Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 12
12
VÍSIR. Föstudagur 14. aprll 1972
Umsjón:
Þórarinn Jón
Magnússon
Betlað fyrir eitri!
Myndin hér að ofan var tekin á Strikinu fyrir fáum dögum. Góð-
hjartaður maður gaukar aurum að hippinu, svo það eigi fyrir ,,gott
irii”. Algengt atvik á þessari margfrægu verzlunargötu Kaupmanna-
hafnar.
Betl getur verið
ábatasöm iðja. Og það
hafa allir þeir unglingar
eða ungmenni, sem dag-
lega hengslast um götur
Kaupmannahafnar, ein-
kum Strikið fræga, gert
sér ljóst.
Politiken sagði nýlega, að ung-
menni, sem iðin eru við betlið,
geti auðveldlega haft 12—15
hundruð krónur á dag með þvi að
betla.
Það þýðir kringum 7000 krónur
á viku og þætti vist ekki mjög
slorlega borguð vikulaun hér á
landi fyrir erfiðisvinnu.
1 Kaupmannahöfn er bannað
með lögum að betla, og var hér
fyrr á árum oft refsað harðlega
fyrir slika iðju. Nú hafa lög
reglan og löggjafinn hins vegar
slakað ofurlitið á, og löggan lætur
sér nægja að aðvara þá, sem hún
stendur að betli. Ef lögreglunni
ofbýður hins vegar frámferði
betlara, er hægt að dæma þá i allt
að hálfs árs fangelsi.
Lögreglan telur, að daglega séu
á milli 30 og 40 ungmenni að betla
á Strikinu i Kaupmannahöfn,
fólk, sem lögreglan getur haft
auga með. Hins vegar er og vist,
að margfalt fleira fólk hefur gert
betlið að aðalatvinnu sinni, en
heldur sig á minna áberandi göt-
um, og kannski fáfarnari.
Langmest karlmenn.
Ungmennin, sem betla, eru
langmest karlmenn, þar sem
stúlkurnar hafa yfirleitt önnur og
arðbærari ráð til að verða sér úti
um peninga. Peninga til hvers?
Jú, vitanlega eiturlyfja. Og eitur-
verzlunin er blómleg kringum
Strikið. Ef menn geta skrapað
saman nokkur hundruð danskar
krónur á viku, þá þýðir það helgi i
sælu og draumi, þar til vonzka
hversdagsins hefst aftur á mánu-
degi með betlinu á Strikinu.
Simagabb?
Þegar ljósmynd af föngulegri
stúlku með tælandi augnaráð
birtist i vestur-þýzku blaði með
orðunum: ,,Nafn mitt er Bree —
hringdu i mig i sima 231428”,
hringdu meira en 3000 karlmenn
samdægurs. Vissulega var þeim
svarað disætri röddu, en svarið,
sem þeir fengu, var ekki beinlinis
það sem þeir höfðu vænzt.
Simsvari fór þess á leit við þá, að
þeir færu i bió og sæju amerisku
kvikmyndina „Klute” sem færði
JaneFonda Óskarsverðlaunin, en
i myndinni leikur Fonda sima-
vændisstúlkuna Bree Daniels.
Það voru kvikmyndaframleið-
endurnir sjálfir, sem stóðu að
þessu — ja, hvað eigum við að
segja....? — simaati. En það er
ekki vitað, hversu margir af körl-
unum 3000 sáu svo myndina eftir
allt saman.
FIMM MEÐ
OSKARINN
Það þarf ekki að hafa mörg orð um afhendingu óskarsverðlaunanna,
sem fram fór I I.os Angclcs sl. mánudagskvöld, svo mörg orð hafa nú
þegar verið höfð um þá miklu athöfn. Hér eru hins vegar fyrstu ljós-
myndirnar frá vcrðlaunaafhendingunni. Hér að ofan gefur að lita
Charlie Chaplin mcð óskarinn, sem honum var veittur fyrir mikilsvert
framlag til kvikmyndalistarinnar. toskarinn hans er auðvitað sá
minni). A myndinni hér fyrir neðan sjáum við svo hina óskarsverð-
launahafana, þau Janc Fonda og Gcne Hackman (annar frá vinstri),
sem hlutu verðlaunin fyrir beztan kvikmyndaleik, og svo þá Philip
D’Antoi (frantleiðanda) og William Frekin (leikstjóra), sem báðir
hlutu verðlaunin fyrir gerð myndarinnar „The French Connection”.
„Þökk fyrir lífið"
- orti hún - og dó
Tami Hogan, 9ára, frá Sacramento f
Kaliforniu, vissi fullvel, að dauðinn
væri' á næsta leiti. Foreldrar hennar,
sem misstu hana sl. föstudag, höfðu
ekki hugmynd um, að Tami litlu væri
það ljóst, að krabbamein væri að
draga hana til dauða. Þegar telpan var
látin, fundu foreldrarnir á meðal
skólabóka hennar ljóð undir nafninu
„Þökk fyrir lífið”.
„Þökk sé þér guð, fyrir að þú hefur
lofað mér að lifa þennan dag. Ég nýt
þess að hjálpa allt hvað ég get. Þökk
fyrir fjölskyldu mina, við erum
hamingjusöm og skemmtum okkur
ætið ánægð saman. Og þökk fyrir sól-
skinsveðrið, sólskinsdaga er dásam|
Iegt að lifa.”
Tami hafði alltaf sýnt foreldrum sin-
um skólaverkefni sin, en ljóð þetta
hafði hún aldrei sýnt þeim.