Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 4
4 Vísir. Miövikudagur 29. marz 1972. á að gera? — ýmislegt er hœgt að gamna sér við i páskafríinu — listsýningar, tónleika, ferðalög, eða bara steikarát.... Hvað Nú standa eflaust margir frammi fyrir miklum vanda: Hvað á að gera sér til dundurs yfir páskana? Langflestir íslendingar glíma nú við að eyða fimm heilum frídögum með ein- hverju skynsamlegu móti — og líkast til gefast flestir upp við að gera eitthvað sérstakt við þetta frí — leggjast heldur upp í dívan og velta því fyrir sér, hvað þeir ættu að gera. Gera það hins vegar ekki. Frá og meö morgundeginum drögum við á okkur hátiðasvip og höldum honum fram á næsta þriðjudagsmorgun. Og þegar maður eitt sinn gengur um i sparifötunum og með viðhafnar bros, þá verður maður eitthvað að gera til að setja nú almenni- lega hátiðabrag á dagana. Allir staðir lokaðir? Satt er það. Ýmis gleðskapar- starfsemi þjóðfélagsins lamast mikils til vegna krossfestingar- og upprisuhátiðar kristinna. Það er vist óhætt að afskrifa kvik- myndahúsin fram til annars i páskum. Og enginn fær að þjóra við bar lengur en til klukkan 11:30, þ.e.a.s. á skirdagskvöld og laugardagskvöldið. Ekkert vin- veitingahús hefur opinn bar að kvöldinu á föstudaginn langa eða sjálfan páskadag. öll almenn veitingastarfsemi verður hins vegar leyfð. Kaffi geta menn keypt sér og heitar máltiðir á flestum stöðum i Reykjavik a.m.k. Reyndar ætla þeir i Naustinu að loka algerlega sinum glaða stað, opna ekki einu sinni á mánu- daginn. Þeir ætla nefnilega að nota tækifærið og mála allt hátt og lágt. Okkur heyrðist hins vegar á þeim veitingamönnum, sem viö ræddum við i gærdag, að menn eætu verið nokkuð vissir um að fá á öðrum stöðum að drekka brennivin aðeins fram yfir mið- nættið á öörum i páskum. Nokkuð hefur það brunnið við i Reykjavik undanfarin ár, að vont hefur verið fyrir svanga menn að fá keyptan matarbita á steikar- stöðum um páskana. Margir hafa algerlega lokað á föstudaginn langa og páskadag, jafnvel lika á laugardeginum þar á milli. Hins vegar eru engar þær reglur til, sem banna 'veitingamönnum að selja mat þessa dag, enda munu sumir ætla sér að hafa opið alla bænadagana og páskadag, rétt eins og venjulegur sunnudagur væri. Til dæmis verður Sæikerinn i Hafnarstræti opinn alla hátiðina. Söfn — tónleikar En velliðan mannskepnunnar byggist vist ekki eingöngu á þvi að hafa færi á að borða feitan hamborgara eða drekka rauðvinsglas að kvöldinu. Jafnvel ekki i Reykjavik. Svo löng frihelgi sem bænadaearnir oe Dáskarnir eru ætti að vera mönnum kær- komið tilefni til að hressa upp á samvizkuna. Heimsækja til dæmis listasöfn, sem opin eru á fridögum. Þjóðminjasafnið er ævinlega vinsælt — og ekki má gleyma listsýningum. Súmar- arnir, sem hingað til hafa haldið sig við galleri sitt i bakhúsi við Vatnsstig, leggja land undir fót á laugardaginn kemur og opna for- vitnilega sýningu i Keflavik. Og geri aðrir betur, sem alla tið halda hrókaræður um nauðsyn þess að fara með list um landið! Úr þvi listsýningar eru á dag- skrá má minna á Norræna húsið. Þar er til húsa einhver skemmti- legasta kaffistofa á landinu (ef ekki sú bezta á Norðurlöndum), og þar er tilvalið að vera i góðu skapi. Og þar er núna málverka- sýning. Sveinn Björnsson úr Hafnarfirði sýnir vatnslita- myndir. Afram með listina: Pólýfón- kórinn er bessa daeana að flvtia i fyrsta sinn á tslandi Mattheusar- passiuna undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Passia þessi var flutt i fyrsta sinn i Leipzig árið 1729 og nú, árið 1972 i Reykv vik. Við höfum fyrir satt að það séu engir aukvisar, sem standa að flutningi passiunnar hér. Auk Pólýfónkórsins flytja hana hljóð- færaleikarar úr Sinfóniuhljóm- sveitinni og Tónlistarskólanum i Reykjavik. Og ef menn eru gersamlega vit- lausir i list, þá væri ekki úr vegi að athuga svolitið með leikhúsin. Og visast þá hér með til aug- lýsinga á öðrum stað i Visi. ökuferðir Veður hefur að undanförnu verið gott viða um land, og við- búið að stressaðir heimilisfeður verði reknir undir stýri fjöl- skyldubifreiða og þeim skipað að fara að skoða landið. Og það er svo sem margt verra hægt að hugsa sér. Vegir munu i dágóðu ástandi miðað við árstima, og veðurfar hefur verið svo milt i vetur, að gras hefur verið grænt nú hérumbil i heilt ár, frost litið i jörðu og þvi ekki önnur eins for á vegum og oft um þetta leyti ársins. Selfyssingar gera nú mikið til að laða að sér gesti. Og þvi ekki að renna þangað austur? Þeir kalla þessa páskaviku núna Árvöku, hafa skemmtanir, sýningar og fundahöld. Að hótel Tryggvaskála við ölfusárbrú var okkur sagt i gær- dag, að veitingasala yrði þar alla Árvökuna, og einnig veitingasala i Gagnfræðaskólanum vöku- dagana i sambandi við sýningu, sem þar verður. Kannski fulllangt austur að Selfossi? Nei, nei — og ef menn þreytast á akstri svo snemma vors og úr allri þjálfun, þá er hugsanlegt að stanza i Hvera- dölum. Kannski fá sér gönguferð þar um — eða prófa skiðafærið? Skiðafærið er reyndar ekki stór- brotið, en það er hægt að finna þarna brekkur, eftir þvi sem okkur var sagt i Hverdölum i gær. Og kaffið rjúkandi á könnunni og heitur matur á kvöldin. En kannski finnst mörgum of snemmtað facað æða langt út um sveitir. Láta sér duga að skoða nýju ibúðahverfin við og i Reykja vik. Horfa á hestamenn teygja gæðinga sina inn með Elliðaám og eftir Flóttamannavegi. Og þá er Sædýrasafnið ekki of langt i burtu. Þangað er auðveldlega hægt að komast með strætis- vögnum, og Jón Gunnarsson, forstöðumaður safnsins, sagði okkur i gær, að hann vonaðist eftir þvi að hjá honum fæddist páskakiðlingur, ,,og ef hann ekki fæðist um páskana, þá geta menn alla vega komið og litið á ólétta geit”, sagði Jón. Sædýrasafnið verður opið bænadagana og páskana en sælgætissölunni verður lokað bæði á föstudaginn langá og páskadag. Steikarát eða bóklestur. Hætt er nú við að margur kæri sig kollóttan, þótt sólin skini og hundrað kórar syngi af list um þessa vorhátið. Páskafriið er nefnilega fyrir stórum hópi fólks orðið eins konar viðbót við upp- lestrarfri i skólum, og flestum mun vist duga bezt að kúra yfir skólabókum þessa dagana. Við hin, sem engar skólabækur lesum framar, látum okkur nægja að kýla vömbina með steikum milli þess sem við dorm um á legubekkjum og litum kannski i þær jólabækur, sem við ekki komumst yfir að lesa á hinni höfuðhátið kirkjunnar. -GG. VÍSIR nýtt simanúmer Rjómaís milli steikar og kaffis isrétlur er frískandi ábætir, sem fljótlegt er að útbúa. Vinsæld- ir hans við matborðið eru öruggar. Skemmtilegt er að fram- reiða hann á mismunandi hátt og fylgja hér á eftir nokkrar uppskriftir: ÍSSÚKKULAÐI. Fyllið glas að Vb með kakó eða kakómalti. Setjið nokkrar sneiðar af vanilluís i, skreytið með þeyttum rjóma og sultuðum appelsínuberki eða möndlum. JARÐARBERJAÍS MEÐ HNETUM. Ristið hasselhnetur þurrar á pönnu. Fjarlægið hýðið og saxið hneturnar gróft. Stráið þeim yfir isinn og hellið 1 msk. af víni yfir (t. d. likjör eða sherry). BANANAÍS, 1 skammtur. 1 banani / 3 msk. súkkulaðiis / 1 msk. sólberja- eða jarðarberjasulta / % dl þeyttur rjómi / 1 msk. hnetukjarnar. Kljúfið banana að endilöngu og leggið á disk. Setjið ísinn yfir, skreytið með rjóma, sultu og söxuðum hnetum. ÍS í PÖNNUKÖKUM er sérlega ódýr og Ijúffengur eftirréttur. Skerið vanillu- eða súkkulaðiís í lengjur, vefjið pönnuköku utanum, hellið súkkulaðisirópi, bræddu súkkulaði eða rifnu yfir. NOUGATÍS MEÐ APRIKÓSUM. Setjið til skiptis í glas nougat- is, niðursoðnar aprikósur og möndlur. Blandið dálitlum sítrónu- safa saman við aprikósumauk og skreytið með því. HEIT ÍSTERTA. 1 sykurbrauðsbotn / 3 msk. sherry / Va ds. niðursoðnir ávextir / 2 msk. saxað súkkulaði / 2 msk. saxaðar möndlur / 1 lítri vanilluís. Marengs: 4 eggjahvítur / 3 dl (250 g) sykur. Hellið sherryi yfir kökubotninn, setjið ávextina yfir og súkkulaði og möndlur þar yfir. Spænið ísinn upp og setjið hann yfir ávextina. Þeytið hvíturnar með 1 dl af sykri mjög vel, góða stund eftir að þær eru stífar. Blandið því sem eftir er af sykr- inum gætilega saman við. Smyrjið eggjahvítunum utan um ís- inn og bakið við mikinn yfirhita (300° C) i örfáar mínútur, eða þar til marengsinn er gulbrúnn. Berið ísréttinn fram strax. ÍSKAFFI. Fyllið hátt glas til hálfs með sterku, köldu kaffi. Leggið nokkrar skeiðar af vanilluís í kaffið, skreytið með þeytt- um rjóma og rifnu súkkulaði. SÍMI 86611

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.