Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 20
VÍSIR Föstudagur 14. apríl 1972. MEISTARI KJARVAL LÁTINN Jóliannos Kjarval ló/t siödegis i gær á liorgarspitalanum. Var liann S(> ára gamall og haföi dvaliöá spflalanum i liölcga þrjú ár. Jóhannes Sveinsson Kjarval l'æddist 15. október 1885 að El'ri- Ey i Meðallandi, Vestur-Skafta- fellssýslu, og var faðir hans Sveinn Ingimundarson, bóndi þar, og móðir hans Karitas Þorsteinsdóttir, kona hans. Frá fjögurra ára aldri ólst Jóhannes upp hjá móðurbróður sinum, Jóhannesi Jónssyni, bónda i Geitavik við Borgarfjörð eystra. Fram til 1911 stundaði Jóhannes Kjarval sjómennsku, en hélt þá til náms erlendis. Fyrst i London, siðan Kaupmannahöfn og lauk frófi frá Konunglega listaháskólanum i Höfn árið 1918. Eftir það fór Kjarval til ýmissa landa að kynna sér list sina, en frá 1922 var hann lengst af hér heima. Ekki þarf að fjölyrða um hve margar sýningar Jóhannes Kjarval hélt hér heima og er- lendis, en verk hans eru til viða i löndum. 1 nýja sýningarskálanum, sem nú er risinn á Miklatúni i Reykja- vik, verður sérstakur salur helgaður Kjarval. A Listahátið i vor verður sýning á ýmsum verkum meistarans i Kjarvals- húsi á Seltjarnarnesi. Sú sýning verður opin hvern dag Listahátiðar, frá 4. til 15. júni. —GG KONA FYRIR BÍL Fullorðin kona varð fyrir bíl á móts við Laugaveg 178 um klukk- au hálftiu i morgun. Var konan á leið yfir Laugaveginn, skammt frá gangbraut, en mun ekki liafa vcrið á brautinni að þvi lögrcglan taldi. Kom þá aðvifandi stór fólksbif- reið og náði hún ekki að stanza i tæka tið. -Varð konan fyrir biln- um, en mun ekki hafa slasazt al- varlega, skarst á handlegg. Þegar fólksbifreiðin hemlaði snögglega, náði litil bifreið sem á eftir henni ók, heldur ekki að stanza i tæka tið, og skall aftan á stærri bilnum. Skemmdir urðu ekki stórvægilegar. — GG Vestur-íslendingur dœmir í frœgosto sakamáli heims Tciknimynd frá réttarsalnum i San Jose, Angela Davis snýr baki i okkur fremst á myndinni, og lengst til hægri mun vera Arnason dómari. ,,t»etta hlýtur að vera islenzkur maður,” sagði séra Benjamin Kristjánsson, sem bezt Jjekkir tii Vestur- islendinga. Visir leitaði álit hans á spurning- unni, hvort Richard Árnason, sem er dómari i hinu heims- Iræga máli Angelu I)avis, væri vestur- islenzkur. Séra Benjamín og aðrir, sem blaðið sneri sér til, gátu ekki sagt frekari deili á manninum. Kvaðst séra Benjamin þekkja betur til austar i Bandarikjunum, en fólk flyttist stöðugl til vesturstrandarinnar vegna veðurblfðunnar þar, og væru Vestur-lslendingar þar dreifðir og erfitt að fylgjast með ættum þeirra. Hann sagði, að nafnið Arnason væri eingöngu islenzkt nafn. Vestur-lslendingar, sem hefðu borið það nafn, hefðu flestir breytt þvi i „Anderson”, þvi að það ættu þarlendir betra með að bera fram. Benti þetta fremur til þess, að ætt dómarans hefði ekki verið lengi i Bandarikjunum. Mál Angelu Davis er eitthvert frægasta sakamál, sem um getur, og vandi dómarans verður mikill. í svipuðum málum hafa réttarhöld iðulega snúizt i orðahnippingar milli dómara og ákærðra, og dómarar þurft að sýna hörku og taka óbliðlega á ákærðum og öðrum, sem hafa staðið fyrir uppþotum i réttarsalnum. Þetta gerðist til dæmis i máli „uppreisnarmannanna sjö i Chicago”, þar sem dómarinn, Hoffman að nafni var eagn- rýndur i allri heimspressunni fyrir margan úrskurð sinn. Réttarhöldin fara fram i San Jose i Kaliforniu. Angela er sökuð um hlutdeild i morðum. Hæstiréttur fylkisins úrskurðaði fyrir skömmu, að dauðarefsing væri ekki i samræmi við stjórnarskrá en hæstiréttur Bandarikjanna á eftir að úrskurða i þvi máli. Við afbroti þvi, sem Angela er sökuð um að hafa drýgt, liggur mesta refsing, liftiðarfangelsi eða dauðarefsing, ef hún telst I samræmi við stjórnarskrá. Richard Arnason er yfir- réttardómari i San Jose. —HH. Ekki hjá því komist að innheimta með álagi — segja sveitarstjórnarmenn á Reykjanesi Deir verða vist margir húseigendurnir, sem hrökkva i kút, þegar þeir fá sendar rukkanir fyrir fasteignagjöld árs- ins, — og útsvörin verða lika hækkuð eins og fast- eignagjöldin. t»að verð- ur þvi nóg að borga fyrir hinn almenna fjöl- skylduföður á næstunni. Allt útlit er fyrir að allflest sveitarfélög á Reykjanesi afgreiði fjárhagsáætlanir sinar með inn- heimtu 50% álags á fasteigna- skatta eins og heimild er fyrir i nýju tekjustofnalögunum. Enn- fremur að óskað verði heimildar ráðherra til að hækka útsvör um 10%. Reykjavikurborg hefur ákveðið að nota þessar heimildir, sömu- leiðis Kópavogur, Seltjarnarnes- hreppur og Hafnarfjarðarbær. Viða er ekki búið að afgreiða f jár- hagsáætlanir, en sveitarstjórnar- menn sem Visir hafði samband við, töldu, að ekki yrði hjá þvi komistað leggja ofan á fasteigna- skatta og útsvör eins mikið og unnt væri ef endar ættu að ná saman. Sveitarstjórinn i Seltjarnarnes- hreppi sagði, að samþykkt hefði verið að innheimta gjöldin með álagi, en það dygði ekki einu sinni til og yrði þvi að afgreiða fjár- hagsáætlun með væntanlegri lán- tökuheimild. 1 Garðahreppi hefur áætlunin ekki hlotið afgreiðslu, en sveitarstjórinn kvaðst ekki sjá að unnt verði að komast hjá þvi að leggja 50% á fasteignaskatta og 10% á útsvör. Tóku fleiri for- svarsmenn sveitarfélaga mjög i sama streng. Þessar álögur verða til þess að fasteignaskattar fimm til sex- faldast i mörgum tilvikum og þykir eflaust flestum nóg um. En einstaka sveitarfélög virðast koma vel út úr nýju tekjustofna- lögunum og t.d. verður ekki lagt neitt á fasteignaskatt eða útsvar á Akranesi. Taldi bæjarstjórinn að margar ástæður lægju þar á bak við, en staðreyndin væri sú, að ráðstöfunarfé bæjarsjóðs væri nú mun meira en i fyrra. — SG Hótel fyrir hestaáhugafólk — og útflutningur á hestum meðal starfsemi nýs félags Tamning s.f. Tamiiing hesta til út- flutnings, útflutningur á þeim, reiðskóli og visir að gistihúsi fyrir erlenda hestaáhugamenn er meðal þeirrar starfsemi, sem Tamning s.f. ætlar að liefja að Sigmundarstöðum i Hálsasveit 1. júni. Visir talaði við Reyni Aðalsteinsson, sem sagði að félagið hefði fest kaup á Sig- mundarstöðum og væri þar nú i byggingu nýtt ibúðarhús, sem yrði væntanlega lokið i byrjun júli. Eldra ibúðarhús á staðnum verði notað að sumarlagi fyrir erlent hestaáhugafólk, sem kæmi þangað til dvalar. Þegar hafa margar pantanir borizt i sumar. — Við verðum fjórir við tamningu þarna i sumar.en við munum þjálfa hesta til útflut- nings o'g selja sjálfir og munum hafa umboðsmann i Þýzkalandi. Þá rekum við trúlega reiðskóla i einhverju formi, t.d. með námskeiði i viku til 10 daga hvert námskeið. Þar að auki verður þarna visir að hóteli til að byrja með þá fyrir út- lendinga, sem hafa áhuga á hestamennsku og geta þeir dvalið og komið á hestbak Ég býst við, að við getum byrjað námskeiðin i ágúst. Það hefur einnig mikið verið spurt eftir tjaldplássi en við verðum með mötuneyti á staðnum. —SB— „LEIÐ MISTOK EF MÉR YRÐI STEFNT" w — segir Arnbjörn Olafsson lœknir „Ég get ekki annað sagt en það væru leiðinleg mistök ef mér yrði stefnt sem höfundi þessa dreifibréfs. Ég hef hvergi knmiö nærri þessu nema hvað ég fékk cintak af bréfinu sent.” Þetta sagði Arnbjörn Ólafsson læknir i Keflavik i samtali við Visi i morgun. Jón K. Jóhanns- son læknir i Keflavik og fleiri menn þar munu hafa i hyggju að stefna Arnbirni sem höfundi dreifibréfs sem þeir telja að sé ærumeiðandi fyrir Jón og hans fylgismenn i deilu um stöðuveit- ingar lækna i Keflavfk. Saksóknaði taldi ekki ástæðu til að höfða opinbert sakamál vegna bréfsins en samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun Jón ásamt fleirum leggja fram meiðyrðakæru á hendur Arn- birni þá og þegar. Arnbjörn vildi litið um málið segja á þessu stigi nema hvað hann hefði hvergi komiö nærri ritun bréfsins. — SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.