Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 4

Vísir - 14.04.1972, Blaðsíða 4
4 Vaxtahœkkun í aðsigi? Gamlar og nýjar aðgerðir til að takmarka útlán, einkum til íbúðabygginga og bifreiðakaupa væntanlega verða með svipuðum hætti og i fyrra, að reynt verði að koma i veg * fyrir, að þau vaxi um meira en 12% á árinu, en i fyrra fóru þau töluvert fram úr þvi marki, sem að var stefnt. Ef slikt markmið á aö nást er talið mikilvægt að draga ur lán- um til hvers konar fjárfest- ingar, en þó sérstaklega til ibuðabygginga og bifreiða- kaupa og öðrum varanlegum neyzluvörum, að sögn Jóhann esar Nordals seðlabankastjóra á ársfundi bankans. Enn fremur sé brýn þörf að setja hérlendis lög um af- borgunarviðskipti, ekki aðeins til að geta haft hemil á aukningu þeirra, heldur til verndar neyt- endum, þar sem söluskilmálar og vaxtakjör séu oft algerlega óhófleg i slikum viðskiptum. Seðlabankinn hefur hafið viðræður við við- skiptabankana um tak- mörkun útlána, en aðalmarkmið stefnu stjórnvalda i peninga- málum er að halda aukningu útlána i skefjum. Takmarkanir á útlánum munu Mikill er vandi húsbyggjandans. Skuld rikissjóðs 1700 millj. i sumar. Staða rikissjóðs er venjulega slæm á miðju sumri og mætti búast við, að skuld rikissjóðs við Seðlabankann væri 1700 milljónir i sumar, þó að greiðsluafgangur kynni að verða á árinu sem heild, að sögn dr. Jóhannesar. Er ákveðið að gefa út rikissjóðsvixla til að mæta þessú, og mundi Seðla- bankinn kaupa vixlana af rikis- sjóði, en bjóða þá siðan bönkum og sparisjóðum á þvi timabili ársins, sem staða þeirra er hag- stæðust. Seðlabankinn muni skuldbinda sig til að kaupa vixlana aftur fyrir gjalddaga, ef viðkomandi banki eða spari- sjóður teldi stöðu sina i hættu. Þessir vixlar mundu greinilega verða tæki til að halda aukningu útlána banka og sparisjóða i skefjum. Jóhannes Nordal sagði, að innlendur sparnaður hefði i raun farið minnkandi siðan 1969 og muni hann enn verða fremur litill i ár. Flestir muni sammála um, að æskilegasta leiðin sé aukinn frjáls sparnaður ein- staklinga. t þvi efni hafi verið brotið upp á athyglisverðum nýjungum siðustu ár, svo sem spariskirteinum rikissjóðs, verðtryggðu happdrættisláni vegna hringvegar og fleira sé i athugun. En ekki megi skapa of mikinn mun á kjörum, sem boöin séu i þessu, og vöxtum á almennum markaði. Sé sparifé aðeins flutt úr innlánsstofn- unum i verðbréf, missi tilraunin marks. Þótt vextir almennt hafi verið hér svipaðir og i ná- grannalöndum, hafa verð- hækkanir verið tvöfalt meiri, og raunveruleg ávöxtun sparnaðar verið minni en i nokkru nálægu landi. Gefa verði hagsmunum sparenda meiri gaum. „Bankastjórn Seðlabankans gerir sér ljóst, að vaxtahækkun er ekki vinsælt orð á tslandi frekar en annars staðar, enda hefur ekki verið til hennar gripið um margra ára skeið”, sagði Jóhannes Nordal. „Hitt verða menn að horfast i augu við, að eðlileg ávöxtun er forsenda alls heilbrigðs peningalegs sparn- aðar, hvort sem þvi markmiði er háð með hærri vöxtum eða öðrum hætti, svo sem verð- bótijm og skattfriðindum”. Lögfrœðingur Óskar eftir starfi i 2-3 mánuði. Bréf, er greini hlutaðeigandi og fyrirhugað verkefni eða starf, sendist blaðinu fyrir 19. þ.m. merkt: 6426. Lagtœka verkamenn vantar okkur strax. Mikil vjnna. J. Hinriksson h. f. Véláverkstæði Skúlatúni 6. Simar 23520, 86360. VÍSIR. Föstudagur 14. april 1972. UTLONDI MORGUN UTLÖND I M Verkamannaflokkurinn vann nytt Brezki Verkamanna- flokkurinn vann nýtt þingsæti i aukakosn- ingum i gær. Kjördæm- ið, sem kosið var i, er i námu- og iðnaðarbæ i Wales, og hafði Verka- mannaflokkurinn löng- um haft þingsætið, en i siðustu kosningum bauð gamall Verka- mannaflokksþingmað- þingsœti ur sig fram sem óháður og vann sætið. Þingmaðurinn, Davies, lézt fyrir skömmu 85 ára. Hann hafði verið þingmaður, en árið 1970 var honum vikið frá fram- boði fyrir Verkamannaflokkinn fyrir aldurs sakir, en hann sigr- aði, samt, þá sem óháður. Eftir þessar kosningar eru hlutföllin I brezka þinginu þannig. íhaldsflokkurinn 327, Verkamannaflokkurinn 289, frjálslyndir 6. Verkamannaflokkurinn er illa klofinn, svo að við borð liggur að hann leysist upp, að sögn g brezkra fréttamanna. Reyndi að koma brezkum hermönnum í ÍRA Öflug sprenging skók Londonderry snemma i morgun, þegar oliu- birgðastöð var sprengd i loft upp rétt utan borgarmarkanna. Þetta var síðasta sprengingin i röð slikra, sem IRA-hreyfingin hefur staðið að siðustu daga. Skrifstofuhúsnæði og verzlanir i borgum og sveitum voru eyði- lögð i sprengingum i gær. Kona beið bana, þegar kveikt var i ibúð hennar. Fleiri hermdarverk voru framin i gær en nokkurn dag, frá því að Norður-lralnd var sett undir beina stjórn frá Lond- on. Iri var handtekinn í Englandi i gær og gefið að sök að hafa hvatt brezka hermenn á Norður- írlandi til að ganga i IRA. Heyerdahl tekur við heiðri. „Afríkumenn fyrstir til Norður-Ameríku" Norski könnuðurinn Thor Heyerdahl sagði á blaða mannafundi í Mexikóborg i gær, að mögulegt sé, að fólk hafi farið frá Egyptalandi, Mesópóta miu og Norður-Afriku og setzt að i Mexikó, löngu áður en „Kolumbus upp- götvaði Ameriku”, eins og hann komst að orði. Fyrsta menning á meginlandinu kynni að hafa verið við Mexikóflóa. Forn- menning i Mexikó hefur haft margt, sem svipar til þess, er gerðist i Egyptalandi á þeim tima, segir hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.