Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 3
3
VtSIR. Föstudagur 14. april 1972.
ISLENDINGAR,
HAFA LÆRT A
VERÐBÓLGUNA
— segja þeir hjá Efnahags- og framfarastofnuninni
Aörar þjóðir munu margt menn gætu tekiðlslendinga sér til
geta lært af islendingum í fyrirmyndar og lært að lifa við
., . . , hu'i veröbolgu. Almenningur i Banda-
Vlðskiptum Vlð verðbolgu- rikjunum brást nokkuð órökrétt
drauginn alræmda, aö
minnsta kosti ef marka má
skýrslu Efnahags- og fram-
farastof nunarinnar um
ísland, Þarsegir, aö,,hinar sem
tiltölulega háu og ört vax-
andi meðaltekjur bendi til
þess, aö Islendingar hafi
lært að laga sig aö verð-
bólgu, sem hefur veriö
rúmlega 11% á ári árin
1950-71."
islenzkur námsmaður i Banda-
rikjunum, Þórir Gröndal, varpaði
þvi fram fyrir ári, að Bandarikja-
við verðbólgu, sem litið hafði
borið á þar i landi áður og fólk
kunni litið að fást við. Fóru
margir að spara fé i bönkum i
stað þess að koma þvi i fasteignir,
hækkuðu i verði með verð-
bólgunni, og annað eftir þvi.
Hinir visu menn i Efnahags- og
framfarastofnuninni, OECD,
virðast taka undir þetta.
1 skýrslunni er tekið fram, að
tekizt hafi að tryggja góð lifskjör
á tslandi miðað við önnur lönd,
jafnvel eftir hinn alvarlega sam-
drátt 1967-68. Þjóðarframleiðsla á
hvern ibúa hafi i heild verið meiri
en meðaltalið i rikjum OECD.
Húsnæði sé áreiðanlega á Islandi
með þvi bezta sem þekkist i heim-
inum.
Á hinn bóginn hafi verðbólga
orðið meiri á Islandi og stærri og
meiri sveiflur i tekjum en i
nokkru öðru riki i OECD siðan
heimsstyrjöldinni lauk.
Hagvöxtur varð meiri á siðasta
ári en i nokkru öðru riki i OECD.
Verðbólga i ár
Hækkun kauptaxta muni i ár
sennilega fara langt fram úr
aukningu framleiðni á árinu, það
er að segja framleiðsluaukningin
verði of litil til að mæta kaup-
hækkunum, og þetta muni auka
kostnað atvinnuvega og leiða til
verðbólgu. Hækkun á gengi gjald-
miðla þjóða, er íslendingar kaupa
mest af, sem var gerð i desem-
ber, muni hafa áhrif i svipaða átt.
-HH
AUSTFIRÐINGAR
ÓTTAST SKORT
Á VINNUAFLI
,,Ég óttast, að hér verði
geysimikill skortur á vinnuafli I
suraar. Atvinnuástandið i vetur
hefur verið mjög skemmtilegt
allir haft næga vinnu, en ekki
vantað fólk til starfa. Hefur
niðurlagningarverksmiðjan
jafnað mjög atvinnu hér yfir
vetrarmánuðina", sagði Bjarni
Þórðarson bæjarstjóri á Nes-
kaupstað i samtali við Visi.
Hann kvað fyrirsjáanlegan
vinnuaflsskort i sumar og þá
einkum i frystihúsunum, þar sem
smábátaútgerð hefði vaxið
hröðum skrefum á staðnum. Fara
þá karlmenn, er vinna i frysti-
húsum á veturna, á sjóinn og fáir
verða eftir til að vinna aflann i
landi.
Austfirðingar éru nú sem óðast
að ná sér eftir áfallið, sem varð
þegar sildin hvarf, og litill vandi
fyrir aðkomumenn að fá þar
vinnu i sumar. -SG-
Engan smásálarskap,
meisfarar góðir!
— segja iðnnemar og knýja á um hœrri laun og
samningsrétt
,,Eina leiðin fyrir iön-
nema til aö ná kjarabótum
er að fá iðnsveina til að
semja viö meistara um kjör
sín fyrir sína hönd", segir í
ályktun formanna-
lönnema-
íslands um
Atvinnusjúkdómar í ólveri?
Rannsókn tekur
a.m.k. 6-8 vikur
,,Við höfum látið setja upp sér-
stök tæki á ýmsum stöðum i verk-
smiðjunni. Safna þaú sýnishorn-
um úr andrúmsloftinu og verða
þau i notkun i þrjár vikur”, sagði
Baldur Johnsen forstöðumaður
heilbrigðiseftirlits rikisins, er
Visir spurðist fyrir um rann-
sóknir á meintum atvinnusjúk-
dómum i álverksmiðjunni.
Baldur sagði, að fyrir hefðu
verið tæki, sem eingöngu veittu
upplýsingar um flúormagnið i
andrúmsloftinu, en þessar rann-
sóknir beindustað öðrum þáttum.
Samhliða þessum rannsóknum er
einnig unnið við að afla margra
annarra upplýsinga. Starfsmenn,
sem hafa kvartað um veikindi,
eru rannsakaðir, og allt verður
gert til að komast til botns i þessu
máli, sagði Baldur. Hins vegar
kvað hann það taka sex til
átta vikur að komast að fullri
niðurstöðu.
Það voru verkalýðsfélögin, sem
fóru fram á þessa rannsókn, og
sagði Hermann Guðmundsson,
formaður Hlifar, i samtali við
Visi, að félögunum hefði þótt
ýmislegt benda til þess að rann-
sóknar væri þörf á meintum at-
vinnusjúkdómum. Nokkrir
starfsmenn hafa kvartað undan
veikindum, eftir að þeir voru
búnir að starfa um nokkurt skeið I
verksmiðjunni. Töldu þeir, að
veikindin gætu stafað af ein-
hverjum skaðlegum efnum i
andrúmslofti verksmiðjunnar.
Heilbrigðisráðuneytiö fól síðan
heilbrigðiseftirliti rikisins að
framkvæma nauðsynlegar
rannsóknir og athuganir. -SG
ráðstef n u
sambands
kjaramál.
„Sannar þetta fyrirkomulag
enn betur en áður, hve hróplegt
ranglæti það er, að iðnnemar
skuli ekki hafa þau sjálfsögðu
mannréttindi að semja sjálfir um
kjör sin og kaup”, segir ennfrem-
ur i ályktuninni. Hefur
ráðstefnan krafizt þess, að iðn-
meistarar þeir, sem i hlut eiga,
gangi nú þegar i stað að þeim
kröfum, sem iðnnemar hafa lagt
fram og láti það ekki spyrjast um
sig, að á meðal þeirra riki sá
smásálarskapur að standa i þrefi
og jafnvel neita að semja um
kaup þess fólks, sem þeir hafa
notið hvað bezt i atvinnurekstri
sinum hvað kaupgreiðslur
áhrærir.
Hvað varðar yfirborganir tekur
ráðstefnan það fram, að það eru
ekki og hafa aldrei verið áunnin
réttindi iðnnema, heldur hafa ein-
stakir iðnmeistarar greitt betra
kaup en samningar segja til um,
þegar þeir hafa gert sér það ljóst,
að ekki hefur verið hægt að fá fólk
til iðnnáms á þvi lágmarkskaupi,
sem i gildi hefur verið.
I ályktuninni segir ennfremur
að það sé mikill misskilningur, að
iðnnemar séu það vel launaðir, að
það nægi þeim til lifsviðurværis,
þvert á móti eru þeir almennt
styrktir af aðstandendum sinum
til þess að geta lokið námi. -EA
Tíu ára drengur
höfuðkúpbrotnaði
EBE gefur eftir
varðandi álið
Tiu ára drengur varð fyrir bil á
Ilaínarfjarðarvegi í gærdag, rétt
Þjófar í
Hvalfírði
Þjófar hafa að undanförnu
herjað á veitingaskálann að Fer-
stiklu á Hvalfjaröarströnd.
I fyrrinótt var brotizt þar inn i
annað skipti á stuttum tima, og
núna stolið þar peningum,
nokkrum þúsundum króna, að
sögn Akranesslögreglunnar, ,en
einnig sælgæti, tóbaki og sliku,
sem freistar þjófa.
Þjófarnir brutust inn i veitinga-
skálann með þvi að brjóta rúðu og
fara inn um glugga. -GG
eftir hádegi. Var drengurinn að
fara yfir veginn á móts við
Hliðarveg og gekk hann vestur
yfir götuna að strætisvagnabið-
stöð, sem þar er. Var hann i fylgd
ineð 12 ára gamalli systur sinni.
Kom þá litill vörubill suður eftir
Hafnarfjarðarveginum, og lenti
drengurinn framan á bilnum og
skall i götuna. Mun hann vera
höfuðkúpubrotinn, að þvi Visi
var sagt á Borgarspitalanum i
morgun. Er drengurinn á
gjörgæzludeildinni þar.
Lögreglan i Kópavogi getur
ekki fyllilega gert sér grein fyrir
þvi hvernig slysið vildi til, þar
sem hún getur ekki stuðzt við
framburð sjónarvotta, annarra
en bilstjórans á vörubilnum.
Biður hún fólk, ef einhverjir hafa
séð slysið, að hafa samband við
sig.
—GG
Efnahagsbandalagið segist
munu „bæta” tilboð, sem það
hefur gert þeim EFTA-rikjum,
sem sækja um viðskiptasamn-
inga við handalagið.
Þessi lönd eru ísland, Sviþjóð,
Finnland, Austurriki, Portúgal og
Sviss.
EBE leggur þó áherzlu á, að
ekki verði um að ræða „friverzlun
á öðrum vörum en iðnaðar-
vörum”.
Utanrikisráðherrar EBE munu
hittast i Luxemburg 24. april og
fjalla um skýrslu nefndar EBE
um málið, og hugsanlega verður
afstaða tekin endanlega i mai-
byrjun. Þá gætu viðræður viö
EFTA-rikin byrjað i mai eða júni.
Aðallega mun EBE gefa eitthvað
eftir á skilmálum sinum um toll á
einstökum iðnaðarvörum, m.a.
áli.
-HH.
Tjónið
reyndist
100 þús.
1 ljós hefur komið, að mun
meiri skemmdir urðu af eldi,
sem kom upp i húsi við Lauf-
ásveg skömmu eftir helgi, en
álitið var i fyrstu. Þar
kviknaöi i rofa við scgul-
bandstæki, en eldurinn
breiddist út, og eyöilagðist
m.a. sófasett.
Hefur tjónið verið metið á
liðlega 100.000 krónur, þar af
er tjón á lausafjármunum
75.000 krónur.
-SG
Jarðgöng í Oddskarði um leið og hringvegurinn
„Já, það er ráðgert, aö göngin i
Oddskarði verði tilbúin árið 1974,
svo þá passar þetta alveg við
hringveginn”, sagði Bjarni
Þórðarson bæjarstjóri á Nes-
kaupstað i samtali við Visi i gær.
Tilboð i gerð 600 m jarðganga
voru opnuð fyrir skömmu, og var
það lægsta frá Gunnari og
Kjartani sf. Egilsstöðum, 57
milljónir kr. Aætlun vegagerðar-
innar var upp á 55 millj. Alls
bárust þrjú tilboð í verkið.
Bjarni Þórðarson sagði, aö
göngin yrðu mikil samgöngubót
og gilti það fyrir nágranna-
byggðirnar lika. Sjúkrahús væri á
Neskaupstað og mikils virði að
geta haft greiðar samgöngur við
það.
Auk þess að gera jarðgöngin
gerði útboðið ráð fyrir byggingu
vegar beggja megin ganga, 2,5
km, og taldi Bjarni, að með þsss-
um framkvæmdum yrði greiðfært
landleiðina til Neskaupstaðar ;.llt
árið, nema þá i alverstu snjóum.