Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 13
VÍSIK. Föstudagur 14. apríl 1972. 13 HANA NÚ! /,WE SHALL OVERCOME" Mótmælaseggir um viða veröld syngja gjarnan lagið ,,We Shall Overcome”. Það er orðið hefð- bundinn mótmælasöngur á nokkuð löngum tima. Lagið á rætur sinar að rekja allt að tvær aldir aftur i timann. Það var fyrst sungið i Bandarikjunum árið 1794 og þá við textann „Hymn of the Sicilian Mariners”. Við þann texta var lagið sungið allt fram til ársins 1900, en þá samdi Albert nokkur Tindley við það textann, „I'll Overcome Some Day”. Þá var það næst, að guðsorðakonan Roberta Martin frá Chicago samdi nýjan texta við lagið árið 1945. Það voru raunar fáeinar ljóðlinur, sem hún samdi — og söng á fjöldasamkomu blökku- fólks i Suðurrikjunum. Þjóðlaga- 'söngvarinn Peter Seeger lauk svo við textagerðina nokkru siðar. Þannig er sem sé kominn til textinn „We Shall Overcome”. Leikararnir James Coco (t.v.), Peter O'Toole og Sophia Loren brosa breitt i einu atriði myndarinnar ,,Man of La Mancha”, sem unnið hefur verið að i Róm undir leikstjórn Arthurs Hiller. í kvikmynd- inni fer Sophia með hlutverk Aldonza, O'Toole er Don Quixote og Coco leikur hirðfifl Quixote, gal- gopann Sancho Panza. EKKERT FRÍ UT Á AFMÆLI HINRIKS Dönsk skólabörn urðu heldur stúrim , er þau komust að þvi, að þeim verður ekkert fri gefið frá skólanum 11. júni nk., afmælis- dag Hinriks prins. Þá munu skólaprófin einmitt standa yfir. Einu konunglegu afmælisdag- arnir, sem veitt eru skólafri út á, eru nú aðeins tveir, nefnilega af- mælisdagur Margrétar drottn- ingar þann 16. april og afmælis- dagur Ingiriðar ekkju Friðriks konungs, þann 28. marz. Þetta árið kemur afmælisdagur Margrétar drottningar skóla- börnunum að litlu haldi, hann ber nefnilega upp á sunnudaginn næsta, en þá er jú auðvitað fri i skólanum hvort sem er. Og sömu sögu er að segja af afmælisdegi hennar á næsta ári, hann ber upp á páskana. Litil sárabót i þvi. Powell látinn Adam Clayton Powell, þel- dökkur stjórnmálamaður, prestur og glaumgosi, sem beið oft skipbrot i pólitikinni sökum hóflitils glaumgosaháttalags, lézt á Miami fvrir nokkrum dögum af völdum nýrnasjúkdóms, sem tók að hrjá hann eftir uppskurð sökum kvilla i blöðruhálskirtli. Adam var 63ja ára. EINN GÓÐUR — Sprakk hjá þér væni? — Já, ég ók yfir mjólkurflösku. — Nú, sástu hana ekki? — Nei, mann- fjandinn hlýtur að hafa haft hana inn á sér.!! MILES DAVIS Sá heimskunni trom- petleikari (45 ára) var nýverið fluttur þungt haldinn á sjúkrahús i New York, þar sem fjarlægja varð gallblöðru hans i skyndi. Af þeim sökum verður vist harla litið af Evrópuför hans á þessu ári, sem aðdáendur hans höfðu beðið með eftirvæntingu. SVEFNGENGILL GEKK í DAUÐANN Tuttugu og fjögurra ára gamall Kaupmannahafnarbúi, sem átti vanda til að ganga i svefni, tók upp á þvi eina nóttina i siðustu viku að ganga fram af svölum ibúðar sinnar, sem er á fimmtu hæð. Hann lézt þegar i stað við það liðlega 16 metra háa fall. Girða í gríð og erg Einn af þessum vorboðum, — að visu ekki ákaflega rómatiskur, þessi. En á hverju vori berst mik- ið magn af girðingarefni til lands- ins, og samkvæmt þessari sjón, sem ljósmyndarinn okkar sá á förnum vegi, ætla bændur sér stóran hlut i að girða á komandi Sinfóniuannir Það eru ekki bara þingmennirnir okkar, sem hamast við að ljúka verkum sinum fyrir vorkomuna. Sinfóniuhljómsveitin er i miklum önnum lika, lék i gær i Háskóla- biói, en lék i Hlégarði i Mosfells- sveit 6. april og þann 8. á Akra- nesi og að Logalandi i Borgarfirði Þá verða aukatónl. undir stjórn hins þekkta Carmen Dragon i Laugardalshöli 22. april. Þá eru 16. reglulegu hljómleikarnir i Háskólabiói 27. april, þeir 17. i röðinni verða 11. maí, 3. auka tónleikarnir 18. mai og loksins lokatónleikar starfsársins 25. mai. sumri. Eflaust verður mikið efni lika notaö til að girða af fallega trjá- lundi og fólkvanga, þannig að girömgarnar, aöaideiiuetnio í söngleiknum Oklahóma. stuðla þó á sinn hátt að rómantik og fegurð umhverfisins. Opinber heilbrigðisstofnun óskar að ráða ritara. Leikni i vélritun er nauðsynleg. Verzlunarskóla- eða stúdentsmenntun æskileg. Góð laun i boði fyrir vana stúlku. Verzlunarskóla-eða stúdentsmenntun æskileg. Góð laun i boði fyrir vana stúlku. Umsókn, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir 24. april mertk ,888”. öllum umsóknum verður svarað. ÞESSIR LISTAR OG HORN Þetta gæti verið yðar heimili (-Svo auðvelt að góður eiginmaður setur það upp á einni kvöldstund-) 1 3 tegundum eru nú loksins komnir aftur, og þeir scm pantað liafa, vin- samlega sæki þá nú þegar. Með þessum gylltu listum og snúnum hornum, sem gefa ótal möguleika, hafið þér nú tækifæri til að brcyta húsakynnum yðar i hlýlcg og vistleg húsakynni, i stultu máli sagt, ef komast má þannig að orði, breytl „hreysi i höll”. Jafnt fyrir nýbyggingar og eldri hús fellur þetta ótrúlega vel inn i um- hverfið. Þetta hefur verið notað i aldaraðir og þá sérstaklega í Frakklandi, en hefur núna á undanförnum árum skotið upp kollinum aftur, og fyrir svo ótrúlega lágt verð, þökk sé vélaem-mningunni, að livcr og cinn getur nú vcitt sér þcúnan „lúxus”. Gömul húsgögn, rúmgaflar, hurðir, skápar, og hillur að ógleymdum veggjum verður nú sem nýtt eftir ásetningu Rococco gull-listanna. Þessir listar og horn fást eins og svo margt annaö aðeins hjá okkur. Yður er velkomiðaö konia í verzlanir okkar og kynna yöur hina ótæmandi mögulcika, sem þessir listar og horn veita. Skólavörðustig 8 og Laugaveg 11 (Smiðjustígsmegin) OPIÐ TIL KL. 10 föstudaga lÁrmúla 1A — Simi 86-113 MATVÖRUDEILD 86-111 HÚSGAGNADEILD 86-112 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.