Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 5
VÍSIR. Föstudagur 14. apríl 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón: Haukur Helgason ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ I.itil stúlka stendur eftir i 5 nistum heiniilis sins i Suður-iran S eftir jarðskjálftana, þar scm öll ■ fjölskyldan fórst nema hún. ■ Júgóslavía: Rœninginn fékk að flytja • r avarp i sionvarp Félagi í „svörtu húfunum" rœndi flugvél til að skýra fró högum mexíkanskra borgara i Bandarikjunum Mexíkansk-banda rískur f lugvélarræningi miðaði byssu á áhöfn Boeing 737 farþegaflugvélar, meðan hann flutti ræðu i útvarp og sjónvarp. Ræða hans fyrir framan sjónvarps- upptökutækin stóð í 35 minútur, og þar bað ræn- inginn um réttindi til handa fólki af mexí- könsku þjóðerni, sam- kvæmt fréttaskeyti í morgun. Flugvélarræninginn lét lausa 27 farþega og fjögurra manna áhöfn flugvélarinnar, eftir að hann ræddi við tvo sjónvarps- fréttamenn. Hann kvaðst siðan mundu gefast upp fyrir lög- reglu. Áður hafði hann einnig krafizt þess, að hann fengi tveggja klukkustunda tima i sjónvarpi til að segja ævisögu sina. Ræninginn tók völdin i flug- vélinni, er hún var á leið frá Denver til Phoenix. Hann neyddi llugmanninn til að lenda i Los Angeles, og var fyrst talið, að flugvélin færi siðan tií Mexikó. Ræninginn, Ricardo Chavez Ortez, skýrði frá mörgu, sem fyrir hann hafði borið og mis- rétti, er hann taldi sig hafa verið beittan. Jafnskjótt og flugvélin hafði lent i Los Angeles, krafðist hann þess, að þekktur sjón- varpsfréttamaður frá sjón- varpsstöð, sem sendir út á spænsku, fengi að koma um borð i l'lugvélina með Ijós- myndara og tæknimenn, svo að sjónvarpa mætti ræðu hans og viðtali við hann um kjör ban- darisks fólks af mexikönskum ættum. Ræninginn er talinn vera félagi i samtökum öfgamanna „svörtu húfurnar” (black berets), sem mun vera nokkuð annars eðlis en „grænu húfurnar”, sem eru þekktar af umdeildri kvikmind með þvi heiti og frá Vietnamstriðinu. F/ögur ný bólu sóttar- tilfelli Júgóslavnesk heilbrigðis- yfirvöld tilkynntu i gær- kvöldi, að enn hefðu komið upp fjögur ný tilfelli af bólusott i Kosovo-héraði. Alls hafa nú 172 tekiðveik- ina og 33 týnt lifi að sögn stjórnarínnar í Belgrad. Stjórnvöld leggja áherzlu á, að bólusöttar hafi ekki orðið vart á þeim svæðum landsins, sem ferðamenn ferðist helzt til og sé sjúk dómurinn takmarkaður við einangruö svæði í Kosovo. FÆR PERON AÐ BJÓÐA SIG FRAM? Peron fyrrverandi ein- valdur i Argentínu krefst þess að fá borgaraleg réttindi sín aftur. Hann nýturenn mikils fylgis með þjóðinni, og hafa valdhafar látið í það skína, að hann kunni að fá að bjóða sig fram i kosningum, sem eiga að fara fram i marz næsta ár. övíst er, að við það yrði staðið. I gær benti ekkert til þess, að Peron mundi verða i framboði i kosningunum, enda þótt hann sendi kröfur um endurheimtingu réttinda frá bústað* sinum i Madrid, þar sem hann er i útlegð. Vegna fylgis perónista er þátt- taka þeirra i kosningunum mikil- væg fyrir framvindu þeirra og hún getur ráðið úrslitum um, hvort þær geti farið friðsamlega fram ef herforingjar gera alvöru úr að snúa aftur til lýðræðislegra stjórnarhátta eftir sjö ára stjórn hersins. Fréttamenn telja óliklegt, að herforingjar leyfi Peron að bjóða sig fram i forsetakosningum. Juan Peron var velt úr valdastáli árið 1955. Einnig er vafasamt, hvort Peron getur fengið herforingja- titil sinn að nýju. Lanusse her- foringi, núverandi forseti, getur veitt Peron titilinn og mun hann þrufa að fá samþykki margra ráðamanna i hernum til þess. Margar ákærur voru á hendur Perons, en þeirri siðustu, um landráð, var hafnað af héraðsdómstóli i siðustu viku, og ætti Peron þvi að fá aftur kosningarétt og kjörgengi. Nixon hamlað að reka strfð án stríðsyfírlýsingar Öldungadeild Banda- rikjaþings samþykkti i gærkvöldi með 58 at- kvæðum gegn 16 lög, sem hafa viðtæk áhrif og takmarka mjög heimild forseta Bandarikjanna til að taka þátt i striði án sérstakrar samþykktar þingsins. Meirihlutinn i deildinni hefur aldrei verið meiri i atkvæða- greiðslu af sliku tagi. Tillagan fékk stuðning bæði repúblikana og demókrata, og hún bindur töluvert hendur for- setans að leggja fjármuni og mannafla i strið eins og Vietnam- striðið, þar sem engin striðsyfir- lýsing hefur verið gefin. Bandariskar sprengjuflugvélar heldu i morgun enn áfram loftá- rásum á heri Noröur-Vietnama, sem sóttu inn i borgina An Loc, en þar mun þjóðfreslishreyfingin ætla að stofnsetja höfuðborg fyrir þá stjórn, sem hún hefur myndaö. iyiiiilíli Æ fleiri herskip halda frá Bándarikjunum til Indó-Kina. Hér er eitt að fara hjá Golden Gatebrúnni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.