Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 20
Já, nýja simanúmeriö okkar er 8-66-11, eins og stúlkan á myndinni hefur rækilega skráö á sér. Væntum viö þess aö lesendur og augiýs- endur taki vei eftir þessari mynd og brenni hana i hugskot sér. (Ljósmynd Ástþór) MÖRG NÝ NÚMER í FYRRAMÁLK) — Vísir fœr 86611 VÍSIR Miövikudagur 29. marz 1972. SÍMAKERFI FÍ SPRAKK Annir voru þvilikar hjá Flug- félaginu i gær, að sjaldan mun annaö eins hafa verið að gera þar. Hver einasta flugvél félagsins var i förum. Mest var vitanlega flogiö til Isafjarðar og Akureyrar, en jafnframt var i gangi leiguflug til útlanda, fólk á leiö i páskafri. ,,Þaö var þvilikt álagið á sim- ann hérna”, sagði Sveinn Sæ- mundsson, blaðafulltrúi i samtali viö Visi, „að það sprakk stofn- öryggi simans hér, og enginn náði sambandi viö okkur i meira en klukkutima i gærdag. Fólk varð aö hendast úr um allan bæ með skilaboö og annað slikt, og hefur eflaust margur bölvað okkur há- stöfum fyrir að svara aldrei i sima — en kerfið þoldi bara ekki álagiö”. Og þaö er áfram mikið aö gera hjá F.t. Mest er þetta skiðafólk sem flutning þarf, en einnig skólafólk á leið heim i páskafri. — GG „Hóf þegar lífgunar- tilraunir" — segir sundlauga- vörðurinn Þaö er rétt, sem fram kom i frásögn stúlkunnar i VIsi I gær, aö ég hélt i fyrstu aö stúlkurnar væru aöeins aö fiflast, enda var ekkert aö drengnum aö sjá. Hann haföi t.d. ekki blánaö. Ærsl i börnum eru svo algeng, aö ekki var unnt aö gera sér grein fyrir þvi aö eitthvaö var aö, fyrr en þau sögöu aö eitthvaö væri athugun- arvert viö drenginn. Ég náöi þá þegar i hann og hóf blástursaö- geröir og rétt á eftir kom Guö- mundur Haröarson, kennari hlaupandi út og aöstoöaöi mig viö lifgunartilraunirnar. Þannig komst Erlingur Jóhannsson, sundlaugavörður að orði i viðtali viö Visi i morgun vegna slyssins, sem varð i Vest- urbæjarsundlauginni J fyrradag. — Hann sagöi, að slysiö hefði orö- ið um vaktaskipti og eftirlit með börnum i iauginni hefði kannski veriö minna en endranær vegna þess, að engin börn áttu að vera i lauginni nema skólabörn i sund- kennslu. Litli drengurinn hefði á einhvern óskiljanlegan hátt kom- izt ofan i laugina framhjá starfs- fólkinu. Erlingur sagði, að ástæða þess, að stúlkunni, sem hljóp inn til aö tilkynna slysiö, hefði verið ýtt til hliöar, hefði verið sú, að starfs- fólkiö þar hefði gert sér grein fyr- ir þvi að slys haföi orðið. Drengurinn, sem er átta ára, liggur enn mjög þungt haldinn á gjörgæzlúdeild Borgarspitalans. Hann hefur ekki komizt til með- vitundar._____ —VJ Berjast hetjubaráttu við Bakkus konung 1 18 ár hafa AA-samtökin starfað á tslandi, — á föstudaginn langa fyrir 18 árum voru samtökin stofnuð og á föstudaginn langa i ár ber afmælið upp á að þessu sinni. Engar tölur liggja fyrir um þann mikla fjölda manna og kvenna, sem leitað hafa bóta á drykkjuskap sinum eftir leiðum AA, enda engar félagaskrár'til. Þar koma menn og fara að vild, en algjör nafnleynd rikir um alla þá, sem aðstoðar leita. A af- mælisdaginn halda AA-samtökin opinn fund i félagsheimili Lang- holtssafnaðar og hefst hann kl. 21. Þar geta þeir sem vilja og hafa áhuga á, kynnst af eigin raun þvi sem fram fer á AA-fundunum. Samtökin haida annars fundi sina i Tjarnargötu 3C flest kvöld vik- unnar i hinum ýmsu deildum. „Þaö eru geysimiklar breyting- ar sem við verðum að gera núna. Fjöldinn allur af fólki og fyrir- tækjum sem fær núna ný sima- númer”, sagði Bjarni Forberg, bæjarsimastjóri i samtali við Vlsi i morgun. „Þeir hafa veriö að vinna i þessu núna að undan- förnu, og nýju númerin komast svo i gagnið i fyrramálið”. Sagði Bjarni að þessar númera- skiptingar stöfuðu mest af flutn- ingum fólks milli hverfa, en einn- ig viðbótum við simakerfið. Og nú riður á að menn gleymi gömlu simaskránni og taki þá nýju i notkun. Til dæmis mun mönnum litiö duga að hringja i gamla númerið okkar hér á Visi. Við kappkostum nú að gleyma þvi og munum bara nýja númeriö, sem er 8-66-11 — GG. Forníslenzkunóm í 4 ór: HEFÐI BORGAÐ SIG AÐ LÆRA KÍNVERSKU segir Nóbelsskóldið í viðtali viðtalsbók þeirra Matthíasar Jóhannessen sem kemur út í dag Það tók Nóbelsskáldiö okkar 4 ár að læra mál Þorgeirs llávarssonar. „Frómt frá að segja leiddist ég út f að skrifa Gerplu á fornmáli móti vilja minum, „segir Laxness I sam talsbókinni við Matthias Jóhannessen, sem kemur úr I dag. „Ég hélt það væri auðveldara en er i raun og veru að skrifa skáldsögu frá 11. öld”, segir skáldið i bókinni, sem ber nafnið Skeggræður gegnum tiðina. „Hélt meira að segja að það væri hægt að skrifa söguna á þvi máli, sem við tölum i dag. En svo sá ég að það var blátt áfram hlægilegt að ætla að segja á nú- timamáli sögu sem gerist á sögusviði sigildra fornra bók mennta. Hugsaðu þér, þó ekki væri nema Þorgeir Hávarsson segði: „Góðan daginn, eða komdu sæll og blessaður! Ég dauðsé auðvitað eftir þvi að hafa ekki farið að læra kinversku i staðinn” segir Laxness um þetta sérstæða nám. Þaö er Helgafell sem gefur út viðtalsbókina, en eins og fyrr var frá greint i frétt i blaöinu er bókin gefin út i tilefni af 70 ára afmæli Halldórs Laxness 23. april n.k. Bókina myndskreytti Hans Bendix með penna- teikningum. —- Fjórar aðrar bækur eiga eftir að koma út á árinu i tilefni afmælisins, Norðanstúlkan, leikgerð Atóm- stöðvarinnar, þá Bjartur i Sumarhúsum og blómið, leik- gerðin af Sjálfstæðu fólki, sem Þjóðleikhúsið frumflytur á af- mælisdegi höfundarins. Fjórða bókin er ný útgáfa Laxdælasögu með nútima stafsetningu Laxness og 30 nýjum teikn- ingum eftir listamenn úr hópi yngstu málara okkar. Lestina rekur svo ný útgáfa af Kristni* haldi undir jökli, ensk þyðing Magnúsar Magnússonar i Edinborg. Er bókin einkum hugsuð sem gjafabók handa enskumælandi fólki. —JBP— Agreiningur um lenginguna: KOMMAR MÓTI FRAMSÓKN MEÐ FV-MENN Augljóst er, að tilboð Banda- rikjastjórnar um að hún kosti lengingu þverbrautar á KeflavÍkurflugvelli mun valda ágreiningi innan stjórnar- flokkanna. Þjóðviljinn kallar þetta „ógeöfellt tilboð Banda- rikjastjórnar” „Það er óneitan- lega ógeöfelldur keimur af þessu tilboði Banda- rikjastjórnar svo ekki sé fastar að orði kveöið,” segir blaðið i morgun. —- Afstaða fram- sóknarmanna mun vera allt önnur og vitað er að Hannibal Valdimarsson er meðmæltur, en hannibalistar eru klofnir I afstöðu til málsins. Einar Agústsson, utanrikis- ráðherra, hafði tilkynnt það fyrr i vetur, að hafizt yrði handa um lengingu þverbrautar- innar i vor án þess að gera nánar grein fyrir þvi, hvernig fjár til framkvæmdanna yrði aflaö. Hann gaf i skyn að fjársins yrði aflað innanlands og hafa fjölmiðlanir ekki getaö KLOFNIR * fengið hann til að lýsa yfir skoðun sinni á tilboði Banda rikjastjórnar. Hinsvegar varð ljóst af ummælum Halldórs E. Sigurðssonar, fjár- málaráðherra, i sjónvarpinu i gærkvöldi, að framsóknarmenn munu samþykkja, að Banda- rikjastjórn annist lenginguna og aðrar framkvæmdir fyrir rúml. 500 milljónir króna. Hannibal Valdimarsson, samgönguráðherra, hefur lýst þvi yfir opinberlega, að hann telji, að Bandarfkjastjórn eigi að annast þessa lengingu flug- brautarinnar, en hannibalistar almennt munu ekki allir vera á sömu skoðun. Bandarikjastjórn tilkynnti i gær, að hún mundi annast þessar framkvæmdir, ef islenzka rikisstjórnin sam- þykkti þær. Rikisstjórnin mun taka formlega afstööu til málsins eftir páska. Það var látið svo heita, að ekki heföi gefizt timi til að taka afstöðu til málsins i gær „vegna anna.” -VJ. „SKIPTING HAGNAÐ- AR KEMUR EKKI TIL ii GREINA „Ég get alls ekki fallizt á tillögur um, að hagnaðinum af einviginu verði skipti með ein- hverjum hætti milli keppenda og sambandanna, sem halda mótið. Við höfum boöiö keppendum góða skilmála, ellefu milljónir i verö- laun, 60% af sjónvarpstekjum og margs konar fyrirgreiðslu, svo sem góða vasapeninga og fleira að „Þetta er greinilega peninga- mál fyrir Fischer, og það ereinnig peningamál fyrir okkur. Mér finnst að sjálfsögðu fráleitt aö ætlast til þess aö við tökum kannski 70% áhættu á tapi en yrðum að láta keppendur hafa hagnað, ef hann yröi. En skipting hagnaöar er lika óraunhæf” Þyrfti gífurlegt eftirlit Þannig fórust Guðmundi G. Þórarinssyni orð i morgun, þegar blaöið spurði um álit hans á skák- stöðunni.Guðmundursagöist vilja minna á þann vanda, sem skípt ing hagnaðar hefði i för með sér, til dæmis allt þaö eftirlit, sem mundi þurfa með útgjöldum sam- bandanna til hvers konar hluta. Til dæmis yröi það gifurleg skrif- finnska og kostnaður, ef kepp- endur þyrftu að kafa ofan i hvern kostnaðarlið við keppnina i Belgrad og Reykjavik. Meðal annars af þessum sökum væri sú leið ófær, en þó fyrst og fremst vegna þess, aö Islendingar teldu sig hafa boðið góð kjör og mundu ekki sætta sig við neina „nauðungarsamninga”, sagði Guðmundur. Skáksamband Júgóslaviu fékk i gær skeyti frá Fischer, þar sem hann setur fram sams konar kröfur og gagnvart tslendingum, sem sé hluta af hagnaði. Skák- sámband Júgóslaviu hafði áður lýst yfir samstöðu með tslend- ingum gagnvart kröfum Fischers, og þvi fyrirfram hafnað þessum kröfum hans. FIDE bíöur enn. Alþjóðasambandið, FIDE, biður enn átekta og hafði i morgun ekki látið frá sér fara neinar sam- þykktir um kröfur Fischers. Guðmundur telur, að kröfur Fischers „ættu ekki að valda deilum milli skáksambands tslands og keppenda (Fischers).” „Samningarnir voru gerðir undir „Sœtti mig ekki við nauðungarsamninga". Viðtal við Guðmund G. Þórarinsson um „skókstöðuna" handarjaðri FIDÉ”, segir Guðmundur. FIDE veröi þvi að finna lausn á þvi eða bandariska skáksambandið. Guðmundur segir, að vafasamt sé, hversu mikið eigi að leggja upp úr yfir- lýsingu Edmondsons um stuðning við mál Fischers. Edmondson muni fyrst og fremst vilja, að ein- vigið verði haldið þvi að það sé honum hjartansmál, að Ban- darikjamaður geti náð heims meistaratigninni. —HH. Passía Atla Heimis aö veröa „tradisjón" Undanfarin tvö ár hefur Passia Atla Heimis Sveinssonar verið flutt um bænadagana af Dóm- kórnum i Reykjavik, og svo verð- ur einnig að þessu sinni. Verður Passian flutt á föstudaginn langa kl. 5 siðdegis. Guðfræðinemar munu annast upplesturinn úr Passiusálmum Hallgrims Péturssonar, Gústaf Jóhannesson leikur á orgel og stjórnandi er Ragnar Björnsson, dómorganisti. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Finnskir sönggestir um bænadagana Sextiu manna karlakór verður i heimsókn um bænadagana, Brahe Djaknar heitir kórinn, sem kemur hingað á vegum Norræna Hússins og Stúdentakórsins i Reykjavik. Er þetta endurgjald fyrir heimsókn Stúdentakórsins til Aabo. Kórinn syngur i Reykja- vik á laugardag, á Flúðum á páskakvöld og i Keflavik á annan i páskum. Kórinn hefur farið viða, m.a. sungið i Hamborg, Prag, Leningrad og Paris og hef- ur hann unnið verðlaun i söng- keppnum, t.d. i keppni BBC, „Let people sing”, sem er alþjóðleg keppni. Stjórnandinn heitir Gott- frid Grasbeck og verða verk eftir hann m.a. á hljómleikunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.