Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 5
Vfsir. Miðvikudagur 29. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Múrinn verður „opinn" | Umsjón: ■ I Haukur Helgason : ■ ■ Hermdarverk í Stokkhólmi sem fór yfir mörkin kiukkustundu eftir að opnað var, sagði frétta- mönnum, að formsatriði væru i lágmarki við hliðin, biðraðir ekki langar og nokkuð hratt gengi að afereiða fólkið. Austur-Þjóðverjar mega ekki fara yfir til Vestur-Berlinar nema fólk, sem er komið á eftirlaun, segir i fréttum i morgun. Hólf milljón Vestur-Berlínarbúa heimsœkjavini og œttingja austan megin Berlínarmúrinn var „opn- aður" í morgun fyrir fólk i Vestur-Berlín í fyrsta sinn í sex ár. Átta hlið voru opn- uð. Strax klukkan sex í morgun tóku Vestur-Ber- linarbúar að streyma til Austur-Berlinar til að heimsækja vini og ættingja eftir hinn langa aðskilnað. Austur-þýzkir lögregluþjónar með labb-rabb-tæki voru á verði, en verkefni þeirra verður ekki sizt að koma i veg fyrir, að fólk frá Austur-Berlin komist vestur yfir. Stjórnvöld telja, að um hálf milljón Vestur-Berlinarbúa muni fara yfir mörkin um páskahelg- ina. Leyfi til heimsókna verða felld niður 5. april. Samkomulagið um heimsókn- artima var undirritað af fjórveld- unum, Bandarikjunum, Bret- landi, Sovétrikjunum og Frakk- landi, i september siðastliðnum. Samkomulagið hefur ekki tekið gildi, þar sem Sovétmenn vilja, að þing V-Þýzkalands samþykki fyrst samning V-Þjóðverja og Sovétmanna og Pólverja, en mjótt er á munum i vestur-þýzka þinginu um það mál. Hins vegar féllst stjórn Austur- Þýzkalands á að leyfa heimsóknir um páskahelgina sem „tákn góð- vildar.” Stjórnin lét það koma fram, að með þessu vilji hún auka likurnar á, að þing Vestur-Þýzka- lands samþykki samkomulagið. Aðeins eftirlauna fólk vestur yfir. Tvitugur Vestur-Berlinarbúi, Stokkhólmsskrifstofur júgóslavn- esku ferðaskri f s t ofunnar Yogotours voru i morgun eyðilagðar með sprengju. Sjónarvottur segir, að ungur maður hafi kastað hlut gegnum hurðina inn i skrifstofuhúsnæðið og siðan hlaupið burt. Litlu siðar varð öflug sprenging. Eldur kom upp, en slökkvilið kom fljótt á vettvang og slökkti eldinn á skömmum tima. Fólk sakaði ekki. Skömmu eftir sprenginguna fékksænska fréttasLupphringingu manns, sem talaði sænsku illa, og sagði hann, að samtök, sem nefndust „sósialistísk skæruliða- hreyfing Króatiu” stæði að verkinu. „Við ætlum að sprengja upp alla þá staði, þar sem eru fulltrúar ' stjórnarinnar i Belgrad,” sagði maðurinn. Sjálfstæðishreyning Króatiu lætur mikið til sin taka og hefur hún, og hálffasistiskur félags- skapur hennar, staðið að herm- darverkum viða um lönd, ekki sizt i Sviþjóð, þar sem nokkuð er um Júgóslava. Króatia er nú hiuti Júgóslaviu, en heimamenn hafa gert tilraunir til að fá meiri sjálf- stjórn og komið hefur til verkfalla stúdenta og brottrekstrar em- bættismanna út af þessu. Þúsundir dœmdar Stjórnin í Bangladess hefur stofnsett 73 sérdóm- stóla til að fjalla um mál þúsunda manna, sem eru sakaðir um samvinnu við Vestur-Pakistani í fyrra. 1 höfuðborginni Dacca eru tiu þúsund manns sagðir sitja i fang- elsum fyrir þessar sakir, og viða um landið munu þeir vera marg- ir, sem biða dóms vegna sam- vinnu við herstjórn Jaja Kans og V-Pakistana. Það voru einkum menn af Bi- haristofni sem unnu með her- stjórninni, en þeir hafa talið Bengali, yfirgnægandi meirihluta landsmanna, beita sig ofriki. Bi- harimenn eru sagðir haf'a tekið þátt i ýmsum morðum og of- beldisverkum ásamt V-Pakistön- um. Svona lokar múrinn i Berlin Brandenborgarhliði. Austur- Berlin er á ofanverðri myndinni. Mœtti bjarga flestum Tveimur af hverjum þremur af þvi fólki, sem deyr af völdum krabbameins, mætti bjarga, að sögn forseta krabbameinsfélags- ins bandariska, dr. A. Hamblins. Hann segir, að væru notaðar til fulls þær aðferðir, sem læknavis- indin ráða nú yfir, i stað þess að menn væru alltaf að leita að ein- hverri algildri „töfralækningu” á krabbameini, þá væri unnt að bjarga lifi miklu fleiri manna en gert er. ALLTAF FJOLCAR VOLKSWAGEN Landssalan mikla afstaðin Flugu getið þér drepið en VOLKSWAGEN ekki Margir hafa reynt ... en ekki fekist HVERSVEGNA? Vegna. þess að VOLKSWAGEN er ekkert tízkufyrirbæri . . . Árviss reynsla og tækni- þróun, án útlitsbreytinga hefir gert hann að öruggri fjárfestingu og þeim bíl . . . sem jafnvel afi og amma þekkja, pabbinn vill eignast, mamma vill keyra og börnin kalla ekki bíl, heldur .. . VOLKSWAGEN . .. Kynnið yður verð varahluta- og viðgerðaþjónustu. VOLKSWAGEN er einmitt framleiddur fyrir yður Dom Mintoff forsætisráðherra hefur fengið fram mest af kröfum sinum um greiðslur fyrir her- stöðvar. Bretar og Atlantshafs- bandalagsmenn borga um þrjá milljarða íslenzkra króna á ári fyrir stöðvarnar. Á myndinni eru Mintoff (til vinstri) og Bretinn Carrington lávarður að skrifa undir samninginn. Sími 21240 HEKLA hf Laugavegi 170-172

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.