Vísir - 29.03.1972, Blaðsíða 6
6
Visir. Miðvikudagur 29. marz 1972.
vísm
Otgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
y Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 11660
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 11660 ( 5 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaðaprent hf.
Grunnur markaðsbúskapar
Þjóðfélög markaðsbúskapar á Vesturlöndum, allt
frá Sviþjóð til Bandarikjanna, eru sifellt að þróa
hæfni sina við að eyða neikvæðum þáttum hag-
kerfis sins. Ekkert hagkerfi er lausara við
stirðnun og sýnir jafnmikinn sveigjanleika til stöð-
ugra endurbóta.
Hinn gamli grunnur er enn hinn sami, samkeppni,
markaðssjálfvirkni, einkaeign, valddreifing og at-
orkuhvatning. Það er þessi grunnur, sem Karl
Marx lofaði á sinum tima i Kommúnistaávarpinu
fyrir gifurlega efnahagslega uppbyggingu. Enn i
dag er það þessi grunnur, sem gefur þjóðum heims
hraðasta efnahagsþróun og bezt lifskjör.
Félagsleg yfirbygging
En margvislegar endurbætur hafa átt sér stað frá
tima Marx. Ofan á grunninn hefur verið byggt vel-
ferðarþjóðfélag, sem i þeim löndum, er lengst eru á
veg komin, tryggir öryggi borgaranna frá vöggu til
grafar. Viðamikil tekjujöfnun skattakerfa og trygg-
ingakerfa fer ágætlega saman við markaðs-
búskapinn. Hið sama er að segja um viðamikinn
opinberan rekstur á sviði sameiginlegrar þjónustu,
svo sem*skóla og sjúkrahúsa og nú siðast um-
hverfisverndunar.
Þessar endurbætur hafa mildað hörku og kulda
markaðsbúskaparins og gert hann að mannlegasta
efnahagskerfi, sem þekkist, án þess að virkni hans
hafi minnkað. Endurbæturnar hafa breytt honum i
félagslegan markaðsbúskap, svo að notuð séu orð
Ludwig Erhards, fyrrum kanzlara Vestur-
Þýzkalands.
En þróunin heldur áfram. Á siðustu árum hafa
verið þróuð ýmis gagnverkandi öfl, sem skapa
aukið jafnvægi i samskiptum neytenda og framleið-
enda. Þessi þróun einkennir i misjöfnum mæli öll
lönd markaðsbúskapar, allt frá Sviþjóð til Banda-
rikjanna. Þessi öfl eru barátta við einokun, villandi
auglýsingar og hættulegar vörur, svo og aukin neyt-
endamenntun og auknar neytendarannsóknir.
r
Osigrandi hagkerfi
Þessar endurbætur munu slá i gegn, án þess að
eðli og gildi markaðsbúskaparins breytist nokkuð.
Hið sama verður sjálfsagt hægt að segja um ýmsar
aðrar endurbætur, sem menn vita ekki um núna, en
eiga eftir að þróast. Sveigjanleikinn i markaðsbú
skapnum hefur gert hann að ósigrandi hagkerfi,
sem skarar langt fram úr öllu öðru, sem við höfum
þekkt og þekkjum i dag.
Miðstjórnarhagkerfi Austur-Evrópu verkar aðeins i
einum ákveðnum kringumstæðum betur en mark-
aðskerfið. Það er þegar stjómvöld vilja og geta
haldið niðri neyzlu almennings og lagt eingöngu
áherzlu á eflingu efnahagslifsins, svo sem á styrj-
aldartimum eða á harðstjórnartimum. Undir öllum
öðrum kringumstæðum hefur reynslan sýnt algera
yfirburði markaðsbúskaparins. Enda eru stjómir
flestra rikja Austur-Evrópu nauðugar viljugar að
feta sig hægt og hægt i átt til markaðsbúskapar.
Gjörbreytt afstaða bandarískra kvenna til kvenfrelsishreyfingar:
Konurnar frjálslyndari
en karlmennirnir
Kvenþjóðin hefur yfirleitt þótt
ihaldssamari en karlþjóðin, aö
minnsta kosti svona aö meðaltali.
Skoöanakannanir i Bandarfkjun-
um leiða hins vegar f ijós, að
kvenfólk þar kýs fremur ,,til
vinstri" i pólitíkinni, sem þar i
landi þýöir, að þær hallast á sveif
með demókratafloKknum, sem
kalla mætti „frjálslyndan miö-
flokk”. Þær reynast líka frjáls-
lyndari á mörgum sviðum þjóö-
mála öörum. En fyrst og fremst
hafa oröið alger umskipti í af-
stööu bandariskra kvenna til
kvenfrelsishreyfingar.
Skoöanakönnun Harris stofn-
unarinnar sýnir, að alger kú-
vending hefur orðið meðal
kvenna á einu ári i afstöðunni til
tilraunanna til að breyta stöðu
konunnar i þjóðfélaginu.
Konur styðja nú breytingar á
stöðu kvenna með meirihlutanum
48% með og 36% á móti, en 16%
eru óákveðnar.
Fyrir einu ári var meirihlutinn
andvigur breytingum á stöðu
konunnar i þjóðfélaginu frá þvi,
sem nú er. Þá vildu 42% óbreytt
ástand i stöðu kynjanna i þjóð-
félaginu, en 40% vildu breytingar.
Styðja aðalatriðin i
baráttu „rauðsokka"
Breytingin kemur skýrast fram
meðal giftra kvenna. Giftar
konur voru i fyrra andvigar
breytingum að miklum meiri-
hluta, 45% gegn 38%. Nú styðja
þær breytingar með meirihlutan-
um 46% gegn 38%. Konur, sem
búa i útborgum stórborganna,
það er að segja millistéttin og
hinar efnaðri, voru andvigar
breytingum i fyrra. Nú styðja þær
baráttu kvenfrelsishreyfingar að
verulegu leyti, með 51% gegn
35%. A sama hátt jókst mikið
stuðningur kvenna með háskóla-
menntun og ungra kvenna við
breytingar á stöðu konunnar.
Þessi miklu umskipti urðu á að-
eins einu ári.
Illlllllllll
Umsjón:
Haukur Helgason
Kvenfrelsisbarátta i núverandi
mynd sinni er fremur ný af nál-
inni. Róttækustu útgáfur kven-
frelsishreyfingar, sem samsvara
islenzkum „rauðsokkum”, njóta
enn ekki beips fylgis meirihluta
kvenna. Af hverjum 100 konum
segjast 40 ekki styðja þessa
flokka, en 39 segjast
fylgja þeim, og 21 er óákveð-
in. Hins vegar eru svör kvenn-
anna túlkuð svo, að þær styðji
aðalatriðin i baráttu kvenfrelsis-
hreyfingar, og telur skoðana-
Nixon
kðnnuðurinn Louis Harris, að sá
vilji komi fram i afstöðu til einnar
spurningar sérstaklega. Kon-
urnar voru spurðar, hvort „rétt-
mætt væri af konum að vera
óánægðar með stöðu sina i banda-
risku þjóðfélagi, en þær beiti
röngum aðferðum i andmælum
sinum.” Við þannig orðaðri
spurningu sögðu 51 prósent
kvenna „já” og 34 prósent „nei”.
Nixon var kosinn
á atkvæöum karla.
Meirihlutanum finnst enn, að
það sé „ókvenlegt” af konum að
taka þátt i mótmælaaðgerðum á
götum og torgum. Með þvi sé
„börnum einnig gefið slæmt for-
„dæmi”, segir meirihluti banda-
riskra kvenna.
Konurnar hafa gerzt róttækari i
afstöðu til „stöðu” sinnar i þjóð-
félaginu yfirleitt samkvæmt
framansögðu. Hins vegar stendur
frjálslynd afstaða þeirra til
ýmissa einstakra þjóðmála á
gömlum merg.
1 seinustu forsetakosningum
fékk frambjóðandi demókrata
meira fylgi kvenna en repúblik-
aninn Nixon. Nixon vann þó á at-
kvæðum karlmanna.
46 af hundraði kvenna studdu
Hubert Humphrey, en Nixon fékk
43 af hundraði atkvæða kvenn-
anna. Af körlum fékk Nixon hins
vegar 44%, en Humphrey aðeins
40%.
Þótt Edmund Muskie, sem enn
þykir liklegastur til að verða
frambjóðandi demókrata. sé
nokkuð á eftir Nixon samkvæmt
seinustu skoðanakönnunum,
hafði Muskie meirihlutafylgi
kvenna i siðustu könnunum.
Harris telur, að konur muni neyta
kosningaréttar sins i rikari mæli
en siðast, vegna þess að áhugi
þeirra hafi aukizt á þvi, að meira
kveði að konum i þióðfélaesmál-
um. Konur eru meirihluti kjós-
enda i Bandarikjunum eins oe
viðar, 51% fólks á kjörskrá eru
konur.
Meiri áhugi kvenna á
kjörum fátækra en karla.
Vietnammálið ræður miklu um
litlar vinsældir Nixons meðal
meirihluti kvenna. Þær segjast
hins vegar helzt styðja hann i til-
raunum til að semja frið við
kommúnistarikin.
Konur sýna einnig i skoðana-
könnunum i Bandarikjunum
meiri áhuga en karlar á umbótum
á kjörum gamals fólks, svert-
ingja og fólks i fátækrahverfum
og hinna soltnu i landinu. Flestar
konur segjast búast við, að sam-
drátturinn i efn(ahagslifi Banda-
rikjanna verði ekki úr sögunni við
kosningarnar i haust.
En kvenfólkið er andvigt akstri
skólabarna milli hverfa, sem
hefur verið einn þáttur i tilraun-
um til að draga úr kynþáttamis-
rétti og kynþáttahatri i Banda-
rikjunum. 1 þvi kemur fram
uggur mæðra um börn sin i fjar-
lægum hverfum, þar sem fyrir
eru börn af öðru sauðahúsi, og
gildir þetta einnig um meirihluta
svertingjakvennanna.
Frægust „kvenna” er frelsisgyðjan, og hérna hafa kvenfrelsiskonur
fest á styttuna borða, þar sem segir „Konur allra ianda, sameinizt”.