Arason og Vilhjálmur Sigurðsson 1888 9. Hörður Arnþórsson og Þórar- inn Sigþórsson 1886 10. Agnar Jörgensson og Ingólfur Isebarn 1852 B. riöill. 1. Hjalti Eliasson og Asmundur Pálsson 2122 2. Stefán Stefánsson og Kristinn Bergþórsson 2035 3. Benedikt Jóhannsson og Jó- hann Jónsson 2023 4. Óli Már Guðmundsson og Orn Guðmundsson 2022 5. Hannes R. jónsson og Lárus Hermannsson 1982 6. Einar Árnason og Þorsteinn Þorsteinsson 1968 7. Halla Bergþórsdóttir og Kristj- ana Steingrimsd. 1965 8. Lárus Karlsson og Þórir Leifs- son 1944 9. Ragnar Halidórsson og Vil- hjálmur Aðalsteinsson 1942 10. J. Cansino og I. Rose 1917

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.